Wednesday, February 28, 2007

Tómatsósa

sjitt hvað ódýra tómatsósan úr Fakta er vond.... er hér að gæða mér á sérrétti fátækanámsmannsins með smá twisti og lesendum til yndisauka ætla ég að skella inn uppskriftinni:

Pasta
Tómatsósa
ostsneið
steiktur laukur

*öllu skellt í skál og magn fer ýmist eftir því hvað er til og/eða hvað borðandi kræsist í.
þetta er herramanns matur og ég er ekki frá því að stundum er ég sólgin í þetta.
Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á hver ritar þessi fallegu orð þá er það að sjálfsögðu ég sjálfur tómatsósufíkillinn BirnaRún, vinir mínir eru svo miklir mannþekkjarar að þau gáfu mér tómatsósu í kílóavís í afmælisgjöf og þetta er semsagt ein af þeim uppskriftum sem eru með tómatsósu sem megin uppistöðu. Og verði ykkur bara að góðu með það

Skólamálin eru búin að vera í lamasessi seinustu viku, snjórinn er búinn að stöðva allt og alla og skólanum var,Takk fyrir, Cancelað fimmtudag og föstudag.... já rígfullorðið fólk gæti hreinlega drukknað í snjó. En þrátt fyrir mikið fuss af okkur gallhörðu víkingunum verð ég að viðurkenna, og ég geri það BARA hér þar sem þetta er á íslensku, að það ofsa mikill snjór, ég er ekki að grínast þegar ég staðfesti að það voru sirka 1,60 metra hár skafl hérna í inngangnum að húsinu.

ég og Kolla gerðumst kallmannlegar og djarfar á mánudaginn þegar við fórum og keyptum hurð handa camillu, það er búið að vera á stefnuskránni síðan við fluttum inn að hún fengi hurð við fyrsta tækifæri of á mánudaginn létum við loksins verð að því.. eftir miklar og strangar rökræður við hvor aðra komumst við loks heim með þessa líka fínu harmónikkuhurð og spítu sem gegnir hlutverki veggs. við semsagt skelltum upp hurð og vegg bara einn tveir og bingó og sérsniðum bæðu vegginn og hurðina svo þetta passaði allt saman. Við Kolla gætum mögulega verið betri smiðir en forritarar, thjaaa alltaf kemur lífið manni á óvart.

en eins og þú ágæti lesandi ert sennilega búinn að átta þig á núna (nema að þú sért smá hæghugsa) að við höfum lítið að segja og erum eiginlega búnar að eiga afskaplega rólegt líf uppá síðkastið, enda verður maður nú að slaka öðru hvoru.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ þið kallmannslegu stelpur...trúum ekki að það sé rólegt líf hjá ykkur.
Það er aldrei rólegt þegar við eigum í hlut, hvort sem það eru við eða þið eða við allar saman.

Elva Rut er að fara til Las Vegas, hugsiði ykkur ef við gætum spólað aftur í tímann og VIÐ værum að fara í roadtrip!!!...ohhh we wish..
við viljum fá meira blogg frá ykkur...action sögur og svona og fullt fullt af myndum!...hvað varð um myndirnar úr partyinu ykkar..ha? ha? ha? ha?

Anonymous said...

hehe ok ég skal setja inn myndir núna á næstuni ....Lofa :D