Wednesday, February 28, 2007

Tómatsósa

sjitt hvað ódýra tómatsósan úr Fakta er vond.... er hér að gæða mér á sérrétti fátækanámsmannsins með smá twisti og lesendum til yndisauka ætla ég að skella inn uppskriftinni:

Pasta
Tómatsósa
ostsneið
steiktur laukur

*öllu skellt í skál og magn fer ýmist eftir því hvað er til og/eða hvað borðandi kræsist í.
þetta er herramanns matur og ég er ekki frá því að stundum er ég sólgin í þetta.
Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á hver ritar þessi fallegu orð þá er það að sjálfsögðu ég sjálfur tómatsósufíkillinn BirnaRún, vinir mínir eru svo miklir mannþekkjarar að þau gáfu mér tómatsósu í kílóavís í afmælisgjöf og þetta er semsagt ein af þeim uppskriftum sem eru með tómatsósu sem megin uppistöðu. Og verði ykkur bara að góðu með það

Skólamálin eru búin að vera í lamasessi seinustu viku, snjórinn er búinn að stöðva allt og alla og skólanum var,Takk fyrir, Cancelað fimmtudag og föstudag.... já rígfullorðið fólk gæti hreinlega drukknað í snjó. En þrátt fyrir mikið fuss af okkur gallhörðu víkingunum verð ég að viðurkenna, og ég geri það BARA hér þar sem þetta er á íslensku, að það ofsa mikill snjór, ég er ekki að grínast þegar ég staðfesti að það voru sirka 1,60 metra hár skafl hérna í inngangnum að húsinu.

ég og Kolla gerðumst kallmannlegar og djarfar á mánudaginn þegar við fórum og keyptum hurð handa camillu, það er búið að vera á stefnuskránni síðan við fluttum inn að hún fengi hurð við fyrsta tækifæri of á mánudaginn létum við loksins verð að því.. eftir miklar og strangar rökræður við hvor aðra komumst við loks heim með þessa líka fínu harmónikkuhurð og spítu sem gegnir hlutverki veggs. við semsagt skelltum upp hurð og vegg bara einn tveir og bingó og sérsniðum bæðu vegginn og hurðina svo þetta passaði allt saman. Við Kolla gætum mögulega verið betri smiðir en forritarar, thjaaa alltaf kemur lífið manni á óvart.

en eins og þú ágæti lesandi ert sennilega búinn að átta þig á núna (nema að þú sért smá hæghugsa) að við höfum lítið að segja og erum eiginlega búnar að eiga afskaplega rólegt líf uppá síðkastið, enda verður maður nú að slaka öðru hvoru.

Friday, February 16, 2007

tiny little sparks

Nú eru allir heimilismeðlimir á Gl.Klausdalsbrovej búnir að fylla 23 árin.. ég, Börny kom á hraðsyglingu á eftir Kollu og skellti mér á það að eiga afmæli 10.feb.. góður dagur. kom upp á Laugardegi, semsagt sérhannaður afmælisdagur til að fara á Feitt djamm.... sem ég gerði ekki. Ósk og Maggi voru reyndar með hitting á föstudeginum fyrir þar sem ég hefði getað sleppt mér lausri og farið á villt og tryllt djamm, ég meira að segja fór þangað en komst aldrei þangað... strætóinn semsagt strollaði bara framhjá stoppinu og stoppaði ekki fyrr en niðrá Nörrebro svo ég fó bara allaleið niðrí bæ og fékk mér sveitta petsu í staðinn... já ég hef heldur betur róast svona með aldrinum.

Gestir segiði... já Pabbi hennar kollu kom um seinustu helgi og hafði hún góðann tíma með honum,
svo núna á miðvikudaginn komu Þórey og Svavar... það er búið að vera rosa gaman að fá þau enda alltaf gaman að fá nýtt blóð í Danmörkina...

skólamál: já við erum að taka SUPERSEMESTER á þetta og erum búnar að vera að læra eins og enginn sé morgundagurinn.... ég er ekki frá því að það sé skemmtilegra í skólanum eftir að maður gerir heimavinnuna sína.

Persónulegir sigrar: í gær bauðst ósk til að sitja hjá mér og halda í hendina á mér meðan ég forritaði vikuverkefnið... og What Do You Know, ég gat gert verkefnið, vá ég er ennþá í svona alsælu og er að rifna úr sjálfsstolti, eins og þeir segja gárungarnir þá var þetta lítið sem ekkert fyrir umheiminn en OFURAFREK fyrir Birnuna, hef ekki hætt að dansa síðan.

Kolla er Núna að vinna á Barnum, það er intropartý í kvöld, ég ætla mér ekki að mæta þar sem ég er orðin svo þroskuð með aldrinum.... (ok ég er að plata núna, það eru bara fátt medialogyFólk að fara)..

allavega later later later

Friday, February 02, 2007

and she went bananas

ég skal alveg horfa framan í það að ég á mín móment ef einhver hárgreiðarinn fuckkar upp hárinu á mér en sjeeeett ég verð að deila gleðinni með ykkur...

með þessu videoi

þetta er semsagt gella að taka nett bestífukast á brúðkaupsdaginn... og jújú yfir hárinu á sér,
ég vil hér með biðja ykkur kæru vinir og vandamenn að gera allt sem í ykkar valdi stendur að koma i veg fyrir að ég(BirnaRún) myndi EIPSJITTA eins og þessi gella....

en burt séð frá tjúlluðum brúðum þá höfum við það bara nokkuð gott. prófin búin og ný önn tók við í gær, fyrsta Febrúar. nýjir hópar að myndast og spennandi önn framundan...
Við héldum ágætis fyrsta teiti á Gammel Klausdalsbrovej... allavega skemmtum við okkur Konunglega eða Drottningalega eins og kolla vill kalla það... mikið af fólki og við endurlífguðum nokkur spor frá dansklúbbsárunum í kolding... thjaa eða við kolla og camilla.. hörkustuð, uppskárum eitt stykki brotinn sófa og svo fór klósettlásinn í hundana... thats just the price you pay for fun, ey!!
Maggi, Ósk, Arndís og Biggi gáfu mér og kollu BrjálaðFlotta smásteikarpönnusett í afmælisgjafir.. Takk ÖLL FYRIR ÞAÐ

ég er núna að fara til hans jóa í matarboð svo ég hef engann tíma í að segja meira frá lífi okkar...
later pípz

Saturday, January 27, 2007

and so it is

MillaCamilla er búin að smella inn den hele Paris 2006-7 collection á myndasíðuna sína... Enjoy, við gerðum það :)

Tékkið á myndunum HÉRNA

Tuesday, January 23, 2007

Afmæli


Jæja alltaf gaman að eiga afmæli á svona dögum... sit uppi í skóla og er að svitna við það að lesa fyrir prófið á morgun ...já já ....lokaprófið okkar er sem sagt á morgun... ... er að deyja úr stressi... frábær afmælis dagur :D... en allaveganna ...ég vil óska tvíbbanum tilhamingju með afmælið ...ég vona að þú náir að njóta dagsinns betur en ég ...

Sunday, January 07, 2007

Danke for Daz 2006!!

París segiði.... hvar á ég(Birna) að Byrja...jú það var RUGL GAMAN!! Ótrúlegt en satt þá gekk öll ferðin frábærlega vel... þrátt fyrir að við getum verið óttalegir ratar stundum og alveg ótalandi í frönsku þá villtumst við ekki einu sinni í þessari reisu... en DAMN það var gaman
byrjuðum á að vera heima hjá honum Xavier sem býr í útjarðri Parísar, vorum þar í tvær nætur og eyddum tímanum þar í að læra prógramming sem reyndist vera líka svona svaðalega leiðilegt.. Allt í heimi var meira áhugavert á þeim tímapunkti og enduðum við einhvernveginn á að líta svona út:


á Gamlársdag skelltum við okkur svo á Hótel inní miðborg Parísar og það verður að segja að þvílíkan lúxus sem við duttum inná þarna, herbergið samanstóð af 3 rúmum, borði einum stól og salernisaðstöðu með sturtu... kellurnar bara að tríta sig hugsiði eflaust núna.. og jú jú þetta var mjög kósí, EF ÞETTA VÆRI FANGAKLEFI... salerninu fylgdi glaðningur, hægðir seinasta ábúanda tók á móti okkur og ekki nóg með það þá var sírennsli svo það var ekki hægt að sturta.... pípulagningamaðurinn kom þá bubblandi upp í mér Birnu og við náðum að redda sírennslinu með að rífa klósettkassajúnitið í eindir.. enda nennir maður ekkert að vera að kvarta með svona smámuni, við vorum líka á hraðferð til að nota daginn í að skoða borgina... Við settum á okkur rauðan varalit og alpahúfur að hætti frakka og drifum okkur út.... í leiðinni kipptum við með okkur fransbrauði og rauðri rós.. meira lókal gátum við ekki litið út fyrir að vera... áfangastaðirnir þennan daginn var meðal annars Notre Dame dómkirkajan, almenningsgarðar og franskt kaffihús...





okkur til mikillar uppisprettu hláturs tókum við eftir því þegar við sátum á kaffihúsi í dulargerfinu okkar að það voru túristar að taka myndir af okkur sem svona "Steríótýpunum af frökkum"... fólk er kjánaprik :)

eftir þetta bæjarrölt okkar fórum við aftur uppá hótel að borða hinn dýrindis örbylgjuáramótamat látum myndina tala sínu máli um gæðin:

við settum þetta bara kátar í lífssreynslubankann...

svo var stefnunni heitið á Tour de Effel, jabbz við ákváðum að eyða kvöldinu hjá Effelturninum... þar var mikið af fólki og mikil gleði gleði... við vorum í góðu gamni og blönduðum geði við fullt fullt fullt af fólki...


svo eru skemmtilegu "had to be there momentin" :




á nýjársdag fórum við svo í menningaferð... já tókum parís og rúlluðum upp túristaattractiononum....



Við vorum alveg heillaðar af Arkitekrúrnum sem var allstaðar í öllu þarna.

svo útsýnið úr Effel Turninum:


og svona langt vorum við Kolla að heiman:


Happy campers....


Kolla lennti í svakelegri lífsreynslu í underground kerfinu í París... hún var nefninlega rænd... já RÆND. reynda var þjófurinn blekölvuð kelling og ránsfengurinn var maltiserspoki sem kolla var að næla sér í úr sjálfssala, rónakellinginn kom þá askvaðandi og ýtti kollu í burtu, hirti pokann leit svo á kollu og sagði MERCHY og labbaðu svo kát í burtu. ég og camilla vorum næstum búnar að pissa í brækurnar af hlátri útaf svipnum á kollu þegar hún leit á okkur forviða af þessari uppákomu...

seinustu nóttina fórum við svo aftur heim til Xaviers glaðar með frábærlega skemmtilega daga...

svo er ein enn hópmyndin sem var tekin á leiðinni upp effelturninn... skemmtileg mynd þar sem enginn er almennilega inná og ég er að geyspa svona sjarmerandi.

Friday, December 29, 2006

PARÍS !!!!!

Jæja þá er komið að því .....8 tímar í flug til danmerkur og síðan 17 tímar þanngað til að við verðum á leiðinni til parísar .....hversu SWEET !!!!! er það ....en við getum nú alveg báðar játað því að við hefðum viljað fengið smá meiri tíma með fjölskyldu og vinum hérna heima...þessi tími er búinn að fljúga í burtu sérstaklega þegar helmingurinn af honum er búinn að fara í lærdóm :S.. já eins og flestir vita þá bíður okkur hrikalegt próf þegar við komum aftur til dk.... en við skulum ekki hugsa út í það núna því að... PARÍS HERE WE COME........
Hér með viljum við bara segja GLEÐILEGT NÝTT ÁR allir saman ....sjáum ykkur á næsta ári :)

Sunday, December 24, 2006

Alþjóðleg Jólagleði handa öllum :)

Gleðileg Jól
Merry Christmas
God jul
Hyvä joula
Joyeux Noël
Feliz Navidad
frohe Weihnachten
メリークリスマス
веселое рождество
Buon Natale
vrolijke Kerstmis
聖誕快樂
Καλά Χριστούγεννα

.....og svo kunnum við ekki meira af tungumálum en vonum að boðskapurinn hafi komist til skila, til hamingju með afmælið Baby jesus!!
Hafið Gleðileg jól...

kv.BirnaRún og Kolla

Tuesday, December 19, 2006

Iceland is a Niceland

við erum semsagt lentar á fósturjörðinni... lárétt rigning, vörumerki íslands, fagnaði komu okkar....
koma okkar merkir aðeins eitt: Verkefnin okkar eru komin á borð prófdómara og svo svörum við fyrir okkur 24(kolla) & 25(jég,Burny) janúar... VúdhúdíDú!!!
en áður en það gerist stappfyllum við mallakútana af jólagotteríi og franskri menningu um daz áramótoz.

stutt stopp á fallega landinu og eins gott að fara að troða smákökum í trantinn á sér... ekki vill maður gleyma að fitna

farin að spise julesmåkage... hilsen SantaBirna

Tuesday, December 12, 2006

AAAVVVHHHUUUUHHHUUU

Bara að leyfa ykkur að vera með ......

VIÐ ERUM KOMNAR MEÐ MIÐA TIL ........PARÍSAR UM ÁRAMÓTIN

Friday, December 08, 2006

Where dze fack Milla!?!

camilla fékk sér nýjan síma í gær, með honum fylgdi nýtt símanúmer og allt það. eftir að ég og kolla vorum búnar að reyna að hringja og hringja í nýja símann fór okkur að gruna eitthvað misjafnt.....


Cyanide and Happiness, a daily webcomic
Cyanide & Happiness @ Explosm.net

Monday, December 04, 2006

jjjaaahhháááá

Tvær vikur eftir af lokaverkefninu ......iiiggggghhhh og það þýðir þá líka að það eru tvær vikur þanngað til að við látum sjá okkur á íslandi...
þessi önn er búin að líða ekkert smá hratt ....það er kominn DESEMBER!!!!! .... hvað er málið ...við erum engan veginn tilbúnar að fara í próf bráðum....
En já annars voða lítið að frétta ...ég (kolla) var að vinna seinustu helgi ....og ekki var minna af skrautlegu fólki þessa helgi..........enda var líka julefrokost þannig að það var hellt ofan í fólkið snapsi (birna stóð fyrir því í jólasveina búningi) og bjór og allskonar áfengi ....helmingurinn rúllaði út... alltaf gaman að standa hinu meigin við barinn :D
Annars er það bara skóli skóli skóli .....ætlaði bara svona að láta vita af okkur :)
Síðan sjáumst við bara bráðlega á íslandinu.....

Wednesday, November 29, 2006

Monday, November 27, 2006

...And it waz brilliant!!!

Kaiser stóð heldur betur undir væntinum...tónleikarnir voru tær snilld eins og við áttum von á... föttuðum þá gRÍÐARLEGU Skemmtilegu ábát á ánægju okkar að Figurines voru upphitunar bandið... endalaus gleði með fimmtudagskvöldið... fórum heim eftir tónleikana á floti í eigin svita... hoppuðum af okkur svona ca 7 kílóum enda ekki hægt annað þegar stemmarinn er svona svaðalegur... ALLIR og þá erum við að talum um hver einasti maður í húsinu tók undir og var hoppandi og dansandi....

juleklip segiði.. thjaaa það er ljóst, ég(birna) er versti jólaföndrari í danmörku... það er semsagt eitthvað svona spes danskt að gera eitthverjar svona jólastjörnur og allir virðast vera ofsa pro í því.. allavega danskir samnemar okkar sem drita þessu af sér eins og þeir séu að vinna í kínveskri verskmiðju og fá borgað fyrir kílóið... á meðan þessari fjöldaframleiðslu stóð náði ég að gera EITT stykki... EITT og það var meira að segja með aðstoð.... meira að segja ég sjálf var byrjuð að efast stórlega um gáfnafar mitt. kolla og Camilla voru að vinna á barnum og komust þess vegna ekki í daz juleklip en svo poppuðu þær allt í einu upp klæddar í jólasveina búninga og komu með jólin með sér, gaman já


streetlight teitið var gríðarlega velheppnað.. ég og kolla vorum báðar sigurvegarar í okkar flokkum enda svakalegt grængult combó á ferðinni....
að sjálfsögðu eru milljón og tvær sögur sem hægt er að segja frá þessu teiti en leyfum þeim bara að vera í "you had to be there" flokknum:)

jæja best að halda áfram í gleðinni... er ennþá að forrita og svo bíður einn af þessum frábæru stærðfræðitímum.... vúddíFu**ingdú!!!!!

Thursday, November 23, 2006

Daz Neiver eighnding Ztory

seinustu dagar eru varla frásögu færandi svo ég reyni að forðast það topic.... erum með óvenju pakkað og planaða dagsská næstu daga... alveg stórfurðulegr fyrir manneskjur með plankvíða og ég(burny) meira að segja með plankvíða á HáU stigi....
allavega þá eru vikurnar að fljúa frá manni á ógnarhraða og ég hef það í óstaðfestum fréttum að það séu ekki nema 25 dagar í íslandsför/ verkefnaskil....
eins og ég hef verið að tala um í seinustu 45 færslum er skólinn að taka tímanna tvenna... ALLS ekki að við séum að kvarta enda er skólinn samansettur af skemmtilegu fólki sem nær að gera ótrúlegustu hluti bara nokkuð bærilega.... (við erum í C++HateClub og ég er ekki frá því að það styttist í að Math HateClub verði settur á laggirnar).

Mia vinkona camillu kom seinustu helgi ALL DE WAY FROM FINNLAND..... alltaf gaman að fá gestagang... kolla var í Aarhus alla helgina í góðu afslappelsi... tölvufríið var kærkomið :)

LárElvan okkar eru að fara frá Danmörkunni og allaleið hinumegin á hnöttinn.... búhhúhu (þetta er sko grátur með ekkasogum).... og við eigum eftir að sakna þeirra rugl mikið. kvöddum þær óformlega á þriðjudaginn þar sem við borðuðum smá saman... formleg kveðjustund verður væntanlega haldin í kvöld ef við verðum svo heppnar að rekast á þær niðrí bæ....
í gær Miðvikudaginn vorum við svo langt fram á kvöld að hafa "prógrammingFun"... gæti það hljómað nördalegra :)
í dag, Fimmtudag erum við svo að fara á barabaaraaaaammmmmmmmm KAISER CHIEFS!!!! ..... keyptum miðana í ágúst eða eitthvað og nuna LOKSINS er komið að tónleikunum... við ætlum að vera sveittar eins og svín í pittinum....
á morgun er svo bara regular FridayBar með smá twisti....það er nefninlega JuleKlip (jólaklypperí/ föndur)... hvaersu danskt er það!! en allavega þá verða Kolla,Camilla og Bodil allar að vinna á barnum en ég verð virkur juleklip þáttakandi.
á laugardaginn er svo THE STREETLIGHTPARTÝ.. reyndar er þetta annarpartý aalborg uni og þemað er... strítlæt... þemað virkar þannig að maður klæðist samkvæmt sínum löööve status...grænt=single gult=er að deita efnilegan Rautt=er í sambandi
ætlum að taka þemað til extreme og vera í viðeignadi litum Frá TOPPI til TáAR....

kannski ef heppnin er með fólki verða myndavélar á staðnum og við leyfum ykkur að sjá myndir af þessu næst....

Thursday, November 09, 2006

ZUP?

við erum enn og aftur ferskar eins og vorið hérna á Gammel Klausdalsbrovej... gætum reyndar alveg eins fært addressuna okkar í Aalborg Uni... erum búnar að vera í skólanum langtn fram á kvöld alla daga og vonadi eru gráu sellurnar í toppstykkinu að græða eitthvað á því....núna er lokaverkefnið að verða að alvöru og fyrirlestrum er byrjað að fækka verulega svo við getum nú einbeitt okkur að verkefnavinnu.. sem betur fer erum við í skemmtilegum hópum svo við erum ekkert að telja eftir okkur að hanga í skólanum alla daga og nætur ef út í það er farið....

ég(burny)og Camilla skelltum okkur á MTV awards á fimmtud.2.nóv... voru surrounded by daz celebz, sluppum inná VIP svæðið óséðar, réðumst á hlaðborðið (bara af því við gátum það) barinn var ókeypis og ákváðum við að vera fancy og skella okkur á hanastél... hittum prins danmerkur og allar hinar stjörnurar.


en svo ég tali um eitthvað annað þá er tónlistarbransinn ennþá að taka vel á móti okkur.. .filthy Whore (allir muna eftir hoover sem er hér til hægri á síðunni) kom með nýtt release thjaaa bara í fyrradag og umheimurinn hefur ekki staðið á sér með viðtökurnar það er allir að sjúkir í lagið sem er cover af hinu víðsfræga lagi Muffin Man. þetta er okkar version
tónlistagagnrýnendur hafa látið hafa eftir sér eftirfarandi:

-"frumleg, skemmtilega hrá upptaka sem gefur laginu persónulegan útilegufíling" (birgir hannesson, mbl)
-"þessi hljómsveit er að umturna tónlistaheiminum með skemmtilegum útsetningum" (eiður björnsson, 12tónar)
-"vá vá vá.... hélt að hoover hefði verið toppurinn en filthy Whore á greinilega svo miklu meira inni... hvað kemur næst?" (Garðar Gunnarson, mjúsik og meira)
-"amzing, how this band has showed the world what real music sounds like, well done girls,well done" (jack dudmeister, Rolling stones)


jæja læt þetta duga í bili og qouta í óskráðu reglu númer 2 af blogginu hans magga.

2.

góðar stundir, ég veit við höfum þær.....

Tuesday, October 31, 2006

úúffum mæ

Við hérna heima vorum að ræða hvað það er lítið eftir af þessu ári, og hversu mikið við erum búnar að ná að gera......
þetta verður frekar stutt blogg en nokkrar myndir munu fylgja með :D
þetta ár er búið að líða svo hratt en er örugglega búið að vera skemmtilegasta ár EVER ... byrjuðum í Janúar að fara til San Francisco... sem var held ég há punktur á árinu fylgjandi því var roadtrippið okkar fræga.... (ooohhh good times)
Birna fór á Hróaskeldu trylltist af ofsakemmtun.. never ending good times
síðan fengum við nátturlega Camillu til íslands um sumarið ....og var útiveran tekin með stæl nóg af útileigum og ekki má gleyma rafting ævintýrunum okkar (næstum því dauðadeigi okkar) eftir það var náttulega flutt til Köben og erum við að gera ágæta hluti hérna...... erum búnar að fara til Kolding að kenna, eigum eftir að fara á nokkra tónleika áður en árið er búið, stefnan er síðan að fara heim um jólin og skella sér síðan til Barcelona eða Parísar um áramótin þannig að ævintýrin okkar eru ekki á enda á þessu ári....
og já síðan er stefnan að fara til San Francisco bráðlega, efast samt um að það verði á þessu ári en vonandi fljótlega eftir áramót......allaveganna ætlum við bara að láta fylgja hérna með nokkrar myndir....


Alltaf jafn fallegar :)


New York.. New York !!!!


Við Pakkið sem ferðuðumst saman til San Francisco, þarna erum við uppi í Empire state bygginguni.


AAAAHHHHHH SWEET.......


Home Sweet Home í San Francisco.


Birna að vinna....crazy cool.


Ég (Kolla) í vinnuni...


Birna fann sér vinnu aðstöðu...


túristar...


Golden gate bridge.. :)


Við á Golden gate ...


Alcatraze fræga fangelsið í San Fran


Enduðum inni í fangelsi....(Alcatraze)


Við stelpurnar... með San Fran fyrir aftan okkur..


Huummm væri nú ekki slæmt að eiga einn svona....


Ferðin með kennurunum sem komu til San Fran.. erum þarna fyrir útan Stað sem við fórum í vínsmökkun hjá.


Annar staður sem við stoppuðum á....


Eitt af okkar tilraunum.... hhuummm endaði samt með Láru Elvu og Birnu inni í frysti.


Afmælisdagurinn hennar Birnu.... hahahaha good Times.


Við á Burningman upphitun....


David með afmælisgjöfina sína sem við keyrðum til Dublin og náðum í......


Gammel Klausdalsbrovej Búar (þar sem við eigum heima núna)....


Allur hópurinn saman....jei... tekið á afmælinu hans Davids...


Ég, Birna, Starri, Maggi og Paw á einhverju djammi


venice beach.....good times (burning times)


3 amigos.....


Allt er frekar STÓRT í ameríku....


Grand canyon .....geggjaður staður.


Við að njóta þesss að vera til....híhí ...vissi ekki hvað ég átti að skrifa..


Við í SanDiego....


walk of fame.....


Ég og hollywood skiltið..... :)


Las Vegas BABY !!!!!!!!!!!!


Birna breytist allt í einu.... hvar er Birna.....?


Geggjað flottur staður....


Og þarna endaði myndaserían... Las Vegas 2006..... híhí
--------------------------GOOD TIMES-----------------------------