Saturday, September 22, 2007

Bloggleiðin að myrða mig....

.. þetta er semsagt Birna sem pikkar inn í þetta skiptið, sjetturinn hvað ég er löt að blogga enda nóg annað að gera. skólinn er kominn á Fullt eftir stutta stutta sumarið, kom semsagt ekki til íslands fyrr en eftir mesta mödd hróa sem sögur fara af. En mikið hrykalega var gaman. Tók nísku pakka á skelduna þetta árið og fékk frítt inn gegn því að vinna í 24 tíma.... það var mjög svo ágætt svosum missti af örfáum tónleikum en var samt svo lukkuleg að ég vann bara í nokkra tíma á tónleikadögunum(þeir sem hafa farið skilja hvað ég er að rausa) og restin var á warm-uppinu. Held ég geti sagt það og skrifað að drullan stoppaði enganveginn skemmtanagleðina. úfff ég er komin í svona dreamy flash back að hugsa til þessara viku.
en allavega miðjan júlí kom ég semsagt heim og vann á auglýsingastofunni og svo seinustu vikuna mína heima koma Thomas til að skoða klakann.... ísland sló í gegn og þjóðarstoltið er að kæfa mig eftir gullhamrana sem ísland hefur verið slegið, línan "Besta frí sem ég hef farið í" "vá besta nammi sem ég hef smakkað", "bestu pulsur sem ég hef fengið" "fallegasta land sem ég hef séð" og svo framvegis hefur verið fleygt fram og til baka... já enn og aftur Ísland BEZT í heimi.
Hérna fáiði væmna kærastamynd af okkur.... ohh ég er svo takkí.

Núna er skólinn byrjaður og það er ekkert smá sem manni er dýpt í djúpulaugina, það var bara "hæ krakkar velkomin í skólann, myndið hópa og byrjið að vinna" sem mætti manni og heilinn fékk ofsuðu einkenni, en þar sem maður er svo mikið kameljón þá má venjast öllu og maður er komin í rútínu eða er allavega á góðri leið með það. Verð nú að viðurkenna það að maður var byrjaður að sakna liðsins úr skólanum, eðal pakk þar á ferðinni. Kolla, Camilla og ég vorum Tutorar og sýndum nýnemunum skólann og upplýstum þau um nokkur formsatriði. Aðal ábyrgin var svo að fara og hrista liðið saman og gera alla vini :) við fengum semsagt greitt fyrir að fara með bjór og skemmtilega leiki og pína fólk til að vera með í annarri tánni enda erum við engir nýgræðingar þar á bæ.... hver annar væri betri í svona starf en gamlir Koldingbúar?
Eftir sex daga er svo ferðinni heitið til Bandaríkjanna, Halla systir er að fara láta pússa sig við fransmann og ég fer með ábyrgð best girl eins og ég vil kalla það, (aðrir kalla það maid of honor) og svo mun ég horfast í augu við það að bera ábyrgð á útliti stórusystur á einum af eftirminnilegasta degi lífs hennar, ég er sumsé make-up artistinn hennar, get rétt ímyndað mér það ef ég fokka því verkefni upp..... ég fengi Aldrei að heyra endann á því...

later, og ég lofa EKKI að vera dugleg að Blogga

3 comments:

Anonymous said...

Æ hvað þið eruð sæt;)

Ósk said...

Vá ég hlakka svo til eftir miðvikudaginn! Þá fara kennararnir vonandi að slaaaaka í þessu "velkomin aftur, DRULLIÐ YKKUR AÐ VERKI" og við fáum að anda aftur.
Takk samt fyrir virkilega skemmtilegt intro kvöld, ég er enn að hlægja að "would you still love me if...?" :D

Anonymous said...

jamms takk fyrir geggjað kvöld..
var samt dauð eftir kvöldið þegar ég kom heim klukkan hálf 7...búin að vinna í 18 tíma.... :S en þetta var gaman.. :)