Sunday, April 02, 2006

jailhouse Rock

nú er heill hópur af NoMA nemendum kominn til San Fran í skólaferð.. hópurinn samanstendur af heilum tveim nemendum... allavega þá er studytrip vikan hafin.. við getum væntanlega ekki tekið mikið þátt í prógramminu því við erum á BÓLAKAFI í vinnu... erum samt búin að taka þátt í einum dagskrárlið og það var kvöldferð í ALKATRAZ fangelsið .. eða THE ROCK eins og gárungarnir kalla það... (fyrir þá sem eru ekki alltof vel að sér þá er þetta fangelseyjan sem myndin The Rock var tekin uppá.. Al Capone sat líka þarna inni, ok nú vita ALLIR hvað ég er að tala um)... Ég held ég myndi nokkurn veginn missa vitið ef ég þyrfti að sitja inni... ekki alveg minn tebolli að hafa salernisaðtöðu við höfuðlagið á rúminu mínu...OJTZ

á Föstudaginn fórum við á Ruby Skye, einn stærsta skemmtistað hérna í San Francisco, það voru einhverjir heimsfrægir DJar að spila og maður myndi eflaust muna nöfnin á þeim ef maður væri eitthvað inní þessari DJ-senu.. fínt að losna við að hafa eitthvað þema í þetta skiðtið, og staðurinn var suddalega Flottur... bara reykherbergið eitt var stærra en gamli góði pitt stop... svakalega vel heppnað kvöld þrátt fyrir að Starri hafi lent í að vera kýldur uppúr þurru og að flestir á staðnum voru á veiðiskónum...

eftir alkatraz fórum við fínt út að borða, svo að segja fyrsta skipti hérna í SF síðan við komum.. við fórum á eitthvað sjávarrétta veitingahús með studytriparfólkinu, sem betur fer var seldur kjúklíngur því ég(B) er með svo svakalegt andlegt sjávarréttaofnæmi...
eftir átið ákváðum við að fara og smella útlitsbætandi í grímurnar á okkur áður en við færum uppí Haights á einhvern bar.. við tókum Magga með í það mission og ákváðum við að taka nýskupúkann á þetta og taka stætó í stað leigara.. strætóbiðin tók óvænta stefnu og enduðum við á að bíða alveg í 20 mín.. og strætó var hvergi sjáanlegur.. þá var tekin ákvörðun um að hlaupa inn í kirkju og sækja eina hvítvín til að stytta biðina.. þegar við komum út aftur sáum við i rassinn á strætó silaðist í burtu.. við tókum þessu með ró og biðum eftir næsta með flöskunni okkar... og flaskan kláraðist eins og sú fyrsta og við sáum fram á að strætó væri hreint ekki væntanlegur fyrr en eftir dágóða bið... við skelltum okkur þá til kínverjans a horniu og keyptum þá 3ju... einnig til að stytta biðina... eftir þá flösku sáum við að 78mínutna löng bið okkar var ekki að borga sig og við enduðum á að taka taxa... en bið eftir strætó hefur ALDREI verið jafn skemmtileg þar sem við vorum orðin hás með magaverk eftir allan hláturinn...
eftir pubbinn fórum við á AREA 51 gagngert til að gera hrekk í heimi og agga... þannig var mál með vexti að við vorum buin að plana þarna Aprils Foolsday hrekk með Camillu, tölvan hennar datt semsagt í gólfið hérna í stúdíóinu um daginn og hún fékk nýja frá tryggingunum... nóg með það en þá var planið að ég og kolla værum að "skoða" eitthvað i gömlu ónýtu tölvunni og æsingurinn yrði svo griðarlegur að við myndum missa tölvuna og camilla kæmi þá og tropaðist á okkur... planið gekk eftir og eftir að kolla var byrjuð að tárast af erfiði við að halda hlátrinum niðri heyrðum við í agga og heimi.. "jæja verðum við ekki að fara heim núna".. þið verðið að skilja að fólk í okkar námi álitur tölvurnar sínar börnin sín og ef hún skemmist er ekki mikil gleði... Camilla var rétt að byrja að "tryllast á mig að tölvan væri ónýt og bla bla bla og þá kom kolla, Reif tölvuna upp og þrykkti henni í gólfið.. strákarnir töpuðu bókstaflega andlitinu.. það liðu svona tvær sekúntur og þá MISSTUM við okkur úr hlátri.... ohhh GOOD TIMES

3 comments:

Anonymous said...

hey vildi bara "kvitta" fyrir mig. Mar tjékkar reglulega á ykkur og lætur sig dagdreyma um hvað maður tekur sér fyrir hendur næsta vor :) Gaman að skoða myndirnar ykkar líka.

Takk takk
Valdís í Kolding :)

Milla said...

yepp, we sure did fool those old guys! ;)

Anonymous said...

Hæ Kolla skvís, gaman að fylgjast með ykkur hérna, rosalegt ævintýri sem þið eruð í, knús, Thelma og Svenni.