Wednesday, March 15, 2006

Roadtrip og Afmæli !!!

Við erum báðar ástfangnar...jújú makkinn hennar birnu er kominn í húsið, þetta er hrein ást :)
úúfff við stelpurnar (ég, Birna, Rebekka og Camilla) skelltum okkur í smá roadtrip til Dublin sem er bær rétt hjá San Francisco. Lugum að David að við þurftum að fara að ná í myndavél sem að camilla var að kaupa sér en sannleikurinn var að við þurftum að komast til að ná í afmælisgjöfina hans Davids sem var 20 tommu Diskókúla.
Fengum lánaðan bíllinn hans og keyrðum af stað....þetta ferðalag tók okkur aðeins 4 1/2 tíma....sjæze....reyndar með því að villast aðeins í San Francisco :)
Á laugardeiginum var síðan svaka afmælis partý fyrir David og Tom hérna í stúdíóinu/kirkjuni. Þetta var tekið með stæl, Dj, Diskókúla og fullt af áfengi... (já já ég veit hljómar ekki illa) :) Þurftum ekki að fara á skemmtistað því að það var hreinlega helvíti góður skemmtistaður hérna í stofuni okkar ...og já maður gat fengið sér áfengi lengur en til klukkan 2.

Sunnudagurinn var eiginlega eyddur í þynku, en við náðum að draga okkur út til að hressa okkur aðeins við. við kellingarnar ákvöðum að labba upp á twinpeaks sem er hæðsti punktur San Francisco en samt náðum við næstum því að drukna í rigninguni og auðvitað hætti að rigna þegar við vorum að labba heim.

jæja það eru komnar tvær möppur hérna til hliðar með fullt af myndum þannig að þið hafið nóg að gera :)

No comments: