Sunday, February 27, 2005

Helgin !!!!!!!!

jæja danir eru einhvað að verða vanir snjónum...... það voru nú frekar fáir í skólanum á föstudaginn og íslendingarnir og finnarnir hlógu bara af þessu bulli að þeir skyldu fresta skólanum út af "snjóstormi"... sem var meira svona eins og venjuleg snjókoma á íslandi,,,, en maður kvartar nú ekki,, heil vika í frí það er ekki slæmt...jamms annars kom Ísak til kolding á föstudaginn... ekki slæmt því munkegötu búar ákvöðu að halda smá partý og íska hélt stemmninguni upp með gítar leik sínum, síðan var förinni haldið á pit stop..
Á laugardeginum var síðan aftur hittingur heima hjá láru og þeim,, síðan var haldið heim til Agga þar sem var bara kósý stemmning...
Annars er kominn sunnudagur og við erum búnar að vera geggjað duglega að taka íbúðina í gegn.... annars er bara blái sófinn okkar besti vinur okkar núna :)

Wednesday, February 23, 2005

þetta er ástand!!!

það er ófremdarástand herna í mörkinni í þessum töluðu orðum... það er óveður takk fyrir og ekkert venjulegt óveður heldur er alíslenskt óveður...já snjókoman kemur á hlið, eigilega alveg lárétt... magnað.. feels like home, en það er ekki nóg með það þá er komið flóð í koldingánni. aka drullu síkinu og garðurinn okkar er sokkinn... frábært... pant ekki fara út með ruslið....

Tuesday, February 22, 2005

pæling/nöldur!!!!

við kolla vorum að spuglera hvað maður þyrfti að sitja lengi á sama stað þangað til að maður myndi gróa fastur... við erum nefninlega búnar að halda til í tannlæknabláa sófanum meira og minna síðan á laugadag... það eru 46 klst sem við erum bunar að vera á sama stað.. og þá erum við búnar að mínusa klósettferðir,svefn í rúmi og ferðum í eldhúsið... rassaförin eru líka orðin VEL greinileg..... annars fórum við útúr húsi í dag.. belive it or not.. við fórum og nýttum okkur prentarann uppí skóla til að gera RISA mynd af okkur sjálfum (egó smegó) til að hengja upp í stofunni.. ég er ekki frá því að það hafi verið klikkun að stækka sjálfar okkur upp í 2,3x meter....... en við erum hvorteð er kex...
svo er annað... hvað er með dani.. ekki nóg með að ég heiti Bima.. já BIMA á kortum og einhverj svoleiðis drasli þá er kolla Kolbruncsk ... í flestum kerfum. við vorum að spá hvernig CSK væri borið fram "shsssk".... maður spyr sig.

Saturday, February 19, 2005

með hausverk um helgar

já svona í þynnkukasti er ágætt að velta sér uppúr atburðum næturinnar.... niðurstöður eftir það sem gerðist er að það stórsér á kollu.... annar haus er að myndast og kúlan virðist ekkert vera i undanhaldi...
við kolla ákváðum að skella á neyðar nammidegi vegna vanlíðunnar.... ekkert betra þynnkumeðal en appaló frá íslandi og mjólk.... en besta samantekt kvöldsins í gær er inná blogginu hjá rósu.... óþarfi að segja sömu söguna oft...
yfir og út...

ooohhh ggooodd kúla

vá SHIT fórum til elvu og láru fyrir djammið svaka gaman...
síðan var förinni haldið á pitstop þar sem lára og elva voru að dj ast......... jamm kvödið fór að skemmtilega þanngað til að kolla krækti sér í ROSA kúlu á hausinn ... já við erum að tala um ROSA KÚLU... kolla fór á klósettið og þar sem hurðin á klósettinu var FÖST var hún lokuð inni... en hún Birna ákvað að bjarga henni með því að brjóta hurðina niður en JÁ birna var svo æst í að ná kollu út að hún hennti sér á hurðina og braut hana niður BEINT á hausinn á kollu og JÁ KOLLA ER MEÐ SVAKA KÚLU OG SKARÐ Á HAUSNUM..... það meira að sega blæddi..... en við erum að fara að fá okkur pizzu núna kl 4:58 því við erum um að reyna að bæta upp gatið á hausnum á kollu .... þetta er bara fyndið núna en KOLLA á eftir að finna VEL !!!!!!!!! fyrir þessu á morgun............ kannski verður sagt frá framhaldi á morgun en þangað til bæjó og sofiði rótt með pizzu og kúlu á hausnum :)

Friday, February 18, 2005

úúú bara online

jájájá vid erum búnar ad færa okkur skrefi lengra ad fylgja 21. öldinni..... bara komnar med netid og ekki bara netið..... þráðlaust net takk fyrir.... ekki slæmt.
kolla splæsti sér í kommóðu í gær undir fötin sin og sjæsen ekki vanþörf á því þar sem fötin voru byrjuð að flæða, já FLÆÐA um allt herbergi.... en já hún fór sem sagt í einhverskkonar verkfæralager danmerkur og splæsti i kommóðuna... jæja allt í lagi með það ef við hefðum ekki átt eftir að drösla henni heim..... og já strætó... ekki ætlaður til flutninga.. allavega við skelltum okkur í strætó með kommóðuna en þá áttum við eftir að komast með hana allaleið heim af stöðinni...... þetta hefði gengið eins og í sögu ef við hefðum verið jafn sterkar og meðal karlamaður... en nei.... kommóðan mátti þola nokkur högg í götuna og fólk var farið að benda og hlægja... þegar heim var komið komi í ljós að kommóðan hefði ekki þolað öll höggin því það stórsá á henni.... sem betur fer innaná henni.....
svo eru bara dé joð lárelva að fara spila á pitstop í kvöld.... (all the way from Iceland) planið ersem sagt að fara þangað og veita þeim móralskan stuðning....
þar til næst... blessó

Wednesday, February 16, 2005

Einn aumingi á heimilinu

veiki veiki veiki það er svo gaman :S það er einn aumingi á heimilinu núna (kolla) að deyja úr ælupest og hálsbólgu... :S hún er byrjuð að tala eins og karlmaður..frekar findið ... en hún gerði tilraun að fara í skólan í dag sem var ekki sniðugt því að klósetið var eiginlega besti vinur henna,,, enda fór hún heim eftir einn tíma...... annars er lítið að frétta.... birna er byrjuð að telja niður fyrir heimferðina :) sem hún er mjög spennt fyrir... ekki skrtítið hehe annars fórum við og og tékkuðum á net dæminu okkar og ég held bara að þeir hafa gleymt okkur en konan sagðist ætla að redda þessu fyrir okkur þannig að við ættum að fá alt draslið (til að tengja og svona) á morgun þannig að það er spurnig hvort að agadebúarnir gera kraftaverk á morgun og göldrum fram net ef allt fer eftir áætlun( sem gerist ekki mjög oft hjá okkur ) við eigum örugglega eftir að klúðra þessi einhvernveginn :D hehe en það kemur í ljós...

Monday, February 14, 2005

takk takk

takk til allra þeirra sem mundu eftir afmælinu minu.... jaaah eða föttuðu það á að lesa kveðjuna hennar kollu.... :)
en allavega þá var afmælisdagurinn bara með bezta móti. maður var búinn að sanka að ser nammi fyrir daginn og ætluðum við kolla að guffa allsvakalega..... og ojjj við gúffuðum yfir okkur og fengum nammiógeð allveg þangað til við vöknuðum næsta dag.... stóð ekki lengi það..... en allavega gerði ég eina uppgötvun á ammælisdaginn.... enda ári eldri og MIKLU vitrari... en já þannig var mál með vexti að Kolla fór að sofa klukkan hálf tíu vegna magnaðs nammihausverkjar og ég fattaði að nachosið sem ég var búinn að hlakka til að borða í 2 vikur var ósnert..... svo ég fékk mer nachos og það var ekkert gaman við það að borða einn.... maður verður sem sagt að vera með gúfffélaga...
en annars er ekkert að gerast herna.... það er reyndar kominn alíslenskur snjór... bara búið að vera snjókoma í 2... næstum 3 daga... það er að ég held landsmet fyrir danmörku.....
l8er alig8er.....

Thursday, February 10, 2005

Afmælis barn

TILHAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hún á afmæli í dag,,,,,, hún á afmæli í dag,,, hún á afmæli hún Birna hún á afmæli í dag,,, hún er 21 árs í dag..... æji nenni ekki að syngja meira.... en tilhamingju með daginn roomí :) vona að þú eigir góðan dagi hehehe auðvitað áttu eftir að eiga það....ekkert klikkar með planinu okkar.. vildi bara skrifa afmælis kveðju fyrir þig.....

Tuesday, February 08, 2005

Helgin

Ekki mikið að frétta af okkur ágadebúum....... kolla fór reyndar á pöbbinn á fimmtudaginn með gústa og ragga og hitti þar eitthvað af NoMA fólki... síðan var svaka missjón hjá okkur á föstudeginum ..byrjuðum á því að prenta út stóra mynd af gústa, sem var tekin í strand partýinu.... fengum síðan rebekku í heimsókn um kvöldið..... kanski að segja fráþví á undan, að það erum búin að vera einhverjar kostningar dæmi í danmörku þannig að það eru fullt af skiltum út um allt á flestum ljósa staurum hérna út en við stelpurnar tókum okkur til og hengdum mynd af gúasta á svona kosningar skilti ( KJÓSIÐ GÚSTA) frekar stressaðar,birna og Rebekka tróðu teiknibólum í spjaldið ámeða að kolla fylgdist með bílum.... okkur leið eins og glæpamönnum...fórum síðan í afmælis partý hjá johanna... það tók gústa smá tíma að fatta þetta... okkur fannst við svo sniðugar :) síðan var förinni haldið á Pit Stop þar sem allt varð gert craZy á dansgólfinu.......
Laugardagurinn var tekinn með stæl ..vidío, popp og appelsínudjús heima hjá Rebekku og Magga :)
Annars er ekkert mikið búið að ske hérna erum bara á fullu að vinna í portfólíu og einhverjari vefsíðu sem við eigum að búa til fyrir Matsusita....
Nú annars er birna komin með plan fyrir afmælisdaginn sinn ...borða snakk, nammi og horfa á vidío... :)

Tuesday, February 01, 2005

hellló deutschland!!

við skelltum okkur bara í utanlandsferð rett áðan.... fórum til þjóðverjalands ...... (það var nú eins gott að hreyfa á ser botninn eftir að hafa setið heima ALLA helgina að horfa á Simpson marathon á Mtv) en já við skelltum okkur með Camilla á tryllitækinu hennar og var veðmál hversu oft bíllinn mundi gefast upp á leiðinni.... en hann stóðst þetta greyið... enda 88 módel af fiat uno......
skemmtileg ferð þar sem við tékkuðum aðeins á Flensburg... keyptum raftæki og tölvudrasl og fylltum skottið af nammi og áfengi... það er bara svo svakalega ódýrt.... kolla fékk að keyra heim og ég myndi allavega ekki treysta henni til að smygla neinu eftir að hafa séð viðbrögð hennar þegar landamæralöggan rukkaði hana um passa og tilkynnti henni að það væri harðbannað að vera að þvælast milli landa án vegabréfs....... en svo spurði löggan hvort við værum með eitthvað ólöglegt innanborðs í bílnum..... eins og við færum að segja það ef svo væri!!!

jájájá nu er ég bara sannfærð....

jább eg þarf engar frekari sannanir á því að eg er með seinheppnari manneskjum í Evrópu.... allavega skandinavíu. það sem ég (birna) aulaðist til að gera í þetta skiptið var þegar ég ætlaði að sína snilli mina ........ (sem er virkilega takmörkuð) i Dönsku.. ég og kolla vorum útí búð að versla og kolla var á undan mer í rödini og bað búðarstrákinn að henda miðanum... selvfulig á Dönsku...svo kom ég og var ætlaði að segja það sama og var ekki lítið sátt þegar ég tilkynnti kollu frá afreki minu... þá spurði hun "bíddu hvað sagðiru" og ég sagðist náttulega hafa sagt Smed bunden.... hun ætlaði ad trillast úr hlátri því ég hafði beðið gaurinn um að henda botninum... I can´t catch a break!!!
tetta ætlar engan endi ad taka.... ó brother það er eins og ég fá borgað fyrir ad gera mig ad fíbli.... en það er bara gaman af því.... jájájá eftir frekar pínlegt "yeahh baby" sem ég gubbadi óvart útur mer við design kennarann LAW þá náði eg að bæta gráu ofaná svart þegar við áttum að halda kynningu á verkefninu okkar fyrir alla bekkina.... við fengum semsagt ofurflottu tölvuna hans Gústa lánada til að tengjas skjávarpanum .... já og þar sem hun er svo flott þá gekk ég inn með hana og bara svona eins og ég ætti hana bara sjálf eda eitthvað......svo byrjar kynningin og í þann mund sem við teljum okkur vera ad byrja að tala með glæsilegt slideshow i bakgrunni........ en já nei við áttuðum okkur á því þegar fólk fór að flissa út um allan bekk ad Gústi hafði sett eitt stykki klámmynd sem varpadist FULL SCREEN uppá töflu............ great.... þvílikt panikk sem kom á okkur stelpuhópinn hver og ein reyndi að vera hrykalega fljót að stökkva fyrir skjáinn en þetta var meira svona að við værum að troðast á hvor aðra.... og myndin skartadi ennþá sínu fegursta uppá töflu........ gústi fekk heldur ekki ófá höggin í öxlina frá okkur fyrir uppátækið............ ef þetta hefði ekki verið fyndið hefðum við aldrei,,, já ALDREI talað við gústa aftur...... sem betur fer erum við ekki humorheftar.