við tékkuðum á aarhus á miðvikudaginn... ja skólaferðin sem við vorum svikin með var semsagt farin eftir allt. við fórum í listasafnið sem er nýbúið að byggja...þar stóð sýning Bill Viola yfir en hann er videolistamaður.. sýningin var mjög flott og gaman að skoða þetta allt saman. eeen við það tók okkur bara klukkutíma að skoða allt listasafnið frá toppi til táar svo allur dagurinn var eftir og var okkur bara sleppt lausum um AArhus.. veðrið var fínt svo við gátum spókað okkur ágætlega og röltum um bæinn og setustum á kaffihus/pub og létum tímann líða... Nokkuð vel heppnaður dagur og alltaf gaman að sjá eitthvað annað en Kolding.. Þá er ég(Birna) búin að skoða alveg 3 staði í danmörku.. eftir aðeins 8 mánaða búsetu.. humm ekkert of góður árangur kannski...
Helgin er varla byrjuð en er þrátt fyrir það orðin OF löng.. já svaka misskilningur hjá okkur Agadepíum á fimmtudaginn gerði það að verkum að við mættum ekki í skólann.. héldum að það væri frí því kennarinn var buinn að segjast verða veikur.. gat bara vitað það á mánudeginum... svo var náttulega Bænadagur á föstudeginum (erum ekki alveg með það á hreinu hvað það er) en allavega þá er eirðarleysið að DREPA okkur.. við vorum meira að segja byrjaðar að lesa Kotler bókina...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment