Friday, March 25, 2005

Heima er best !!!!

jamms það tók mig ekki langan tíma að pakka öllu og skella mér bara til köben á laugardeginum .... fórum í lestina um hálf 10,, með láru, elvu, magga og söru frænku..... það var mjög fínt að komast frá kolding enda var ekkert af fólki eftir hérna allir farnir einhvert eða með fjölskylduna í heimsókn...

Köben var mjög fín löbbuðum um á stikinu og vorum algjörir túristar skoðuðum hafmeyjuna og svona ...
annars fór ég og sara frænka til Svíþjóðar.... ferðin byrjaði mjög vel...byrjuðum auðvitað á bjórnum í lestini og allt gékk vel þanngað til að lestin stoppaði á brúnni :( endaði með því að við náðum að komast til malmö og vorum fastar þar í klukkutíma þanngað til að við komumst áfram með lestini.... það tók okkur 5 tíma að komast á áfangastað...

Við náðum að skoða svíþjóð svolítið eða í raun og veru Gautaborg,,,sem var mjög lík köben fannst mér meira að segja nætur lífið var svipað ....allir blind fullir eins og á flestum stöðum..heheh jamms jamms segji frá meiru seinna verð að fara

Thursday, March 17, 2005

Cebit !!!!!

maður var frekar pirraður þegar maður vaknaði aftur eftir smá svefn á þriðjudeginum.... Sara frænka kom síðan með lestini um 15 leytið.eftir það var haldið heim að elda kalkún, síðan var bara skellt sér á quzið... nóttin var hræðileg maður reyndi að fara að sofa en einhvað gékk það illa...fólkið upp var í góðum gír að halda okkur vakandi en ég náði þó að loka augunum í hálftíma áður en að ég fór yfir til gústa til að leggja af stað til þýskalands á Cebit. Cebit var SNILLD það voru svo margar hallir og svo mikið að geggjuðum hlutum að sjá...um miðjan daginn vorum við að DREPAST í löbbunum og ekki skrítið því að ég held sýningin hafi verið á stærð við kolding eða einhvað..... þetta var allaveganna CRAZY stórt en við náðum þó að skoða mjög mikið ...hlupum í gegnum nokkrar hallir...... enda þegar við vorum komin aftur til kolding vorum við næstum því búin að vera í 24 tíma ferðalagi og ekki tók það mig langan tíma að hoppa í sturtu og beint upp í rúmm,,,,en já burný er farin heim til íslands... en það er ekki hægt að segja að íbúðin sé tóm .... :) jæja kvöld maturinn kallar ......

Tuesday, March 15, 2005

stutt ferð !!!!!!! fokking skóli

ALLT BRÁLAÐ........ við vöknum í nótt geggjað spenntar að fara til þýskalands á cebit... klukkan hringdi um hálf 3 leytið og byrjuð að labba síðan uppí skóla.. en nei biðum þar í klukkutíma .....en viti menn ENGIN rúta,,, það er ekkert samskipti í þessu skóla og einginn vissi hver hafði pantað rútuna.. já er frekar fyndið þegar maður heyrir sjálfan kennaran vera að hringja í allar rútu stöðvar í kolding til að TÉKKKA!!!! já við erum að segja TÉKKA hvort að einhver hafði pantað rútu fyrir okkur.....EN nei cebit ferðinni er cancelað þanngað til næstu nótt.... STUPIT !!!!
Kolding nötrar af reiði !!!!!!!!!!!

Sunday, March 13, 2005

Magnaður morgunn!!!

já það hefur aldrei verið jafn gaman að vekja kollu eins og í morgun.... ég var á leiðinni út að skokka þegar bjöllunni var hringt og þegar ég opna hurðina stendur ekki bara pabbi kollu fyrir utan... það tók mig nú smástund að trúa mínum egin augum.. enda ekki á hverjum degi sem fólk droppar við.... en allavega þá strunsa ég inní herbergi til kollu og segi "kolla pabbi þinn er herna"... ég fekk svona myglað pirringslúkk... svona hvað ertu að vekja mig þið fattið.... og kolla kom "ha pabbi minn" hún var semsagt ekki að trúa mér... svo þegar hún sá hann hoppaði hún uppúr rúmin... ef þyngdaraflið hefði ekki haldið henni á jörðinni hefði hun svifið í gleðikasti... en allavega þá kom pabbi hennar með morgunmat úr bakaríinu... og svo fannst honum ísskápurinn eitthvað svo tómlegur..að hann fór með okkur að versla svo mikið að nú eigum við mat til næstu ára.... ekkert smá rausnarlegt :) síðan finns honum greynilega að við drekkum ekki nógu mikinn bjór því að hann kom með 2 kassa af bjór og gaf okkur..áður enn förinni hans var haldið aftur til þýskalands þá bauð hann okkur út að borða :) enginn smá lúxus
l8er folks..

Monday, March 07, 2005

skólinn.....

Já það er nú frekar mikið að gera núna í skólanum erum að búa til portfólíu sem er í raun og veru síða um okkur sjálfar, síðan erum við að vinna við að búa til heimasíðu fyrir Matsushita......og núna er aðal verkefnið okkar að búa til eitthvað sem okkur fannst vanta á ´NoMA síðuna þegar við vorum að skoða hana áður en við fórum í skólan...það kemur í ljós hvernig allt þetta endar :S
Heyrðu já auðvitað má ekki gleyma því....við erum að fara á Cebit eftir viku og erum ornar frekar spenntar :)

Saturday, March 05, 2005

white trash

það var slatta fjör í gær... hip hop thema/afmælis/innflutningspartý hjá finnsku stelpunum tiina,camilla og bodil. við kolla byrjuðum kvöldið á að koma við á munkegade og gerðum heiðalega tilraun til að vera samferða pakkinu þar í partýið... en já þar á bæ var theminn tekinn með trompi... hinn rauðhærði/dökkljóshærði maggi (eftir því hvernig maður lítur á málið) var komin með cornrows í hárið og lára var í fullri vinnu við að teikna tattú á liðið...já hvíta ruslið á munkegade var að TAPA sér... en þegar í partýið var komið var okkur sagt að þetta hefði bara átt að vera tónlistathema... óó brother.. hjúkk að við kolla vorum bara rólegar í hip hop múnderingunni...
eitt magnaðasta móment kvöldsins var samt þegar Bodil ætlaði að taka mynd og var það eitthvað að vefjast fyrir henni svo hún ákvað að biðja Agga um hjálp....eftir smá stund og eftir að hafa snúið "myndavélinni" á alla kannta segir Aggi.. "Bodil, its a minidisk player"..... enginn furða að það hafi gengið treglega að taka mynd bhahahah.
eftir stutta rökræður ákveðum við kolla að koma okkur snemma heim.... kolla var svo heppin (að henni þótti) að finna VAGN.. já vagn með einhverjum risa kassa... og hún ákvað að taka hann með heim... "Birna okkur VANTAR vagn"... voru hennar rök fyrir því.. en allavega þá dró hún vagninn á eftir sér þvert og endilangt í gegn um bæginn...en ekki nóg með það þá fannst henni hann og tómlegu svo hún ákvað að skella umferðakeilu í kassann... bara svona ef maður þyrfti á því að halda.. enda ALLS ekki ólíklegt....við sjáum bara til hvað við notum kassann og keiluna mikið..
allavega þá er þrítugsafmæli hjá heimi í kvöld.... þá verða sko engar baggy pants í myndinni:D later folks...

Wednesday, March 02, 2005

ekki bara hattastandar

já snilligáfa okkar kom berlega í ljós í gær þegar við agadepakk og maggi fórum á quizið á knuds... við þrjú erum sem sagt liðsmenn Eurofunk..... og þvílíkt team..
við komum, sáum og hvað haldiði.... við SIGRUÐUM. jájá við semsagt urðum quiz meistarar ekki slæmt, ekki slæmt....
þegar úslitin voru lesin upp héldum við að eurofunk væri hreinlega að gleymast en.. neinei við sátum þá bara á toppnum... það var samt jafnt á munum og náðum við að vinna harða keppni í bráðabana... sorry munkegadepakk... það geta ekki allir verið meistarar....
og hey Rósa... til lukku með daginn!!!