já það hefur aldrei verið jafn gaman að vekja kollu eins og í morgun.... ég var á leiðinni út að skokka þegar bjöllunni var hringt og þegar ég opna hurðina stendur ekki bara pabbi kollu fyrir utan... það tók mig nú smástund að trúa mínum egin augum.. enda ekki á hverjum degi sem fólk droppar við.... en allavega þá strunsa ég inní herbergi til kollu og segi "kolla pabbi þinn er herna"... ég fekk svona myglað pirringslúkk... svona hvað ertu að vekja mig þið fattið.... og kolla kom "ha pabbi minn" hún var semsagt ekki að trúa mér... svo þegar hún sá hann hoppaði hún uppúr rúmin... ef þyngdaraflið hefði ekki haldið henni á jörðinni hefði hun svifið í gleðikasti... en allavega þá kom pabbi hennar með morgunmat úr bakaríinu... og svo fannst honum ísskápurinn eitthvað svo tómlegur..að hann fór með okkur að versla svo mikið að nú eigum við mat til næstu ára.... ekkert smá rausnarlegt :) síðan finns honum greynilega að við drekkum ekki nógu mikinn bjór því að hann kom með 2 kassa af bjór og gaf okkur..áður enn förinni hans var haldið aftur til þýskalands þá bauð hann okkur út að borða :) enginn smá lúxus
l8er folks..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment