við skelltum okkur bara í utanlandsferð rett áðan.... fórum til þjóðverjalands ...... (það var nú eins gott að hreyfa á ser botninn eftir að hafa setið heima ALLA helgina að horfa á Simpson marathon á Mtv) en já við skelltum okkur með Camilla á tryllitækinu hennar og var veðmál hversu oft bíllinn mundi gefast upp á leiðinni.... en hann stóðst þetta greyið... enda 88 módel af fiat uno......
skemmtileg ferð þar sem við tékkuðum aðeins á Flensburg... keyptum raftæki og tölvudrasl og fylltum skottið af nammi og áfengi... það er bara svo svakalega ódýrt.... kolla fékk að keyra heim og ég myndi allavega ekki treysta henni til að smygla neinu eftir að hafa séð viðbrögð hennar þegar landamæralöggan rukkaði hana um passa og tilkynnti henni að það væri harðbannað að vera að þvælast milli landa án vegabréfs....... en svo spurði löggan hvort við værum með eitthvað ólöglegt innanborðs í bílnum..... eins og við færum að segja það ef svo væri!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment