... hefur bara verið nokkuð góð bara. Við vorum að vinna með IBA skólanum í að búa til eitthvað bylgjupappadæmi... mjög skemmtilegt allt saman... við vorum sett í hópa svo vinir voru ekkert að hópa sig saman svo við neyddumst til að kynnast nýju fólki sem er náttulega bara gaman.... enda LÖNGU tímabært að vita um eitthvað annað fólk í bænum en NoMAlið. í verðlaun voru heilar 1000 DKR.. Maggi og félagar hirtu verðlaunin og voru nokkuð vel að sigrinum komnir þar sem ALLIR hinir voru að gera nákvæmlega sama hlutinn.. (já við vitum... svaka creative)
en eftir verkefið og verðlaunaafhendinguna þá var opinn bar í skólanum og þar fengum við bjór og dulbúnar pulsur... ég (Birna) var með allan varann á í þetta skiptið þar sem ég var búin að lenda í því vera í sakleysi mínu að kaupa mér rúnstykki í mötuneyti IBA-inga og ætlaði að gæða mér á því og tók tvo þrjá bita og finn þá að ég bít í einhvað sem átti pottþétt ekki að vera í venjulegu brauði... ég sver það ég hélt það væri PUTTI í brauðinu og eins er að vænta af mér þá öskra ég upp "OOOOJJJJJJJJJJJJJJ" og fólk starir á mig... en já þá var bara eitt stykki pulsa mætt falið inní brauðinu... OHH DANIR geta ekki gert neitt eðlilega.
um kvöldið skelltum við okkur á munkegade til LárElvu og er ísak og ElvaRut vinir stelpnanna mætt á svæðið.... og að sjálfsögðu fengum við gítarpartý að hætti ísaksins.... svo tókum við illa óvænta stefnu... við ákváðum að gerast heldur betur djarfar og fara á Tordenskjöld eða hvað sem það heitir... en það er skemmtistaður hér í mesta glæpabæ danamerkur... og JEEEMINN EINI ... hnakkaveislan.. en þá er bara að gera gott úr aðstæðum og hundsa þá staðreinda að það væri í alvöru verið að spila gamalt europopp.. ég er ekki að djóka þegar ég segi að það var farið að blæða út um eyrun á mér...
en svo er bara gera sig reddí fyrir JAMES BOND thema partý á munkagötunni í kvöld og er það allavega planið að vera í partýinu þar til laaaaaangt undir morgun... sjáum hvað skeður...
en l8er folks..
Saturday, April 30, 2005
Sunday, April 24, 2005
2.sinnum á slysó í kolding !!!!
Þetta er nú meira ruglið ég (kolla) er búin að ná því að fara tvisvarsinnum á slysó hérna í kolding og það er ekki komið ár síðan við fluttum hingað :( byrjaði að finna fyrir þessu á fimmtudaginn,,,en eins og flestir sem þekkja mig þá var mín ekkert á leiðinni upp á slysó því að ég hata lækna........
en á laugardaginn (sem sagt í gær ) þá vorum við agadebúar að fara að fá okkur að borða... og á leiðinni var mér byrjað að svima af sársauka því að það var svo vont að anda...það þrýsti svo á rifbeinin ....
þannig að á laugardags kvöld klukkan 19:30 sátum við uppi á slysó ....og þurftum að bíða til 23. til að komast inn til læknis :( og eina sem hann gerði var að segja mér að ég hafði sem sagt brákað 3 rifbein og brotið smá upp úr einu þeirra og það var ekki hægt að gera neit nema að senda mig heim og láta mig lifa á verkjalyfjum næstu daganna ..... TILGANGSLAUS FERÐ upp á slysó ...... get nú bara ekki sagt annað ....
en á laugardaginn (sem sagt í gær ) þá vorum við agadebúar að fara að fá okkur að borða... og á leiðinni var mér byrjað að svima af sársauka því að það var svo vont að anda...það þrýsti svo á rifbeinin ....
þannig að á laugardags kvöld klukkan 19:30 sátum við uppi á slysó ....og þurftum að bíða til 23. til að komast inn til læknis :( og eina sem hann gerði var að segja mér að ég hafði sem sagt brákað 3 rifbein og brotið smá upp úr einu þeirra og það var ekki hægt að gera neit nema að senda mig heim og láta mig lifa á verkjalyfjum næstu daganna ..... TILGANGSLAUS FERÐ upp á slysó ...... get nú bara ekki sagt annað ....
Saturday, April 23, 2005
aarhus..
við tékkuðum á aarhus á miðvikudaginn... ja skólaferðin sem við vorum svikin með var semsagt farin eftir allt. við fórum í listasafnið sem er nýbúið að byggja...þar stóð sýning Bill Viola yfir en hann er videolistamaður.. sýningin var mjög flott og gaman að skoða þetta allt saman. eeen við það tók okkur bara klukkutíma að skoða allt listasafnið frá toppi til táar svo allur dagurinn var eftir og var okkur bara sleppt lausum um AArhus.. veðrið var fínt svo við gátum spókað okkur ágætlega og röltum um bæinn og setustum á kaffihus/pub og létum tímann líða... Nokkuð vel heppnaður dagur og alltaf gaman að sjá eitthvað annað en Kolding.. Þá er ég(Birna) búin að skoða alveg 3 staði í danmörku.. eftir aðeins 8 mánaða búsetu.. humm ekkert of góður árangur kannski...
Helgin er varla byrjuð en er þrátt fyrir það orðin OF löng.. já svaka misskilningur hjá okkur Agadepíum á fimmtudaginn gerði það að verkum að við mættum ekki í skólann.. héldum að það væri frí því kennarinn var buinn að segjast verða veikur.. gat bara vitað það á mánudeginum... svo var náttulega Bænadagur á föstudeginum (erum ekki alveg með það á hreinu hvað það er) en allavega þá er eirðarleysið að DREPA okkur.. við vorum meira að segja byrjaðar að lesa Kotler bókina...
Helgin er varla byrjuð en er þrátt fyrir það orðin OF löng.. já svaka misskilningur hjá okkur Agadepíum á fimmtudaginn gerði það að verkum að við mættum ekki í skólann.. héldum að það væri frí því kennarinn var buinn að segjast verða veikur.. gat bara vitað það á mánudeginum... svo var náttulega Bænadagur á föstudeginum (erum ekki alveg með það á hreinu hvað það er) en allavega þá er eirðarleysið að DREPA okkur.. við vorum meira að segja byrjaðar að lesa Kotler bókina...
Sunday, April 17, 2005
og það var helgi....
.... og nú er hún búin... eða er svona að rétt slefa í það að klárast..planið var að fara til arhus á listasýningu með skólanum en allt kom fyrir ekki og enn og aftur fokkar NoMA málunum.... við getum ekki ennþá orðið reið..svona eins og þegar maður gerir eitthvað virkilega slæmt og mamma manns skammar mann ekki og er ekkert reið.... BARA VONSVIKIN.
veðrið er búið að vera sunny sunny sunny og erum við agadepepz að verða að kaffibrúnar... jahh eða kannski er ég að ýkja pinkupons eeen engu að síður bongóblíða.
en allavega þá ákváðum við að skella okkur á "bæta fyrir" djamm á föstudaginn og fórum í eitthvað partý sem var haldið af IBA skolanum, Designskolanum og einhverjum fleiri skólum.. eitthvað hawaii thema dæmi... jahh það var sósum ágætis skemmtun en töluverð blekun í mannskapnum... mannskapur=agadepakk.. eftir partýið sé ég(Birna) kollu standa með tvo kyndla í höndunum eins og hun væri á leið á tripalþing í Survivor og segir að við verðum að taka þá þar sem það er nú ekki mikið um ljósastaura í kolding.. en þá kemur hun auga á HAWAII BAR fána og bara VARÐ að ná honum líka.. við byrjum að tosa og tosa í hann en þar sem hann var festur upp með einstaklega sterku silkibandi vildi fánabeyglan ekki losna... þá deyr Kolla ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn og ákveður að brenna festingarnar... planið heppnaðist og fáninn kom niður en hann stóð líka í ljósum logum og Maggi rétt náði að hoppa ofaná honum áður en bæði kolla og fáninn fuðruðu upp...
á laugardaginn var svo ákveðið að taka annan dag í að drekkja svekkelsi sínu.. ákveðið var að fara á Repuplikkan þar sem einhver gaur sem allir nema ég vissu hver var átti að vera DJ-ast... við ætluðum að vera slakar en neinei drikkjuleikurinn JÓNAS drap þau plön og úr varð ágætis kvöld.. en í þetta skiptið var engu drasli dröslað með hjem.
í dag héngum við svo uppí kastala að sleikja veðrið.. jahh svona eins og alla hina dagana og ákváðum að skella okkur á eitt stykki einnota grill og brenna nokkrar pulsur.. já og gerðum það...
veðrið er búið að vera sunny sunny sunny og erum við agadepepz að verða að kaffibrúnar... jahh eða kannski er ég að ýkja pinkupons eeen engu að síður bongóblíða.
en allavega þá ákváðum við að skella okkur á "bæta fyrir" djamm á föstudaginn og fórum í eitthvað partý sem var haldið af IBA skolanum, Designskolanum og einhverjum fleiri skólum.. eitthvað hawaii thema dæmi... jahh það var sósum ágætis skemmtun en töluverð blekun í mannskapnum... mannskapur=agadepakk.. eftir partýið sé ég(Birna) kollu standa með tvo kyndla í höndunum eins og hun væri á leið á tripalþing í Survivor og segir að við verðum að taka þá þar sem það er nú ekki mikið um ljósastaura í kolding.. en þá kemur hun auga á HAWAII BAR fána og bara VARÐ að ná honum líka.. við byrjum að tosa og tosa í hann en þar sem hann var festur upp með einstaklega sterku silkibandi vildi fánabeyglan ekki losna... þá deyr Kolla ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn og ákveður að brenna festingarnar... planið heppnaðist og fáninn kom niður en hann stóð líka í ljósum logum og Maggi rétt náði að hoppa ofaná honum áður en bæði kolla og fáninn fuðruðu upp...
á laugardaginn var svo ákveðið að taka annan dag í að drekkja svekkelsi sínu.. ákveðið var að fara á Repuplikkan þar sem einhver gaur sem allir nema ég vissu hver var átti að vera DJ-ast... við ætluðum að vera slakar en neinei drikkjuleikurinn JÓNAS drap þau plön og úr varð ágætis kvöld.. en í þetta skiptið var engu drasli dröslað með hjem.
í dag héngum við svo uppí kastala að sleikja veðrið.. jahh svona eins og alla hina dagana og ákváðum að skella okkur á eitt stykki einnota grill og brenna nokkrar pulsur.. já og gerðum það...
Thursday, April 14, 2005
Hvar er heim ????
jæja ferðinni til íslands er búin í þetta skipti.... það var geggjað gaman að koma heim surprise... það vorum mismunandi viðbrögð ...hehe sumir héldu að þeir voru að sjá ofsjónir aðrir bara kjaft stopp... en já það er samt eiginlega of stutt að fara í viku í svona ferð... náði þó að gera það mesta... fór í út að borða með stelpunum á föstudeginum því að hún silja elskan áttu afmæli enduðum að fara á ölver og þar áttu allir að taka lagið :S (hehe það endaði skrautlega get nú bara ekki sagt annað) enduðum síðan niðri í bæ ..... Hitti síðan Steinunni og Vignir og bumbuna (sem er ekki stór)
Mesti tíminn fór í það að keyra á milli og heilsa upp á liðið heima.. en já er núna komin aftur heim í kolding þar sem rigningin tók á móti mér ..ekki gaman og síðan var lára og elva búnar að fræða mig um það að það væri einhver nauðgari labbandi um í kolding :S það er bara allt að ske hérna :)
Mesti tíminn fór í það að keyra á milli og heilsa upp á liðið heima.. en já er núna komin aftur heim í kolding þar sem rigningin tók á móti mér ..ekki gaman og síðan var lára og elva búnar að fræða mig um það að það væri einhver nauðgari labbandi um í kolding :S það er bara allt að ske hérna :)
Tuesday, April 12, 2005
það er pottþétt....
.... komið sumar eða er allavega á leiðinni á fleygiferð... já ég (Birna) geng meira að segja um með líkamlegar sannanir í andlitinu.. minnugir muna að ég varð fyrir stöðugum árásum einhverja stungupadda þegar ég kom hingað í fyrrasumar og þær eru ekki af baki dottnar þessi fjandar... neinei ég skellti mér í einn góðan skokktúr ínní skógi um helgina og þá finn ég bara að ég verð fyrir stunguárás... já á sama stað og vanalega... á kinnina.. annað hvort er ég með svona hrykalega étilegar kinnar eða er bara með svo stórar að þessir djöbblar hitta ekkert annað...maður spyr sig..
annars hef ég ekkert að segja... Kolla búin að vera í snjólandinu.. kíkti hjem í smá surprise...
Rebekka og gústi eru búin að fá sér lítinn hvolp... til lukku með kallinn...
helgin fín margra tíma hang og kósíheit með LárElvu og Magga..drikkjuleikur sem stóð yfir frá 6 til hálf tólf á laugadaginn... crazy gott veður milljón stiga hiti og flottheit... veit samt ekki hvort að mér hefur bara fundist það vegna ísaldarinnar sem er búin að vera INNI hjá okkur í allan vetur vegna ónýtu ofnana eða hvað.. þegar ég hugsa um það þá var ég soldið ein í bænum í sumrdressinu...humm mér finnst samt líklegra að danir séu bara soldið svona eftir á og fatta ekki að dúnúlpu og húfu sísonið er BÚIÐ....
annars hef ég ekkert að segja... Kolla búin að vera í snjólandinu.. kíkti hjem í smá surprise...
Rebekka og gústi eru búin að fá sér lítinn hvolp... til lukku með kallinn...
helgin fín margra tíma hang og kósíheit með LárElvu og Magga..drikkjuleikur sem stóð yfir frá 6 til hálf tólf á laugadaginn... crazy gott veður milljón stiga hiti og flottheit... veit samt ekki hvort að mér hefur bara fundist það vegna ísaldarinnar sem er búin að vera INNI hjá okkur í allan vetur vegna ónýtu ofnana eða hvað.. þegar ég hugsa um það þá var ég soldið ein í bænum í sumrdressinu...humm mér finnst samt líklegra að danir séu bara soldið svona eftir á og fatta ekki að dúnúlpu og húfu sísonið er BÚIÐ....
Saturday, April 02, 2005
JEI það er komið sumar !!!!!!!!!!
ooohhhh þetta er yndislegt,,fiðrildin eru á ferð og flugi, bíflugurnar komnar á stjá ,, sumarið er komið... við vöknuðum í morgun og ákvöðum að fara út til að sleikja sólina :) og gerðum það svo sannalega ...fórum til láru og plötuðum hana með okkur út í smá göngutúr enduðum heima hjá Alexi og Bjarna í smá sólbaði í garðinum..... fengum okkur síðan ís og löbbuðum upp að kastala... planið í kvöld er síðan pönk partý heima hjá camillu´, Tiinu og Bodil, það er spurning hverjir taka þemanu alvarlega í þetta skipti..... :D
Friday, March 25, 2005
Heima er best !!!!
jamms það tók mig ekki langan tíma að pakka öllu og skella mér bara til köben á laugardeginum .... fórum í lestina um hálf 10,, með láru, elvu, magga og söru frænku..... það var mjög fínt að komast frá kolding enda var ekkert af fólki eftir hérna allir farnir einhvert eða með fjölskylduna í heimsókn...
Köben var mjög fín löbbuðum um á stikinu og vorum algjörir túristar skoðuðum hafmeyjuna og svona ...
annars fór ég og sara frænka til Svíþjóðar.... ferðin byrjaði mjög vel...byrjuðum auðvitað á bjórnum í lestini og allt gékk vel þanngað til að lestin stoppaði á brúnni :( endaði með því að við náðum að komast til malmö og vorum fastar þar í klukkutíma þanngað til að við komumst áfram með lestini.... það tók okkur 5 tíma að komast á áfangastað...
Við náðum að skoða svíþjóð svolítið eða í raun og veru Gautaborg,,,sem var mjög lík köben fannst mér meira að segja nætur lífið var svipað ....allir blind fullir eins og á flestum stöðum..heheh jamms jamms segji frá meiru seinna verð að fara
Köben var mjög fín löbbuðum um á stikinu og vorum algjörir túristar skoðuðum hafmeyjuna og svona ...
annars fór ég og sara frænka til Svíþjóðar.... ferðin byrjaði mjög vel...byrjuðum auðvitað á bjórnum í lestini og allt gékk vel þanngað til að lestin stoppaði á brúnni :( endaði með því að við náðum að komast til malmö og vorum fastar þar í klukkutíma þanngað til að við komumst áfram með lestini.... það tók okkur 5 tíma að komast á áfangastað...
Við náðum að skoða svíþjóð svolítið eða í raun og veru Gautaborg,,,sem var mjög lík köben fannst mér meira að segja nætur lífið var svipað ....allir blind fullir eins og á flestum stöðum..heheh jamms jamms segji frá meiru seinna verð að fara
Thursday, March 17, 2005
Cebit !!!!!
maður var frekar pirraður þegar maður vaknaði aftur eftir smá svefn á þriðjudeginum.... Sara frænka kom síðan með lestini um 15 leytið.eftir það var haldið heim að elda kalkún, síðan var bara skellt sér á quzið... nóttin var hræðileg maður reyndi að fara að sofa en einhvað gékk það illa...fólkið upp var í góðum gír að halda okkur vakandi en ég náði þó að loka augunum í hálftíma áður en að ég fór yfir til gústa til að leggja af stað til þýskalands á Cebit. Cebit var SNILLD það voru svo margar hallir og svo mikið að geggjuðum hlutum að sjá...um miðjan daginn vorum við að DREPAST í löbbunum og ekki skrítið því að ég held sýningin hafi verið á stærð við kolding eða einhvað..... þetta var allaveganna CRAZY stórt en við náðum þó að skoða mjög mikið ...hlupum í gegnum nokkrar hallir...... enda þegar við vorum komin aftur til kolding vorum við næstum því búin að vera í 24 tíma ferðalagi og ekki tók það mig langan tíma að hoppa í sturtu og beint upp í rúmm,,,,en já burný er farin heim til íslands... en það er ekki hægt að segja að íbúðin sé tóm .... :) jæja kvöld maturinn kallar ......
Tuesday, March 15, 2005
stutt ferð !!!!!!! fokking skóli
ALLT BRÁLAÐ........ við vöknum í nótt geggjað spenntar að fara til þýskalands á cebit... klukkan hringdi um hálf 3 leytið og byrjuð að labba síðan uppí skóla.. en nei biðum þar í klukkutíma .....en viti menn ENGIN rúta,,, það er ekkert samskipti í þessu skóla og einginn vissi hver hafði pantað rútuna.. já er frekar fyndið þegar maður heyrir sjálfan kennaran vera að hringja í allar rútu stöðvar í kolding til að TÉKKKA!!!! já við erum að segja TÉKKA hvort að einhver hafði pantað rútu fyrir okkur.....EN nei cebit ferðinni er cancelað þanngað til næstu nótt.... STUPIT !!!!
Kolding nötrar af reiði !!!!!!!!!!!
Kolding nötrar af reiði !!!!!!!!!!!
Sunday, March 13, 2005
Magnaður morgunn!!!
já það hefur aldrei verið jafn gaman að vekja kollu eins og í morgun.... ég var á leiðinni út að skokka þegar bjöllunni var hringt og þegar ég opna hurðina stendur ekki bara pabbi kollu fyrir utan... það tók mig nú smástund að trúa mínum egin augum.. enda ekki á hverjum degi sem fólk droppar við.... en allavega þá strunsa ég inní herbergi til kollu og segi "kolla pabbi þinn er herna"... ég fekk svona myglað pirringslúkk... svona hvað ertu að vekja mig þið fattið.... og kolla kom "ha pabbi minn" hún var semsagt ekki að trúa mér... svo þegar hún sá hann hoppaði hún uppúr rúmin... ef þyngdaraflið hefði ekki haldið henni á jörðinni hefði hun svifið í gleðikasti... en allavega þá kom pabbi hennar með morgunmat úr bakaríinu... og svo fannst honum ísskápurinn eitthvað svo tómlegur..að hann fór með okkur að versla svo mikið að nú eigum við mat til næstu ára.... ekkert smá rausnarlegt :) síðan finns honum greynilega að við drekkum ekki nógu mikinn bjór því að hann kom með 2 kassa af bjór og gaf okkur..áður enn förinni hans var haldið aftur til þýskalands þá bauð hann okkur út að borða :) enginn smá lúxus
l8er folks..
l8er folks..
Monday, March 07, 2005
skólinn.....
Já það er nú frekar mikið að gera núna í skólanum erum að búa til portfólíu sem er í raun og veru síða um okkur sjálfar, síðan erum við að vinna við að búa til heimasíðu fyrir Matsushita......og núna er aðal verkefnið okkar að búa til eitthvað sem okkur fannst vanta á ´NoMA síðuna þegar við vorum að skoða hana áður en við fórum í skólan...það kemur í ljós hvernig allt þetta endar :S
Heyrðu já auðvitað má ekki gleyma því....við erum að fara á Cebit eftir viku og erum ornar frekar spenntar :)
Heyrðu já auðvitað má ekki gleyma því....við erum að fara á Cebit eftir viku og erum ornar frekar spenntar :)
Saturday, March 05, 2005
white trash
það var slatta fjör í gær... hip hop thema/afmælis/innflutningspartý hjá finnsku stelpunum tiina,camilla og bodil. við kolla byrjuðum kvöldið á að koma við á munkegade og gerðum heiðalega tilraun til að vera samferða pakkinu þar í partýið... en já þar á bæ var theminn tekinn með trompi... hinn rauðhærði/dökkljóshærði maggi (eftir því hvernig maður lítur á málið) var komin með cornrows í hárið og lára var í fullri vinnu við að teikna tattú á liðið...já hvíta ruslið á munkegade var að TAPA sér... en þegar í partýið var komið var okkur sagt að þetta hefði bara átt að vera tónlistathema... óó brother.. hjúkk að við kolla vorum bara rólegar í hip hop múnderingunni...
eitt magnaðasta móment kvöldsins var samt þegar Bodil ætlaði að taka mynd og var það eitthvað að vefjast fyrir henni svo hún ákvað að biðja Agga um hjálp....eftir smá stund og eftir að hafa snúið "myndavélinni" á alla kannta segir Aggi.. "Bodil, its a minidisk player"..... enginn furða að það hafi gengið treglega að taka mynd bhahahah.
eftir stutta rökræður ákveðum við kolla að koma okkur snemma heim.... kolla var svo heppin (að henni þótti) að finna VAGN.. já vagn með einhverjum risa kassa... og hún ákvað að taka hann með heim... "Birna okkur VANTAR vagn"... voru hennar rök fyrir því.. en allavega þá dró hún vagninn á eftir sér þvert og endilangt í gegn um bæginn...en ekki nóg með það þá fannst henni hann og tómlegu svo hún ákvað að skella umferðakeilu í kassann... bara svona ef maður þyrfti á því að halda.. enda ALLS ekki ólíklegt....við sjáum bara til hvað við notum kassann og keiluna mikið..
allavega þá er þrítugsafmæli hjá heimi í kvöld.... þá verða sko engar baggy pants í myndinni:D later folks...
eitt magnaðasta móment kvöldsins var samt þegar Bodil ætlaði að taka mynd og var það eitthvað að vefjast fyrir henni svo hún ákvað að biðja Agga um hjálp....eftir smá stund og eftir að hafa snúið "myndavélinni" á alla kannta segir Aggi.. "Bodil, its a minidisk player"..... enginn furða að það hafi gengið treglega að taka mynd bhahahah.
eftir stutta rökræður ákveðum við kolla að koma okkur snemma heim.... kolla var svo heppin (að henni þótti) að finna VAGN.. já vagn með einhverjum risa kassa... og hún ákvað að taka hann með heim... "Birna okkur VANTAR vagn"... voru hennar rök fyrir því.. en allavega þá dró hún vagninn á eftir sér þvert og endilangt í gegn um bæginn...en ekki nóg með það þá fannst henni hann og tómlegu svo hún ákvað að skella umferðakeilu í kassann... bara svona ef maður þyrfti á því að halda.. enda ALLS ekki ólíklegt....við sjáum bara til hvað við notum kassann og keiluna mikið..
allavega þá er þrítugsafmæli hjá heimi í kvöld.... þá verða sko engar baggy pants í myndinni:D later folks...
Wednesday, March 02, 2005
ekki bara hattastandar
já snilligáfa okkar kom berlega í ljós í gær þegar við agadepakk og maggi fórum á quizið á knuds... við þrjú erum sem sagt liðsmenn Eurofunk..... og þvílíkt team..
við komum, sáum og hvað haldiði.... við SIGRUÐUM. jájá við semsagt urðum quiz meistarar ekki slæmt, ekki slæmt....
þegar úslitin voru lesin upp héldum við að eurofunk væri hreinlega að gleymast en.. neinei við sátum þá bara á toppnum... það var samt jafnt á munum og náðum við að vinna harða keppni í bráðabana... sorry munkegadepakk... það geta ekki allir verið meistarar....
og hey Rósa... til lukku með daginn!!!
við komum, sáum og hvað haldiði.... við SIGRUÐUM. jájá við semsagt urðum quiz meistarar ekki slæmt, ekki slæmt....
þegar úslitin voru lesin upp héldum við að eurofunk væri hreinlega að gleymast en.. neinei við sátum þá bara á toppnum... það var samt jafnt á munum og náðum við að vinna harða keppni í bráðabana... sorry munkegadepakk... það geta ekki allir verið meistarar....
og hey Rósa... til lukku með daginn!!!
Sunday, February 27, 2005
Helgin !!!!!!!!
jæja danir eru einhvað að verða vanir snjónum...... það voru nú frekar fáir í skólanum á föstudaginn og íslendingarnir og finnarnir hlógu bara af þessu bulli að þeir skyldu fresta skólanum út af "snjóstormi"... sem var meira svona eins og venjuleg snjókoma á íslandi,,,, en maður kvartar nú ekki,, heil vika í frí það er ekki slæmt...jamms annars kom Ísak til kolding á föstudaginn... ekki slæmt því munkegötu búar ákvöðu að halda smá partý og íska hélt stemmninguni upp með gítar leik sínum, síðan var förinni haldið á pit stop..
Á laugardeginum var síðan aftur hittingur heima hjá láru og þeim,, síðan var haldið heim til Agga þar sem var bara kósý stemmning...
Annars er kominn sunnudagur og við erum búnar að vera geggjað duglega að taka íbúðina í gegn.... annars er bara blái sófinn okkar besti vinur okkar núna :)
Á laugardeginum var síðan aftur hittingur heima hjá láru og þeim,, síðan var haldið heim til Agga þar sem var bara kósý stemmning...
Annars er kominn sunnudagur og við erum búnar að vera geggjað duglega að taka íbúðina í gegn.... annars er bara blái sófinn okkar besti vinur okkar núna :)
Wednesday, February 23, 2005
þetta er ástand!!!
það er ófremdarástand herna í mörkinni í þessum töluðu orðum... það er óveður takk fyrir og ekkert venjulegt óveður heldur er alíslenskt óveður...já snjókoman kemur á hlið, eigilega alveg lárétt... magnað.. feels like home, en það er ekki nóg með það þá er komið flóð í koldingánni. aka drullu síkinu og garðurinn okkar er sokkinn... frábært... pant ekki fara út með ruslið....
Tuesday, February 22, 2005
pæling/nöldur!!!!
við kolla vorum að spuglera hvað maður þyrfti að sitja lengi á sama stað þangað til að maður myndi gróa fastur... við erum nefninlega búnar að halda til í tannlæknabláa sófanum meira og minna síðan á laugadag... það eru 46 klst sem við erum bunar að vera á sama stað.. og þá erum við búnar að mínusa klósettferðir,svefn í rúmi og ferðum í eldhúsið... rassaförin eru líka orðin VEL greinileg..... annars fórum við útúr húsi í dag.. belive it or not.. við fórum og nýttum okkur prentarann uppí skóla til að gera RISA mynd af okkur sjálfum (egó smegó) til að hengja upp í stofunni.. ég er ekki frá því að það hafi verið klikkun að stækka sjálfar okkur upp í 2,3x meter....... en við erum hvorteð er kex...
svo er annað... hvað er með dani.. ekki nóg með að ég heiti Bima.. já BIMA á kortum og einhverj svoleiðis drasli þá er kolla Kolbruncsk ... í flestum kerfum. við vorum að spá hvernig CSK væri borið fram "shsssk".... maður spyr sig.
svo er annað... hvað er með dani.. ekki nóg með að ég heiti Bima.. já BIMA á kortum og einhverj svoleiðis drasli þá er kolla Kolbruncsk ... í flestum kerfum. við vorum að spá hvernig CSK væri borið fram "shsssk".... maður spyr sig.
Saturday, February 19, 2005
með hausverk um helgar
já svona í þynnkukasti er ágætt að velta sér uppúr atburðum næturinnar.... niðurstöður eftir það sem gerðist er að það stórsér á kollu.... annar haus er að myndast og kúlan virðist ekkert vera i undanhaldi...
við kolla ákváðum að skella á neyðar nammidegi vegna vanlíðunnar.... ekkert betra þynnkumeðal en appaló frá íslandi og mjólk.... en besta samantekt kvöldsins í gær er inná blogginu hjá rósu.... óþarfi að segja sömu söguna oft...
yfir og út...
við kolla ákváðum að skella á neyðar nammidegi vegna vanlíðunnar.... ekkert betra þynnkumeðal en appaló frá íslandi og mjólk.... en besta samantekt kvöldsins í gær er inná blogginu hjá rósu.... óþarfi að segja sömu söguna oft...
yfir og út...
ooohhh ggooodd kúla
vá SHIT fórum til elvu og láru fyrir djammið svaka gaman...
síðan var förinni haldið á pitstop þar sem lára og elva voru að dj ast......... jamm kvödið fór að skemmtilega þanngað til að kolla krækti sér í ROSA kúlu á hausinn ... já við erum að tala um ROSA KÚLU... kolla fór á klósettið og þar sem hurðin á klósettinu var FÖST var hún lokuð inni... en hún Birna ákvað að bjarga henni með því að brjóta hurðina niður en JÁ birna var svo æst í að ná kollu út að hún hennti sér á hurðina og braut hana niður BEINT á hausinn á kollu og JÁ KOLLA ER MEÐ SVAKA KÚLU OG SKARÐ Á HAUSNUM..... það meira að sega blæddi..... en við erum að fara að fá okkur pizzu núna kl 4:58 því við erum um að reyna að bæta upp gatið á hausnum á kollu .... þetta er bara fyndið núna en KOLLA á eftir að finna VEL !!!!!!!!! fyrir þessu á morgun............ kannski verður sagt frá framhaldi á morgun en þangað til bæjó og sofiði rótt með pizzu og kúlu á hausnum :)
síðan var förinni haldið á pitstop þar sem lára og elva voru að dj ast......... jamm kvödið fór að skemmtilega þanngað til að kolla krækti sér í ROSA kúlu á hausinn ... já við erum að tala um ROSA KÚLU... kolla fór á klósettið og þar sem hurðin á klósettinu var FÖST var hún lokuð inni... en hún Birna ákvað að bjarga henni með því að brjóta hurðina niður en JÁ birna var svo æst í að ná kollu út að hún hennti sér á hurðina og braut hana niður BEINT á hausinn á kollu og JÁ KOLLA ER MEÐ SVAKA KÚLU OG SKARÐ Á HAUSNUM..... það meira að sega blæddi..... en við erum að fara að fá okkur pizzu núna kl 4:58 því við erum um að reyna að bæta upp gatið á hausnum á kollu .... þetta er bara fyndið núna en KOLLA á eftir að finna VEL !!!!!!!!! fyrir þessu á morgun............ kannski verður sagt frá framhaldi á morgun en þangað til bæjó og sofiði rótt með pizzu og kúlu á hausnum :)
Friday, February 18, 2005
úúú bara online
jájájá vid erum búnar ad færa okkur skrefi lengra ad fylgja 21. öldinni..... bara komnar med netid og ekki bara netið..... þráðlaust net takk fyrir.... ekki slæmt.
kolla splæsti sér í kommóðu í gær undir fötin sin og sjæsen ekki vanþörf á því þar sem fötin voru byrjuð að flæða, já FLÆÐA um allt herbergi.... en já hún fór sem sagt í einhverskkonar verkfæralager danmerkur og splæsti i kommóðuna... jæja allt í lagi með það ef við hefðum ekki átt eftir að drösla henni heim..... og já strætó... ekki ætlaður til flutninga.. allavega við skelltum okkur í strætó með kommóðuna en þá áttum við eftir að komast með hana allaleið heim af stöðinni...... þetta hefði gengið eins og í sögu ef við hefðum verið jafn sterkar og meðal karlamaður... en nei.... kommóðan mátti þola nokkur högg í götuna og fólk var farið að benda og hlægja... þegar heim var komið komi í ljós að kommóðan hefði ekki þolað öll höggin því það stórsá á henni.... sem betur fer innaná henni.....
svo eru bara dé joð lárelva að fara spila á pitstop í kvöld.... (all the way from Iceland) planið ersem sagt að fara þangað og veita þeim móralskan stuðning....
þar til næst... blessó
kolla splæsti sér í kommóðu í gær undir fötin sin og sjæsen ekki vanþörf á því þar sem fötin voru byrjuð að flæða, já FLÆÐA um allt herbergi.... en já hún fór sem sagt í einhverskkonar verkfæralager danmerkur og splæsti i kommóðuna... jæja allt í lagi með það ef við hefðum ekki átt eftir að drösla henni heim..... og já strætó... ekki ætlaður til flutninga.. allavega við skelltum okkur í strætó með kommóðuna en þá áttum við eftir að komast með hana allaleið heim af stöðinni...... þetta hefði gengið eins og í sögu ef við hefðum verið jafn sterkar og meðal karlamaður... en nei.... kommóðan mátti þola nokkur högg í götuna og fólk var farið að benda og hlægja... þegar heim var komið komi í ljós að kommóðan hefði ekki þolað öll höggin því það stórsá á henni.... sem betur fer innaná henni.....
svo eru bara dé joð lárelva að fara spila á pitstop í kvöld.... (all the way from Iceland) planið ersem sagt að fara þangað og veita þeim móralskan stuðning....
þar til næst... blessó
Subscribe to:
Posts (Atom)