Monday, December 12, 2005

Franzinn!!!

ég (Birnan) skellti undir mig betri fætinum og fór til köben á FRANZ FEDINAND um helgina.. reyndar var ég næstum búin að lenda í ruglinu þegar ég var stödd á lestarstöðinni tæpu korteri fyrir brottför og mundi þá eftir að ég hafði aulast til að gleyma því eina sem ég þurfti að muna.. miðunum á FranZinn... ér fékk náttúrulega vægt taugaáfall og vil ég eingöngu þakka ströngum æfinum að ég stein Dó ekki við áfallið.. ég sprettaði heim, sótti miðana og náði lestinni sveitt og sæl.....
tónleikarnir voru KLIKKAÐIR...elvaSara var eitthvað búin að nefnast á að við ættum að hoppa eins og "æsipinnar" fremst við sviðið og jú við stóðum vel undir því og svitinn spíttist af fólki... ohh það var svvvvooooo gaman... reyndar lenti ég í einni furðulegustu tónleikareynslu sem ég hef lent í þarna.... ég var að klappa með henduruppíloft klapp þegar ég lendi í einhverjum ýtingum eins og gengur og gerist í miklum þrengslum.. og beigla hendurnar einhvernvegin afturfyoir mig og lendi þá með hendina uppí einhverjum....ég frís á staðnum og hugsa "fokk eru þetta tennur sem ég er að finna" og taugaveikluð lít ég afturfyrir mig og sá þá skelfingasvipinn á jóa með fullan munn af hendi.... hann hafði þá í sömu andrá hugsað " fokk er eitthver með hendina uppí mér"... það fáránlega við þetta allt saman var við höfðum ekkert verið neitt nálagt hvort öðru alla tónleikana... já svona er heimurinn fullur af fáránleika...
svo afþví að allir í heimi nema kolla eru að fara heim um jólin og margir láta sig hverfa fyrir næstu helgi eða um helgina ákváðum við kolla að skella okkur á eitt stykki "seinastaKoldingDjammFyrirJól" djamm á laugardaginn eftir að ég var komin heim úr köbenhávn... þetta var bara hið ágætasta djamm þar sem við byrjuðum á að fara í powerplantparty hjá Bodil,Camillu og Tiinu, finnsku vinkonum okkar og svo lenntum við inná einhverju leyniskemmtistað, hef aldrei orðið vör við hann áður, og svo enduðum við kvöldið á að kíkja á munkegade 7 til höbbu og valdísar.... við hættum okkur ekki inná skemmtistað eftir það í ljósi atburða seinustu helgar...Múahahahah
annars á lokaverkefnið hug okkar allan.. það er vel komið á lokasprettinn og við sjáum glitta í endann á því... vúdddýdúú
Koldinng er vel jólalegur og á sunnudaginn ákváðum við kolla að verzla okkur "pínulítið" sætt jólatré.. það var ágætlega lítið svona úti á plani á jóltrésölunni og við bárum það heim eins og einhverjir jólasveinar og svo kom það inní stofu og það hafði eitthvað orðið víðáttumeira en okkur fannst upphaflega... en það er rosa flott... kolla er líka búin að vera ofsa dugleg að kaupa allskonar jóla allt... já jólin eru sko komin á Ågade.... en jólasveinninn lét ekkert sjá sig í nótt... hvað er það.. við með skóna útí glugga og gaurinn dissar okkur bara...ég er ekki sátt!!

No comments: