Friday, May 25, 2007

skoli, skoli, skoli

Jæja..... vá það er næstum því mánuður síðan við skrifuðum seinast...... úff það er búið að vera svo mikið að gera hérna í danaveldinu.... Allaveganna verður þessi færsla frekar stutt .... eins og flestir vita þá þurfti ég og Birna að fara í endurtekningar próf í forritun, og við NÁÐUM :D JEI !!!!!!!!! og núna eru bara 2 vikur i næsta forritunar próf..... Við erum á fullu í skólanum þessa daganna, erum hérna næstum því 24/7.... en þetta er bráðlega búið... Annars voða lítið að frétta af okkur nema skóla dót.... eigum okkur voða lítið líf :D
Allaveganna þá leyfum við ykkur að heyra betur frá okkur þegar þetta er allt búið........

Tuesday, May 08, 2007

Finlandia

Vappú (1.maí )er komið og farið, við eyddum því að sjálfsöðu í Vappúlandinu finnlandi.... Svo undarlegt sem það er þá snérist ferðin meira og minna um þvag, mat og drykk.
Túrinn byrjaði i anda okkar TeamClumsy meðlima. Á leiðinni á Kastrup, þar sem við áttum að taka rútu til stokkhólms, við föttuðum við okkur til mikillar skelfingar að rutan átti að fara eftir 10 mínútur og við ennþá föst í lest sem tekur um það bil 15 mín.... í nettu panikkasti sátum við og hlógum af góðri byrjun á leiðangrinum, við hentumst úr lestinni og svo skemmtilega vildi til að við vorum öll í pissuspreng en þar sem tíminn var meira en knappur náðum við ekki að notfæra okkur nein klósett og sáum í bleiku skýji fyrir okkur rútuklósettið. Við plöntuðum okkur í sætin temmilega nálægt klósettinu og Niels reið á vaðið og ákvað að nýta þessa nútíma tækni. hann kom út eftir ca 5 sekúntur náfölur og tilkynnti okkur að það væri engin leið að pissa þarna, jafnvel hann sem strákur hætti sér ekki til að létta af sér... klósettið var semsagt smekkfullt af þvagi við erum að tala um svona 10 -15 lítra og í hverri beygju sem rútan tók heyrðum við gult splatt út um allar trissur... þegar gult stórfljótið var byrjað að leka ískyggilega nálægt sætunum okkar ákváðum við nú að reyna forða okkur og viðtók eitt mesta afrek í "haldi í sér" bransanum... ég (Birna) náði að klára þessa hlandblönduðu 9 tíma rútuferð í ennþá meiri spreng....
við eyddum heilum degi í Stokkhólmi þar sem við drápum tímann með að leigja okkur hjólabát og hjólavatnast.... labba, borða og borða meira... ooog frá stokkhólmi fórum við í skemmtiferðaferjuna til Helsinki..... meira sorabæli hef ég varla kynnst, 16 ára krakkalakkar blekaðir, að reyna við allt og alla... tvisvar lenntum við í því að vera eltar af einhverjum greddugaurum að klefanum okkar og við þurftum að reyna komast frá þessu pakki með klókindum. En siglingin var engu að síður skemmtileg, við bjuggum til allskonar sögur hver við værum og bulluðum í finnunum og svíunum eins og við ættum lífið að leysa og Camilla sem á bæði tungumál sem móðurmál fræddi okkur um hvað verið væri að tala um okkur... drykkjuleikurinn kapteinn kook lék okkur niels grátt þar sem við erum óheyrilega taktlaus bæði... eftir 12 tímanna vorum við lent að bryggju í Helsinki, og Camilla sem átti afmæli þennann daginn tilkynnti okkur að við ættum að vera mætt í fjölskyldumatarboð eftir klukkutíma og við vorum öll ennþá sofandi.... Kolla og Milla voru einu sem voru nookurnvegin ferskar en ég afrekaði að sofna á sófanum í miðju boði... sem betur fer er familían hennar millu léttlynt fólk sem þótti þreyta mín hin besta skemmtun.
Næstu daga var Vappú!!! við byrjuðum eins og góðir finnar á að setja upp stútentahattana klukkan 6 og skoðuðum alla íbúa helskini verða fyllri og fyllri... eftir að sorinn fór að vera yfirþyrmandi fórum við í grillparty heim til vinkonu camillu..
næsta mogun vorm við vakin klukkan níu og það var bara út í almenningsgarð í lautarferð, manni var sko ekki gefið neitt ráðrúm til að þorna almennilega að innan.... annað eins drykkju bootCamp hef ég bara ekki orðið vitni að, en þetta er skemmtileg venja þar sem fólk á öllum aldri sameinast við að skemmta sér saman.... seinasta daginn í Helsinki keyrðum við túristahringinn og fórum í keilu þar sem kolla blekkti alla með afburðar lélegri byrjun en söðlaði svo hrottalega um og var í baráttusæti... ég varð frekar bitur aftir keiluna eins og vanalega...
myndir frá ferðinni eru HÉRNA!! og það skal haft í huga að Camilla var svo yndisleg að velja einstaklega ÞROSKAHEFTAR myndir af okkur....