Tuesday, February 19, 2008

skóliSkóliSkóóóóli

...Ekki mikið meira um það að segja, erum í einhverju svaðalegasta forritunar/stærðfræði bootcampi sem sögur fara af um þessar mundir. Erfiðis vinna fyrir gráu flögurnar í toppstykkinu. Batchelor önnin small hratt og harkalega á okkur, allir fyrirlestrar eru krammdir inní stundaskránna núna í febrúar og mars þar sem við byrjum á því strembnasta / leiðilegasta að mínu(Birnu) mati. Prófin nýbúin og rétt ókomin aftur, sem sagt bootcampinu verður slúttað með prófum núna eftir minna en tvær vikur.... sössssss ekki mikill tími sem gráu sellurnar hafa til að byggja Artificial intelligence prógrömm sem er thema annarinnar... vúddídúúúú!!! Reyndar er þetta svakalega áhugavert allt saman og mjög skemmtilegt þegar maður loksins nær tökum á þessu, það mætti bara gerast svo miklu miklu hraðar þar sem heilu dagarnir geta farið í trial/error og hárreytingar, aumingja foreldrar mínir eru hættir að þora að hafa samband þar sem ég verð alltaf svo rosalega úrill eftir alla þessa heila áreynslu.

Annars er rosa mikið í fréttum og mikið að ske hérna í limehúsinu okkar ITS AN END OF AN ERA. Þar sem ég vill ekkert fara að slúðra neinu þá verður fólk að pressa á annað fólk (semsagt ekki mig) til að fá það safaríkasta hihihi :)
End of an era er samt að við erum að flytja. Keyptum þrjár íbúðir í raðhúsalengju í Lyngby.

Reyndar ekki svo gott en við erum samt að flytja. Erum að liggja á bæn fyrir Kollegi íbúðum í sama kolleginu svo við getum verið nágrannar.
Svo ef einhverjum vantar sófa og/eða hægindastóla í góðu standi þá endilega komið og pikkið það upp hingað til Herlev.

jæja svo ég vitni í Millu þá verð ég að fara að gera e-ð að viti
LEARN MATH OR DIE TRYING!!
adios

No comments: