Tuesday, June 14, 2005

Vá hvað þetta.....

er búið að fljúa í burtu....... Prófin eru búin...LOKSINS... en fáranlega var að við erum búnar að pæla svo mikið í þessu prófi að við vorum ekki að fatta það að við erum að fara á morgun..... já ég sagði á morgun :S við ákvöðum sem sagt að skella okkur til köben og njóta þess að vera til áður en að vinna vinna vinna tekur við á íslandi..
Það er samt svo skrítið að hugsa út í það að við séum búnar að vera hérna í eitt ár þegar við komum aftur.....veit ekki hvert tíminn fór....

En allveganna þá komu strákarnir frá öðru árinu til dk til að taka prófin eins og við....og maður getur nú ekki sagt það að það hafi verið leiðinlegt að hitta þá aftur HEHEHE.....rifjuðum upp nokkrar góðar minningar frá seinasta sumari :D

Allaveganna...... þá held ég að það verði ekki mikið bloggað hérna í sumar,,,,enda erum við á íslandi... þannig að ef þið viljið vita hvað við erum að gera þá er það bara að hafa samband við okkur :D

Monday, June 06, 2005

WEEZER!!!!

SNELLL..... ÉG (BIRNA) skellti mér, ásamt lárelvu, camillu og agga til hamburg um helgina... tilefnið voru WEEZER tónleikar á sunnudeginum..
oooog SJETT það var gaman... við lögðum af stað á svörtu þrumunni(bílaleigubílnum sem við leigðum) á föstudaginn og tókum eitt stykki gott djamm í hamburg..eftir það tók við svefn í víti..en við ákváðum að sofa í bílnum svona til peningasparnaðar.. ég var í miðjusætinu og var þessvegna ekki með neinnn stað til að halla höfði mínu og var gæði nætursvefnsins upp og ofan..
á laugardeginum var stefnan tekin á gæða hostel svo maður gæti nu sjænað sig aðeins til, enda orðin ansi krumpaður eftir nóttina og daginn... það fórum við á EKTA kojufillerí sem best er að hafa sem fæst orð um.. annars TROMPAST allir ferðafélagarnir..Múhahahahah
en svo rann upp WEEZERDAGURINN mikli..við eiddum deginum í að vera menningaleg og skoða listasýningar en svo tók bara WEEZER við.....ÓÓÓ MEN það var SJÚKLEGIR tónleikar... ég hefði viljað sofa í 3 mánuði í bílnum fyrir þessa tónleika.... WEEZER voru SNILLD.....
upphiturnabandi var líka frábært.. húsið var að springa af stemmningunni.
eftir concertinn röltum við í bænum... Mættum við þá ekki bara bassaleikara WEEZER, aggi tapaði sér næstum og heimtaði að það yrði tekin mynd af kappanum.... Skemmtileg tilviljun...
planið var að gista svo í bílnum aftur á sunnudagsnóttunni en þar sem lárelva og undirrituð vorum bláedrú þá var bara ákveðið að kikka til kolding um nóttina og vakna svo ferskur í eigin rúmi í dag.....
snilldar helgi og allavega smá huggun vegna Hróaskeldubeilsins....

Wednesday, June 01, 2005

Maður þarf.....

....að fara að drullast til að læra dönsku...þar að segja ég, Birna. Já þetta er orðið ástand..ég fór í gymmið eins og vanalega og var svo að fara að fá mér sturtubað.. lalla mér með handklæaðið og sjampóbrúsann í eina af sturtunum... en þá kemur einhver kona og segir eitthvað við mig og bendir á hinar sturturnar. (en fyrir þá sem ekki vita þá eru sturturnar í ræktinni í skipt upp í tvö helminga) allavega þá tek ég því sem svo að hun hafi verið að þrífa og ætti eftir að klára þessar sturtur... ég fer þá bara í rólegheitunum yfir í hinar sturturnar og er í þann mund að fara sturtast....tek ég þá bara eftir að það ER GAUR mættur í sturtuklefanum... og ég í sakleisi mínu í sturtu... það var semsag bara eitt stykki iðnaðarmaður mættur til að gera við.... sjett mér krossbrá og hraðaði mér í skjól og aðvaraði kollu að vera ekkert að flýta sér í sturtu ... það væri GAUR þar...konan var þá eftir allt að segja mér að það væri kall inn í sturtuklfunum og þeir væru lokaðir... alltaf gott að vita hvað er sagt....EFTIRÁ