Monday, October 18, 2004

Ég HATA köbenhavnshovedbanegár

Vá veit ekki hvar ég á að byrja ........ Fór til Köben á sunnudags morgun til að hitta hana Birnu og til að fara á tónleika á mánudeginum.. já ferðin byrjaði nú ekki vel fór upp í lestina og hún var troð full að einhverjum leikskólakrökkum, þannig að þið getið rétt hugsað ykkur hvað þetta var afslöppuð ferð .. jæja kom til köben og þurfti að bíða eftir Birnu í svona hálf tíma...
síðan settums við niður og fengum okkur kaffi og þá settust einhverjir rónar fyrir útan gluggan og byrjuðu að skrapa saman tóbakk á gólfinu til að rúlla upp sígarettu ( ekki smekklegt ) en ekki nóg með það þá henti kallinn treflinum sínum á gólfið áður en hann settist niður og var alltaf að skirpa á hann síðan stóð hann upp tók trefilinn sinn og setti hann útan um hálsinn á sér... ég og Bira vorum komnar með æluna upp í háls... :(

tveimur klukkutímum seinna fórum við á macdonalds þar voru tveir litlir krakkar ælandi á gólfið... Góð auglýsing fyrir þá .. hehe

síðan fórum við aftur á lesta stöðina til að bíða eftir Steinunni... þar lentum við í kalli sem kom upp að okkur og bað okkur að skoða myndir sem hann hefði gert.... við vorum að pæla hvort það stæði á enninu á okkur að við værum tilbúnar að tala við hvern sem er því eftir þetta þá sat gamall kall á bekk... og við einhvað að hlæjandi af skrítnu fólki á lesta stöðinni. horfir kallinn ekki einhvað á okkur og byrjar síðan " Sælar stúlkur " og byrjaði einhvað að tjá sig þarna á íslendsku vissum ekki alveg hvernig við áttum að vera :S

jæja síðan fór hún Birna og Steinunn mætti á svæðið klukkutíma seinna ..... var frekar ánægð að þurfa ekki að vera lengur þarna ein.... fórum síðan og tókum leygu bíl að hótelinu sem strákarnir voru búnir að benda okkur á.... byrjuðum að fá herbergi með 9 öðrum (not good) það var eins og að labba á vegg þegar við opnuðum hurðina inn í herbergi..... ákvöðum að splæsa á okkur tveggja manna herbergi (MIKILL munur þarna á milli ) ......
Allt orðið gott ég byrjuð að segja steinunni sögurnar af lestastöðinni búnar að fá okkur bjór og koma okkur fyrir en nei .......... þá hringir Gústi í okkur og segir okkur að það væri búið að fresta tónleikunum :( oj oj oj oj hvað við vorum svektar, fengum herbergið endurgreitt :) Brostum bara aðeins til karlsinns og drifum okkur aftur á lesta stöðina.. en þetta er ekki búið þar þurftum við að bíða eftir lest í klukkutíma og síðan var okkur sagt að við yrðum að fara úr lestinni til að taka rútu restina af leiðinni , því að einhver brú væri lokuð eða eitthvað ..... jamm sættum okkur við það .... vorum orðnar frekar þreyttar :( þegar við vorum komnar í rútuna þá kom það í ljós að við þurftum að fara út á næstu stöð til að taka lest þaðan sem mundi koma okku heim .....

Þetta ferðalag endaði uppi í rúmmi heima klukkan 4 og freka dauð :S

No comments: