Sunday, March 18, 2007

Rautt er hinn Nýji svartur

Fórum í það mál á föstudaginn að skemmta okkur saman roomiarnir 3... sjitt hvað það var tími til kominn, vorum með vel í báðum tánum enda byrjaði kvöldið klukkan 2 á verners/daz skólabar.... en þar sem við vorum allar 3saman kom Rauði varaliturinn frá París Bubblandi uppá yfirborðið aftur og enduðum við rauuuuðar frá toppi til tára, kolla var svo fyndin að ganga um á Den Glade Gris og setja varalit á hringinn á glösum hjá fólki og voru alveg nokkrir karlmennirnir þarna inni komnir með rauðann munn eins og trúðar og það þótti okkur nú fyndið... Simple minds, simple pleasure!!

eftir GRÍÐARLEGA þunnann Laugardag (Allavega hjá mér, Burny) er sunnudagurinn búinn að fara í Svaðalega mennigalega hluti, fór á DAC (Danmarks architektur center) og skoðaði þar Frank gehry sýningu, labbaði um alla chritianshavn, skoðaði óperuhúsið, fór á höggmyndasýnungu á einhverju safni sem við löbbuðum fram hjá og labbaði meira og fræddist um köben, loksins núna að drífa í að vita eitthvað um þessa borg sem ég bý í.... endaði svo menningardaginn á kaffihúsi með muffin og súkkulaðibitaköku... og vá hvað ég er búin á því, hef ekki fengið svona mikið ferskt loft í allan vetur.....

við munum samt ekki fá súrefnisskort aftur í bráð því hljólabretta seasonið er byrjað aftur og er ég(B) komin með eitt stykki dett, já og það er einnig mitt fyrsta alvöru, kenni ofangreindum távætingi um það detterí.

en vikan mun vera busy... ofaná skólavinnuna munum við fara á Kashmir tónleika á Miðvikudaginn, vinna allar saman á Verners, ég á fyrstu vaktina mína og Kolla, Camilla, Bodil og Hoover eru lærifeður mínir....
Svo er ARCADE FIRE tónleikar á Sunnudaginn !!!

ohhh það er að stefna í "al Dente" viku :)
lifið í lukku en ekki í krukku

3 comments:

Anonymous said...

úúúffffuuummmææææ... föstudagurinn var snnniiillllldddd... það kom nú samt margt í ljós eftir að hafað séð myndirnar frá kvöldinu. man ekki alveg eftir þessu öllu en shitt eins gott að varaliturinn sé búinn :D
Laugardagurinn var samt auðveldari heldur en að ég hélt að hann mundi verða..en já tónleikar á miðvikudaginn, og vinna á föstudaginn. verðum að gera eitthvað sniðugt við fólkið þar líka :D

Unknown said...

uhh kolla, Varaliturinn fannst í veskinu minu...
Svo BE AWARE, hann gæti komið með comeBack!!!!

Anonymous said...

hæ, gaman að segja frá því að ég gerði ritgerð um hann frank gehry, mjög nettur arkitekt en langaði bara að tjá mig um það, en gaman að lesa bloggið ykkar, heyrumst

kv. Davíð