ojj það er eitthvað í gangi hérna í kolding.... á fimmtudaginn var ég (Birna) svo sátt við að ég sá broddgölt í fyrsta sinn... það eina sem skemmdi gleðina var að hann var soldið minna á lífi.. sem sagt dauður.. en alltílagi með það þá var ég að rölta mér heim úr skólanum í dag og hitti á tvo aðra broddgelti á förnum vegi.. þeir voru líka steindauðir... maður spyr sig hvort það sé eitthvert broddgaltafár að ganga.. en nóg um það.
um daginn fórum við á Godset (tónleikahúsið hér) á eitthvað "velkomin til kolding festival," sem allir skólarnir í Trekantomradet standa að... þetta var geisi gaman.. góð bönd að spila og svona.. besta bandið var junior/senior sem á lagið move your feet sem allir kannast við.
helgin gekk greiðlega fyrir sig við gengum hægt um gleðinnar dyr.. engin þynnkuveiki og ekki neitt.. ég hef pottþétt tekið alla mína þynnku út um seinustu helgi en þá leitaði sú hugsun á mig að ég ætlaði sko ALDREI að koma nærri áfengum drykkjum aftur... en tjahhh maður jafnar sig á svoleiðis bulli.
Starri dröslaði mér út í pizzu og svo röltum við á sprengjusvæðið.. í fyrsta sinn fyrir mig, þar er allt í hraðri uppbyggingu en maður sér samt ummerki um sprengingarnar sem urðu fyrir nánast ári, ég dauðsá eignlega eftir að hafa ekki farið fyrr og tékkað á stöðunni.
við kolla fórum til stórborgarinnar köben um daginn.. kolla fór að hitta ömmu sína og afa og var þar í vellystingum í 4 daga en ég bara 2... í köben reyndum við að versla okkur fullt fullt af dóti og komum vel klyfjaðar heim eftir vel heppnaða köbenferð.
það er fullt sem ég gæti sagt meira úr agadelífinu en ég nenniggi að gera það... later aligater
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment