Monday, November 07, 2005

TAKK

við vorum í Gautaborg, svíþjóð frá fimmtudegi til laugardags, við fórum 9 saman á minibus... ástæðan var að sjálfsögðu SigurRós sem var að halda tónleika. Tónleikarnir voru haldnir í alvöru tónleikahúsi svo hljómburðurinn alvöru... og VÁÁÁ þeir voru svoo flottir.... maður sat bara lamaður í sætinu með allsvakalega gæsahúð og einstaka sæluhroll.. sviðið var líka svo flott, lýsingin, graphicin í bakgrunni og skuggaspilið sem þeir höfðu til að skreita tónlistina var alveg flottast... á föstudaginn litum við svo á lífið í Gautaborg og komumst að því að þetta er ekkert harðasta djammborg evrópu.. eigilega var Kolding alls ekki svo slæmur samanborið við næturlíf gautaborgara, aldurstakmarkið var ca 28 og maður þurfti helst að vera samkynhneigður... það var samt gaman....
tískan í svíþjóð er svoo ekki móðins.. allavega tískan hjá sumum, flestir gaurarnir sem mættu á tónleikana klæddust LEGGINGS... já ég er ekki að grínast.. gulrótabuxurnar er ELDHEITAR.. og þá erum við að tala um á strákum.. og já mullettinn kemur líka sterkur inn og afró er líka soldið heitt... sama þótt þú sért hvítur með slétt hár, þá færðu þér bara pemma.. sjáum til hvort gautaborg sé tískuborg evrópu... staðurinn sem setur viðmiðin.

Frasar ferðarinnar voru: "Viltu vera kisa"... "Well that place was a ripoff"... "this is not where I parked my car".... "óTey"...."eða eitthvað"
og svo getiði skoðað mydir frá ferðinni frá Finnanum Ilari hérna til hliðar...

No comments: