Rugl góð helgi búin… þrátt fyrir að líkamsástand okkar hafi hafnað í óefni og vöðvar víðsvegar um skrokkinn eru bláir, marðir, bólgnir og ég veit ekki hvað og hvað má segja að helgin hafi verið HREINT brill….
Skelltum okkur í Drumbó, vinnuna hennar Camillu að telja flöskur á laugardaginn, já hljómar vikilega spennandi…..
Þannig var mál með vexti að það var búið að vera eitthvað grín með að við yrðum að fara og telja flöskur en flöskusafnið samanstendur af helium 40 feta gám fullum að dósum og flöskum…. Þar sem við höfðum afskaplega takmarkað að gera í bænum ákváðum við að taka rúntinn austur og skella okkur í verkefnið…
Að sjálfsögðu tókum við hlutverk okkar alvarlega og smelltum okkur í rauða flotgalla og vorum eins og þrír Michelin kallar syndandi um í þessum NAHAHASTY flöskum… við erum að tala um RUGL Vonda lykt, en svona til að létta undir með var borið í okkur skot og skemmtilegheit svo hressleikinn var kominn á gott flug…. Sem endaði á pottaferðum og almennri skemmtun…
Á sunnudeginum vöknuðum við svo ferskar eins og vorið og á dagskránni var ægileg svaðilför….
Við semsagt skelltum okkur á kanó og raftbretti en það er um það bil meters stór fleki með handföngum og svo er maður með froskalappir til að komast áfram…. Gríðarlega traustvekjandi fyrir manneskjur í okkar ástandi á þessum tímapunkti…
Við höfðum fyrirfram ákveðið í hvaða röð við ætluðum að fara á brettið en á leiðinni niður ánna voru alltaf tvær á kanó og ein á bretti….
Kolla var svo heppin að fá að byrja og eftir að hafa krossað bringuna á sér og þakkað guði fyrir að hafa átt afspirnu skemmtilegt og gott líf smellti hún sér í ánna…..
Ég (B) fer ennþá að hlægja þegar ég hugsa um það þegar ég heyrði líka þessi gríðarskæra ÖSKUR og sé þá Kollu koma ÞJÓTANDI framhjá mér með brettið við hliðina á sér…. Hef aldrei séð andlitið á nokkrum manni vera svona skelft….
Eftir þetta HEIMTAÐI Kolla skiptingu og þá var röðin komin að Camillu að smella sér á brettið….
Er ekki viss með gæði þeirrar hugmyndar því við Kolla kunnum að sjálfsögðu ekkert að sigla kanó…. Að sjálfsögðu tók við ein mesta svaðilför sem sögur fara af… en við vorum ekki búnar að sigla í meira ein svona 5 mínútur (á hlið allan tímann) þegar við náðum að stranda kanónum í miðjum flúðum…. Þetta á víst að vera nokkuð erfitt því áin ber mann ekkert endilega á þetta rif en jújú við náðum þessu… og við vorum svooo pikkk fastar…. Camilla sá hvað gerðist og fylgdist með vonlausum tilburðum okkar til að losa bátinn frá kletti sem hún prílaði uppá….. og hún var víst komin í keng af hlátri… við hoppuðum og jugguðum okkur í svona hátt í korter þegar loksins kanótuðran bifaðiðst og svaðilförin hélt áfram… og ennþá sigldum við á hlið æpandi á hvor aðra þegar við sáum camillu vera með einhverjar bendingar…. Jújú við vorum að stefna á önnur stórgrýti mitt í ánni…. En sem betur fer náðum við að fljúga yfir það nánast án þess að fatta það í öllum hamagangnum… Camilla var byrjuð að missa kraft af hlátri….
Það er einn staður í ánni sem er í alvöru hættulegur og það er The Keyhole, staður sem áin rennur á milli frekar mjórra klettaveggja og þar myndast hringiðusog…..
Eins og okkur Kollu einum er lagið komum við enn og aftur siglandi á hlið og að sjálfsögðu náðum að velta í miðri iðunni… þetta var SCAHAHARYYYY!!!! Ég held ég hafi aldrei á ævinni panikkað jafn alvarlega…. Enda valt kanóin ofaná okkur Kollu og þar sem tilfinningin er eins og það sé sæskrímsli að toga mann ofaní vatnið hékk maður bara í bátnum og vonaðist til að ná að komast úr iðunni… Kolla náði að halda kúlinu nokkurn vegin en ég afturámóti var eins og hálfviti í björgunarvesti numer XXL sem var það komið uppfyrir haus á mér og ég veit ekki hvað og hvað…. Camilla var næstum búin að drukkna úr hlátri því svipurinn á okkur var víst alveg fáránlegur… við náðum að hanga í bátnum og komast úr iðunni lifandi en þá tók við að áin þeytti okkur áfram og við náðum að skalla nokkra klettaveggi…. En svo náðum við að koma okkur í öruggt umhverfi….
Þá var röðin komin að mér (b) að taka við brettinu…. Ég var ennþá nokkuð skellkuð eftir þessa "near death experience" en tók samt við brettinu…. Það gekk frekar brösulega fyrst og eyddi ég ágætum tíma í byrjun undir brettinu en komst svo á tæknina… þetta var brjálað gaman….. maður er náttúrulega bara eins og korktappi fjótandi um í stórfljóti en maður nær að njóta flúaðnna gríðarlega vel enda OFANÍ flúðunum… lenti reyndar í freakar vandræðalegum aðstæðum þegar ég lenti undir einum rafting bátanna og svo lenti ég í því á einum tímapunkti að koma mér í mótstreymi og ég var alveg pikkföst á miðri ánni…. Frekar hallærislegt en eftir mikinn barning og orkutap, þar sem ég var bara með eina froskalöpp því Milla hafði misst hina í hendurar á sjóskrímslinu í iðunni, náði ég loksins að koma mér útí strumainn… Camilla og Kolla sáu hversu gríðarlega þreytt ég var orðin og pikkuðu mig upp á leiðinni og sigldum við þrjár á kanónum til enda…..
Þegar komið var í land var okkur tilkynnt að við værum VERSTU KANÓRÆÐARAR frá upphafi í hvítá….. því enginn… já enginn í sögu arctic rafting hefur náð að stranda þar sem við strönduðum….
Gott að vera minnst fyrir allavega eitthvað….
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
I can't really say much else than HAHHAHA HAHHAHA HAHHAHA HAHHAHA HAHHA HAHAHAHHAHA HAHAH!!!!!!!
Thanx for an absolutely EXCELLENT weekend!!
HAHAHHAHA!!!!!
Hahahaha, vildi að ég hefði verið þarna til að sjá svipinn á ykkur. :D
Post a Comment