Wednesday, February 28, 2007

Tómatsósa

sjitt hvað ódýra tómatsósan úr Fakta er vond.... er hér að gæða mér á sérrétti fátækanámsmannsins með smá twisti og lesendum til yndisauka ætla ég að skella inn uppskriftinni:

Pasta
Tómatsósa
ostsneið
steiktur laukur

*öllu skellt í skál og magn fer ýmist eftir því hvað er til og/eða hvað borðandi kræsist í.
þetta er herramanns matur og ég er ekki frá því að stundum er ég sólgin í þetta.
Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á hver ritar þessi fallegu orð þá er það að sjálfsögðu ég sjálfur tómatsósufíkillinn BirnaRún, vinir mínir eru svo miklir mannþekkjarar að þau gáfu mér tómatsósu í kílóavís í afmælisgjöf og þetta er semsagt ein af þeim uppskriftum sem eru með tómatsósu sem megin uppistöðu. Og verði ykkur bara að góðu með það

Skólamálin eru búin að vera í lamasessi seinustu viku, snjórinn er búinn að stöðva allt og alla og skólanum var,Takk fyrir, Cancelað fimmtudag og föstudag.... já rígfullorðið fólk gæti hreinlega drukknað í snjó. En þrátt fyrir mikið fuss af okkur gallhörðu víkingunum verð ég að viðurkenna, og ég geri það BARA hér þar sem þetta er á íslensku, að það ofsa mikill snjór, ég er ekki að grínast þegar ég staðfesti að það voru sirka 1,60 metra hár skafl hérna í inngangnum að húsinu.

ég og Kolla gerðumst kallmannlegar og djarfar á mánudaginn þegar við fórum og keyptum hurð handa camillu, það er búið að vera á stefnuskránni síðan við fluttum inn að hún fengi hurð við fyrsta tækifæri of á mánudaginn létum við loksins verð að því.. eftir miklar og strangar rökræður við hvor aðra komumst við loks heim með þessa líka fínu harmónikkuhurð og spítu sem gegnir hlutverki veggs. við semsagt skelltum upp hurð og vegg bara einn tveir og bingó og sérsniðum bæðu vegginn og hurðina svo þetta passaði allt saman. Við Kolla gætum mögulega verið betri smiðir en forritarar, thjaaa alltaf kemur lífið manni á óvart.

en eins og þú ágæti lesandi ert sennilega búinn að átta þig á núna (nema að þú sért smá hæghugsa) að við höfum lítið að segja og erum eiginlega búnar að eiga afskaplega rólegt líf uppá síðkastið, enda verður maður nú að slaka öðru hvoru.

Friday, February 16, 2007

tiny little sparks

Nú eru allir heimilismeðlimir á Gl.Klausdalsbrovej búnir að fylla 23 árin.. ég, Börny kom á hraðsyglingu á eftir Kollu og skellti mér á það að eiga afmæli 10.feb.. góður dagur. kom upp á Laugardegi, semsagt sérhannaður afmælisdagur til að fara á Feitt djamm.... sem ég gerði ekki. Ósk og Maggi voru reyndar með hitting á föstudeginum fyrir þar sem ég hefði getað sleppt mér lausri og farið á villt og tryllt djamm, ég meira að segja fór þangað en komst aldrei þangað... strætóinn semsagt strollaði bara framhjá stoppinu og stoppaði ekki fyrr en niðrá Nörrebro svo ég fó bara allaleið niðrí bæ og fékk mér sveitta petsu í staðinn... já ég hef heldur betur róast svona með aldrinum.

Gestir segiði... já Pabbi hennar kollu kom um seinustu helgi og hafði hún góðann tíma með honum,
svo núna á miðvikudaginn komu Þórey og Svavar... það er búið að vera rosa gaman að fá þau enda alltaf gaman að fá nýtt blóð í Danmörkina...

skólamál: já við erum að taka SUPERSEMESTER á þetta og erum búnar að vera að læra eins og enginn sé morgundagurinn.... ég er ekki frá því að það sé skemmtilegra í skólanum eftir að maður gerir heimavinnuna sína.

Persónulegir sigrar: í gær bauðst ósk til að sitja hjá mér og halda í hendina á mér meðan ég forritaði vikuverkefnið... og What Do You Know, ég gat gert verkefnið, vá ég er ennþá í svona alsælu og er að rifna úr sjálfsstolti, eins og þeir segja gárungarnir þá var þetta lítið sem ekkert fyrir umheiminn en OFURAFREK fyrir Birnuna, hef ekki hætt að dansa síðan.

Kolla er Núna að vinna á Barnum, það er intropartý í kvöld, ég ætla mér ekki að mæta þar sem ég er orðin svo þroskuð með aldrinum.... (ok ég er að plata núna, það eru bara fátt medialogyFólk að fara)..

allavega later later later

Friday, February 02, 2007

and she went bananas

ég skal alveg horfa framan í það að ég á mín móment ef einhver hárgreiðarinn fuckkar upp hárinu á mér en sjeeeett ég verð að deila gleðinni með ykkur...

með þessu videoi

þetta er semsagt gella að taka nett bestífukast á brúðkaupsdaginn... og jújú yfir hárinu á sér,
ég vil hér með biðja ykkur kæru vinir og vandamenn að gera allt sem í ykkar valdi stendur að koma i veg fyrir að ég(BirnaRún) myndi EIPSJITTA eins og þessi gella....

en burt séð frá tjúlluðum brúðum þá höfum við það bara nokkuð gott. prófin búin og ný önn tók við í gær, fyrsta Febrúar. nýjir hópar að myndast og spennandi önn framundan...
Við héldum ágætis fyrsta teiti á Gammel Klausdalsbrovej... allavega skemmtum við okkur Konunglega eða Drottningalega eins og kolla vill kalla það... mikið af fólki og við endurlífguðum nokkur spor frá dansklúbbsárunum í kolding... thjaa eða við kolla og camilla.. hörkustuð, uppskárum eitt stykki brotinn sófa og svo fór klósettlásinn í hundana... thats just the price you pay for fun, ey!!
Maggi, Ósk, Arndís og Biggi gáfu mér og kollu BrjálaðFlotta smásteikarpönnusett í afmælisgjafir.. Takk ÖLL FYRIR ÞAÐ

ég er núna að fara til hans jóa í matarboð svo ég hef engann tíma í að segja meira frá lífi okkar...
later pípz