... búin að vera ágætis vika bara í flesta staði.. eyddum mestum okkar tíma í að taka upp BetterCare forum sem er spjallþættir....
cameruvinnan er miklu líkamlega erfiðari en okkur grunaði, það tekur á að standa og taka upp nokkra þætti á dag... en þetta er samt svakalega skemmtilegt.
... á föstudagskvöldið fylltumst við Kolla svona líka svakalegum djamm spree, við fundum okkur tilneiddar að lyfta okkur upp í tilefni helgarkomunnar, við drógum saklausa saminterna í einn góðan drykkjuleik (jónas að sjálfsögðu) og svo röltum við á nærliggjandi klúbb... reyndar gerðum við spennandi tilraun í millitíðinni en það var hvað margir kæmust inn í frysti í einu... niðurstaðan eru 3 meðal manneskjur...
laugardagurinn var tekinn með ró,..... thjaaa eiginlega gerðum við EKKERT, jú nema horfa á þennan 50tommu kassa... uppbyggjandi
sunnudagurinn var svaðalega sólríkur og góður, við fórum og röltum okkur og lágum í sólinni í góðan tíma, fundum THE sólarspace... og skoðuðum dollarabúðir... enn og aftur uppbyggjandi dagur í San Fran... það ætti náttulega að handtaka okkur fyrir að vera ekki að skoða borgina meira en þessa helgi vorum við löglega afsakaðar frá túristun þar sem kolla fékk enn og aftur eitt af sínum óútskýranlegu meiðslum og núna var löppin á henni að angra hana með að bólgna nánast upp úr þurru.... furðulegt helvíti.
núna í þessum töluðu orðum erum við að horfa... eða sum okkar allavega, á 24... Prison break var líka áðan og það var slengt upp skjávarpa og hátalararnir tengdir og núna er alvöru bíó hjemme í sófa... hversu þægilegt er það...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
jæja nú förum við að fara að commenta undir dulnefnum....
Post a Comment