Monday, January 28, 2008

FRÍÍFRÍFRÍ

Það er hún ég Birna sem Pikkar inn í þetta skiptið:
Ég braut spegil í dag.... hef þar með kallað yfir mig sjö ára ógæfu. Sit núna heima og er að velta fyrir mér hvað ég get gert af mér sem kostar sem minnsta áhættu. Ætlaði að fylla uppí gatið á klósetthurðinni með spasli þegar túpan rifanði í öfugann endann og spaslið frussaðist á mig alla og útum gólf.... sumsé ógæfan byrjuð. Gæti að sjálfsögðu skrifað þetta á almennan klunnaskap en mér fynnst meira töff að kenna speglaóheppninni um. Almenni klunnaskapurinn hefur blómstrað í mér síðan ég man eftir mér en svo kynntist ég Kollu og þá í einu vetvangi var ég orðin manneskjann sem FYLGDI uppá slysó. Síðan ég og Kolbrún fórum að búa saman fyrir 3oghálfu ári þá hefur Kolla þurft að þola ótrúlega seinheppin skakkaföll. En núna verð ég að byrja að verða vör um mig...reyndar búin að fara einusinni uppá slysó á þessu ári, brenndist á kaffi og ég ætla að skrifa það á fyrirfram greidda speglaóheppni. Á morgun ætla ég að fara beinustu leið uppí tryg og tryggja mig í bak og fyrir.
góðar stundir gott fólk

1 comment:

Ósk said...

Mér lýst vel á þetta tryggingatal :)

Njótiði frísins og sjáumst á mánudaginn!