Monday, November 14, 2005

það er...

....ekki mikið að frétta héðan af Ågade, bara þetta vanalega. Helgin búin og hún var bara nokkuð ljúf.. Á föstudagskvöldið fórum við til ísaks þar sem hann var eitthvað djammþyrstur eftir langa dvöl á íslandi... já koldingpakkið togar í.
í þessu partýi komst ég að því að finnska og íslenska eru hreint ekki ólík tungumál, við eigum fullt af sameiginlegum orðum, t.d: rabbabari, múrarameistari,rúnkari og eittvað sem ég man ekki núna... svo íslendingar gætu reddað sér mat og vinnu í finnlandi, gott að vita!
á laugardaginn var okkur Kollu boðið í Al-íslenskt lambalæri með íslensku meðlæti, rabbabarasulta, ora-baunum, sveppasósu, bökuðum kartöflum og kartöflugratíni... mummm það var svoo gott nammm... ísak á heiðurinn af innflutningnum og eldamennskunni, tilefnið var að elvaRut átti afmæli í gær 13.Nóv... partýið var gott, kolla lenti í skemmtilegu rifrildi við einhern ofurölvi dana sem sem var spinnegal.. þannig var mál með vexti að þessi téði dani kom slagrandi að bílnum sínum og tók sér gott korter í að opna bílhurðina... hlunkar sér inn og steindrepst. Eftir smá stund sjáum við félagann kominn á hreyfingu þar sem hann var að æla allsvakalega útúr bílnum.. IBA strákarir hlaupa þá út og byrja hrista bílinn það mikið að hann var byrjaður að mjakast niður götuna... daninn var smá stund að átta sig á lífinu og á meðan komu strákarnir inn. daninn kom þá og byrjaði að hóta öllu illu.. kolla byrjaði að hakka gaurinn í sig og endaði þetta með að hann fór og náði í félaga sinn og lögðu þeir sig saman í bílnum, bara til að tékka hvort bíllinn yrði ekki hristur aftur... svo gáfust þeir upp og gaurinn sem var ælandi og spúandi, slagrandi um og í engu ástandi til að opna bílhurð keyrði í burtu eins og fínn maður... eins gott að vera ekki mikið fyrir bílunum ef meðal ökumaðurinn er svona hress.
seinna um kvöldið/nóttina löbbuðum við kolla samferða ElvuRut heim og á leiðinni gengum við framhjá kjallaraíbúð..innum gluggann á henni blasti við minna falleg sjón, þarna blasti við kall sem sat á póstulíninu ... með OPNA hurð svo hann blasti bara við allri götunni..oj oj oj svo aðeins seinna þegar ég og kolla áttuðum okkur á að við nenntum eigilega ekki heim strax sat þessi sami maður inni að horfa á klámmynd í bigscreen tv-inu sínu.... þessi kall þarf nauðsynlega að splæsa á sig gardínum.
i gær sunnudag fórum við kolla svo yfir til Elvurutar með smá afmlishrssingu, gerðum svona passlega ráð fyrir að búðaferð væri ekki hátt á lista hjá henni svo við komum með þynnkuhressingarpakka til hennar... ohh það er alltaf gaman að þekkja Birnu og kollu :)

No comments: