jább það gæti komið ykkur fólk gott á óvart að sjá og heyra að við erum fluttar enn og aftur, þetta er þá 3ja heimili okkar hér í San Francisco.... kirjan hefur verið nánast tæmd og það er búið að flytja okkur og allt draslið uppi Castro hverfi.. a.k.a paradís samkynhneigðra... þetta er miklu miklu betra hverfi.. miklu fallegra þó ekki sé talað um litríkara.. regnbogafánarnir eru á hverjum ljósastaur... sáum einmitt heilt gengi af bleikum karlmönnum í kjólum á leið okkar um hverfið... þó ekki sé talað um allar kanínurnar.. jabb við sáum þarna menn hálf bera með dúska á rassinum og með kanínueyru... ahh skemmtilegir karakterar hérna í SF... you´ve got to love it!!
í dag var náttúrulega páskadagur og við eyddum honum mest öllum í að flytja, það hefði verið smábarnadæmi ef hefði ekki verið fyrir himnastigann uppí íbúðina sem við fluttum í.. .þessi stigi er FáRÁNLEGA langur og brattur og það spíttist af mannskapnum svitinn eftir flutningana fórum við kolla i það mál að fela páskaegg hvor annarrar en hann Biggi (vinur magga) var svo indislegur að koma með páskaegg og gefa okkur.. hann er hetja dagsins :).... i þakkaskyni fyrir flutningsaðstoðina bauð David (bossinn/roomie) okkur út að borða á svaka góðan mexíkó veitingastað... svaka skemmtilegt allt saman... svo þegar heim var komið var bara meiri vinna ... hvað annað.
þetta er seinasta helgin okkar í San Francisco.. við eigum eftir að sakna þessarar borgar of mikið.. það er satt sem þeir segja gárungarnir...time flies when your having fun..
á Föstudaginn var spees.. það var alltaf plan að kíkja út á eitt gott djamm en vegna gríðarlegs vinnuálags var ljóst að við yrðum að vinna alla nóttina.. í mótmælaskyni ákváðum við að skemmta okkur þá bara ofsa í vinnunni... 5 hvítvínsflöskum var slátrað og úr varð hið skemmtilegasta flipp bara.. við vorum nota bene bara 4, við, camilla og Juha... maggi og biggi komu samt með innlit og svo var stefnan tekin út.. það var nefninlega verið að rendera(tölvan er að gera vinnuna fyrir mann og ekkert annað að gera nema bora í nefið) svo við fórum i pásu sem endaði uppí safeway supremarkað þar sem við keyptum okkur munchy... hittum það svakalega áhugaverðan fátækling...hann spurði hvaðan við værum og sögðum náttulega ísland/finnland og haldiði að kauði hafi ekki bara verið nokkuð lunkinn i finnskunni og gat sagt nokkur orð á íslensku... ekki margir hér sem geta státað að því...
þegar heim var komið þá var hafist handa við að taka upp BELLY Song lagið hennar camillu,... árangurinn....jahhh tölum um það seinna en damn það var gaman að þessu.
eftir tveggja tima svefn vöknuðum við ferskar eins og alltaf á laugardagsmorgunninn við að slökkviliðið var mætt á svæðið.. það var sem betur fer ekki eldur en samt voru 6 manns á svaka slökkvibíl mættir til að redda málunum.. það var nefninlega einhver brotinn gluggi i kirkjunni sem var að fara að detta úr og hefði getað drepið nærliggjandi íbúa san franciscoborgar.
laugardagskvöldið var frábært... gríðargóður endir á gríðrgóðu tímabili... við ætluðum á Club 10/15 sem er einhver svaka klúbbur með alveg 6 mismunandi svæðum og ég veit ekki hvað og hvað en við breittum því og fórum á eitthvern underground "klúbb" sem er fyrir ofan vöruhús einhverstaðar... við héldum að við værum stödd á skemmtistað en eftir spjall við fólk í klósettröðinni komumst við að því að þetta var heimili einhverns sem heldur svona RISA partý einusinni í mánuði og borgar leiguna með að selja drykki og láta borga inn... sniðugt system... kvöldið var ofsa gott, ... skemmtilegt atvik þegar chris féll í gegn um glerborð og mölbraut það.. hann sat bara á því í rólegheitum þegar glerið lét undan og hann pommpaði í gegn og lá steinhissa í grindinni á borðinu... soldið vandræðalegt fyrir hann en heimilisfólkið var super kúl á því og gaf honum drykk í tilefni brotsins... hversu svalt er svona folk... maður hefði haldi að honum hefði verið hent öfugum út en ekki í SF...
jæja Búnda og Kusbana kveðja í bili... næst er það bara LA,SanDiego,Mexikó,Vegas og GrandCanion... WWWWúúúuHú 8 dagar on the road :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Eruð þið þá fluttar með David og Juha? Annars hljómar það eins og þið hafið það gott.. Bið að heilsa..
jább við erum að flytja inn í gamla húsið hans Teds .
hæ stelpur :) vonandi er alveg ógeðslega gaman hjá ykkur ...
svo sjáumst við bara á föstudagsmorgun, rúmlega 6 er það ekki??????
Kv.Begga
jæja... það er bara ekki svarað manni þannig að ég mæti á morgun í kef kl 6 í fyrramálið hvort sem að þið verðið þar eður ei... HAHAHA....
sya :)
Begga
Hey there Nasty Ppl!
Thank you sooo much for a great time in San Fran as well. Wouldn't change it for a thing. Hopefully I will get to see you soon. Miss you guys already!
Greetings from a sunny London!!
Post a Comment