Sunday, January 07, 2007

Danke for Daz 2006!!

París segiði.... hvar á ég(Birna) að Byrja...jú það var RUGL GAMAN!! Ótrúlegt en satt þá gekk öll ferðin frábærlega vel... þrátt fyrir að við getum verið óttalegir ratar stundum og alveg ótalandi í frönsku þá villtumst við ekki einu sinni í þessari reisu... en DAMN það var gaman
byrjuðum á að vera heima hjá honum Xavier sem býr í útjarðri Parísar, vorum þar í tvær nætur og eyddum tímanum þar í að læra prógramming sem reyndist vera líka svona svaðalega leiðilegt.. Allt í heimi var meira áhugavert á þeim tímapunkti og enduðum við einhvernveginn á að líta svona út:


á Gamlársdag skelltum við okkur svo á Hótel inní miðborg Parísar og það verður að segja að þvílíkan lúxus sem við duttum inná þarna, herbergið samanstóð af 3 rúmum, borði einum stól og salernisaðstöðu með sturtu... kellurnar bara að tríta sig hugsiði eflaust núna.. og jú jú þetta var mjög kósí, EF ÞETTA VÆRI FANGAKLEFI... salerninu fylgdi glaðningur, hægðir seinasta ábúanda tók á móti okkur og ekki nóg með það þá var sírennsli svo það var ekki hægt að sturta.... pípulagningamaðurinn kom þá bubblandi upp í mér Birnu og við náðum að redda sírennslinu með að rífa klósettkassajúnitið í eindir.. enda nennir maður ekkert að vera að kvarta með svona smámuni, við vorum líka á hraðferð til að nota daginn í að skoða borgina... Við settum á okkur rauðan varalit og alpahúfur að hætti frakka og drifum okkur út.... í leiðinni kipptum við með okkur fransbrauði og rauðri rós.. meira lókal gátum við ekki litið út fyrir að vera... áfangastaðirnir þennan daginn var meðal annars Notre Dame dómkirkajan, almenningsgarðar og franskt kaffihús...





okkur til mikillar uppisprettu hláturs tókum við eftir því þegar við sátum á kaffihúsi í dulargerfinu okkar að það voru túristar að taka myndir af okkur sem svona "Steríótýpunum af frökkum"... fólk er kjánaprik :)

eftir þetta bæjarrölt okkar fórum við aftur uppá hótel að borða hinn dýrindis örbylgjuáramótamat látum myndina tala sínu máli um gæðin:

við settum þetta bara kátar í lífssreynslubankann...

svo var stefnunni heitið á Tour de Effel, jabbz við ákváðum að eyða kvöldinu hjá Effelturninum... þar var mikið af fólki og mikil gleði gleði... við vorum í góðu gamni og blönduðum geði við fullt fullt fullt af fólki...


svo eru skemmtilegu "had to be there momentin" :




á nýjársdag fórum við svo í menningaferð... já tókum parís og rúlluðum upp túristaattractiononum....



Við vorum alveg heillaðar af Arkitekrúrnum sem var allstaðar í öllu þarna.

svo útsýnið úr Effel Turninum:


og svona langt vorum við Kolla að heiman:


Happy campers....


Kolla lennti í svakelegri lífsreynslu í underground kerfinu í París... hún var nefninlega rænd... já RÆND. reynda var þjófurinn blekölvuð kelling og ránsfengurinn var maltiserspoki sem kolla var að næla sér í úr sjálfssala, rónakellinginn kom þá askvaðandi og ýtti kollu í burtu, hirti pokann leit svo á kollu og sagði MERCHY og labbaðu svo kát í burtu. ég og camilla vorum næstum búnar að pissa í brækurnar af hlátri útaf svipnum á kollu þegar hún leit á okkur forviða af þessari uppákomu...

seinustu nóttina fórum við svo aftur heim til Xaviers glaðar með frábærlega skemmtilega daga...

svo er ein enn hópmyndin sem var tekin á leiðinni upp effelturninn... skemmtileg mynd þar sem enginn er almennilega inná og ég er að geyspa svona sjarmerandi.

10 comments:

Anonymous said...

Hljómar sem ýkt spennandi ferð! Mínar bestu prófkveðjur..

Magnús Sveinn Jónsson said...

Gleðilegt ár! Gleðileg tár! Frí heimsending! Frí heims ending!

Anonymous said...

Hahahah Kolla hrædd við gamla skruggu :D
MERCI :D

Anonymous said...

Héðan í frá....ef það er eitthvað sem ég er hrædd við.... þá er það franskar róna konur sem öskra á frönsk.....híhí.....ég er ennþá í sjokki eftir þetta...

Anonymous said...

HAHAHAHAH!! GOOD TIMES.... sjett hvað þetta var fyndið

Anonymous said...

Já lítur út fyrir að hafa verið mjög skemmtileg ferð enda er ekki við öðru að búast þegar þið takið uppá einhverju.. :)

Milla said...

Oh wow... love looking at those pics. Just wish we had some from the group-blackout perioud. I'm still trying to find out how we all ended up having red lips and become all parisian again... Hmm... For all u ppl out there, DON*T EVER BRING RED LIPSTICK WITH YOU WHEN U GO PARTYING. IT'S EVIL!!! Nothing good can possibly come out of it...

Anonymous said...

BBBAAAHAHAHHAHAHAHA ......
I can´t stop thinking about this.... was just going through my bag .....and guess what I found.....THE RED LIPSTICK..
GOOD TIMES...GOOD TIMES.... :D

Elvus said...

ugghhh I wish I was there with you guys.. missing DK and you already :(

Anonymous said...

vá geggjuð ferð!!! Sniðugar með rauða varalitinn og húfurnar!!!! Það kallast að taka ferðina alveg með trompi!!

Já maður fylgist með ykkur líka! ;)