Friday, December 31, 2004

Nýtt ár !!!!!!!!

Já maður getur sagt það að þetta ár er búið að fluga í burtu........ margt hefur gerst bæði skemmtilegt og ekki eins skemmtilegt.... svona til að byrja með eru næstum því 5 frábærir mánuðir búnir í Kolding... með mikillri gleði og látum sérstaklega þegar við fengum flugelda sýningu í næstum því 3 heila daga :) við erum búnar að kynnast fullt af nýju yndislegu fólki í kolding sem hafa í raun og veru gert dvöl okkar þarna MAGNAÐA..... ekki má gleyma öllu CRAZÝ ruglinu sem við ágadebúar erum búnar að gera :) híhí .....
Tónleikar á árinu voru nokkrir ( sérstaklega hjá kollu) maroon 5, saybia, Beth Hart, Robbie will heftirhermu (skemmtilegt kvöld) og nátturlega International let´s go ...... fræga bandi í NoMA...... já lífið er yndislegt .....
Jæja skaupið er byrjað bæti við seinna ....
Annars segum við bara GLEÐILEGT ÁR og vonandi sjáumst við á því næsta :)

Monday, December 27, 2004

þriðji ágadebúinn ??

það er nú eitthvað meira en lítið furðulegt í gangi.......... snemma í vetur fundum við rakvél sem enginn viðurkennir að eiga fljótandi í klósettinu.......... nú jæja vorum ekkert að spá neitt meira í því fyrr en við fundum sandala liggjandi í skóhillunni núna rétt áður en við komum heim á klakann........en hey við höfum hvorugar séð þá fyrr...... það er nettur grunur okkar að einhver búi í íbúðinni þegar við erum í skólanum... úúú spúkí. En allavega ef einhver kannast við að hafa farið á tásunum heim má sá hinn sami láta okkur vita....................!

Thursday, December 16, 2004

YesssYeesss Yeesss

jamm það er mikil gleði á ágaden 7 ..... VIÐ ERUM BÚNAR MEÐ VERKEFNIÐ.. núna tekur bara við að hlakka til að fara til Íslands.... og reyna að koma sér í jólaskapið... annars er kolla að fara efir 13 tíma og Birna eftir einn 40 og einhvað tíma :) en þetta er rosalega skrítið fólk er byrjað að týnast heim ...það fór frekar skrítið...
Í gær var okkur boðið heim til Vignis og Árn í einhverja jólagleði... þar var hlustað á íslendsk jólalög og sungið eins og við fengum borgað fyrir það ..hehe og auðvitað var vel drukkið af bjór:)
Annars er ekki mikið að segja sitjum uppi í skóla og erum að leggja lokarhönd á verkefnið okkar sem við verðum að skila á morgun..... og það er bara að ganga mjög vel :) annars sjáumst við bara eftir einhverja tíma ......

Tuesday, December 14, 2004

Verkefnavinna, verkefnavinna og aftur verkefnavinna......

Já það er nú ekki mikið að frétta héðan úr danaveldi.......... erum bara búnar að vera ÓGEDSLEGA duglegar að vinna í loka verkefninu okkar sem við eigum að skila seinnasta lægi sama dag og kolla fer heim :).............. Jammm 3 dagar í kollu og 4 dagar í Birnu.........
seinasta fimmtudag fórum við aðeins til Láru og elvu og byrjuðum að sötra í okkur eplasnafs,, síðan var leiðinni haldið á repubblikan, þar sem frægasta bandið í noma (INTERNATIONAL LET´S GO) var að spila,, svaka stemmning...... drukknir nokkrir bjórar og svona .... :) síðan eftir LANGAR umræður við Óla fórum við á pit stop og dönsuðum, síðan fórum við heim... og Guðni líka......frá pit stop náði Guðni að skalla 5 umferða skilti fara 3 sinnum út í runna... velta sér upp úr möl fyrir útan heima.. næstum því eyðileggja úlpuna sína, setja brauðrist í rúmið hjá birnu, stela vega vinnusúlu, hugsa alvarlega um það að fara í sundsprett og hoppa fyrir framan bíl ........ síðan er fólk að tala um að það sé aldrei neitt að ske lengur...... þetta skeði allt á hálftíma sirka... jæja verðum að halda áfram að vinna.... sjáumst bráðlega á íslandi :)

Saturday, December 04, 2004

og það er aftur komin helgi.....

hvernig er tad eigilega med denmark....er helgi 3ja hvern dag... allavega tá er aftur komin helgi og föstudagurinn var skrautlegut..... tad er hægt ad lysa honnum med trem hugtökum....... barinn í skólanum opinn, gat á hurdinni og svartur madur......say no more.

Wednesday, December 01, 2004

hummmm

vid kolla fórum út í búð um daginn og keyptum okkur pistasíuhnetur.....það er nú ekki frásögufærandi nema svo fórum vid ad spá í að hnetur væru fitandi.... en ef hnetur eru fitandi... af hverju eru íkornar þá ekki feitir.....

Friday, November 26, 2004

kongafólk í næsta húsi

já og það er enginn lygi..... hérna vorum við hjá Gústa í mestu rólegheitum að tölvast þegar Gústi byrjar að kvarta undan hávaðanum í dansstaðnum hliðina á honum......við vorum nú ekki alveg að trúa okkar eigin eyrum því tónlistin var frekar há.... þá lítur Kolla út um gluggann og haldiði ekki að heil lúðrasveit var stödd í garðinum .....CraZy....þá rennur upp fyrir okkur ljós að prins fredrik væri í heimsókn hjá gamlingjunum, nágrönnum Gústa...... og svo kemur konan hans prinsessan og vappar framhjá......

Tuesday, November 23, 2004

oooohhh!!!!!

fólkid okkar er farid.....ekkert sérlega mikil gledi á agøtunni núna. en allavega ta var bara bezt ad fá gesti til okkar svna smá flavor of Iceland. og ekki nóg med ad fá gesti tá komu tau med snjóinn og frostid med sér.........
en hvad er tad ad allir sem stíga fæti sínum inn fyrir okkar dyr fara ad væla um ad teir séu ad frosna....tad eru meira ad segja dæmi um ad fólk hafi klædst ullarsokkum til tess eins ad koma í heimsókn.........KELLINGAR.
og svo gerdum vid hrykalega uppgøtvun.........ísskápurinn okkar er med einhverri funky lykt og vid vorum greinilega ordnar vanar og tad var ekki fyrr en katrín fór ad nefna tad ad vid fyrst fundum hana og nú erum vid ordnar frekar pirradar á tessum ódauni.........jakkk hvernig getur madur bara vanist tessari fílu.

jæja best ad fara drífa sig ad losa stífluna eftir ad Gudni(AKA nasty bitch) ældi, takk fyrir í eldhúsvaskinn........eftir ad hafa verid med karlmennskustæla (sem hann hefur klárlega ekki efni á).......... hey gudni ørsmáar fegurdardrottningar hafa getad gúffad kanil.......

Saturday, November 20, 2004

góóóð helgi.....

jább... helgin er GREAT..... fullt hús af fólki. Dabbi elskan,Katrín Tvíbbasystir og Begga öll mætt á svæðið.... Gæti ekki verið betra. og svo kom fyrsti snjórinn....með snjókasti og tilheyrandi....ég myndi segja að Kolla hafi unnið alla snjóbardaga þegar hún smyglaði snjóbolta inná pitstop og tróð Bakið á Guðna.....ummmm þægilegt. annars var farið á eins og áður sagði á pitstop og dansgólf sigruð..... sjáum hvað kvöldið í kvöld ber í skauti sér......

Monday, November 15, 2004

the battle!!!!!!!!

helgin!!!!! helgin var fín........ já vid bættu upp skrópid á Robbie og létum sjá á okkur greppitrínin á laugardagskvøldid........ vid komum, sáum og sigrudum í Dance battle gegn Láru og Elvu..... og vid vorum ótvírædir sigurvegarar... What A Rithm!!! einn gaurinn á stadnum var reyndar eitthvad ad misskilja og tóttist vera ad fara ad breika en í stad tess tá lá hann í einhverjum krampakøstum á gólfinu.........frekar hlægilegt. en ad battli loknu tá tók vid nørdadanskeppnin fræga....... sem já sníst um tad ad andstædingurinn velur gaur, madur fer upp ad honum og nær honum til ad fara á dansgólfid......... og lára og elva guggnudu næstum í byrjun tannig ad tad má segja ad ågadelidid hafi haft dobble sigur tetta kvøldid......... en lára nádi ser samt í addánda..... gaurinn í bleikabolnum...... ;)

Saturday, November 13, 2004

leti.......

letingjar er réttnefni yfir okkur agadepakkid... vid vorum ad reikna það út að við sofum í ca 12-13 tima á sólahring.... kolla er samt verri allavega eftir ad birna fékk gingsen vitamin send frá íslandi...
í gær (Föstudag) var planid ad fara á RobbieWilliams (The real copy cat ) tónleika en að sökum ofsaþreytu nenntum við ómögulega að fara útúr húsi. .... og við vorum komnar uppí rúm klukkan eitthvad fyrir eitt. .... er ekki allt í orden, það var flöskudagur.
en reynum nu ad bæta þetta upp í kvöld og ef ekki þá þá allvega um næstu helgi........

Wednesday, November 10, 2004

það er ALLLT að gerast

SHITURINN!!!!
Bærinn Sprakk næstum frá seinasta bloggi........ ójább flugeldaverksmiðjan hér í bæ sprakk í loft upp um daginn. Bærinn lék á reiðiskjálfi og rúðufixarar hafa aldrei verið meira busy.... þetta er náttúrulega hræðilegt þar sem rúmlega 500 manns misstu heimili sín. við og sennilega allir bæjarbúar sáum og fundum vel fyrir sprengingunum og höggbylgjunni sem þeim fylgdu.
En þetta eru allavega búnir að vera Crazy dagar....... Steinunnin okkar flutti heim og við erum búnar að vera sakna hennar........ halloween partý sem við mættum í... nei ekki naktar heldur klæddar sem hin... ss steinunn var Birna Birna Sem Kolla og Kolla sem steinunn... ófrumlegt en heppnaðist að egin áliti bara þokkalega.... svo gerðu vignir áddni óli og guðni það sama..... hey og svo var það ammælið hennar Rebekku sem haldið var á ekta Danska vísu í Randers.... Craaazy góður matur og við fengum meira að segja forskot á sæluna með SNJÓBJÓRINN.... skemmtilegt ammæli þar á ferð skal ég segja ykkur. Svo eitt kvöldið fórum við á Knuds og tókum þátt í bar Quiz þar sem 1st annarnemar kepptu móti strákunum á 3ju önn og það má segja að félagarnir hafi verið rassskelltir all svakalega........ þeir gleyma allavega ekki hver rómverski stafurinn fyrir 50 er í bráðina..... L (oser)
og síðast en ekki síst þá vorum við á MAROON 5 tónleikum í gær... klikkað... en er það eitthvað grín með hvað söngvarinn er sætur..... allavega þá var ofsa gaman.... áður en við fórum á tónleikana skelltum við okkur á hard rock í köben og ég held bara að við höfum slegið met í að éta eins og svín... allavega át Birna meira en á að vera fræðilegur....
þetta er pottþétt ekki tæmandi listi yfir atburði seinunstu daga en váá maður getur nú ekki munað allt.

Thursday, October 28, 2004

Hvað er í gagni?????

já já haldiði ekki að ég(Birna) hafi ekki lent í líkamsárás............. og og í mínu eigin rúmi og það stórsér á mér eftir þetta.......Allir í Kolding eru vitni!!! En hvað er málið maður fer óttalaus í rúmið sitt um kvöldið og á sér einskins ills von þá kemur bara þessi djö..... flugugerpi og ræðst á mann. ég er semsagt með þessi líka RISA stungusár á andlitinu. great.......týpískt fyrir mig.
En við Kolla erum semsagt í góðu glensi eins og vanalega. vorum að kaupa okkur mp3 spilara og göngum nú um götur gaulandi....... svo var grænmetislasangne a la steinunn dúa í gærkvöldi og svo er bara Halloween partý hjá Láru og þeim á morgun.............. ætli við kolla endum ekki með að fara naktar......... við erum allavega allveg lausar við hugmyndir að búningi.. Ja eða maður skelli sér bara sem norn........ maður er hvort eð er með þetta dæmi í andlitinu........

Monday, October 18, 2004

Ég HATA köbenhavnshovedbanegár

Vá veit ekki hvar ég á að byrja ........ Fór til Köben á sunnudags morgun til að hitta hana Birnu og til að fara á tónleika á mánudeginum.. já ferðin byrjaði nú ekki vel fór upp í lestina og hún var troð full að einhverjum leikskólakrökkum, þannig að þið getið rétt hugsað ykkur hvað þetta var afslöppuð ferð .. jæja kom til köben og þurfti að bíða eftir Birnu í svona hálf tíma...
síðan settums við niður og fengum okkur kaffi og þá settust einhverjir rónar fyrir útan gluggan og byrjuðu að skrapa saman tóbakk á gólfinu til að rúlla upp sígarettu ( ekki smekklegt ) en ekki nóg með það þá henti kallinn treflinum sínum á gólfið áður en hann settist niður og var alltaf að skirpa á hann síðan stóð hann upp tók trefilinn sinn og setti hann útan um hálsinn á sér... ég og Bira vorum komnar með æluna upp í háls... :(

tveimur klukkutímum seinna fórum við á macdonalds þar voru tveir litlir krakkar ælandi á gólfið... Góð auglýsing fyrir þá .. hehe

síðan fórum við aftur á lesta stöðina til að bíða eftir Steinunni... þar lentum við í kalli sem kom upp að okkur og bað okkur að skoða myndir sem hann hefði gert.... við vorum að pæla hvort það stæði á enninu á okkur að við værum tilbúnar að tala við hvern sem er því eftir þetta þá sat gamall kall á bekk... og við einhvað að hlæjandi af skrítnu fólki á lesta stöðinni. horfir kallinn ekki einhvað á okkur og byrjar síðan " Sælar stúlkur " og byrjaði einhvað að tjá sig þarna á íslendsku vissum ekki alveg hvernig við áttum að vera :S

jæja síðan fór hún Birna og Steinunn mætti á svæðið klukkutíma seinna ..... var frekar ánægð að þurfa ekki að vera lengur þarna ein.... fórum síðan og tókum leygu bíl að hótelinu sem strákarnir voru búnir að benda okkur á.... byrjuðum að fá herbergi með 9 öðrum (not good) það var eins og að labba á vegg þegar við opnuðum hurðina inn í herbergi..... ákvöðum að splæsa á okkur tveggja manna herbergi (MIKILL munur þarna á milli ) ......
Allt orðið gott ég byrjuð að segja steinunni sögurnar af lestastöðinni búnar að fá okkur bjór og koma okkur fyrir en nei .......... þá hringir Gústi í okkur og segir okkur að það væri búið að fresta tónleikunum :( oj oj oj oj hvað við vorum svektar, fengum herbergið endurgreitt :) Brostum bara aðeins til karlsinns og drifum okkur aftur á lesta stöðina.. en þetta er ekki búið þar þurftum við að bíða eftir lest í klukkutíma og síðan var okkur sagt að við yrðum að fara úr lestinni til að taka rútu restina af leiðinni , því að einhver brú væri lokuð eða eitthvað ..... jamm sættum okkur við það .... vorum orðnar frekar þreyttar :( þegar við vorum komnar í rútuna þá kom það í ljós að við þurftum að fara út á næstu stöð til að taka lest þaðan sem mundi koma okku heim .....

Þetta ferðalag endaði uppi í rúmmi heima klukkan 4 og freka dauð :S

Thursday, October 14, 2004

vá það er langt síðan :)

jæja........... vá það er nú mikið búið að ske síðan síðast :)
Birna fór heim til íslands í fríinu og skildi mig eftir í íbúðinni ............
en já fórum "gengið" á Saybia tónleika í Godset ....Snilld ... síðan var haldið í bæinn eftir það... síðan er það bara búið að vera leti í gangi... er reyndar búin að skoða kolding svolítið.... mér datt það nefnilega í hug eitt kvöldið að fara í göngutúr og dróg hana Láru með mér.. þó að ég segi sjálf frá þá vorum við geggjað duglegar :) hehe

jamm auðvitað má ekki gleyma að nefna Partý og co. spila kvöldin okkar.... byrjaði á þriðjudaginn heima hjá Gústa... snilld en síðan skoruðum við stelpurnar ég, lára og rebekka á vignir, Árna, Guðna og gústa að taka stelpulið á móti strákunum ( Guðni var reyndar SETTUR í stelpuliðið) eins og hann vill orða það :) jamm ætla samt ekkert að halda neina yfirlýsingar yfir hver vann :( ..... en síðan verður bara tekið sukk kvöld í kvöld eða reyndar byrjuðum við (ég og Lára) í dag um 4 leytið .... ekki í drykkju heldur snakki og nammi :)

annars er það bara köben á laugardaginn:) og síðan koma Birna og Steinunn að hitta okkur þar.....it going 2 be craZy ..........

Tuesday, October 12, 2004

Kolla komin með nýtt númer :)

Jæja er komin með nýtt númer 0045-51280508

Monday, October 11, 2004

heeey girl, ákvað að koma á óvart med smá bloggi. Kolla ertu ekki hissa...... en allvega þá erum vid ágötubúar aðskildar núna.......... Ég(Birna) stakk af á klakann........... ohhhh gooood to be home. en miss u girl. vonandi er húsid ekki of tómlegt án mín. En díses hvad þessi flugstöd er stór... var bara ekki viss hvort ég kæmist einhvern tíman heim... en er mætt á réttan stad núna. djammadi oggu pínku smá um helgina og stefni svo á kaffihús med þórey í kvöld eða morgun........... jájájá þú færd að vera með kolla mín ég kem með mynd og set á boðið og panta kók og hringi svo í þig.....sounds goood!!!! svo er bara lakkrísferðarúntur með Steinunni einhvern tíma í vikunni..........NAMMM!!!

Thursday, October 07, 2004

Bleikar myndir :)

jæja núna eru komnar myndir úr bleika partýinu
http://www.uni-honnun.com/bleiktparty/index.htm

Wednesday, October 06, 2004

jamm

jæja það er nú ekki mikið búið að ske......... erum búnar að vera á fullu í verkefna vinnu og gengur ekkert svakalega vel :( en já Birna fór og keypti sér hillu fyrir 2 dögum síðan.... kallinn í búðini spurði okkur hvort hann ætti að senda hana til okkar en við massarnir sögðum auðvitað nei .... EKKI SNIÐUGT........ við náðum rétt út úr búðinni og þá vorum við að drepast, þetta var miklu þyngra en við héldum :) en hringdum bara í Gústa og hann koma að bjarga okkur........
en við vorum ekkert smá stoltar þegar við náðum að setja hana saman :) þannig að ef þið eigið í vandræðum að koma einhverju saman .... just call us :)
föttuðum það reyndar þegar við vorum búnar þá voru allt of margar skrúur eftir þannig að það gæti verið að hún myndi hrinja :) en það er ekki búið að gerast ennþá :)

Monday, October 04, 2004

klikkaðar í hausnum

við skelltum okkur í bakstur klukkan 2 í nótt!!!!
þarf ad segja meira???

Bleikt PARTÝ.......

Helgin var SNILLD :) byrjudum med tvi ad frika ut í bleiku dressunum okkar heima hjá steinunni a føstudeginum.... tar voru medferdis bleikar buksur, bleikt pils,bleikir bolir og fleirra :) (MJØG SKRAUTLEGT ) leidinni var sidan haldid heim til Viggnis og Árna og byrjadi fjørid tar fyrir partyid uppi skola..... va madur veit ekki hvar madur a ad byrja... vid stelpurnar og Gudni forum i nørda danskeppni ( tad er semsagt tegar vid veljum einhverja stelpu fyrir gudna og hann ad bjoda henni ad dansa vid sig og øfugt ) ma nu alveg segja tad ad kolla og Birna unnu tessa keppni :)
Sídan um kvøldid fengum vid ta snilldar hugmynd ad fara heim til strákanna og ná i eplasnafsid hennar Birnu og fengum tá ømurlegu hugmynd ad taka med okkur hann Gudna ( EKKI SNIDUGT) tad var ymislegt gert heima hja strakunum tildæmis sett kakó í kaffid, skipt um sængur, settar fløskur i rúmmid hans Vignis og margt fleirra :) audvitad ef tid lesid a milli linanna var tetta allt sem hann Gudni gerdi :) sidan var halid nidur i bæ :)
Laugardagurinn var ekki sidri okkur var bodid i mat til viggnis og árna og sidan fór hópurinn i keilu :) SNILLD ...........

Thursday, September 30, 2004

vúuuuhúuuu!!!!!

Davíd elskan til HAMINGJU MED AFMÆLID!!!!!!

arabar!!!!

Jájájá
vid skelltu okkur til spánar...... eda næstum tví....vid fengum tá snilldar hugmynd ad skella okkur í tad ad vera gellur og fórum í spray on tan. og jeeeeemminnn hvad vid erum brunar. vid erum eins og arabahjørd...allar KLIKKAD BRÙNAR. sodid svona eins og Malibú Barbie.... en brunkan hefur nú eitthva skotist inn í hausinn á okkut tví vid høfum hagad okkur meira en lítid furdulega sídan....... KOLLA og BIRNA keyptu ser BLEEEIK føt...hvad er ad gerast??????

Thursday, September 23, 2004

snilldar matur :)

jæja erum komin heim til Gústa :) og auðvitað í bjórinn ....
Mamma og pabbi hennar birnu komu í gær og voru að elda snildar mat fyrir okkur í kvöld og það var svo GOTT :) það er bara ekki hægt að segja meira....
jæja erum ekki búnar að blogga svo lengi. endar eins og þið vitið þá er þetta bara eins og við erum :) en já ég (kolla) er búin að fara til köben og hitta hjalta, hauk og magga... það var snilld að fá þá og sjá þá aftur :) enda var tekið vel á því í köben ...
ætlaði bara að láta vita að við værum á lífi nenni ekki að skrifa meira ætla að fara að bland geði við fólkið hérna :) látum heyra í okkur við betri tíma........
Bæjó

Tuesday, September 21, 2004

meira af myndum

jæja núna eru komnar fleirri myndir inn á www.photos.heremy.com/laraosk
endilega skodidi

Monday, September 20, 2004

myndir

jæja hérna eru nokkrar myndir
http://www.photos.heremy.com/laraosk
http://www.uni-honnun.com/djamm2album/index.htm
nokkrar myndir frá köben og nokkrar frá Guðna úr partýi :)

Thursday, September 16, 2004

No more party at agade

já nágrannarnir voru ad kvarta undan látum í okkur!!! sjáid þetta OKKUR!!!
hvad með rónana uppi sem voru ad deyja í sínu egin blóði ekki fyrir of löngu.... við bara spyrjum!!! það stendur í bréfinu ad vid spilum of háa tónlist eftir miðnætti... halló vid eigum ekki einusinni hátalara og það er frekar hæpið að hátalrnir í fartölvunni séu svona svakalega öflugir. og svo er líka sagt að við trömpum of mikið þegar við göngum um stigana. hvaaa eigum við að fljúa upp tröppurnar???

ljóskur!!!!!

Ó jáááá hér eru ljóskur ad verki. Við skelltum okkur á Jensen´s böfhus í vikunni og átum svo hryllilega yfir okkur að það var orðið tvísýnt hvort við gætum gengid heim... eðal ljóskan í hópnum ég(birna) náði eins og vanalega ad rústa öllum kósýheitum. Ég byrja á að sulla ís yfir allt, en kommon hvað er verid ad láta fólk búa til sinn eigin ís, það er ekki eins og bara ALLIR hafi unnid í sjoppu..... en allavega það sem meðborðurum mínum fannst alveg gríðarlega sniðugt var ad ég náði ad festa tannstöngul í munninum á mér akkurat þegar þjónustu daman kemur og kallar upp yfir sig úúúú´passe pa... díses hvad ég roðnaði.
En málid er að maður þarf alls ekkert ad vera ljóshærður til að haga sér þannig... það sannaði Kolla þegar hún fór til Köben núna í gær (já kolla er semsagt í köben þessa stundina) og hún tók lyklana sína og já mína líka þannig að ég er, mér til mikillar "ánægju" læst úti þar til á sunnudag. VúúúúHúúúú!!!!!!

Sunday, September 12, 2004

Kominn sunnudagur :)

Jaahhaa.... kvöldið byrjaði hressilega :) tequila, bjór og eplasnafs :) og auðvitað dansinn...... leiðinni var haldið upp í kastala þar sem við (Birna og kolla ) Lára, Hekla, Gústi, Guðni, Árni og Óli ákvöðum að leggjast niður og horfa á stjörnurnar :) segja eins og er þá var þetta svona eins og 8.bekkja fílingurinn.... allir að segja einhverjar sögur og flissandi..... við ákvöðum að gera þetta eftir hvert einasta fylleri..... enda erum við á góðri leið,,,, erum búnar að fara þangað tvisvar í röð :) allaveganna síðan var leiðinni haldið í einhvað partý og auðvitað var svo farið að fá sér að borða og núna sitjum við hérna klukkan ?????? í tölvunni :) síðan er það bara þannig.. að vakna snemma á morgun til að fara í fótbolta og síðan heim að læra undir próf.... :( látum heyra í okkur seinna :) BÆJÓ
CraZy Bitches

Saturday, September 11, 2004

vá hvað við erum lélegar í þessu blog dæmi .... :) en já kominn laugadagur eina ferðina enn og ekki var tekið minna á því :) Það var haldin grillveisla i Legeparken i sólinni (sem er svona einskonar skemmtigarður) síðan var haldið heim til Gústa til ad hita upp fyrir pöbbinn,, Þar voru tekin nokkur tequila staup og dansað einsog við fengum borgað fyrir það :) Kolla fór síðan med Vigga, Árna og Guðna á einhver stað þar sem Robbie Williams var ad syngja og skemmta fólki ( var samt bara copycat af Robbie Williams ) Það var víst GEGGJAÐ gaman... en já veit ekki hvernig það er hægt að fara að þessu en kolla fékk borgað 500 kr ísl af einhverjum kalli fyrir tad að drekka einn bjór í einum sopa :) kallinn valdi vitlausa manneskju í þetta, þig skiljið hvað við meinum ef þið þekkið kollu :) ......... Jamm kvöldið endaði á grasinu uppi við kastalann þar sem við (kolla og Birna ) og Lára lögðumst í smá tíma :) fengum okkur síðan að borða og fengum síðan þessa snildar hugmynd að fara í heimsókn til Gústa klukkan einhvað 4 ?????? erum ekki alveg vissar á tímanum áður en það var haldið heim :)
Jæja ætlum að fara að koma okkur út áður en maður deyr hérna inni það er svo geggjað veður hérna:) Látum heyra í okkur seinna Blessi í bili :)

Thursday, September 09, 2004

Bara sma hiti :)

jæja.........
Erum herna heima hja gusta.... hann fekk ta snildar hugmynd ad elda fyrir okkur og audvitad segjum vid ekki nei vid tvi. Erum buin ad vera ad vinna i hopverkefnum alla vikuna og eigum ad skila tvi a næsta föstudag :) jamm forum a sma djamm a triðjudaginn :) audur atti afmæli og vid akvödum ad fara a pöbbinn ...Tad var GEDVEIKT gaman ...... sumir endudu of fullir og adrir endudu annarstadar en heima hja ser :) en ja madur ætti kanski ad segja fra tvi ad tad er enginn skoli hja okkur a midvikudögum tannig ad tad er allt i lagi ad kigja sma ut ... en bara SMA:) erum herna ad fara ad borda tannig ad eg er ad pæla ad fara ad hætta .....en sidan er bara stefnan tekin a pöbbinn a eftir :) annars er allt gott ad fretta af okkur. latum heyra betur i okkur tegar tad er betri timi ...
bæjo :)

Monday, September 06, 2004

helgin 4-5 sept

DÍSES!!!
Tá er ein brjálud helgin buin. Føstudagurinn var ad visu rólegur, fórum og sprikludum i volley ball og hengum svo bara heima. En laugardagurinn var eitthvad annad.
dagurinn byrjar á tvi ad einhver fyllibittan her i Kolding var ad æpa úr ser garnirnar, tegar betur var ad gád sáum vid ad øskurapinn var staddur inní stigagangi hjá okkur og reyndist vera nágranni okkar á efrihædinni og ekki nóg med tad ad tá saum vid blód drippla nidur úr glugganum og nidrá stétt og var buinn ad myndast all stór pollur vid utidyrnar. Eftir ad vid vorum búnar ad læsa okkur rækilega inni heyrdum vid ad kallinn var ad fá kast a dyrnar i húsinu tilkynnandi øllum ad hann væri ad deyja í sinu egin blódi (jeg dø i mit eiget blød ). Tá vorum vid ad fara yfirum og hringdum á løgguna og hún kom og fjarlægdi hann, sem betur fer. Tá loksins hættum vid okkur til ad opna fram og jeminneini tad sem blasti vid okkur var blód blód og aftur blód. meira ad segja loftid var blodugt(hvernig sem tad er hægt) og veggirnir sømuleidis. og ég(Birna) sem var buin ad trifa sameignina extra vel i tetta skiptid og hálftima seinna fer gaurinn ad klína allt út. SVEKKJANDI.
En burt sed frá tvi tá heldum vid klikkad gott matarbod (tótt ad vid segjum sjálfar frá) og var kolla á fullu í eldhudinu ad matbúa fajitas og desertinn hennar var bara gódur, sukkuladikaka med is og jardaberjum, NAMM!! eftir tad var bara djúsad heima og svo fórum vid út og fórum á einhvern hrikalegann pubb sem heitir Baxx eda eitthvad álíka og vorum vid nánast eina fólkid á stadnum, bartjónninn var meira ad segja svo ánægdur med ad tad væri fólk inni á stadnum ad hann gaf Kollu bjór eins og honum væri borgad fyrir tad. Eftir ad vid vorum buin ad hanga nidrí bæ ákvádum vid ad fara heim og reyna ad slátra einhverju af tessu fajitas sem eftir var og tá missti fólk smá og fór í innandyra vatnsslag og eina sem ekki var á floti í íbudinni var stofan enda læsti rólega, troskada fólkid sig inni og slapp tvi naumlega vid óvelkomid steipibad.
En eftir blódbad ofsahrædslu og gedveikt matarbod fórum vid ad sofa en trátt fyrir undangengna atburdi svávum vid óvart met ólæsta útidyrahurd.......

Friday, September 03, 2004

Jæja!! tá erum vid gellurnar á Ågade 7 mættar med blogg. Nú getur tú og tínir fylgst med ferdum okkar. Latur heyra i okkur seinna :)