Sunday, December 04, 2005

ðóse are ðe deis....

suddagóð vika að klárast... við erum eins og allir vita í verkefnavinnu og það gengur bara fínt..allt að smella saman og svona...
til að bræða ekki heilann úr okkur algjörlega þá tökum við að sjálfsögðu góðar pásur.. já og svo er náttulega NAUÐSYNLEGT að auka hópaandann.. í einni svona hópandapásu ákváðum við að hlusta á jólalög og líma saman piparkökuhús og skreita og urðum við rebekka að að andlita það að við erum fjölfatlaðar á skreitingasviðinu... kolla átti eina hlið sem var eins og eftir kondidori og svo kom hin eftir Burny og Rebekku og hún var já......
Fórum á kaffihúsakvöld með starra og hauki til að fagna 1.des.. fullveldisdagurinn sko...
föstudagurinn fór í ofurrólegheit... love Actually og toblerone.. góð blanda
og svo kom laugadagur..... kolla fór til århus með Camillu að leita af rauðu jólaseríunni sem fæst ekki í danmörku... meira að segja sá túr var fíluferð..ég fór í kringluna/mollið/stórcenter hvað sem fólk vill kalla það og sjeeetttturinn fólk var að missa sig..manni var þeytt til og frá af kaupóðum konum, maður var bara búinn andlega eftir þessa þrotraun.... á leiðinni uppeftir var næstum búið að keyra mig niður.. ekki af bíl heldur jólalestinni... hvað er verið að spá með að láta lest keyra um göngugöturnar á trilljón... crazy danes
um kvöldið var svo íslendingahittingur.. ég held að það hafi verið mest liðið sem maður sér um flestar helgar.. en þau eru svosum æði svo það skemmdi ekki... tánni var kannski dýpt aðeins of fast í það af minni hálfu.. og lítill fugl sagði mér að rebekka hafi lent í því sama... jólastressið fer svona illa í mann, þessi távætingur gerði það að verkum að við fundum okkur mis gáfulega hluti til dægrastyttingar en það gerir bara lífið skemmtilegra. ég fyllist alltaf af einhverri bullþörf og ég hef sennilega.. eða ég eigilega veit að fólk fattar eiginlega aldrei að ég sé að grínast og nú gengur fullt af fólki um með svakalegar ranghugmyndir um mig.. sjæzze.. en svonaeriddabara.
á leiðinni heim, eftir að við viltumst inn á einhvern suddaslæman skemmtistað, sagði kolla við mig og magga "hey á ég að segja ykkur leyndó" og við náttulega svaka forvitinn alveg " já segðu, segðu" dregur kolla ekki eitursvöl míkrafón fram og byrjar að syngja "Æ dónt ker abát ðe present underníþ ðe krismastrí"... það var súbeer dúber fyndið... en kannski svona you had to be there móment.. þetta er allavega fáránlega fyndið í mínum heila...
svo er franzinn bara eftir 5 daga í köben... sjæse hvað mér hlakkar til.. og svo var ég náttúrulega búin að tryggja mér miða á ofur tónleikana á klakanum 7. jan... púff það er of mikið til að hlakka til... og talandi um að hlakka til það er alltaf að síjast betur og betur inn að við erum að fara til SAN FRAN að vinna... komum brúnar eins og malibú barbí eftir dvölina í California og ef það er aðeins einn hlutur sem mér langar að gera þarna úti, þá er sá hlutur að prófa surfbretti... ohh það væri tryllt... kolla er komin með niðurtalningu í maccann sem hun er verðandi stoltur eigandi af... það fyrsta sem hun gerir þegar hún kemur út er að heimsækja applebúðina og tryggja sér eintak (fokk ég held að þessi skóli sé að nörda okkur allar upp)
og já síðast en ekki síst þá viljum við óska Þóreyju til hamingju með litla manninn... hann er svakalega fallegur

No comments: