dagarnir hafa verið langir og góðir þessar seinustu vikur... seinasta helgi var helgi álpappírsfylgihlutanna... isak ákvað að svala partýþorsta fólks og hélt "Holy Isak´s day" hátíðlegann.. partýið tók óvænta stefnu þegar Guðni (sem er með comeback hingað í kolding) ákvað að gera álpappírs hatt á mig(Birnu).. hatturinn vakti gríðarlega lukku og fólk flyktist að guðna til að fá álpappírs hatta, bindi, armbönd og sluffur(kolla vill kalla það slaufur) hópurinn bókstaflega glansaði á leið sinni niðrí bæ og ég er ekki frá því að álleyfarnar liggi ennþá vítt og breytt um bæinn.
á laugardaginn héldum við kolla matarhitting af því að ma og pa komu með tvö rauðvínslegin lambalæri með sér hingað út og við vildum dreyfa gleðinni með fólkinu. allir lögðu eitthvað að mörkum og úr varð 3ja rétta ofurmáltíð... vá það var svoooo gott.. um kvöldið fæddist NoMA farandstóll.. ég og kolla erum með stól sem við erfðum frá guðna og guðni erfði frá einhverjum bigga sem var árið á undan honum... við merktum stólinn og ártölin og mun þessi stóll ferðast milli NoMA fólks héðan í frá... og að sjálfsögðu verða allir að merkja hann.
á mánudaginn var svo "Gold digger day"... videoið var skotið og fór allur dagurinn frá 8:30 til hálf tólf um kvöldið í það mál... reyndar með smá matarpásu á marmaris.. já þeir éta sem geta!! einhvern veginn lenti ég í að vera að dansa fyrir framan kameruna... já ég ER TAKTLAUS og það er ekki falleg sjón að sjá mig brussast um... það sem maður lætur hafa sig útí er takmarkalaust.. kolla var líka "performer" en það kom öllu betur út. strákarnir voru íklæddir kvenfötum og voru þeir skuggalega kvenlegir...
Núna á Fimmtudaginn var svo "rappartý" þar sem 30 sek videóin sem allir gerðu voru frumsýnd á Republikken.. já og svo var Gold digger videoið líka sýnt.. eða allavega ruffcuts af því.. púff ég sást sem BETUR FER eigilega ekkert en er samt HÆTT að dansa... við komumst að því að Camilla er orðin ískyggulega góð í íslensku og það er núna hægt að halda uppi samræðum við hana... þessir finnar eru ótrúlegir!!
svo í gær föstudag, koma það aftur í hlut ísaks að halda partý.. maðurinn bara varð að redda almennu partýleysi.. úr varð hin ágætasta skemmtun, ég meira að segja fór með álsluffuna!!
svo er bara komið haustfrí núna í heila 10 daga.. ekki slæmt, ekki slæmt, ég heiðra klakann með komu minni.. þótt það sé víst fokk vont veður... að maður yfirgefi 18 stigin og sólina er bara glæpur!! kolla fer til Parísar með fólkinu sínu í Århusum svo það er fullt að gera hjá okkur.
en meira seinna fólk
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment