Tuesday, October 31, 2006

úúffum mæ

Við hérna heima vorum að ræða hvað það er lítið eftir af þessu ári, og hversu mikið við erum búnar að ná að gera......
þetta verður frekar stutt blogg en nokkrar myndir munu fylgja með :D
þetta ár er búið að líða svo hratt en er örugglega búið að vera skemmtilegasta ár EVER ... byrjuðum í Janúar að fara til San Francisco... sem var held ég há punktur á árinu fylgjandi því var roadtrippið okkar fræga.... (ooohhh good times)
Birna fór á Hróaskeldu trylltist af ofsakemmtun.. never ending good times
síðan fengum við nátturlega Camillu til íslands um sumarið ....og var útiveran tekin með stæl nóg af útileigum og ekki má gleyma rafting ævintýrunum okkar (næstum því dauðadeigi okkar) eftir það var náttulega flutt til Köben og erum við að gera ágæta hluti hérna...... erum búnar að fara til Kolding að kenna, eigum eftir að fara á nokkra tónleika áður en árið er búið, stefnan er síðan að fara heim um jólin og skella sér síðan til Barcelona eða Parísar um áramótin þannig að ævintýrin okkar eru ekki á enda á þessu ári....
og já síðan er stefnan að fara til San Francisco bráðlega, efast samt um að það verði á þessu ári en vonandi fljótlega eftir áramót......allaveganna ætlum við bara að láta fylgja hérna með nokkrar myndir....


Alltaf jafn fallegar :)


New York.. New York !!!!


Við Pakkið sem ferðuðumst saman til San Francisco, þarna erum við uppi í Empire state bygginguni.


AAAAHHHHHH SWEET.......


Home Sweet Home í San Francisco.


Birna að vinna....crazy cool.


Ég (Kolla) í vinnuni...


Birna fann sér vinnu aðstöðu...


túristar...


Golden gate bridge.. :)


Við á Golden gate ...


Alcatraze fræga fangelsið í San Fran


Enduðum inni í fangelsi....(Alcatraze)


Við stelpurnar... með San Fran fyrir aftan okkur..


Huummm væri nú ekki slæmt að eiga einn svona....


Ferðin með kennurunum sem komu til San Fran.. erum þarna fyrir útan Stað sem við fórum í vínsmökkun hjá.


Annar staður sem við stoppuðum á....


Eitt af okkar tilraunum.... hhuummm endaði samt með Láru Elvu og Birnu inni í frysti.


Afmælisdagurinn hennar Birnu.... hahahaha good Times.


Við á Burningman upphitun....


David með afmælisgjöfina sína sem við keyrðum til Dublin og náðum í......


Gammel Klausdalsbrovej Búar (þar sem við eigum heima núna)....


Allur hópurinn saman....jei... tekið á afmælinu hans Davids...


Ég, Birna, Starri, Maggi og Paw á einhverju djammi


venice beach.....good times (burning times)


3 amigos.....


Allt er frekar STÓRT í ameríku....


Grand canyon .....geggjaður staður.


Við að njóta þesss að vera til....híhí ...vissi ekki hvað ég átti að skrifa..


Við í SanDiego....


walk of fame.....


Ég og hollywood skiltið..... :)


Las Vegas BABY !!!!!!!!!!!!


Birna breytist allt í einu.... hvar er Birna.....?


Geggjað flottur staður....


Og þarna endaði myndaserían... Las Vegas 2006..... híhí
--------------------------GOOD TIMES-----------------------------

Friday, October 27, 2006

Who is the cookie thief!!

þetta er spurning sem hefur brunnið á okkur síðan í sumar þegar við fórum í afmælistaðrið til magga.... þetta er að okkar mati eitt af "mystery of life" hvernig gat kexpakkinn horfið sporlaust en skilið eftir sig mylsnu??? ...

jamms það var mikið um Góhóða tíma í sumar.... .... ferskar!!

en nóg um það, við erum semsagt ennþá life nd kicking. skólinn er 125 ára í dag og af gefnu tilefni var splæst á okkur morgunmat og svo er frítt bús á barnum...
seinustu dagar eru búnir að vera thjaaa..... áhugaverðir, Ég (Birna) og Camilla skelltum okkur í áheyrnarprufu til að vera áhorfendur á MTV Awards nuna 2. nóv... brilleruðum svona lika svakalega í því að öskra og dansa að við vorum boðaðar í alveg speees 6 tímA æfingu þar sem við fáum extra task.... spennandi að sjá hvað það verður. kolla var að vinna á skólabarnum meðan á þessum svakalegheitum stóð og skemmti sér konunglega við að pumpa bjór í könnur... að sjálfsögðu sýndum við milla móralskan stuðning með að mæta á svæðið....

í gær (fimmtudag) fórum við húsfélagarnir að sækja okkur efni í búninga fyrir hallaoween og vegna blankeheita verða dressin heimagerð... leyndó hvað það er samt en það er allavega hægt að staðfesta það að þega flytja á stóra hluti milli staða er hjólebretti málið... meira fáið þið ekki að vita að svo stöddu..

jamms helgin stefnir í skemmtilegheit... 90 manna Halloweenteiti hja lego strákunum í kolding (þeir eru semsagt hönnuðir hja Lego).. og aðrir GrÍDARLEGA sPENNanDI kostir skemmtanna....

verst að dagurinn byrjar á prógramming og það er laaaangur dagur programmlega séð sem býður okkar...

Monday, October 16, 2006

Eftirår Ferier

jabbzí Núna stendur yfir haustfrí hjá skólunum hér í danmörkinni við erum svo lukkulegar að fá heila tvo daga sem standa yfir núna.... þeim er vel eytt í smotterís skólavinnu og hangserí... erum búnar að vera með ísakinn og konna í heimsókn sem er alltaf hressandi og skemmtilegt... helginni var eytt eins og flestum helgum í eitthvað skemmtilegt.. kolla kom öll blá á hendinni eftir miðnæturboxæfingu á fimmtudaginn....á föstudaginn fórum við í afmælis/innflutningspartý til magga, óskar, arndísar og bigga, þau eru semsagt flutt i RISA villu í brönshoj og svo kíktum við til hoover skólafélaga okkar og gáfum honum stórglæsilegar gjafir, samanstóðu semsagt af blómum, riiisa umferðaskilti, tveimur vegavinnusúlum og einni 4-5metra röndóttri vegavinnu þverslá, ja og ónýtum hátalara... það þarf varla að fjölyrða um það að gjafirnar vöktu mikla lukku þar sem hoover býr í svona ca 20fm íbúð..... á laug varð ég (Birna) loksins svo fræg að koma inná stalíngrad, skemmtistað sem kemur sterkur inn sem arftaki pitstop í kolding,... já við erum ekki almennilega búin að finna okkur skemmtistað við okkar hæfi hérna í köben tjhaaa fyrir utan skólabarinn sem er ekkert byrjaður að klikka á okkur ennþá...

Saturday, October 07, 2006

5TasticDirectorTeam

við erum farnar til kolding og komnar aftur..... vikan var brjálæðislega skemmtileg, fyrir þá sem ekki vita þá fórum við til kolding í þeim erindagjörðum að kenna video production með honum David.... við fórum semsagt, ég (birna) kolla Camilla, elva og lára fórum og mynduðum þetta líka svakalega Teymi...
fórum á laugardegi til borgar óttans (kolding) þar sem Holy Ísaksday var haldinn hátíðlegur... ísak hélt semsagt partý til að fagna komu okkar... hann var einmitt svo indæll að leyfa okkur að gista hjá sér... svo TAKK ÍSAK og EGILL
á mánudaginn var svo fyrsti kennsludagurinn okkar.. vorum mest í að kenna kjánalegu en mikilvægu hlutina eins og að Rap a Cable og svo var verið að aðstoða nemendurna með videoin sín...
á miðvikudeginum var svo komið að því sem allir höfðu beðið spenntir eftir.... við 5 stelpurnar fengum að notfæra okkur nemendurnar til að gera tónlistarmyndband við lagið sem við gerðum.. HOOVER!! það er ekki á hverjum degi sem maður er með 30 manna crew til að þjóna manni... ákváðum að gera kenna á þann hátt sem okkur hefði viljað vera kennt þegar við gerðum GoldDigger videoið Sælla minninga.... byrjuðum á að skipta hópnum upp og létum þau breinstorma um hvernig senur þau sæju fyrir sér, lugum að þeim að þetta væri boyband lag, við semsagt leyfðum þeim aldrei að heyra lagið.... eftir að storyboard hafði verið sett upp fórum við út að skjóta myndbandið.... höfðum 5 stráka í aðalhlutverkum, sendum þá í hárgreiðsludeildina þar sem þeir fengu hár og makeup treatment...
eftir laangan dag tókum við break og fórum í dinner með kennurunum þar sem morten fyrrverandi business kennarinn okkar játaði fyrir okkur að hann hefði aldrei veðjað á að við myndum vera nokkurntíma í háskóla.... alltaf gaman að heyra að fólk hefur trú á manni :)
seinna um kvöldið fórum við svo á pitstop þar sem Egill a.k.a Pony hafði fixað að við fengum staðinn lánaðann með öllum ljósum, reykvél og sápukúluvél.... alls ekki svo slæmt... eftir skemmtilegt pittara kvöld vorum við nánast meðvitunarlausar af þreytu...
fimmtudagurinn var notaður í að klippa og setja saman meistarastykkið... skiptum með okkur verkum þar sem kolla var með klyppurnar frá deginum, Camilla og Elva með klúbbasenurnar og ég og lára sáum um "behind the scene".... um kvöldið var svo lokapartýið þar sem nemendurinir sýndu videoin sín og við frumsýndum myndbandið okkar og svo var bara djammað fram á nótt....
lögðum svo eiturhressar af stað til köben með David klukkan 8 um morgun föstudagsins.... þreyttar og ferskar eftir frábæra afrek sem leikstjórar, klypparar og kennarar.... og rúsinan í pylsuendanum sem mun tryggja okkur gott karma er að við neyddum danska bekkinn og international bekkinn til að vinna saman og leikur grunur á að hér eftir verði þau bara vinir.... jeyjjj og svo sögðu margir margir við okkur að þetta hefði verið skemmtilegasti dagurinn í skólanum :)



en já já já hér eru videoin.... Behind the Scene http://www.youtube.com/watch?v=B8N4ETHIX4A


og svo hið alvöru video.....HOOVER by FILTHY WHORE
http://www.youtube.com/watch?v=YbvpQrZXXbo

Wednesday, September 27, 2006

jamms jamm

já já við erum ennþá á lífi .....en netið er búið að liggja niðri því að einhverjir verkamenn voru að vinna hérna fyrir utan og skáru yfir síma línuna..... en það virðist vera að það sé búið að laga það....en það þýðir ekki að ég sé að fara að blogga langa færslu. ætlaði bara að láta vita af okkur ....við erum að fara í próf á morgun og síðan á föstudaginn eða laugardaginn þá erum við að fara til kolding í viku til að kenna með davið..... verður líklega bara mjög fínt....en já verð að fara að lesa yfir kynninguna fyrir morgun daginn ....látum heyra í okkur þegar við komum frá kolding..... later ...

Sunday, September 17, 2006

S A M E O L D, S A M E O L D !

það ótrúlega ekkert að fétta af okkkur hérna, skólinn tekur sinn toll af lífinu á virkum dögum, það er otrúlega skemmtileg viðbrigði að þurfa að læra... skólinn er alltaf að verða áhugaverðari og skemmtilegri og það líður alltaf lengra og lengra á milli þess að maður spyr sig hvað í fjandanum maður er að gera í þessu námi...
á föstudögum er svo föstudagsbar, þeir kunna þetta danirnir.. frábært tækifæri til að mingla við liðið í skólanum og kynnast einhverjum öðrum en íslendingum a.k.a NoMA liði!

Camilla er búin að dreyfa boðskapnum um gæði þess að ferðast um á hjólabretti og ríkir ágætt bretta æði hérna á heimilinu... planið er í dag að fara í einhvern skatepark og reyna að dobbla einhvern skeitarann að selja notað bretti á spottprís, við erum allar að koma til í að hafa stjórna á þessum plötum, enda er þetta ávanabindandni skemmtun :D

eins og þið sjáið gott fólk höfum við það líka svona bara ágætt.. bless í bili

Saturday, September 09, 2006

V I Ð E R U M ....

APAKETTIR... hvor á sinn kjánalega og truflaða hátt.

Monday, September 04, 2006

svona er íbúðin....

úúúffff skólinn byrjaði í dag....frekar erfiður dagur, okkur var strax hent út í djúpulaugina, þriggja vikna verkefni hent í hausinn á okkur sem við eigum að vinna með fólki sem við vorum sett í hóp með,,,, frekar erfitt að fá heilann til að virka, eina góða við þetta er að maður náði/nær að kynnast öðru fólki en því sem maður þekkir.

En já er ekki alveg að nenni að skrifa ferðasöguna núna sem við lofuðum í seinust færslu en........ þið fáið myndir.....Jei...

Við sem sagt eigum heima á þessari götu.....

númer.....

hérna er síðan inngangurinn en hurðin virkar ekki...því að kallinn uppi festi lykil í hurðinni þannig að við erum að bíða eftir því að það verður skipt um lás...

Þannig á meðan notum við innganginn sem er inn í herbergið hennar millu.

og hérna er svo herbergið hennar millu..


út frá herberginu henar millu kemur síðan eldhúsið...

þegar við skelltum okkur til þýskalands þá keyptum við smá bjór.
og stundum getur maður notað bjór í einhvað annað en að drekka hann....:)(svona er þetta þegar maður er fátækur námsmaður)

jamms útfrá eldhúsinu getur maður síðan labbað inn í herbergið mitt (kollu)(smá drasl er ennþá að koma mér fyrir)



ok síðan er hægt að labba úr heldhúsinu inn í stofuna okkar.



híhí hérna eru svo myndir af baðherberginu okkar...sem er eiginlega hægt að kalla kompan...takið eftir að sturtan er á milli klósetsinns og vasksinns.


síðan er það herbergið hennar Birnu...


jebbb þá er það komið....vona að þetta gefi ykkur smá hugmynd um það hvernig við búum núna,,,, annars er það bara að skella sér út í heimsókn :)

Hvernig finnst ykkur?

þetta er orðið nógu langt núna en ég verð að skella inn einni mynd að litlu saumavélini okkar sem við stelpurnar keyptum okkur til að geta saumað áklæði yfir gamla bláa sófan okkar.... þetta er rauða er síminn hennar camillu.....sauma vélin er TINY.......

Thursday, August 31, 2006

úúúffff

úúúffffuuuummm mmmmææææ .....loksinns komnar í íbúðina okkar...seinustu dagar eru búnir að vera skrautleigir, leigðum vörubíl hjá leigu sem heitir rent a wreck, keyrðum til kolding, þýskaland, odense og aftur til köben. nenni ekki að fara í einhver smá atriði. það kemur í næstu færslu með myndum af íbúðinni.... vildum bara láta vita að við erum komnar í íbúðina.

Monday, August 14, 2006

Óóó jáá….

Rugl góð helgi búin… þrátt fyrir að líkamsástand okkar hafi hafnað í óefni og vöðvar víðsvegar um skrokkinn eru bláir, marðir, bólgnir og ég veit ekki hvað og hvað má segja að helgin hafi verið HREINT brill….

Skelltum okkur í Drumbó, vinnuna hennar Camillu að telja flöskur á laugardaginn, já hljómar vikilega spennandi…..
Þannig var mál með vexti að það var búið að vera eitthvað grín með að við yrðum að fara og telja flöskur en flöskusafnið samanstendur af helium 40 feta gám fullum að dósum og flöskum…. Þar sem við höfðum afskaplega takmarkað að gera í bænum ákváðum við að taka rúntinn austur og skella okkur í verkefnið…
Að sjálfsögðu tókum við hlutverk okkar alvarlega og smelltum okkur í rauða flotgalla og vorum eins og þrír Michelin kallar syndandi um í þessum NAHAHASTY flöskum… við erum að tala um RUGL Vonda lykt, en svona til að létta undir með var borið í okkur skot og skemmtilegheit svo hressleikinn var kominn á gott flug…. Sem endaði á pottaferðum og almennri skemmtun…

Á sunnudeginum vöknuðum við svo ferskar eins og vorið og á dagskránni var ægileg svaðilför….
Við semsagt skelltum okkur á kanó og raftbretti en það er um það bil meters stór fleki með handföngum og svo er maður með froskalappir til að komast áfram…. Gríðarlega traustvekjandi fyrir manneskjur í okkar ástandi á þessum tímapunkti…
Við höfðum fyrirfram ákveðið í hvaða röð við ætluðum að fara á brettið en á leiðinni niður ánna voru alltaf tvær á kanó og ein á bretti….
Kolla var svo heppin að fá að byrja og eftir að hafa krossað bringuna á sér og þakkað guði fyrir að hafa átt afspirnu skemmtilegt og gott líf smellti hún sér í ánna…..
Ég (B) fer ennþá að hlægja þegar ég hugsa um það þegar ég heyrði líka þessi gríðarskæra ÖSKUR og sé þá Kollu koma ÞJÓTANDI framhjá mér með brettið við hliðina á sér…. Hef aldrei séð andlitið á nokkrum manni vera svona skelft….
Eftir þetta HEIMTAÐI Kolla skiptingu og þá var röðin komin að Camillu að smella sér á brettið….
Er ekki viss með gæði þeirrar hugmyndar því við Kolla kunnum að sjálfsögðu ekkert að sigla kanó…. Að sjálfsögðu tók við ein mesta svaðilför sem sögur fara af… en við vorum ekki búnar að sigla í meira ein svona 5 mínútur (á hlið allan tímann) þegar við náðum að stranda kanónum í miðjum flúðum…. Þetta á víst að vera nokkuð erfitt því áin ber mann ekkert endilega á þetta rif en jújú við náðum þessu… og við vorum svooo pikkk fastar…. Camilla sá hvað gerðist og fylgdist með vonlausum tilburðum okkar til að losa bátinn frá kletti sem hún prílaði uppá….. og hún var víst komin í keng af hlátri… við hoppuðum og jugguðum okkur í svona hátt í korter þegar loksins kanótuðran bifaðiðst og svaðilförin hélt áfram… og ennþá sigldum við á hlið æpandi á hvor aðra þegar við sáum camillu vera með einhverjar bendingar…. Jújú við vorum að stefna á önnur stórgrýti mitt í ánni…. En sem betur fer náðum við að fljúga yfir það nánast án þess að fatta það í öllum hamagangnum… Camilla var byrjuð að missa kraft af hlátri….

Það er einn staður í ánni sem er í alvöru hættulegur og það er The Keyhole, staður sem áin rennur á milli frekar mjórra klettaveggja og þar myndast hringiðusog…..
Eins og okkur Kollu einum er lagið komum við enn og aftur siglandi á hlið og að sjálfsögðu náðum að velta í miðri iðunni… þetta var SCAHAHARYYYY!!!! Ég held ég hafi aldrei á ævinni panikkað jafn alvarlega…. Enda valt kanóin ofaná okkur Kollu og þar sem tilfinningin er eins og það sé sæskrímsli að toga mann ofaní vatnið hékk maður bara í bátnum og vonaðist til að ná að komast úr iðunni… Kolla náði að halda kúlinu nokkurn vegin en ég afturámóti var eins og hálfviti í björgunarvesti numer XXL sem var það komið uppfyrir haus á mér og ég veit ekki hvað og hvað…. Camilla var næstum búin að drukkna úr hlátri því svipurinn á okkur var víst alveg fáránlegur… við náðum að hanga í bátnum og komast úr iðunni lifandi en þá tók við að áin þeytti okkur áfram og við náðum að skalla nokkra klettaveggi…. En svo náðum við að koma okkur í öruggt umhverfi….

Þá var röðin komin að mér (b) að taka við brettinu…. Ég var ennþá nokkuð skellkuð eftir þessa "near death experience" en tók samt við brettinu…. Það gekk frekar brösulega fyrst og eyddi ég ágætum tíma í byrjun undir brettinu en komst svo á tæknina… þetta var brjálað gaman….. maður er náttúrulega bara eins og korktappi fjótandi um í stórfljóti en maður nær að njóta flúaðnna gríðarlega vel enda OFANÍ flúðunum… lenti reyndar í freakar vandræðalegum aðstæðum þegar ég lenti undir einum rafting bátanna og svo lenti ég í því á einum tímapunkti að koma mér í mótstreymi og ég var alveg pikkföst á miðri ánni…. Frekar hallærislegt en eftir mikinn barning og orkutap, þar sem ég var bara með eina froskalöpp því Milla hafði misst hina í hendurar á sjóskrímslinu í iðunni, náði ég loksins að koma mér útí strumainn… Camilla og Kolla sáu hversu gríðarlega þreytt ég var orðin og pikkuðu mig upp á leiðinni og sigldum við þrjár á kanónum til enda…..

Þegar komið var í land var okkur tilkynnt að við værum VERSTU KANÓRÆÐARAR frá upphafi í hvítá….. því enginn… já enginn í sögu arctic rafting hefur náð að stranda þar sem við strönduðum….

Gott að vera minnst fyrir allavega eitthvað….

Wednesday, August 09, 2006

das verzlunnarmannahelginzky

helgin var líka bara svona dröllufín... blaut en góð...
eftir vinnu á Föstudaginn var troðist inní bíl hjá Kollu og brunað austur fyrir fjall.. það var soldið svona laust í reipunum hvert við skildum fara en eftir að hafa skoðað flest tjaldsvæði á suðurlandi ákváðum við að setjast að í Úthlíð í Biskupstungum... En ekki hvar enda var Helga Möller með dansiball og stemmarinn var hreint ótrúlegur, enda ekki við öðru að búast þegar RABBABARA RÚNA er tekin í original útgáfu... Brenna, söngur og flugeldasýning sem samanstóð af 5 velvöldum rakettum... pakkað tjaldsvæði af fólki eða ca 7-9 tjöld... frískandi rigningin gerði það að verkum að aðstæður til rúgbí voru frábærar og nýttum við okkur það þar sem við tókum mjög jafnan leik stelpur á móti strákum.. og að sjálfsögðu fórum við dömurnar í liðinu "ANNA" með sigur af hólmi... borugirðingarnar og stríðsrandirnar (sem sumir héldu þó að væru veiðihár) gerðu sitt í að ógna andstæðingum okkar...
eftir Gott rugl fös/lau fórum við á Sunnudaginn á Drumbó... Rafting basecamp-ið í vinnunni hjá Camillu þar sem við skemmtum okkur drottningalega... að sjálfsögðu var Jónas heiðraður og kom upp ný regla þar sem sleikja átti nef meðspilara sinna... Ég er alls ekki frá því að manni hafi liðið pínu kjánalega að sleikja nef eða vera sleiktur af fólki sem maður hefur séð sirka tvisvar á ævinni.....

allavega gríðargóð helgi og þökkum við meðskemmturum okkar kærlega fyrir das brilliant helginzky....

en SJÆZE að er RuGL stutt í að við yfirgefum fallegu eyjuna.... ekki nema 18 dagar eða eiginlega 17 því í dag er næstum búinn.. og þá er það bara den Dk aftur...
tími til komin að éG(burny) fari að snekke dansk eller noget...

hej hej

Monday, July 31, 2006

Takk fyrir……. Já !!!

Það sem lýsir okkar dögum hérna á íslandi er íbúðaleit íbúðaleit og aftur íbúðaleit... en það er á enda….
Finally eftir að hafa sótt um 1000 íbúðir í köben, fengum við e-mail frá einhverjum gaur í Herlev sem vildi endilega tala við okkur um íbúð sem hann væri að reyna að leigja út…….Hlustið nú vel…..144 fermetra íbúð í Herlev, 3 herbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. 3-4 km fjarlægð frá skólanum sem við erum að fara í…(göngu fjarlægð)….20-25 mín með lest á hovedbanden. Ekki slæmt. Við erum að borga 7500 kr danskar á mánuði. (sem er EKKI NEITT fyrir svona stóra íbúð)
og já kannski að nefna það líka að íbúðin er glæ ný… :D:D:D:D Þetta er algjör draumur. Við erum reyndar búnar að vera að tala um að það hlýtur að vera einhvað að …tildæmis vantar glugga á íbúðina, hún er neðanjarðar eða einhvað þannig…..

Alla veganna eru allar áhyggjur búnar, ferðinni er haldið út 26 ágúst….


Jamms annars eins og við sögðum í seinustu færslu þá fórum við í rafting til Camillu og sjæze hvað var gaman. Ferðin byrjaði um hádegi þar sem Árni náði í okkur og var mis hresst fólkið í bílnum ………hóst Guðni hóst…….Allaveganna ….raftingið geggjað gaman, Camilla stóð sig eins og hetja að halda hemil á okkur, á miðri leið var síðan stoppað hjá einhverjum klettum og þar vorum við látin hoppa niður í vatnið, úúfff við vorum nú ekkert rosalega ánægð með þetta,(eins og flestir vita sem þekkja okkur.. er ég (kolla) lofthrædd og birna var handlama og var ekki viss hvort að hún mundi ná því að synda í land eftir að hafað hoppað ) en við skelltum okkur samt og vó adrenalínið…… enduðum með að taka þarna 3 stökk…. Meðan folk var að hlýja sér í heitapottinum og gufunni eftir rafting var grillað ofan í pakkið, helvíti fínan mat.
Seinna um kvöldið skelltum við okkur til ísaks á holy Isaks day!!!! Og auðvitað klikkaði ísak ekki á gítaranum. Helvíti gott kvöld fyrir utan endirinn..


"við bjóðum ekki syndinni í kaffi"



Seinustu helgi var okkur síðan boðið niður á höfn í afmælisbátsferð congratzz Elvus…. Þetta var magnað gaman, lagt var af stað úr höfninni um 23:00 og gékk það bara svona eins og í sögu eða næstum því… en það var engin sjóveiki…JEI…….

Eftir bátsferðina voru flestir orðnir vel drukknir enda ekki annað hægt… ég meina hvað reiknar fólk með þegar góður vina hópur er sendur út á sjó í 3 tíma með fullt af áfengi um borð :D hehe…. Eftir þetta var förinni haldið heim til strákanna,,, reyndar náðu ekki allur hópurinn þangað… sumir tóku sér smá tíma í það að heimsækja fólk á öðrum bátum…jói tildæmis náði sér í "awesome T-shirt" á slysó.,.,.,.,.hehe


Planið fyrir næstu helgi er ekki alveg ákveðið, en það verður allaveganna gist í tjaldi,,,,, spurning bara hvar það verður………..

Thursday, July 20, 2006

hhuuummmmm !!!

Já já mikið rétt, við erum ennþá lifandi......
HHUUUMMMM hvar á ég að byrja...jú jú við erum báðar komnar inn í skóla í köben. Reyndar er einhver skilda fyrir þá sem sækja um að þeir þurfa að fara í eitthvað ensku próf......það verður píz of keik... :D en íbúða málin standa ekki eins vel, erum ekki ennþá búnar að finna íbúð og það er í raun og veru bara mánuður í þetta......úúúfffff varð nú bara smá stressuð á að skrifa þetta, planið er að búa 3 saman næstu 2 árin, við með Camillu.

Annars er búið að vera mikið um að vera hjá okkur um helgarnar og heldur það áfram næstu 3..... þarseinustu helgi fór ég (kolla) til eyja, smá frí til að hlaða upp batteríin.......Það er alltaf gott að koma til eyja ... annars fórum við í sumarbústaða taður seinustu helgi ,,,,helvíti gaman .,, Maggi bauð okkur annað árið í röð og var þessi ferð engu síðri en sú seinasta....
Bongur, sokkabuxur, pulsur í nærfötum, smá hrekkir hér og þar, afmælis gjafa leikur, heiti potturinn stóð fyrir sínu, bíla flipp á selfossi....."GO SELFOSS" "HUN HEITIR ANNA,,,ANNA HEITIR HUN"
Úúúúfff getum víst alveg játað því að nokkrir klukkutímar af helgini sé ennþá í móðu....
Maggi og allir hinir.. TAKK fyrir frábæra helgi.

Planið fyrir næstu helgi er að fara í rafting í hvítá til Camillu, förum stór hópur saman, vorkenni eiginlega Camillu að þurfa að reyna að stjórna þessu pakki :) síðan verður grillað og drukkið eins lengi og mannskapurinn stendur sig.
Helgina eftir það verður haldið niður á höfn í Reykjavíkinni, þar bíður okkur bátur sem ég man nú ekki hvað heitir akkurat í augnablikinu og verður farið einhvert út á sjó og stoppað þar í nokkra tíma. Elva Sara er sem sagt að sjá um þetta ....svo kölluð afmælis veisla. Ég er sem sagt búin að ákveða það að hella vel í mig áður en að ég fer um borð,,,,til þess að finna ekki fyrir sjóveiki.... :( iiiiiggggghhh þetta verður eitthvað skrautlegt.
hhuumm helgin eftir það er verslunamannahelgin,,,,,og erum við og fleirri að gæla við það að skella okkur bara á gott útileigu djamm...ALLIR VELKOMNIR :D
(verður gefið upp seinna hvar)

Annars fyrir utan þetta er lítið að frétta :) Erum bara að vinna.
Minnir mig á það,ég ætla að fara hætta þessu því ég á að vera að gera bækling.

Seigum ykkur seinna frá komandi helgum :D

Tuesday, July 11, 2006

AAARRRRGGGGG!!!!!!!!!!

Nú er nóg komið !!!!! ég er að verða brjáluð á þessari óheppni :(

Saturday, July 08, 2006

RoskildeFestival...Ég ELSKA ÞIG

óóóóóóó nóó.... there goes Tokyo go go gozilllaaaaa!!!
JAhÉRnaHér það var svo suddalega gaman á Skeldunni að ég held ég geti ekki komið því í orð...
ég Ætla ALLTAF AFTUR... náðum 27 tónleikum hver öðrum betri, ég nældi mér í mjööög töff RokkMeiðsl og góðan rauðbrúnan lit..
já Þetta var GaHaHaman... loksins trúi ég Magga ap það sÉ BANNAÐ að beila á Hróanum..........

meira seinna þegar ég get byrjað að hugsa um eitthvað annað í heimi en ROSKILDEFESTIVAL...

Sunday, June 25, 2006

And Dk again

ég er að fara á Hróa á morgun.. gleðin er í hámarki hérna hjá Búndunni.. draslinu hefur verið pakkað og ég er reddí til að taka vel á skemmtuninni í góða viku... damn hvað þetta á eftir að vera mikill eðall...
Kolla situr vel á öfund sinni í minn garð, þjáist soldið af kláða öðru hverju ef skeldan kemur upp sem umræðuefni, sem hún drepur með að klóra sér með löngutöng.. soldið speees... ég hef samt enga trú á öðru en hún eigi eftir að eiga quality times með Millhouse!!

ahh good times gúuúúúúúdd times

Tuesday, June 20, 2006

veruleiki.........

jæja þá erum við komnar til íslands aftur....
Það var geggjað að koma "heim" í Kolding aftur,enda sól og steikjandi hiti allan tíman :) (sést samt ekki á okkur)
Laugardagurinn var frekar busy, það var vaknað eld snemma til að koma okkur í lestina, frekar erfitt eftir gott útskriftar djamm kvöldið áður, það var pakkað á flugvellinum og ekki leyt út fyrir það að ég (K) kæmist með fluginu, akkurat þegar ég VARÐ að komast til íslands út af brúðkaupinu hjá þórey og svavari. Mín var svo heppin að það var EITT laust sæti í flugvélini og það var í business class :)frekar fancy......
Þegar við lentum, var allt sett á milljón. Keyrt heim, sturta, pakka in gjöfinni, klæða sig og taka sig til....úúúúffff held að við höfum sett met í því að taka okkur til :)......
Við náðum loksinns í brúðkaupið (mjög ferskar), 4 1/2 tímum of seint :S

Annars bara allt gott að frétta af okkur,(B) er að fara að yfirgefa landið aftur eftir viku, ætlar að njóta þess að vera í Roskilde. (dem you)

Þarf eiginlega að halda áfram að vinna, enda allt að verða crazý hérna......

Tuesday, June 13, 2006

Sunny sunny Kolding

jammsa núna sitjum við í íbúðinni hennar ElvuRutar í Kolding.... Thanx A LOT, ELVA :)
og sjæææææææze það er sudda heitt, erum um það bil að bráðna enda einhverjar 32 gráður á hitamælinum og GLAMPANDI SÓL.... Sunny California hvað!!
eyddum gærdeginum í að "living it up" enda í úglöndum, Bjór sól chill og algjörlega áhyggjulaust líf...mummmm
eina stressið í gær var biðin eftir prófinu mikla....LOKA PRÓFINU. sem við fórum í og flengdum, við erum núna báðar Margmiðlunarhönnuðir....NoMA FINÍDÓ....AWWÚÚHÚÚÚÚ!!

kveðja Frá margmiðlunarhönnuða Tvíeykinu Birnu & Kollu

Inglés:

yeahh now we sit here in Elva Rut's appartment melting.. it is steaming hot here in Kolding, 32 degrees and sun... Sunny California my ASS!!
we went to the test yesterday living it up.... beer, sun and chill, could not be better... the only worries we had was the FinalExAM... BUT WE SPANKED IT and now we are multimedia designers.... awesome!!1

yeaaahhhhh
l8er, regards, team multimediadesigners, Bunda & Kolla

Monday, June 05, 2006

and now for our foreign friends

Yebb we’ve decided to write in English because we are in Iceland now and not really any point in speaking Icelandic on this blog… people here just has to call to have info about our lifes….

We have it quite good here in hotel mom…. Both have nice jobs in the advertising industry and are getting rich… eehemm! (if only)..

Last weekend we went camping with the NoMA people and some other well selected people.. it WAS FREAKING AWESOME…. Think me and Kolla have to go to some therapy because of our endless lies…. We told some kids which were camping near by that kolla was from Texas, usa and that she was my exchange student,… and people believed us… guess you had to be there kindah!

And now we are almost of to DK again… only few days to go… we will be from the 12-17 and then me(bunda) will go to roskile festival on the 26-3 of July ohh my god I can’t believe it….. It is going to be sooo much fun!!!

Se you almost all in the exams...