Tuesday, January 10, 2006

lokaspretturinn!

Ég (Birna) er komin til baka við keyptum flugmiðann til San Fransisco í dag.. reyndar förum við til New York, kíkjum aðeins á borgina og förum svo þaðan til San Fran.. Trompið er reyndar að við komum við á íslandi og verðum í einhverja nokkar daga... og við sem vorum búnar að kveðja alla með það í huga að við yrðum svooo lengi í burtu... en klakinn er segulstál og lokkar mann alltaf til sín. Þegar það er orðið svona skuggalega stutt í að við flytjum og þegar maður er komin með miðann í hendurnar verður manni allt í einu ljóst að við erum að FLYTJA FRÁ borg óttans... skrítið en ágætis tilbreyting.
prófið er á fimmtudaginn.. ég er ofursátt þar sem ég hélt það væri á föstudaginn 13... BLACK FRIDAY.. en hjúkket að ég hafi oft rangt fyrir mér.
svo er þetta 48 klst próf... bölvuð kjánalæti í þessum kennurum alltaf hreint, slengjandi á mann prófum akkurat þegar maður er snúa lífinu á hvolf, eða allavega yfir hnöttinn...
ísland var súper dúper gott eins og alltaf... það er alltaf jafn ofsa gaman að hitta fólkið sitt og vinina og alla bara.... hefði viljað náð fleirum á hittingslistann en það verður að hafa það...
á íslandi:
gerðist ég ofæta og er að reyna afeitra mig næstu daga... fór í súrustu bústaðaferð/tilraunataður sem ég hef lent í... fór á rosa góða Náttúruleysistónleika þar sem mér fannst allt gott, Damien Rice, Björk, Mugison, Hjálmar, Múm, SigurRós, Rass og bara allt allt allt..... fór nokkrum sinnum á skemmtistaði og partey og fattaði hvað það er mikið gull að djamma edrú með Molann(Rauða coltinn) bíðandi eftir manni því Breiðholt er tæplega í göngufæri og leigubílaröðin er djöfullinn... fór í sprautu og er hér með ónæm fyrir hettusótt... fór í fyrsta sinn í bío í meira en eitt ár... og fullt fullt fleira.

hey og já þessi þrír sem eru með danska númerið mitt verða að eyða því úr símaskránni sinni því ég er buin að láta loka því... nú er það bara íslenski síminn.

No comments: