Tuesday, October 31, 2006

úúffum mæ

Við hérna heima vorum að ræða hvað það er lítið eftir af þessu ári, og hversu mikið við erum búnar að ná að gera......
þetta verður frekar stutt blogg en nokkrar myndir munu fylgja með :D
þetta ár er búið að líða svo hratt en er örugglega búið að vera skemmtilegasta ár EVER ... byrjuðum í Janúar að fara til San Francisco... sem var held ég há punktur á árinu fylgjandi því var roadtrippið okkar fræga.... (ooohhh good times)
Birna fór á Hróaskeldu trylltist af ofsakemmtun.. never ending good times
síðan fengum við nátturlega Camillu til íslands um sumarið ....og var útiveran tekin með stæl nóg af útileigum og ekki má gleyma rafting ævintýrunum okkar (næstum því dauðadeigi okkar) eftir það var náttulega flutt til Köben og erum við að gera ágæta hluti hérna...... erum búnar að fara til Kolding að kenna, eigum eftir að fara á nokkra tónleika áður en árið er búið, stefnan er síðan að fara heim um jólin og skella sér síðan til Barcelona eða Parísar um áramótin þannig að ævintýrin okkar eru ekki á enda á þessu ári....
og já síðan er stefnan að fara til San Francisco bráðlega, efast samt um að það verði á þessu ári en vonandi fljótlega eftir áramót......allaveganna ætlum við bara að láta fylgja hérna með nokkrar myndir....


Alltaf jafn fallegar :)


New York.. New York !!!!


Við Pakkið sem ferðuðumst saman til San Francisco, þarna erum við uppi í Empire state bygginguni.


AAAAHHHHHH SWEET.......


Home Sweet Home í San Francisco.


Birna að vinna....crazy cool.


Ég (Kolla) í vinnuni...


Birna fann sér vinnu aðstöðu...


túristar...


Golden gate bridge.. :)


Við á Golden gate ...


Alcatraze fræga fangelsið í San Fran


Enduðum inni í fangelsi....(Alcatraze)


Við stelpurnar... með San Fran fyrir aftan okkur..


Huummm væri nú ekki slæmt að eiga einn svona....


Ferðin með kennurunum sem komu til San Fran.. erum þarna fyrir útan Stað sem við fórum í vínsmökkun hjá.


Annar staður sem við stoppuðum á....


Eitt af okkar tilraunum.... hhuummm endaði samt með Láru Elvu og Birnu inni í frysti.


Afmælisdagurinn hennar Birnu.... hahahaha good Times.


Við á Burningman upphitun....


David með afmælisgjöfina sína sem við keyrðum til Dublin og náðum í......


Gammel Klausdalsbrovej Búar (þar sem við eigum heima núna)....


Allur hópurinn saman....jei... tekið á afmælinu hans Davids...


Ég, Birna, Starri, Maggi og Paw á einhverju djammi


venice beach.....good times (burning times)


3 amigos.....


Allt er frekar STÓRT í ameríku....


Grand canyon .....geggjaður staður.


Við að njóta þesss að vera til....híhí ...vissi ekki hvað ég átti að skrifa..


Við í SanDiego....


walk of fame.....


Ég og hollywood skiltið..... :)


Las Vegas BABY !!!!!!!!!!!!


Birna breytist allt í einu.... hvar er Birna.....?


Geggjað flottur staður....


Og þarna endaði myndaserían... Las Vegas 2006..... híhí
--------------------------GOOD TIMES-----------------------------

Friday, October 27, 2006

Who is the cookie thief!!

þetta er spurning sem hefur brunnið á okkur síðan í sumar þegar við fórum í afmælistaðrið til magga.... þetta er að okkar mati eitt af "mystery of life" hvernig gat kexpakkinn horfið sporlaust en skilið eftir sig mylsnu??? ...

jamms það var mikið um Góhóða tíma í sumar.... .... ferskar!!

en nóg um það, við erum semsagt ennþá life nd kicking. skólinn er 125 ára í dag og af gefnu tilefni var splæst á okkur morgunmat og svo er frítt bús á barnum...
seinustu dagar eru búnir að vera thjaaa..... áhugaverðir, Ég (Birna) og Camilla skelltum okkur í áheyrnarprufu til að vera áhorfendur á MTV Awards nuna 2. nóv... brilleruðum svona lika svakalega í því að öskra og dansa að við vorum boðaðar í alveg speees 6 tímA æfingu þar sem við fáum extra task.... spennandi að sjá hvað það verður. kolla var að vinna á skólabarnum meðan á þessum svakalegheitum stóð og skemmti sér konunglega við að pumpa bjór í könnur... að sjálfsögðu sýndum við milla móralskan stuðning með að mæta á svæðið....

í gær (fimmtudag) fórum við húsfélagarnir að sækja okkur efni í búninga fyrir hallaoween og vegna blankeheita verða dressin heimagerð... leyndó hvað það er samt en það er allavega hægt að staðfesta það að þega flytja á stóra hluti milli staða er hjólebretti málið... meira fáið þið ekki að vita að svo stöddu..

jamms helgin stefnir í skemmtilegheit... 90 manna Halloweenteiti hja lego strákunum í kolding (þeir eru semsagt hönnuðir hja Lego).. og aðrir GrÍDARLEGA sPENNanDI kostir skemmtanna....

verst að dagurinn byrjar á prógramming og það er laaaangur dagur programmlega séð sem býður okkar...

Monday, October 16, 2006

Eftirår Ferier

jabbzí Núna stendur yfir haustfrí hjá skólunum hér í danmörkinni við erum svo lukkulegar að fá heila tvo daga sem standa yfir núna.... þeim er vel eytt í smotterís skólavinnu og hangserí... erum búnar að vera með ísakinn og konna í heimsókn sem er alltaf hressandi og skemmtilegt... helginni var eytt eins og flestum helgum í eitthvað skemmtilegt.. kolla kom öll blá á hendinni eftir miðnæturboxæfingu á fimmtudaginn....á föstudaginn fórum við í afmælis/innflutningspartý til magga, óskar, arndísar og bigga, þau eru semsagt flutt i RISA villu í brönshoj og svo kíktum við til hoover skólafélaga okkar og gáfum honum stórglæsilegar gjafir, samanstóðu semsagt af blómum, riiisa umferðaskilti, tveimur vegavinnusúlum og einni 4-5metra röndóttri vegavinnu þverslá, ja og ónýtum hátalara... það þarf varla að fjölyrða um það að gjafirnar vöktu mikla lukku þar sem hoover býr í svona ca 20fm íbúð..... á laug varð ég (Birna) loksins svo fræg að koma inná stalíngrad, skemmtistað sem kemur sterkur inn sem arftaki pitstop í kolding,... já við erum ekki almennilega búin að finna okkur skemmtistað við okkar hæfi hérna í köben tjhaaa fyrir utan skólabarinn sem er ekkert byrjaður að klikka á okkur ennþá...

Saturday, October 07, 2006

5TasticDirectorTeam

við erum farnar til kolding og komnar aftur..... vikan var brjálæðislega skemmtileg, fyrir þá sem ekki vita þá fórum við til kolding í þeim erindagjörðum að kenna video production með honum David.... við fórum semsagt, ég (birna) kolla Camilla, elva og lára fórum og mynduðum þetta líka svakalega Teymi...
fórum á laugardegi til borgar óttans (kolding) þar sem Holy Ísaksday var haldinn hátíðlegur... ísak hélt semsagt partý til að fagna komu okkar... hann var einmitt svo indæll að leyfa okkur að gista hjá sér... svo TAKK ÍSAK og EGILL
á mánudaginn var svo fyrsti kennsludagurinn okkar.. vorum mest í að kenna kjánalegu en mikilvægu hlutina eins og að Rap a Cable og svo var verið að aðstoða nemendurna með videoin sín...
á miðvikudeginum var svo komið að því sem allir höfðu beðið spenntir eftir.... við 5 stelpurnar fengum að notfæra okkur nemendurnar til að gera tónlistarmyndband við lagið sem við gerðum.. HOOVER!! það er ekki á hverjum degi sem maður er með 30 manna crew til að þjóna manni... ákváðum að gera kenna á þann hátt sem okkur hefði viljað vera kennt þegar við gerðum GoldDigger videoið Sælla minninga.... byrjuðum á að skipta hópnum upp og létum þau breinstorma um hvernig senur þau sæju fyrir sér, lugum að þeim að þetta væri boyband lag, við semsagt leyfðum þeim aldrei að heyra lagið.... eftir að storyboard hafði verið sett upp fórum við út að skjóta myndbandið.... höfðum 5 stráka í aðalhlutverkum, sendum þá í hárgreiðsludeildina þar sem þeir fengu hár og makeup treatment...
eftir laangan dag tókum við break og fórum í dinner með kennurunum þar sem morten fyrrverandi business kennarinn okkar játaði fyrir okkur að hann hefði aldrei veðjað á að við myndum vera nokkurntíma í háskóla.... alltaf gaman að heyra að fólk hefur trú á manni :)
seinna um kvöldið fórum við svo á pitstop þar sem Egill a.k.a Pony hafði fixað að við fengum staðinn lánaðann með öllum ljósum, reykvél og sápukúluvél.... alls ekki svo slæmt... eftir skemmtilegt pittara kvöld vorum við nánast meðvitunarlausar af þreytu...
fimmtudagurinn var notaður í að klippa og setja saman meistarastykkið... skiptum með okkur verkum þar sem kolla var með klyppurnar frá deginum, Camilla og Elva með klúbbasenurnar og ég og lára sáum um "behind the scene".... um kvöldið var svo lokapartýið þar sem nemendurinir sýndu videoin sín og við frumsýndum myndbandið okkar og svo var bara djammað fram á nótt....
lögðum svo eiturhressar af stað til köben með David klukkan 8 um morgun föstudagsins.... þreyttar og ferskar eftir frábæra afrek sem leikstjórar, klypparar og kennarar.... og rúsinan í pylsuendanum sem mun tryggja okkur gott karma er að við neyddum danska bekkinn og international bekkinn til að vinna saman og leikur grunur á að hér eftir verði þau bara vinir.... jeyjjj og svo sögðu margir margir við okkur að þetta hefði verið skemmtilegasti dagurinn í skólanum :)



en já já já hér eru videoin.... Behind the Scene http://www.youtube.com/watch?v=B8N4ETHIX4A


og svo hið alvöru video.....HOOVER by FILTHY WHORE
http://www.youtube.com/watch?v=YbvpQrZXXbo