Wednesday, October 26, 2005

magnað alveg!!

sísí sendi mér(Birnu) þetta test og sjeeettt þetta er næstum krípí bara, það passaði aðeins of margt hjá mér.. svo tók kolla prófið og það er sama sagan með hana....
Ég tók mér það bessaleyfi að stela þessu af einhverju bloggi sem ég þekki ekki neitt og láta það prófið hérna.
ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ SVINDLA og skoða allt prófið... bara skoða einn lið í einu...
ok allir að sækja sér penna sirka NÚNA.. og já blað líka..


Srollaðu alltaf niður eina línu í einu.. EKKI MEIRA.. annars skemmiru þetta !!




1. Fyrst skaltu skrifa niður tölur frá 1 til 11 í lóðréttan dálk á blaðið þitt.



*



*

2. Svo við hliðina á tölum 1 og 2, skrifaru niður eitthver 2 númer.(símanúmer t.d.) skiptir ekki máli hvaða númer það eru.


*


*


3. Við tölur 3 og 7, skrifaru niður nöfn á gagnstæðakyninu ( stelpu nöfn ef þú ert strákur og strákanöfn ef þú ert stelpa)


*


EKKI SVINDLA.. þá eyðilegguru fyrir sjálfri/um þér !!


*


4. Í nr. 4, 5 og 6 skrifaru niður einhver nöfn (vinir eða fjölskyldumeðlimir)


*


*


*


*


*


*


*

5. í 8,9,10 og 11 skrifaru niður nöfn á eitthverjum 4 lögum.


FARIÐ EFTIR ÞVÍ SEM YKKUR DETTUR FYRST Í HUG !
OK.. svo eru það niðurstöðurnar !!!



Tölurar í bilum 1 og 2 segja þér í rauninni ekki neitt..


*


Manneskjan í nr.3 er sú sem þú elskar


*


Manneskjan í nr.7 er sú sem þú ert skotin/nn í en getur bara ekki unnið úr því !!


*


Þér þykir einna hvað vænnast um manneksjuna í nr.4


*


Manneskjan sem þú settir í nr.5 þekkir þig mjög vel


*
Manneskjan í nr.6 er heillastjarnan þín !



Lagið í nr.8 er það sem passar við manneskjuna í nr.3

Lagið í nr.9 er lagið fyrir manneskjuna í nr.7

Lagið í nr.10 er það lag sem segir þér einna mest um þína eigin hugsum (Your mind)

*

Og lagið í nr.11 segir þér hvað þér finnst um líf þitt


Allavega var þetta helv... nálægt að hitta naglann á höfuðið hjá okkur!!

Saturday, October 15, 2005

crazy days

dagarnir hafa verið langir og góðir þessar seinustu vikur... seinasta helgi var helgi álpappírsfylgihlutanna... isak ákvað að svala partýþorsta fólks og hélt "Holy Isak´s day" hátíðlegann.. partýið tók óvænta stefnu þegar Guðni (sem er með comeback hingað í kolding) ákvað að gera álpappírs hatt á mig(Birnu).. hatturinn vakti gríðarlega lukku og fólk flyktist að guðna til að fá álpappírs hatta, bindi, armbönd og sluffur(kolla vill kalla það slaufur) hópurinn bókstaflega glansaði á leið sinni niðrí bæ og ég er ekki frá því að álleyfarnar liggi ennþá vítt og breytt um bæinn.
á laugardaginn héldum við kolla matarhitting af því að ma og pa komu með tvö rauðvínslegin lambalæri með sér hingað út og við vildum dreyfa gleðinni með fólkinu. allir lögðu eitthvað að mörkum og úr varð 3ja rétta ofurmáltíð... vá það var svoooo gott.. um kvöldið fæddist NoMA farandstóll.. ég og kolla erum með stól sem við erfðum frá guðna og guðni erfði frá einhverjum bigga sem var árið á undan honum... við merktum stólinn og ártölin og mun þessi stóll ferðast milli NoMA fólks héðan í frá... og að sjálfsögðu verða allir að merkja hann.
á mánudaginn var svo "Gold digger day"... videoið var skotið og fór allur dagurinn frá 8:30 til hálf tólf um kvöldið í það mál... reyndar með smá matarpásu á marmaris.. já þeir éta sem geta!! einhvern veginn lenti ég í að vera að dansa fyrir framan kameruna... já ég ER TAKTLAUS og það er ekki falleg sjón að sjá mig brussast um... það sem maður lætur hafa sig útí er takmarkalaust.. kolla var líka "performer" en það kom öllu betur út. strákarnir voru íklæddir kvenfötum og voru þeir skuggalega kvenlegir...
Núna á Fimmtudaginn var svo "rappartý" þar sem 30 sek videóin sem allir gerðu voru frumsýnd á Republikken.. já og svo var Gold digger videoið líka sýnt.. eða allavega ruffcuts af því.. púff ég sást sem BETUR FER eigilega ekkert en er samt HÆTT að dansa... við komumst að því að Camilla er orðin ískyggulega góð í íslensku og það er núna hægt að halda uppi samræðum við hana... þessir finnar eru ótrúlegir!!
svo í gær föstudag, koma það aftur í hlut ísaks að halda partý.. maðurinn bara varð að redda almennu partýleysi.. úr varð hin ágætasta skemmtun, ég meira að segja fór með álsluffuna!!
svo er bara komið haustfrí núna í heila 10 daga.. ekki slæmt, ekki slæmt, ég heiðra klakann með komu minni.. þótt það sé víst fokk vont veður... að maður yfirgefi 18 stigin og sólina er bara glæpur!! kolla fer til Parísar með fólkinu sínu í Århusum svo það er fullt að gera hjá okkur.
en meira seinna fólk

Friday, October 07, 2005

Myndir

var að bæta við linkum með myndum hérna við hliðinn á..... endilega skoðiði :D

Wednesday, October 05, 2005

San Franast

jáhá...nú er kominn gestakennari að kenna okkur næstu tvær vikurnar, já það er hann David frá San Fransico... hann er já...frjálslyndur...og alveg frábær gaur.
þessi ágæti san fran búi er bara buinn að vera hér í 3 daga en samt buinn að setja mark sitt allverulega á NoMA.
þannig er mál með vexti að hann fór í viðtal hjá þekktri sjónvarpstöð hér í Danmörkunni en neitaði að fara ef viðtalið væri ekki gert eftir hans höfði... viðtalið var eitthvað um að færa menntun í danmörku á hærra level og félaginn hann David náði að krydda ansi vel uppá téð viðtal..
Hann bað okkur nemendur skólans að vera í búningum sem áttu að sýna nóg af skinni (semsagt minna af búningum) og dansa úti á volleyball velli... sumir voru fáklæddari en aðrir svo ekki sé meira sagt... kennarinn sjálfur var í aðskornum nærum/sundskýlu/eitthverju með einhverskonar tjulli utaná sér... við Kolla vorum ekki lengi að grípa stöðu stílista og makeup artist í þessari skemmtilegu uppákomu.... svona á fólk að vera...
núna erum við að vinna við að gera einhverskonar kynningarmyndbönd af okkur sjálfum og svo er næsta verkefni að gera myndband við lagið "Gold Digger" þar sem hún Kolbrún er búin að taka að sér hlutverk söngvara..ég(birna) er enn að meta stöðun hvor ég eigi að halda low profile og fá að vera ljósamaður eða eitthvað álíka eða fara í fremstu víglínu með kollu og gerast FRÆG!! lagið er mimað svo það sé á tandurhreinu að við erum ekki að fara syngja staf.... myndbandið ætti að verða...áhugavert.
eeeen seinna fólk!!

Monday, October 03, 2005

lúxus líf

úúfffff.....við erum lélegar að blogga...
Mamma og pabbi hennar Birnu komu seinasta miðvikudag... og erum við aldeilis búnar að hafa það gott síðan... heima tilbúinn mömmu matur er búinn að vera næstum því á hverjum einasta degi.. og bökuð skínkuhorn.... NAMM

Við fórum til þýskaland á föstudeginum... þar var nátturlega verslaður bjór og meira áfengi..annars splæsti birna á sig eitt stykki örbylgjuofni.... ekki slæmt....
skelltum okkur í dýragarð í Giveskud á sunnudeginum...sem er hérna rétt hjá.... það var geggajað gaman... sáum alskonar dýr...held að skemmtilegursu dýrin voru brjáluðu seprahestarnir sem voru hlaupandi eins og brjálæðingar út um allt voru næstum því búnir að klessa á bílinn sem við vorum í...og auðvita gíraffarnir sem voru að sleikja gluggana á bílunum :D

Annars ekkert að frétta af okkur...David frá san fran kom í dag til að kenna okkur og verður með okkur næstu tvær vikurnar...

Erum að átta okkur á því að þessi partur af lífi okkar hérna í kolding er að verða búinn :( ...við erum ekki alveg tilbúnar til að fara héðan frá kolding...þetta er búið að vera allt of fljótt að líða...frekar sorglegt...