Saturday, February 04, 2006

HA!! kanínuhola??

já nú erum við fluttar á endanlegt heimili okkar hér í SF... á 439 Guerrero Street í kirkjuna okkar... við vissum EKKERT við hverju við áttum að búast því kirkjan er vægast sagt að hruni komin að utan en svo komum við inn og VÁÁÁ þetta er TRUFLAÐ FLOTT!!

þetta er allt glæhænýtt og það á meira að segja eftir að leggja lokahöndina á sumt.. til dæmis panilinn utaná eyjunni... en það kemur á næstu dögum.
í þessari glæsislegu kirkju er: Risa eldhús, djakúsí fylgir hverju herbergi,þvottavél og þurrkari, ísskápur sem heil ætt gæti rúmast inní.. hann er sko án gríns svona tveir metrar í þvermál... svakalega eldunaraðstaða.. enda er planað að búa til einhverja matreiðsluþætti hjá okkur, walk in Closets... já allt er stórt í Ameríku.. nema jáá... hellirinn minn(Birnu)... David sýndi okkur herbergin okkar og var búinn að tilkynna okkur stoltur að okkar herbergi væri á tveim hæðum.. en svo kom tjahhh sjokkið væri rétt orð.... herbergið er jú mjög flott og allt en já rýmið sem ætlað er sem svefnrými fyrir Birnuna er HELLIR... já gott fólk ég er ekki að plata þetta er semsagt háaloft sem er svona 1.5 metri á hæð og er gluggalaust og ég bara veit ekki hvað og hvað.. ég tapaði andlitinu þegar ég heyrði að maðurinn hafði í hyggju að troða mér þarna upp en jú hvað gerir maður ekki fyrir að fá privat space til að sofa í.. þótt það sé kanínuhola uppí lofti... ég er nokkuð sátt því öll íbúðin er OFSA FLOTT.. já eins og höll.. já við Búum vel í SAN FRAN.
eitthvað á kaninn erfitt með að bera fram nafn okkar klakamanna.. kolla er reyndar vel sett þar sem nafnið hennar er enginn svakalegur tungubrjótur en enn og aftur verð ég Birnan í ruglinu.. ég hef heyrt margar útgáfur og er sú nýjasta og besta BÚNDA... soldið þýskt og hörkulegt.. Haukur hefur brugðið á það ráð að kalla sig Steve Luis... kannski maður ætti bara að fara að ráði hans og taka upp tjahhh Jennifer já eða Amy.
íbúar San francisco eru að missa það yfir okkur íslendingunum.. einn maður tilkynnti okkur það í dag að við værum fyrstu íslendingarnir sem hann hittir í lífi sínu.. við áttum langar og góðar samræður við hann og konu hans inní dollarbúðinni sem við vorum að kaupa lífsnauðsynjar okkar...
við fórum að sniglast hér um efri hæð kirkjunnar sem við búum í og hvað sjáum við... það er bara heilt altar og skírnarfontur og bara allt kirkjudótið þarna ennþá.. allt í niðurníslu auðvitað... magnað hvað er stutt síðan þetta var bara venjuleg kirkja.

veðrið... allir vilja auðvitað vita um veðrið.. það er ROSA GOTT.. köfnuðum næstum í dag þegar óvænt hitabylgja skall á okkur í dollarabúðaleiðangrinum. þetta er þá Sunny California eftir allt... jeyy


í hverfinu okkar sem er svona svolítið mexicana hood eru mikið af mexikóskum klikum og soldið um svona klíkuslagi en okkar svar við því er THE SKANDINAVIAN GANG... hér er klikan... Scaryhyhy!!!

þið fáið pottþétt fleiri myndir seinna... nenni bara ekki að stússast í því akkúrat núna.. ég er rugl sybbin meðað við að eina sem ég er búin að aforka í dag er að fara í eitt stykki hlauparúnt og svo löbbuðum við okkur niðrí bæ í morgun.. við erum búin að breytat í morgunhana og vöknum ekki seinna en 8 á morgnana.. klikkað lið!!

No comments: