Friday, April 20, 2007

TimeFlies


Það er föstudagskvöld... eða réttara sagt byrjun á Föstudagskvöldi og allir LimeHouse ábúendur eru heima, maður spyr sig hvurnin standi á þessu... Ég(Birna) ætlaði reyndar að fara í skemmtiferð til Jótlands en hausverkur og praktísk atriði trufluðu það plan, enda er það regla fyrir mig að ef ég geri plön þá fokkast þau upp.... þess vegna reyni ég af fremsta megni að sleppa planeríi, plön sanna alltaf að Murphy's laws eru óhjákvæmileg, plön hefta alla spontainíska hugsun og hver heilvita maður veit að skyndiákvarðanir eru oftar en ekki bestar og skila mestri skemmtun....
ma & pa komu til mín um seinustu helgi og voru örfáa daga að spássera um köben.... bæði ég og sumarið fórum á Amager að sækja þau en það var 22 gráður og glampandi sól allan tímann... ó men ó men það var gott að hitta þau.
Kolla og Camilla komust í kast við lögin í vikunni og voru stoppaðar af löggunni.. danir hafa sett einhver afturkreistingslög um að það sé bannað að vera á brettum á götum og gangstígum og séu þarmeð BARA leyfileg á lokuðum svæðum... puffffff við förum nú bara í gerfi heimska útlendingsins þegar svona stendur á og höldum áfram að brjóta lögin daglega..... enda eru hjólabrettin, heimilisbílarnir okkar.
Í gær var Roskilde Release event og ég og Milla vorum svo heppnar að vinna sitthvort settið af miðum. Tókum kærastamennina með og sáum tvö bönd spila, Whitest boy alive og Electralane.... Whitest boy alive var SniLLdar band og must sjá á hróaskeldu.... en Electralane minna must sjá, fyrsta lagið var mjög mjög gott en allt annað var bara nokkurnvegin það sama lag með smá "twisti"... ég mun semsagt vera í klósettröðinni meðan þær spila.
Og á Föstudaginn erum við svo að fara TIL FINNLANDS.......... ferðin sem við höfum talað um í hálft ár er ON!!! við verðum semsagt á Vappú (finnskur verkalíðsdagur= íslensk verslunnarmannahelgi)og svo fögnum við afmælinu hennar Millu.... YaggaYagga Yagga!!!

Thursday, April 05, 2007

PáskaBrot

Gleðilega páska fólk gott.... erum búnar að standa í strööhööngu síðan seinast. Erum búnar að fara úr stelpuTrukkum yfir í svaka skvísur og til baka í stelputrukkelsið. Það var semsagt árshátíð í skólanum okkar og við vorum í skipulagsnefndinni og bárum ábyrgð á öllum auglýsingum, sponsorum, skreytingum og fataskápnum... þannig við höfðum nóóóg að gera. Við ákváðum að vera ofurskuttlur og klæddumst kjólum og háhæluðum skóm og gengum um með uppsett hárið... það var mál manna að það hefðu dropið af okkur glæsileikinn... og júúú að sjálfsögðu náði ég að setjast á súkkulaðiköku en það er bara minniháttar fyrir TeamClumsy meðlim.
annars er páskaferier loksins byrjað og því var fagnað í gærkvöld... ok við vorum reyndar að skemmta okkur því Tiina kom í heimsókn frá Kolding, við fundum BESTASTA margarítubar í ALGEIMI... NAMMMMMMMMMMM hættulega góðar margarítur og ef við værum ekki svona sentilmannlegar þá hefðum við getað drukkið okkur undir borðið en þar sem við erum dömur gerðist það náttulega ekki.

ohh já svo vorum við Camilla illa sviknar því Arcade Fire cancelluðu tónleikunum... miiiikið svekkelsi en við sjáum þá bara á Hróa í staðinn.. svo tárin urðu bara þrjú.

nenniggi að blogga meira í bili, BirnA blessar(ég er ekki með guðlast á páskunum heldur er ég að segja bless) og já borðið yfir ykkur af páskaeggjum, ég geri það poooottþétt, mamma sá fyrir að senda mér eitt íslenskt og gott sem reyndar hafði ekki af flugferðina óbrotið, sama bragð :) svo verður smáeggjleit í bakgarðinum... yeyyyyyyyyyj

hey og svo erum við svo yndislegar að gefa ykkur linkinn af MYNDUM frá Girls night out.