Helgin var of ljúf... já kíktum til köbenhavn í góóóða helgarferð... við fengum gistingu og félagsskap frá Smára og Grétari og bara takk fyrir það..
þetta var ofsa skemmtileg reisa, verslunarplönin miklu urðu samt að eiginlega engu en það er ókeyy.. ég(Burny) náði samt að krækja mér í armband eftir stella macCartny... kjóllinn var asnalegur svo ég droppaði honum og kolla Fann bara ekkert af því sem hún leitaði að, ekki úlpujakkann, buxurnar, skóna né jólapilsið.. við erum eigilega að fatta að búðirnar hérna í kolding eru ekkert svo mikip crap.. allavega fann ég gellubútsin sem ég er búin að vera leita eftir hérna á leiðinni úr skólanum.
við Kolla vorum í þvílíku jólaskapi... ströget er all svakalega jólalegt og maður fékk eiginlega smá jólatremma að vera ekki búin að spegúlegar mikið í gjöfum. Það var gull að sitja á kaffihúsum á strikinu og horfá á fólkið og betlarana..
Að sjálfsögðu fórum við ekki til köben án þess að kíkja á lífið og það var ofsa gaman hjá okkur, fengum samt eiginlega, en óvart kæru á bakið fyrir tilraun til manndráps þegar við gáfum strákunum skot sem samanstóð af tekíla og tabaskósósu og kolla var kannski fullgróf á sósunni.. það var samt næstum óvart.. fengum okkur smá kast þegar jólalögin glumdu og ég gleymdi að ég væri hætt að dansa og við töpuðum okkur smá og dönsuðum eins og.... eitthvað kjánalegt... smári og Grétar voru væntanlega að spá í flóttaleiðum í burt svo fólk myndi ekki fatta að þeir hefðu komið með okkur...
á Laugardaginn fórum við svo bara á einhvern hverfispubb í lyngby og sátum á spjallinu sem var rosa fínt.. enda var svo fookkk kalt að það var eiginlega glæpur að vera labbandi útá götu...
við komum svo heim seinnipartinn í gær... ætluðum að fara svaka snemma en bara neeeentum ekki í lestina þar sem kona með ógeðslega háværan krakka þurfti endilega að vera staðsett nálægt okkur.... já lestin er alltaf jafn skemmtileg
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment