Friday, December 29, 2006

PARÍS !!!!!

Jæja þá er komið að því .....8 tímar í flug til danmerkur og síðan 17 tímar þanngað til að við verðum á leiðinni til parísar .....hversu SWEET !!!!! er það ....en við getum nú alveg báðar játað því að við hefðum viljað fengið smá meiri tíma með fjölskyldu og vinum hérna heima...þessi tími er búinn að fljúga í burtu sérstaklega þegar helmingurinn af honum er búinn að fara í lærdóm :S.. já eins og flestir vita þá bíður okkur hrikalegt próf þegar við komum aftur til dk.... en við skulum ekki hugsa út í það núna því að... PARÍS HERE WE COME........
Hér með viljum við bara segja GLEÐILEGT NÝTT ÁR allir saman ....sjáum ykkur á næsta ári :)

Sunday, December 24, 2006

Alþjóðleg Jólagleði handa öllum :)

Gleðileg Jól
Merry Christmas
God jul
Hyvä joula
Joyeux Noël
Feliz Navidad
frohe Weihnachten
メリークリスマス
веселое рождество
Buon Natale
vrolijke Kerstmis
聖誕快樂
Καλά Χριστούγεννα

.....og svo kunnum við ekki meira af tungumálum en vonum að boðskapurinn hafi komist til skila, til hamingju með afmælið Baby jesus!!
Hafið Gleðileg jól...

kv.BirnaRún og Kolla

Tuesday, December 19, 2006

Iceland is a Niceland

við erum semsagt lentar á fósturjörðinni... lárétt rigning, vörumerki íslands, fagnaði komu okkar....
koma okkar merkir aðeins eitt: Verkefnin okkar eru komin á borð prófdómara og svo svörum við fyrir okkur 24(kolla) & 25(jég,Burny) janúar... VúdhúdíDú!!!
en áður en það gerist stappfyllum við mallakútana af jólagotteríi og franskri menningu um daz áramótoz.

stutt stopp á fallega landinu og eins gott að fara að troða smákökum í trantinn á sér... ekki vill maður gleyma að fitna

farin að spise julesmåkage... hilsen SantaBirna

Tuesday, December 12, 2006

AAAVVVHHHUUUUHHHUUU

Bara að leyfa ykkur að vera með ......

VIÐ ERUM KOMNAR MEÐ MIÐA TIL ........PARÍSAR UM ÁRAMÓTIN

Friday, December 08, 2006

Where dze fack Milla!?!

camilla fékk sér nýjan síma í gær, með honum fylgdi nýtt símanúmer og allt það. eftir að ég og kolla vorum búnar að reyna að hringja og hringja í nýja símann fór okkur að gruna eitthvað misjafnt.....


Cyanide and Happiness, a daily webcomic
Cyanide & Happiness @ Explosm.net

Monday, December 04, 2006

jjjaaahhháááá

Tvær vikur eftir af lokaverkefninu ......iiiggggghhhh og það þýðir þá líka að það eru tvær vikur þanngað til að við látum sjá okkur á íslandi...
þessi önn er búin að líða ekkert smá hratt ....það er kominn DESEMBER!!!!! .... hvað er málið ...við erum engan veginn tilbúnar að fara í próf bráðum....
En já annars voða lítið að frétta ...ég (kolla) var að vinna seinustu helgi ....og ekki var minna af skrautlegu fólki þessa helgi..........enda var líka julefrokost þannig að það var hellt ofan í fólkið snapsi (birna stóð fyrir því í jólasveina búningi) og bjór og allskonar áfengi ....helmingurinn rúllaði út... alltaf gaman að standa hinu meigin við barinn :D
Annars er það bara skóli skóli skóli .....ætlaði bara svona að láta vita af okkur :)
Síðan sjáumst við bara bráðlega á íslandinu.....

Wednesday, November 29, 2006

Monday, November 27, 2006

...And it waz brilliant!!!

Kaiser stóð heldur betur undir væntinum...tónleikarnir voru tær snilld eins og við áttum von á... föttuðum þá gRÍÐARLEGU Skemmtilegu ábát á ánægju okkar að Figurines voru upphitunar bandið... endalaus gleði með fimmtudagskvöldið... fórum heim eftir tónleikana á floti í eigin svita... hoppuðum af okkur svona ca 7 kílóum enda ekki hægt annað þegar stemmarinn er svona svaðalegur... ALLIR og þá erum við að talum um hver einasti maður í húsinu tók undir og var hoppandi og dansandi....

juleklip segiði.. thjaaa það er ljóst, ég(birna) er versti jólaföndrari í danmörku... það er semsagt eitthvað svona spes danskt að gera eitthverjar svona jólastjörnur og allir virðast vera ofsa pro í því.. allavega danskir samnemar okkar sem drita þessu af sér eins og þeir séu að vinna í kínveskri verskmiðju og fá borgað fyrir kílóið... á meðan þessari fjöldaframleiðslu stóð náði ég að gera EITT stykki... EITT og það var meira að segja með aðstoð.... meira að segja ég sjálf var byrjuð að efast stórlega um gáfnafar mitt. kolla og Camilla voru að vinna á barnum og komust þess vegna ekki í daz juleklip en svo poppuðu þær allt í einu upp klæddar í jólasveina búninga og komu með jólin með sér, gaman já


streetlight teitið var gríðarlega velheppnað.. ég og kolla vorum báðar sigurvegarar í okkar flokkum enda svakalegt grængult combó á ferðinni....
að sjálfsögðu eru milljón og tvær sögur sem hægt er að segja frá þessu teiti en leyfum þeim bara að vera í "you had to be there" flokknum:)

jæja best að halda áfram í gleðinni... er ennþá að forrita og svo bíður einn af þessum frábæru stærðfræðitímum.... vúddíFu**ingdú!!!!!

Thursday, November 23, 2006

Daz Neiver eighnding Ztory

seinustu dagar eru varla frásögu færandi svo ég reyni að forðast það topic.... erum með óvenju pakkað og planaða dagsská næstu daga... alveg stórfurðulegr fyrir manneskjur með plankvíða og ég(burny) meira að segja með plankvíða á HáU stigi....
allavega þá eru vikurnar að fljúa frá manni á ógnarhraða og ég hef það í óstaðfestum fréttum að það séu ekki nema 25 dagar í íslandsför/ verkefnaskil....
eins og ég hef verið að tala um í seinustu 45 færslum er skólinn að taka tímanna tvenna... ALLS ekki að við séum að kvarta enda er skólinn samansettur af skemmtilegu fólki sem nær að gera ótrúlegustu hluti bara nokkuð bærilega.... (við erum í C++HateClub og ég er ekki frá því að það styttist í að Math HateClub verði settur á laggirnar).

Mia vinkona camillu kom seinustu helgi ALL DE WAY FROM FINNLAND..... alltaf gaman að fá gestagang... kolla var í Aarhus alla helgina í góðu afslappelsi... tölvufríið var kærkomið :)

LárElvan okkar eru að fara frá Danmörkunni og allaleið hinumegin á hnöttinn.... búhhúhu (þetta er sko grátur með ekkasogum).... og við eigum eftir að sakna þeirra rugl mikið. kvöddum þær óformlega á þriðjudaginn þar sem við borðuðum smá saman... formleg kveðjustund verður væntanlega haldin í kvöld ef við verðum svo heppnar að rekast á þær niðrí bæ....
í gær Miðvikudaginn vorum við svo langt fram á kvöld að hafa "prógrammingFun"... gæti það hljómað nördalegra :)
í dag, Fimmtudag erum við svo að fara á barabaaraaaaammmmmmmmm KAISER CHIEFS!!!! ..... keyptum miðana í ágúst eða eitthvað og nuna LOKSINS er komið að tónleikunum... við ætlum að vera sveittar eins og svín í pittinum....
á morgun er svo bara regular FridayBar með smá twisti....það er nefninlega JuleKlip (jólaklypperí/ föndur)... hvaersu danskt er það!! en allavega þá verða Kolla,Camilla og Bodil allar að vinna á barnum en ég verð virkur juleklip þáttakandi.
á laugardaginn er svo THE STREETLIGHTPARTÝ.. reyndar er þetta annarpartý aalborg uni og þemað er... strítlæt... þemað virkar þannig að maður klæðist samkvæmt sínum löööve status...grænt=single gult=er að deita efnilegan Rautt=er í sambandi
ætlum að taka þemað til extreme og vera í viðeignadi litum Frá TOPPI til TáAR....

kannski ef heppnin er með fólki verða myndavélar á staðnum og við leyfum ykkur að sjá myndir af þessu næst....

Thursday, November 09, 2006

ZUP?

við erum enn og aftur ferskar eins og vorið hérna á Gammel Klausdalsbrovej... gætum reyndar alveg eins fært addressuna okkar í Aalborg Uni... erum búnar að vera í skólanum langtn fram á kvöld alla daga og vonadi eru gráu sellurnar í toppstykkinu að græða eitthvað á því....núna er lokaverkefnið að verða að alvöru og fyrirlestrum er byrjað að fækka verulega svo við getum nú einbeitt okkur að verkefnavinnu.. sem betur fer erum við í skemmtilegum hópum svo við erum ekkert að telja eftir okkur að hanga í skólanum alla daga og nætur ef út í það er farið....

ég(burny)og Camilla skelltum okkur á MTV awards á fimmtud.2.nóv... voru surrounded by daz celebz, sluppum inná VIP svæðið óséðar, réðumst á hlaðborðið (bara af því við gátum það) barinn var ókeypis og ákváðum við að vera fancy og skella okkur á hanastél... hittum prins danmerkur og allar hinar stjörnurar.


en svo ég tali um eitthvað annað þá er tónlistarbransinn ennþá að taka vel á móti okkur.. .filthy Whore (allir muna eftir hoover sem er hér til hægri á síðunni) kom með nýtt release thjaaa bara í fyrradag og umheimurinn hefur ekki staðið á sér með viðtökurnar það er allir að sjúkir í lagið sem er cover af hinu víðsfræga lagi Muffin Man. þetta er okkar version
tónlistagagnrýnendur hafa látið hafa eftir sér eftirfarandi:

-"frumleg, skemmtilega hrá upptaka sem gefur laginu persónulegan útilegufíling" (birgir hannesson, mbl)
-"þessi hljómsveit er að umturna tónlistaheiminum með skemmtilegum útsetningum" (eiður björnsson, 12tónar)
-"vá vá vá.... hélt að hoover hefði verið toppurinn en filthy Whore á greinilega svo miklu meira inni... hvað kemur næst?" (Garðar Gunnarson, mjúsik og meira)
-"amzing, how this band has showed the world what real music sounds like, well done girls,well done" (jack dudmeister, Rolling stones)


jæja læt þetta duga í bili og qouta í óskráðu reglu númer 2 af blogginu hans magga.

2.

góðar stundir, ég veit við höfum þær.....

Tuesday, October 31, 2006

úúffum mæ

Við hérna heima vorum að ræða hvað það er lítið eftir af þessu ári, og hversu mikið við erum búnar að ná að gera......
þetta verður frekar stutt blogg en nokkrar myndir munu fylgja með :D
þetta ár er búið að líða svo hratt en er örugglega búið að vera skemmtilegasta ár EVER ... byrjuðum í Janúar að fara til San Francisco... sem var held ég há punktur á árinu fylgjandi því var roadtrippið okkar fræga.... (ooohhh good times)
Birna fór á Hróaskeldu trylltist af ofsakemmtun.. never ending good times
síðan fengum við nátturlega Camillu til íslands um sumarið ....og var útiveran tekin með stæl nóg af útileigum og ekki má gleyma rafting ævintýrunum okkar (næstum því dauðadeigi okkar) eftir það var náttulega flutt til Köben og erum við að gera ágæta hluti hérna...... erum búnar að fara til Kolding að kenna, eigum eftir að fara á nokkra tónleika áður en árið er búið, stefnan er síðan að fara heim um jólin og skella sér síðan til Barcelona eða Parísar um áramótin þannig að ævintýrin okkar eru ekki á enda á þessu ári....
og já síðan er stefnan að fara til San Francisco bráðlega, efast samt um að það verði á þessu ári en vonandi fljótlega eftir áramót......allaveganna ætlum við bara að láta fylgja hérna með nokkrar myndir....


Alltaf jafn fallegar :)


New York.. New York !!!!


Við Pakkið sem ferðuðumst saman til San Francisco, þarna erum við uppi í Empire state bygginguni.


AAAAHHHHHH SWEET.......


Home Sweet Home í San Francisco.


Birna að vinna....crazy cool.


Ég (Kolla) í vinnuni...


Birna fann sér vinnu aðstöðu...


túristar...


Golden gate bridge.. :)


Við á Golden gate ...


Alcatraze fræga fangelsið í San Fran


Enduðum inni í fangelsi....(Alcatraze)


Við stelpurnar... með San Fran fyrir aftan okkur..


Huummm væri nú ekki slæmt að eiga einn svona....


Ferðin með kennurunum sem komu til San Fran.. erum þarna fyrir útan Stað sem við fórum í vínsmökkun hjá.


Annar staður sem við stoppuðum á....


Eitt af okkar tilraunum.... hhuummm endaði samt með Láru Elvu og Birnu inni í frysti.


Afmælisdagurinn hennar Birnu.... hahahaha good Times.


Við á Burningman upphitun....


David með afmælisgjöfina sína sem við keyrðum til Dublin og náðum í......


Gammel Klausdalsbrovej Búar (þar sem við eigum heima núna)....


Allur hópurinn saman....jei... tekið á afmælinu hans Davids...


Ég, Birna, Starri, Maggi og Paw á einhverju djammi


venice beach.....good times (burning times)


3 amigos.....


Allt er frekar STÓRT í ameríku....


Grand canyon .....geggjaður staður.


Við að njóta þesss að vera til....híhí ...vissi ekki hvað ég átti að skrifa..


Við í SanDiego....


walk of fame.....


Ég og hollywood skiltið..... :)


Las Vegas BABY !!!!!!!!!!!!


Birna breytist allt í einu.... hvar er Birna.....?


Geggjað flottur staður....


Og þarna endaði myndaserían... Las Vegas 2006..... híhí
--------------------------GOOD TIMES-----------------------------

Friday, October 27, 2006

Who is the cookie thief!!

þetta er spurning sem hefur brunnið á okkur síðan í sumar þegar við fórum í afmælistaðrið til magga.... þetta er að okkar mati eitt af "mystery of life" hvernig gat kexpakkinn horfið sporlaust en skilið eftir sig mylsnu??? ...

jamms það var mikið um Góhóða tíma í sumar.... .... ferskar!!

en nóg um það, við erum semsagt ennþá life nd kicking. skólinn er 125 ára í dag og af gefnu tilefni var splæst á okkur morgunmat og svo er frítt bús á barnum...
seinustu dagar eru búnir að vera thjaaa..... áhugaverðir, Ég (Birna) og Camilla skelltum okkur í áheyrnarprufu til að vera áhorfendur á MTV Awards nuna 2. nóv... brilleruðum svona lika svakalega í því að öskra og dansa að við vorum boðaðar í alveg speees 6 tímA æfingu þar sem við fáum extra task.... spennandi að sjá hvað það verður. kolla var að vinna á skólabarnum meðan á þessum svakalegheitum stóð og skemmti sér konunglega við að pumpa bjór í könnur... að sjálfsögðu sýndum við milla móralskan stuðning með að mæta á svæðið....

í gær (fimmtudag) fórum við húsfélagarnir að sækja okkur efni í búninga fyrir hallaoween og vegna blankeheita verða dressin heimagerð... leyndó hvað það er samt en það er allavega hægt að staðfesta það að þega flytja á stóra hluti milli staða er hjólebretti málið... meira fáið þið ekki að vita að svo stöddu..

jamms helgin stefnir í skemmtilegheit... 90 manna Halloweenteiti hja lego strákunum í kolding (þeir eru semsagt hönnuðir hja Lego).. og aðrir GrÍDARLEGA sPENNanDI kostir skemmtanna....

verst að dagurinn byrjar á prógramming og það er laaaangur dagur programmlega séð sem býður okkar...

Monday, October 16, 2006

Eftirår Ferier

jabbzí Núna stendur yfir haustfrí hjá skólunum hér í danmörkinni við erum svo lukkulegar að fá heila tvo daga sem standa yfir núna.... þeim er vel eytt í smotterís skólavinnu og hangserí... erum búnar að vera með ísakinn og konna í heimsókn sem er alltaf hressandi og skemmtilegt... helginni var eytt eins og flestum helgum í eitthvað skemmtilegt.. kolla kom öll blá á hendinni eftir miðnæturboxæfingu á fimmtudaginn....á föstudaginn fórum við í afmælis/innflutningspartý til magga, óskar, arndísar og bigga, þau eru semsagt flutt i RISA villu í brönshoj og svo kíktum við til hoover skólafélaga okkar og gáfum honum stórglæsilegar gjafir, samanstóðu semsagt af blómum, riiisa umferðaskilti, tveimur vegavinnusúlum og einni 4-5metra röndóttri vegavinnu þverslá, ja og ónýtum hátalara... það þarf varla að fjölyrða um það að gjafirnar vöktu mikla lukku þar sem hoover býr í svona ca 20fm íbúð..... á laug varð ég (Birna) loksins svo fræg að koma inná stalíngrad, skemmtistað sem kemur sterkur inn sem arftaki pitstop í kolding,... já við erum ekki almennilega búin að finna okkur skemmtistað við okkar hæfi hérna í köben tjhaaa fyrir utan skólabarinn sem er ekkert byrjaður að klikka á okkur ennþá...

Saturday, October 07, 2006

5TasticDirectorTeam

við erum farnar til kolding og komnar aftur..... vikan var brjálæðislega skemmtileg, fyrir þá sem ekki vita þá fórum við til kolding í þeim erindagjörðum að kenna video production með honum David.... við fórum semsagt, ég (birna) kolla Camilla, elva og lára fórum og mynduðum þetta líka svakalega Teymi...
fórum á laugardegi til borgar óttans (kolding) þar sem Holy Ísaksday var haldinn hátíðlegur... ísak hélt semsagt partý til að fagna komu okkar... hann var einmitt svo indæll að leyfa okkur að gista hjá sér... svo TAKK ÍSAK og EGILL
á mánudaginn var svo fyrsti kennsludagurinn okkar.. vorum mest í að kenna kjánalegu en mikilvægu hlutina eins og að Rap a Cable og svo var verið að aðstoða nemendurna með videoin sín...
á miðvikudeginum var svo komið að því sem allir höfðu beðið spenntir eftir.... við 5 stelpurnar fengum að notfæra okkur nemendurnar til að gera tónlistarmyndband við lagið sem við gerðum.. HOOVER!! það er ekki á hverjum degi sem maður er með 30 manna crew til að þjóna manni... ákváðum að gera kenna á þann hátt sem okkur hefði viljað vera kennt þegar við gerðum GoldDigger videoið Sælla minninga.... byrjuðum á að skipta hópnum upp og létum þau breinstorma um hvernig senur þau sæju fyrir sér, lugum að þeim að þetta væri boyband lag, við semsagt leyfðum þeim aldrei að heyra lagið.... eftir að storyboard hafði verið sett upp fórum við út að skjóta myndbandið.... höfðum 5 stráka í aðalhlutverkum, sendum þá í hárgreiðsludeildina þar sem þeir fengu hár og makeup treatment...
eftir laangan dag tókum við break og fórum í dinner með kennurunum þar sem morten fyrrverandi business kennarinn okkar játaði fyrir okkur að hann hefði aldrei veðjað á að við myndum vera nokkurntíma í háskóla.... alltaf gaman að heyra að fólk hefur trú á manni :)
seinna um kvöldið fórum við svo á pitstop þar sem Egill a.k.a Pony hafði fixað að við fengum staðinn lánaðann með öllum ljósum, reykvél og sápukúluvél.... alls ekki svo slæmt... eftir skemmtilegt pittara kvöld vorum við nánast meðvitunarlausar af þreytu...
fimmtudagurinn var notaður í að klippa og setja saman meistarastykkið... skiptum með okkur verkum þar sem kolla var með klyppurnar frá deginum, Camilla og Elva með klúbbasenurnar og ég og lára sáum um "behind the scene".... um kvöldið var svo lokapartýið þar sem nemendurinir sýndu videoin sín og við frumsýndum myndbandið okkar og svo var bara djammað fram á nótt....
lögðum svo eiturhressar af stað til köben með David klukkan 8 um morgun föstudagsins.... þreyttar og ferskar eftir frábæra afrek sem leikstjórar, klypparar og kennarar.... og rúsinan í pylsuendanum sem mun tryggja okkur gott karma er að við neyddum danska bekkinn og international bekkinn til að vinna saman og leikur grunur á að hér eftir verði þau bara vinir.... jeyjjj og svo sögðu margir margir við okkur að þetta hefði verið skemmtilegasti dagurinn í skólanum :)



en já já já hér eru videoin.... Behind the Scene http://www.youtube.com/watch?v=B8N4ETHIX4A


og svo hið alvöru video.....HOOVER by FILTHY WHORE
http://www.youtube.com/watch?v=YbvpQrZXXbo

Wednesday, September 27, 2006

jamms jamm

já já við erum ennþá á lífi .....en netið er búið að liggja niðri því að einhverjir verkamenn voru að vinna hérna fyrir utan og skáru yfir síma línuna..... en það virðist vera að það sé búið að laga það....en það þýðir ekki að ég sé að fara að blogga langa færslu. ætlaði bara að láta vita af okkur ....við erum að fara í próf á morgun og síðan á föstudaginn eða laugardaginn þá erum við að fara til kolding í viku til að kenna með davið..... verður líklega bara mjög fínt....en já verð að fara að lesa yfir kynninguna fyrir morgun daginn ....látum heyra í okkur þegar við komum frá kolding..... later ...

Sunday, September 17, 2006

S A M E O L D, S A M E O L D !

það ótrúlega ekkert að fétta af okkkur hérna, skólinn tekur sinn toll af lífinu á virkum dögum, það er otrúlega skemmtileg viðbrigði að þurfa að læra... skólinn er alltaf að verða áhugaverðari og skemmtilegri og það líður alltaf lengra og lengra á milli þess að maður spyr sig hvað í fjandanum maður er að gera í þessu námi...
á föstudögum er svo föstudagsbar, þeir kunna þetta danirnir.. frábært tækifæri til að mingla við liðið í skólanum og kynnast einhverjum öðrum en íslendingum a.k.a NoMA liði!

Camilla er búin að dreyfa boðskapnum um gæði þess að ferðast um á hjólabretti og ríkir ágætt bretta æði hérna á heimilinu... planið er í dag að fara í einhvern skatepark og reyna að dobbla einhvern skeitarann að selja notað bretti á spottprís, við erum allar að koma til í að hafa stjórna á þessum plötum, enda er þetta ávanabindandni skemmtun :D

eins og þið sjáið gott fólk höfum við það líka svona bara ágætt.. bless í bili

Saturday, September 09, 2006

V I Ð E R U M ....

APAKETTIR... hvor á sinn kjánalega og truflaða hátt.

Monday, September 04, 2006

svona er íbúðin....

úúúffff skólinn byrjaði í dag....frekar erfiður dagur, okkur var strax hent út í djúpulaugina, þriggja vikna verkefni hent í hausinn á okkur sem við eigum að vinna með fólki sem við vorum sett í hóp með,,,, frekar erfitt að fá heilann til að virka, eina góða við þetta er að maður náði/nær að kynnast öðru fólki en því sem maður þekkir.

En já er ekki alveg að nenni að skrifa ferðasöguna núna sem við lofuðum í seinust færslu en........ þið fáið myndir.....Jei...

Við sem sagt eigum heima á þessari götu.....

númer.....

hérna er síðan inngangurinn en hurðin virkar ekki...því að kallinn uppi festi lykil í hurðinni þannig að við erum að bíða eftir því að það verður skipt um lás...

Þannig á meðan notum við innganginn sem er inn í herbergið hennar millu.

og hérna er svo herbergið hennar millu..


út frá herberginu henar millu kemur síðan eldhúsið...

þegar við skelltum okkur til þýskalands þá keyptum við smá bjór.
og stundum getur maður notað bjór í einhvað annað en að drekka hann....:)(svona er þetta þegar maður er fátækur námsmaður)

jamms útfrá eldhúsinu getur maður síðan labbað inn í herbergið mitt (kollu)(smá drasl er ennþá að koma mér fyrir)



ok síðan er hægt að labba úr heldhúsinu inn í stofuna okkar.



híhí hérna eru svo myndir af baðherberginu okkar...sem er eiginlega hægt að kalla kompan...takið eftir að sturtan er á milli klósetsinns og vasksinns.


síðan er það herbergið hennar Birnu...


jebbb þá er það komið....vona að þetta gefi ykkur smá hugmynd um það hvernig við búum núna,,,, annars er það bara að skella sér út í heimsókn :)

Hvernig finnst ykkur?

þetta er orðið nógu langt núna en ég verð að skella inn einni mynd að litlu saumavélini okkar sem við stelpurnar keyptum okkur til að geta saumað áklæði yfir gamla bláa sófan okkar.... þetta er rauða er síminn hennar camillu.....sauma vélin er TINY.......