Monday, July 31, 2006

Takk fyrir……. Já !!!

Það sem lýsir okkar dögum hérna á íslandi er íbúðaleit íbúðaleit og aftur íbúðaleit... en það er á enda….
Finally eftir að hafa sótt um 1000 íbúðir í köben, fengum við e-mail frá einhverjum gaur í Herlev sem vildi endilega tala við okkur um íbúð sem hann væri að reyna að leigja út…….Hlustið nú vel…..144 fermetra íbúð í Herlev, 3 herbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. 3-4 km fjarlægð frá skólanum sem við erum að fara í…(göngu fjarlægð)….20-25 mín með lest á hovedbanden. Ekki slæmt. Við erum að borga 7500 kr danskar á mánuði. (sem er EKKI NEITT fyrir svona stóra íbúð)
og já kannski að nefna það líka að íbúðin er glæ ný… :D:D:D:D Þetta er algjör draumur. Við erum reyndar búnar að vera að tala um að það hlýtur að vera einhvað að …tildæmis vantar glugga á íbúðina, hún er neðanjarðar eða einhvað þannig…..

Alla veganna eru allar áhyggjur búnar, ferðinni er haldið út 26 ágúst….


Jamms annars eins og við sögðum í seinustu færslu þá fórum við í rafting til Camillu og sjæze hvað var gaman. Ferðin byrjaði um hádegi þar sem Árni náði í okkur og var mis hresst fólkið í bílnum ………hóst Guðni hóst…….Allaveganna ….raftingið geggjað gaman, Camilla stóð sig eins og hetja að halda hemil á okkur, á miðri leið var síðan stoppað hjá einhverjum klettum og þar vorum við látin hoppa niður í vatnið, úúfff við vorum nú ekkert rosalega ánægð með þetta,(eins og flestir vita sem þekkja okkur.. er ég (kolla) lofthrædd og birna var handlama og var ekki viss hvort að hún mundi ná því að synda í land eftir að hafað hoppað ) en við skelltum okkur samt og vó adrenalínið…… enduðum með að taka þarna 3 stökk…. Meðan folk var að hlýja sér í heitapottinum og gufunni eftir rafting var grillað ofan í pakkið, helvíti fínan mat.
Seinna um kvöldið skelltum við okkur til ísaks á holy Isaks day!!!! Og auðvitað klikkaði ísak ekki á gítaranum. Helvíti gott kvöld fyrir utan endirinn..


"við bjóðum ekki syndinni í kaffi"



Seinustu helgi var okkur síðan boðið niður á höfn í afmælisbátsferð congratzz Elvus…. Þetta var magnað gaman, lagt var af stað úr höfninni um 23:00 og gékk það bara svona eins og í sögu eða næstum því… en það var engin sjóveiki…JEI…….

Eftir bátsferðina voru flestir orðnir vel drukknir enda ekki annað hægt… ég meina hvað reiknar fólk með þegar góður vina hópur er sendur út á sjó í 3 tíma með fullt af áfengi um borð :D hehe…. Eftir þetta var förinni haldið heim til strákanna,,, reyndar náðu ekki allur hópurinn þangað… sumir tóku sér smá tíma í það að heimsækja fólk á öðrum bátum…jói tildæmis náði sér í "awesome T-shirt" á slysó.,.,.,.,.hehe


Planið fyrir næstu helgi er ekki alveg ákveðið, en það verður allaveganna gist í tjaldi,,,,, spurning bara hvar það verður………..

2 comments:

gudni said...

http://www.youtube.com/watch?v=JbPFqeUHclU&NR

Anonymous said...

áááhhIII hvað ég er með mikinn aumingjahroll eftir að horfa á þetta..