Tuesday, November 01, 2005

Halloween!!

Gleðilegan Nóvember fólk.... seinusta helgi var Halloween helgi. Munkegade skvísurna tóku það að sér að halda eitt gott partý að tilefni þess... þetta er að verða árlegur viðburður hjá þeim... verst að við erum hérna bara þessi tvö ár eeen árlegt samt.
búningaskilda var á staðnum og komu eigilega allir í búning, jói trompaði fram besta búning kvöldsins þar sem hann var risastór "Dónapúði".. eitthvað sem hann einn veit hvað er!! en þessi búningur var án gríns svona 3 fermetrar... hann var RISA.. ég og Kolla vorum ekki lengi að töfra fram átfit en ég skellti laki yfir hausinn og klyppti göt fyir augun og tók mér útskorið grasker í hönd og þá var ég reddí sem Draugur.... vinalegur samt... kolla var líka í laki en hún setti jólakrans á hausinn á ser og vafði um sig lakinu og þar með var hún orðin svona grikki þið vitið.. við tókum okkur líka svona stórglæsilega út..
það kom fullt af fólki til koling til að við gætum deilt gleðinni.. ósk og arndís from the Icecube og svo fjölmennti Horsens fólkið.. alltaf gaman af þeim.
á munkanum mátti meðal annars sjá: sjóræningja,nornir,"the danish guy", matrix gaurana, hjúkkur, pimp, geisju, "den klogeste barn í danmark",kisur, energising bunnies, packman, einhverskonar hórur, kleopötru, britney´s syster who never made it, múmiúr, klappstíru og djöfla svo eitthvað sé nefnt... mjög skemmtilegt allt saman.
núna erum við á skrilljón að gera heimasíðu fyrir te búð/gallery sem er staðsett í Ribe.. og svo erum við líka að rembast við að klára portfolio heimasíðuna okkar.. semsagt allt á fullu hér á Ågade... svo erum við að fara í roadtrip til svíþjóðar eftir tvo daga.. við erum á leiðinni þangað 9 saman til að fara á Sigurrós sem er að spila í gautaborg og svo líka bara til að tékka á lífinu í Sveden...

No comments: