Seinustu dagar eru búnir að vera langir. við erum búnar að vakna snemma til þess að fara í skólan og höfum verið alveg til lokunar (um 11 leytið) að reyna að klára lokaverkefnið okkar. Kláruðum að prenta út skýrsluna og setja hana saman í gær og núna þurfum við bara aðeins að laga vidíóið okkar og þá er þetta BÚIÐ.
Í dag eru bara 2 daga þangað til að Birna lætur sjá sig á klakanum, og 3 daga þangað til að ég fari til köben að ná í mömmu og litla bróðir. Hlakka svo til að labba strikið með þeim, kaupa jólagjafir, setjast á kaffihús í kuldanum og hlýja sér yfir heitum bolla af kaffi, hlustandi á jólatónlistina sem er verið að spila og horfandi á fólk úti í jólastressinu .....ooohhhh sweet.... síðan kemur pabbi 2 dögum seinna og þá verður keyrt heim til Kolding :)
Annars þegar við vöknuðum í morgun þá var allt út í snjó, það er allt að verða svo jólalegt.
og auðvitað má ekki gleyma að setja inn mynd að litla jólatréinu okkar.
jæja maður verður víst að fara að gera einhvað hérna...látum heyra í okkur seinna
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment