Wednesday, October 17, 2007

aarrggg það er svo stutt eftir

Ég lofaði nú að láta heyra í mér aftur ...þannig að ég held að það sé kominn tími á smá blogg...
Ég trúi því ekki að það er þriðjudags kvöld og ég á bara miðvikudag og fimmtudag eftir hérna...iiiiiggghhhhh.......
Helgin var æði við skelltum okkur út á lífið bæði á föstudeiginum og laugardeiginum . (Pikkup línan okkar þessi kvöld .... BOW CHICKA WOW WOW) ...við reyndum að vera geggjað fancy á föstudeiginum og pöntuðum okkur drikk í staðinn fyrir að vera að drekka alltaf þennan bjór, en það gékk nú ekki lengi, strax eftir fyrsta drik þá var farið beint í bjórinn .....ooohhh við erum svo miklar gellur.




stelpurnar með nýju eyrnalokkana......

á sunnudeiginum löbbuðum við að shelly beach sem er smá spölur frá ströndunum hérna í nágreninu ....shitturinn geggjað flott... löbbuðum upp á klettana þarna og horfðum yfir.....mér leið eins og ég væri í drauma heimi....
oohhh ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa ....það er ekki hægt að lýsa þessu öllu, eina sem ég get sagt að þetta er draumur.....




Mánudagurinn þá var ákveðið að fara inn til Sydney ...vöknuðum snemma og vorum komnar til sydney um 11 ....það tekur okkur hálf tíma að fara með ferju á milli manley og sydney... fórum auðvitað og skoðuðum óperuhúsið og vorum eins og verstu túristar með myndavélarnar .....(vá hvað óperuhúsið er minna en ég hélt ...híhí.... ) auðvitað var farið í hæðstu byggingu í sydney, sydney tower,,,(shittur skil ekki afhverju ég læt mig alltaf hafa þetta fór bæði í las vegas turninn og effel turninn í parís og er alltaf að deyja úr lofthræðslu.) skoðuðum Darling Harbor, settumst niður í hitanum og svolguðum í okkur ísköldum bjór...aaahhhh......... :D













ég að koma við óperuhúsið






I dag var varla líft að vera úti, það var svo heit og heitur vindur 34 stiga hiti ..... ....stelpurnar fóru í skólann í morgun og ég skellti mér út að skoða í búðir ....(eins og ég er ekki búin að gera nóg af því síðan ég kom) eftir að hafa verslað smá labbaði ég út á bryggju og settis og horfði á fólkið, stuttu síðar gat ég ekki meira....
Planið fyrir næstu daga er að njóta þess að vera á ströndinni á meðan stelpurnar eru í skólanum ....(maður verður nú að reyna að fá einhvern lít áður en maður kemur heim) karíókei kvöld á miðvikudaginn og snorkling hjá shelly beach á fimmtudaginn, við fórum í dag í einhverja búð og maður getur leigt blaut búning og snorkling gear fyrir 40 dollara sem er um 2000 kall ísl fyrir heilan dag og síðan er það bara að pakka og því miður flugvöllur á föstudaginn.

jæja þetta er orðið nógu langt í bili .....set inn fullt af myndum seinna ....það að bara smá sýnishorn hérna með blogginu...

Friday, October 12, 2007

smá kveðja frá ástralíu

Jæjæ ætli maður ætti ekki að setja inn smá færslu...
vá ég er næstum því búin að vera hérna í viku..þetta er algjör draumur .. ferðin byrjaði nú ekki skemmtilega ...ég fór upp á flugvöll á laugardags kvöldi...var nú frekar ánægð með stöðina þegar ég kom upp á völl, það var ekki það mikið að fólki þannig mín var frekar ánægð en nei rétt áður en flugið fór af stað þá fylltist völlurinn og auðvitað allt fólkið að fara til Bangkok ..(hvað er málið með fólk að fara til bangkok á laugardags kvöldið) allaveganna var ég svo heppin að ég fékk sæti í vélinni en auðvitað var einhver huge gaur fyrir aftan mig sem sofnaði strax.. en held að gauksi hafi verið með martraðir því að hann gat ekki verið kjur og það var eins og sætið mitt var i jarðskjálfta... greyið konan við hliðin á mér sá að ég gat ekki sofnað og bauðst til að skipta sæti við mig í einhvern tíma ....fanst það frekar fáranlegt að vera já takk .. þannig að mín var vakandi allan tíman í 11 tíma flugi....

Jæja ég komst þó til bangkok og var lent þar um hádeigi á þeirra tíma.. en þá byrjuðu vandræðin ...ég kom að innritunar borðinu og þá fékk ég að vita að það leyt ekki út fyrir að ég kæmist með... FRÁBÆRT !!!!!
kellingin sagði mér að koma aftur til sín seinna um daginn um 5 leytið og þá gæti hún sagt mér meira ....(flugið átti að fara klukkan 18:10) þannig að mín labbaði um og prufaði öll reyk herbergin á flugvellinum...sá síðan þetta magnaða skilti...

múslímar eru með sitt eigið herbergi á flugvellinum til að biðja ....þegar ég kom aftur til kellingunar ... sagði hún við mig að það væri ekkert nýtt að frétta.... svona um 20 mín í 6 þá var mín orðin stressuð og var svona byrjuð að pæla hvar ég ætti að gista en þá sá ég að kellingin var einhvað að reyna að ná sambandi við mig.... jújú ég komst með fluginu....

Þegar ég kom upp í vél þá var mér vísað inn í eitthvað herbergi í flugvélini þar sem ég átti að bíða þanngað til að allir væru komnir inn því að ég fékk ekki venjulegt sæti heldur fékk ég flugfreyju sæti .... á því tíma bili var ég svo þreytt og ánægð að ég hafi komist með fluginu að mér gat ekki verið meira sama ....Það komu þarna tvö í viðbót einhver hommi og síðan stelpa... þau létu mig vita svo mörgum sinnum hvað ég væri heppin því að þau væru bæði búin að vera föst í bangkok í 3 daga... :D (þar að auki vinna þau bæði fyrir flugfélagið þannig að þau ætti að hafa meiri séns en ég að komast með)

Allaveganna beið mín 9 tíma flug.... ég var sett í flugfreyju sæti í BUSINESS CLASS
...frábært,,, fékk nú kampavín og svona en dem.... ég gat heldur ekki sofið í þessu flugi ...hvert skipti sem ég var alveg að sofna út af þreytu, hrökk ég við, því að það var ekki hægt að halla sætinu niður eða leggjast upp að einhverju..þetta var HELL...

Mín var síðan mætt á svæðið glær af þreytu en ég var komin til stelpnanna um 8 um morguninn á þeirra tíma .... þá var ég ekki búin að sofa í næstum því 36 tíma...

Seinustu dagar eru búnir að vera æði... fyrsta kvölið fórum við í smá göngu túr út á strönd,,byrjuðum við á því að hitta leðurblöku á stærð við máva ....huge stór,,, eftir þá löbbuðum við á ströndina þar sem við rákumst á þessa littlu vini ....



enduðum við síðan í smá fiski leiðangri..




Mín er búin að kíkja smá í búðir og svona eyða smá pening það er nú alltaf leyfilegt þegar maður fer til útlanda ...síðan skelltum við stelpurnar okkur á karíokei kvöld hérna á bar rétt hjá á miðviku daginn ....læt bara myndirnar tala fyrir sig









ég blogga síðan seinna,,,er ekki að nenna meiru ,...það er svo mikið að segja, en þá verður þetta bara heil ritgerð... set nokkrar myndir... :D






kveðja frá Ástralíu :D
P.S birna stelpurnar sýndu mér stað sem selur næstum því alveg eins og JAMBA JUICE ...fékk nú smá samviskubit að vera drekka þetta án þín...

Thursday, October 04, 2007

Ástralía........

Mér líður eins og littlum krakka sem er að bíða eftir jólunum.... er að deyja úr spenningi... aðeins 2 daga þanngað til að ég legg af stað frá danmörku til ástralíu.

Þetta er staðurinn sem ég verð á......

áður en ég lendi í ástralíu það verður stoppað í Bangkok... Sem mér finnst geggjað spennandi, því miður er ég ekki viss hversu lengi, en er að vonast til að geta fengið smá tíma til að skoða Bangkok :D
Well verð víst að halda áfram að fylgjast með í tíma.... en ég set inn myndir og kanski hendi inn einu bloggi meðan ég er hinu meigin á hnettinum......

Monday, October 01, 2007

áááiiii JJJEEEIIII

Þá er Október kominn... það er alveg rosalegt hvað þessir mánuðir fljúga frá manni. en já Birna er farin og komin frá bandaríkjunum þar sem hún stóð sig með príði (vonandi) sem hægri hönd brúðarinnar... hef ekki hitt hana síðan hún kom heim enda fór gellan beint í skólanu frá flugvellinum í dag .... efast ekki um að það hafi verið erfit að fara i forritunar tíma eftir nokkra tíma flug.... Það er önnur saga með mig. Vanknaði í morgun og beið mín þessi yndislegi tannlækna tími ...þurfti að fara og láta taka saumana úr kaftinum á mér, og síðan ætlaði tannlæknirinn að gera einhvað sem kallast brostönn.... plast tönn sem er sett yfir gatið á meðan að það er að gróa, en nei hún vildi ekki gera það því að gómurinn var ennþá bólginn....JEI það þýðir sem sagt að mín er að fara til ástralíu eftir 5 daga með enga tönn (það verða engar bros myndir teknar :))
En já ég fór í gegnum verstu viku ( held ég get sagt) ævi minnar, "loksinns" var gert einhvað í tönnini sem klofnaði eftir slylsið fyrir hhuummm 2-3 árum síðan... en ég fékk títan tönn (held ég að það kallist) þá er skorið á gómin þar sem tönnin var og borað upp í beinið og sett járn stykki fast og eftir það er sem sagt set tönn fast á það .... ég var send heim með bestu vinum mínum (sterkar verkja töflur) sem í raun og veru var eina máltíð mín í viku ...nei seigi svona það má nú ekki gleyma stöppuðum bönununum.....
Þetta er svona aðalega það sem er að frétta af okkur núna,, ekkert voða spennandi .... ég kanski hendi inn einni færslu þegar ég verð hinu meigin á hnettinum :)

see ja