Sunday, January 23, 2005

Löng afmælis helgi :)

Jæja ekki slæmt að vakna í nótt um 5 og fá afmælissönginn beint í æð... þetta er búin að vera svaka afmælis helgi..... byrjaði á fimmtudaginn þar sem flestir af nemendum í NoMA á fyrsta ári söfnuðums saman heima hjá gústa og héldu upp á það að prófin væru búin... svaka fjör og ekki má gleyma að minnast á það að við ágadebúar náðum öllum prófunum með 7.... það var mismunandi hversu mikið fólk skemmti sér,, eins og gengur og gerist og sumir mættu heim með umferðaskilti bara svona til að skreyta heimilið
Á föstudeginum var fjörinu haldið áfram heima hjá láru og elvu þar var búið að setja upp strandar afmæli handa kolla .... vá það koma myndir frá því seinna ekki mikið annað hægt að segja nema GEGGJAÐ GAMAN.......
Laugardagurinn var rólegur matarboð heima hjá gústa og kósýheit endaði með smá bjór og síðan bara heim maður var svolítið slappur eftir föstudaginn,.....
Sunnudagur.... já það má segja að það var nóg talað í símann... allaveganna buðum við nokkrum heim í köku og heitan rétt síðan var haldið upp í keiluhöll, þar sem við sýndum hvað við erum ekki nógu góðar í keilu... held samt að það hafi verið út af bleiku og fjólubláu skónum sem við fengum þeir voru ekki að gera neitt gott :( núna er maður bara að fara að sofa og byrja síðan daginn snemma á morgunn með því að fara í skólann og læra :S

No comments: