SNELLL..... ÉG (BIRNA) skellti mér, ásamt lárelvu, camillu og agga til hamburg um helgina... tilefnið voru WEEZER tónleikar á sunnudeginum..
oooog SJETT það var gaman... við lögðum af stað á svörtu þrumunni(bílaleigubílnum sem við leigðum) á föstudaginn og tókum eitt stykki gott djamm í hamburg..eftir það tók við svefn í víti..en við ákváðum að sofa í bílnum svona til peningasparnaðar.. ég var í miðjusætinu og var þessvegna ekki með neinnn stað til að halla höfði mínu og var gæði nætursvefnsins upp og ofan..
á laugardeginum var stefnan tekin á gæða hostel svo maður gæti nu sjænað sig aðeins til, enda orðin ansi krumpaður eftir nóttina og daginn... það fórum við á EKTA kojufillerí sem best er að hafa sem fæst orð um.. annars TROMPAST allir ferðafélagarnir..Múhahahahah
en svo rann upp WEEZERDAGURINN mikli..við eiddum deginum í að vera menningaleg og skoða listasýningar en svo tók bara WEEZER við.....ÓÓÓ MEN það var SJÚKLEGIR tónleikar... ég hefði viljað sofa í 3 mánuði í bílnum fyrir þessa tónleika.... WEEZER voru SNILLD.....
upphiturnabandi var líka frábært.. húsið var að springa af stemmningunni.
eftir concertinn röltum við í bænum... Mættum við þá ekki bara bassaleikara WEEZER, aggi tapaði sér næstum og heimtaði að það yrði tekin mynd af kappanum.... Skemmtileg tilviljun...
planið var að gista svo í bílnum aftur á sunnudagsnóttunni en þar sem lárelva og undirrituð vorum bláedrú þá var bara ákveðið að kikka til kolding um nóttina og vakna svo ferskur í eigin rúmi í dag.....
snilldar helgi og allavega smá huggun vegna Hróaskeldubeilsins....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment