Wednesday, October 17, 2007

aarrggg það er svo stutt eftir

Ég lofaði nú að láta heyra í mér aftur ...þannig að ég held að það sé kominn tími á smá blogg...
Ég trúi því ekki að það er þriðjudags kvöld og ég á bara miðvikudag og fimmtudag eftir hérna...iiiiiggghhhhh.......
Helgin var æði við skelltum okkur út á lífið bæði á föstudeiginum og laugardeiginum . (Pikkup línan okkar þessi kvöld .... BOW CHICKA WOW WOW) ...við reyndum að vera geggjað fancy á föstudeiginum og pöntuðum okkur drikk í staðinn fyrir að vera að drekka alltaf þennan bjór, en það gékk nú ekki lengi, strax eftir fyrsta drik þá var farið beint í bjórinn .....ooohhh við erum svo miklar gellur.




stelpurnar með nýju eyrnalokkana......

á sunnudeiginum löbbuðum við að shelly beach sem er smá spölur frá ströndunum hérna í nágreninu ....shitturinn geggjað flott... löbbuðum upp á klettana þarna og horfðum yfir.....mér leið eins og ég væri í drauma heimi....
oohhh ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa ....það er ekki hægt að lýsa þessu öllu, eina sem ég get sagt að þetta er draumur.....




Mánudagurinn þá var ákveðið að fara inn til Sydney ...vöknuðum snemma og vorum komnar til sydney um 11 ....það tekur okkur hálf tíma að fara með ferju á milli manley og sydney... fórum auðvitað og skoðuðum óperuhúsið og vorum eins og verstu túristar með myndavélarnar .....(vá hvað óperuhúsið er minna en ég hélt ...híhí.... ) auðvitað var farið í hæðstu byggingu í sydney, sydney tower,,,(shittur skil ekki afhverju ég læt mig alltaf hafa þetta fór bæði í las vegas turninn og effel turninn í parís og er alltaf að deyja úr lofthræðslu.) skoðuðum Darling Harbor, settumst niður í hitanum og svolguðum í okkur ísköldum bjór...aaahhhh......... :D













ég að koma við óperuhúsið






I dag var varla líft að vera úti, það var svo heit og heitur vindur 34 stiga hiti ..... ....stelpurnar fóru í skólann í morgun og ég skellti mér út að skoða í búðir ....(eins og ég er ekki búin að gera nóg af því síðan ég kom) eftir að hafa verslað smá labbaði ég út á bryggju og settis og horfði á fólkið, stuttu síðar gat ég ekki meira....
Planið fyrir næstu daga er að njóta þess að vera á ströndinni á meðan stelpurnar eru í skólanum ....(maður verður nú að reyna að fá einhvern lít áður en maður kemur heim) karíókei kvöld á miðvikudaginn og snorkling hjá shelly beach á fimmtudaginn, við fórum í dag í einhverja búð og maður getur leigt blaut búning og snorkling gear fyrir 40 dollara sem er um 2000 kall ísl fyrir heilan dag og síðan er það bara að pakka og því miður flugvöllur á föstudaginn.

jæja þetta er orðið nógu langt í bili .....set inn fullt af myndum seinna ....það að bara smá sýnishorn hérna með blogginu...

4 comments:

Anonymous said...

hæ frænka ...
ætlaði að kasta kveðju .....
gaman að sjá að þú hafir haldið þér edrú í allri ferðinni um ástralíu .... :)

vonandi sjáumst við á íslandi, tja eða london sem fyrst ..

Addi

Magnús Sveinn Jónsson said...

Sydney er æði. :) Ég sé ekki helminginn af myndunum! What's up with that?

Anonymous said...

hæ vildi bara skirfa með stórum stöfum *ÖFUND*
;) HÍHÍ


kveðja Halla

Anonymous said...

Heyrðu vina sko, það þýðir sko ekkert að segja manni að bloggití og svo gerist ekkert á þessari síðu :) hehe