Sunday, May 28, 2006

Súmaríð....ætti að fara að detta inn

nú er kominn mánuður sem við erum búnar að vera á ísalandinu... og okkur er KALT... hvað er málið með að það snjói í maí.. ætlaði ekki að vera eldri þegar það var flasa fjúkandi um þegar ég kom út úr smálalindinni um daginn... magnað alveg hreint.
það er soldið fyndið hvað maður fattar allt í einu hvernig við íslendingar erum... við erum speees....
-allir eru bara í glæNýjustu Tísku.. ALLTAF... og allir eru eigilega eins mikið í tísku og eru þar af leiðandi eiginlega eins... við erum ekki að segja að við séum ekki sogaðar inní þennan sora.. ómeðvitað erum við jafn eins og allir hinir og erum alveg jafn alvarlega að reyna halda í rassinn á þessu.. en fokk hvað lífið væri auðveldara fyrir alla ef tískustemmarinn væri aðeins slakaðri... það væri töff að fara í flíspeysu á djammið... og gallabuxur kostuðu minna en meðal vikulaun....
-fólk, aðallega stelpur, tala með einhverri svaka skrækri helíum rödd þegar þær svo mikið sem sjá bjórglas.. og reka svo svona ofsa skræk óp upp inn á milli.. vá hvað þetta getur verið hvimleitt.
-hvað er svo með það að vilja hlusta á bara PLAIN VONDA tónlist á djamminu... kommon fólk, júróvísjón og Aqua er bara vond tónlist... og hverjum datt í hug að skímó gæti verið með comeback... sjæse sko
okidók, ég er hætt að nöldra.. þrátt fyrir allt er ísland best í geimi...

Þar sem við erum á Íslandinu okkar þar til 12 júní verður að öllum líkindum eitthvað minna um blogg... þið sem hafið svona líka brennandi áhuga á GRÍðarSpennandi lífi okkar verðið bara að bjalla í kjellingarnar....

BEZZZ Í Bili

1 comment:

Anonymous said...

Þá kollan mín getur ekki verið að þú hafir verið að djamma á réttum stað því eins og við vitum er reykjavík besta djammborg í heimi, bara eins og lítið barn í nammibúð að velja sér rétta tónlistina og fólkið ;) En ég hef samt alveg verið þessum sporum og þurft að klípa mig til að tjekka á hvort það sé martröð í ganagi hehe. Vonandi sér maður meira af þér áður en þú flígur á brott ókey ég skal ekki skrifa meira.....blablabla