Saturday, September 22, 2007

Bloggleiðin að myrða mig....

.. þetta er semsagt Birna sem pikkar inn í þetta skiptið, sjetturinn hvað ég er löt að blogga enda nóg annað að gera. skólinn er kominn á Fullt eftir stutta stutta sumarið, kom semsagt ekki til íslands fyrr en eftir mesta mödd hróa sem sögur fara af. En mikið hrykalega var gaman. Tók nísku pakka á skelduna þetta árið og fékk frítt inn gegn því að vinna í 24 tíma.... það var mjög svo ágætt svosum missti af örfáum tónleikum en var samt svo lukkuleg að ég vann bara í nokkra tíma á tónleikadögunum(þeir sem hafa farið skilja hvað ég er að rausa) og restin var á warm-uppinu. Held ég geti sagt það og skrifað að drullan stoppaði enganveginn skemmtanagleðina. úfff ég er komin í svona dreamy flash back að hugsa til þessara viku.
en allavega miðjan júlí kom ég semsagt heim og vann á auglýsingastofunni og svo seinustu vikuna mína heima koma Thomas til að skoða klakann.... ísland sló í gegn og þjóðarstoltið er að kæfa mig eftir gullhamrana sem ísland hefur verið slegið, línan "Besta frí sem ég hef farið í" "vá besta nammi sem ég hef smakkað", "bestu pulsur sem ég hef fengið" "fallegasta land sem ég hef séð" og svo framvegis hefur verið fleygt fram og til baka... já enn og aftur Ísland BEZT í heimi.
Hérna fáiði væmna kærastamynd af okkur.... ohh ég er svo takkí.

Núna er skólinn byrjaður og það er ekkert smá sem manni er dýpt í djúpulaugina, það var bara "hæ krakkar velkomin í skólann, myndið hópa og byrjið að vinna" sem mætti manni og heilinn fékk ofsuðu einkenni, en þar sem maður er svo mikið kameljón þá má venjast öllu og maður er komin í rútínu eða er allavega á góðri leið með það. Verð nú að viðurkenna það að maður var byrjaður að sakna liðsins úr skólanum, eðal pakk þar á ferðinni. Kolla, Camilla og ég vorum Tutorar og sýndum nýnemunum skólann og upplýstum þau um nokkur formsatriði. Aðal ábyrgin var svo að fara og hrista liðið saman og gera alla vini :) við fengum semsagt greitt fyrir að fara með bjór og skemmtilega leiki og pína fólk til að vera með í annarri tánni enda erum við engir nýgræðingar þar á bæ.... hver annar væri betri í svona starf en gamlir Koldingbúar?
Eftir sex daga er svo ferðinni heitið til Bandaríkjanna, Halla systir er að fara láta pússa sig við fransmann og ég fer með ábyrgð best girl eins og ég vil kalla það, (aðrir kalla það maid of honor) og svo mun ég horfast í augu við það að bera ábyrgð á útliti stórusystur á einum af eftirminnilegasta degi lífs hennar, ég er sumsé make-up artistinn hennar, get rétt ímyndað mér það ef ég fokka því verkefni upp..... ég fengi Aldrei að heyra endann á því...

later, og ég lofa EKKI að vera dugleg að Blogga

Wednesday, August 22, 2007

úúúffffuuummmææææ

Komnar til íslands....og erum næstum því farnar aftur....
Vá hvað þessi tíminn er búinn að fluga í burtu. Ég(kolla) eru búin að nota mest megnið af mínum tíma hérna á íslandi í vinnuni og svo sem túristi um helgar, er búin að vera geggjað duglega að sýna Mikkel ísland (og í raun og veru sjálfum mér líka) Birna fékk loksinns kærastann sinn til íslands og veit ég að hún ætlaði einhvað að fara í túristaleikinn. :)
ÚÚfff við erum ekki búnar að blogga svo lengi að ég veit ekki hvað ég á í raun og veru að segja (held að það sé of mikið að segja)
en já tökum þetta bara saman í smá punkta færslu.

* Geggjuð sumarbústaðataður hjá Magga. (þessi ferð stendur alltaf fyrir sínu)
TAKK FYRIR OKKUR MAGGI :)
* Fjölskyldu útileigu.
* Ættamót.
* Fleirri útileigur.
* Báðar búnar að fara gullfoss, Geysir, kerið og fleirra
* Það var skellt sér til eyja eina helgina
* Menningarnótt.. frábær hittingur heima hjá Þórey og Svavari... :)
* Djamm í bænum.
* Bláalónið

jamms þetta var svona smá brot af því hvað við erum búnar að vera að gera í sumar.
Annars tekur skólinn við, 3 september. Hlakkar svolítið til að komast út og komast í þessa hefðbundnu rútínu.

Set nokkrar myndir inn bráðlega... get það ekki núna, því ég sit í vinnuni.
það minnir mig á það að ég ætti kanski að fara að gera eitthvað sem er vinnu tengt :S
Allaveganna þá erum við ennþá lifandi :) vonandi verðum við aðeins duglegari að leyfa ykkur að fylgjast með okkur þegar við komum út aftur :)

------------SEE YOU LATER---------

Wednesday, July 04, 2007

hihi

Vá hvað við erum orðnar lélegar að blogga... hhuummm næstum því liðinn mánuður...
Jæja sumarfríið okkar byrjaði í endaða júni.. LOKSINNS :D... þessi önn er búin að vera vinna, vinna og aftur vinna... Prófin gengu helvíti vel... náðum báðar stærfræði og loka(verkefna)prófinu :D síðan erum við reyndar bara að bíða eftir að fá að vita með forritunar prófið... við erum nú báðar vissar um það að það próf gékk ekki svo vel.. þannig það er bara að krossa fingur fyrir að hafa náð, annars er það bara endurtekningar próf í september ....
Allaveganna nóg um skóla... hehe ...Ég (Kolla) var svo heppin að fá alla fjölskylduna hingað á sama tíma. mamma, pabbi, tvíbbinn, litli bróðir og amma og afi koma hingað til köben í endaðan júni, ástæðan var nú sú að "danski afi" varð 60 ára. En já annars er bara búið að vera lítið annað en að slappa af eftir prófin, ....njóta þessa að þurfa ekki að eyða sólahringum í að klára lokaverkefni eða að lesa fyrir prófin ......annars er ég bara ein í kotinu,, (eða þannig séð :) ) Stelpurnar skelltu sér á hróaskeldu... síðan er það bara að skella sér til íslands .. birna fer held ég 10 júlí en ég kem 3 dögum seinna.. og þá er það bara að fara að vinna. En já ég ætla að láta þetta nægja í bili......látum örugglega heyra í okkur einhvað í sumar en það verður nú í minni kantinum.... hehe eins og það er búið að vera seinasta mánuðinn..

set inn eina mynd af okkur Gammle Klausdalsbrovej búum :)

Saturday, June 09, 2007

ekkert spennandi .....


Bara svona smá til að deila með ykkur hvernig við höfum það meðan á próflestri stendur....

Friday, May 25, 2007

skoli, skoli, skoli

Jæja..... vá það er næstum því mánuður síðan við skrifuðum seinast...... úff það er búið að vera svo mikið að gera hérna í danaveldinu.... Allaveganna verður þessi færsla frekar stutt .... eins og flestir vita þá þurfti ég og Birna að fara í endurtekningar próf í forritun, og við NÁÐUM :D JEI !!!!!!!!! og núna eru bara 2 vikur i næsta forritunar próf..... Við erum á fullu í skólanum þessa daganna, erum hérna næstum því 24/7.... en þetta er bráðlega búið... Annars voða lítið að frétta af okkur nema skóla dót.... eigum okkur voða lítið líf :D
Allaveganna þá leyfum við ykkur að heyra betur frá okkur þegar þetta er allt búið........

Tuesday, May 08, 2007

Finlandia

Vappú (1.maí )er komið og farið, við eyddum því að sjálfsöðu í Vappúlandinu finnlandi.... Svo undarlegt sem það er þá snérist ferðin meira og minna um þvag, mat og drykk.
Túrinn byrjaði i anda okkar TeamClumsy meðlima. Á leiðinni á Kastrup, þar sem við áttum að taka rútu til stokkhólms, við föttuðum við okkur til mikillar skelfingar að rutan átti að fara eftir 10 mínútur og við ennþá föst í lest sem tekur um það bil 15 mín.... í nettu panikkasti sátum við og hlógum af góðri byrjun á leiðangrinum, við hentumst úr lestinni og svo skemmtilega vildi til að við vorum öll í pissuspreng en þar sem tíminn var meira en knappur náðum við ekki að notfæra okkur nein klósett og sáum í bleiku skýji fyrir okkur rútuklósettið. Við plöntuðum okkur í sætin temmilega nálægt klósettinu og Niels reið á vaðið og ákvað að nýta þessa nútíma tækni. hann kom út eftir ca 5 sekúntur náfölur og tilkynnti okkur að það væri engin leið að pissa þarna, jafnvel hann sem strákur hætti sér ekki til að létta af sér... klósettið var semsagt smekkfullt af þvagi við erum að tala um svona 10 -15 lítra og í hverri beygju sem rútan tók heyrðum við gult splatt út um allar trissur... þegar gult stórfljótið var byrjað að leka ískyggilega nálægt sætunum okkar ákváðum við nú að reyna forða okkur og viðtók eitt mesta afrek í "haldi í sér" bransanum... ég (Birna) náði að klára þessa hlandblönduðu 9 tíma rútuferð í ennþá meiri spreng....
við eyddum heilum degi í Stokkhólmi þar sem við drápum tímann með að leigja okkur hjólabát og hjólavatnast.... labba, borða og borða meira... ooog frá stokkhólmi fórum við í skemmtiferðaferjuna til Helsinki..... meira sorabæli hef ég varla kynnst, 16 ára krakkalakkar blekaðir, að reyna við allt og alla... tvisvar lenntum við í því að vera eltar af einhverjum greddugaurum að klefanum okkar og við þurftum að reyna komast frá þessu pakki með klókindum. En siglingin var engu að síður skemmtileg, við bjuggum til allskonar sögur hver við værum og bulluðum í finnunum og svíunum eins og við ættum lífið að leysa og Camilla sem á bæði tungumál sem móðurmál fræddi okkur um hvað verið væri að tala um okkur... drykkjuleikurinn kapteinn kook lék okkur niels grátt þar sem við erum óheyrilega taktlaus bæði... eftir 12 tímanna vorum við lent að bryggju í Helsinki, og Camilla sem átti afmæli þennann daginn tilkynnti okkur að við ættum að vera mætt í fjölskyldumatarboð eftir klukkutíma og við vorum öll ennþá sofandi.... Kolla og Milla voru einu sem voru nookurnvegin ferskar en ég afrekaði að sofna á sófanum í miðju boði... sem betur fer er familían hennar millu léttlynt fólk sem þótti þreyta mín hin besta skemmtun.
Næstu daga var Vappú!!! við byrjuðum eins og góðir finnar á að setja upp stútentahattana klukkan 6 og skoðuðum alla íbúa helskini verða fyllri og fyllri... eftir að sorinn fór að vera yfirþyrmandi fórum við í grillparty heim til vinkonu camillu..
næsta mogun vorm við vakin klukkan níu og það var bara út í almenningsgarð í lautarferð, manni var sko ekki gefið neitt ráðrúm til að þorna almennilega að innan.... annað eins drykkju bootCamp hef ég bara ekki orðið vitni að, en þetta er skemmtileg venja þar sem fólk á öllum aldri sameinast við að skemmta sér saman.... seinasta daginn í Helsinki keyrðum við túristahringinn og fórum í keilu þar sem kolla blekkti alla með afburðar lélegri byrjun en söðlaði svo hrottalega um og var í baráttusæti... ég varð frekar bitur aftir keiluna eins og vanalega...
myndir frá ferðinni eru HÉRNA!! og það skal haft í huga að Camilla var svo yndisleg að velja einstaklega ÞROSKAHEFTAR myndir af okkur....

Friday, April 20, 2007

TimeFlies


Það er föstudagskvöld... eða réttara sagt byrjun á Föstudagskvöldi og allir LimeHouse ábúendur eru heima, maður spyr sig hvurnin standi á þessu... Ég(Birna) ætlaði reyndar að fara í skemmtiferð til Jótlands en hausverkur og praktísk atriði trufluðu það plan, enda er það regla fyrir mig að ef ég geri plön þá fokkast þau upp.... þess vegna reyni ég af fremsta megni að sleppa planeríi, plön sanna alltaf að Murphy's laws eru óhjákvæmileg, plön hefta alla spontainíska hugsun og hver heilvita maður veit að skyndiákvarðanir eru oftar en ekki bestar og skila mestri skemmtun....
ma & pa komu til mín um seinustu helgi og voru örfáa daga að spássera um köben.... bæði ég og sumarið fórum á Amager að sækja þau en það var 22 gráður og glampandi sól allan tímann... ó men ó men það var gott að hitta þau.
Kolla og Camilla komust í kast við lögin í vikunni og voru stoppaðar af löggunni.. danir hafa sett einhver afturkreistingslög um að það sé bannað að vera á brettum á götum og gangstígum og séu þarmeð BARA leyfileg á lokuðum svæðum... puffffff við förum nú bara í gerfi heimska útlendingsins þegar svona stendur á og höldum áfram að brjóta lögin daglega..... enda eru hjólabrettin, heimilisbílarnir okkar.
Í gær var Roskilde Release event og ég og Milla vorum svo heppnar að vinna sitthvort settið af miðum. Tókum kærastamennina með og sáum tvö bönd spila, Whitest boy alive og Electralane.... Whitest boy alive var SniLLdar band og must sjá á hróaskeldu.... en Electralane minna must sjá, fyrsta lagið var mjög mjög gott en allt annað var bara nokkurnvegin það sama lag með smá "twisti"... ég mun semsagt vera í klósettröðinni meðan þær spila.
Og á Föstudaginn erum við svo að fara TIL FINNLANDS.......... ferðin sem við höfum talað um í hálft ár er ON!!! við verðum semsagt á Vappú (finnskur verkalíðsdagur= íslensk verslunnarmannahelgi)og svo fögnum við afmælinu hennar Millu.... YaggaYagga Yagga!!!

Thursday, April 05, 2007

PáskaBrot

Gleðilega páska fólk gott.... erum búnar að standa í strööhööngu síðan seinast. Erum búnar að fara úr stelpuTrukkum yfir í svaka skvísur og til baka í stelputrukkelsið. Það var semsagt árshátíð í skólanum okkar og við vorum í skipulagsnefndinni og bárum ábyrgð á öllum auglýsingum, sponsorum, skreytingum og fataskápnum... þannig við höfðum nóóóg að gera. Við ákváðum að vera ofurskuttlur og klæddumst kjólum og háhæluðum skóm og gengum um með uppsett hárið... það var mál manna að það hefðu dropið af okkur glæsileikinn... og júúú að sjálfsögðu náði ég að setjast á súkkulaðiköku en það er bara minniháttar fyrir TeamClumsy meðlim.
annars er páskaferier loksins byrjað og því var fagnað í gærkvöld... ok við vorum reyndar að skemmta okkur því Tiina kom í heimsókn frá Kolding, við fundum BESTASTA margarítubar í ALGEIMI... NAMMMMMMMMMMM hættulega góðar margarítur og ef við værum ekki svona sentilmannlegar þá hefðum við getað drukkið okkur undir borðið en þar sem við erum dömur gerðist það náttulega ekki.

ohh já svo vorum við Camilla illa sviknar því Arcade Fire cancelluðu tónleikunum... miiiikið svekkelsi en við sjáum þá bara á Hróa í staðinn.. svo tárin urðu bara þrjú.

nenniggi að blogga meira í bili, BirnA blessar(ég er ekki með guðlast á páskunum heldur er ég að segja bless) og já borðið yfir ykkur af páskaeggjum, ég geri það poooottþétt, mamma sá fyrir að senda mér eitt íslenskt og gott sem reyndar hafði ekki af flugferðina óbrotið, sama bragð :) svo verður smáeggjleit í bakgarðinum... yeyyyyyyyyyj

hey og svo erum við svo yndislegar að gefa ykkur linkinn af MYNDUM frá Girls night out.

Sunday, March 18, 2007

Rautt er hinn Nýji svartur

Fórum í það mál á föstudaginn að skemmta okkur saman roomiarnir 3... sjitt hvað það var tími til kominn, vorum með vel í báðum tánum enda byrjaði kvöldið klukkan 2 á verners/daz skólabar.... en þar sem við vorum allar 3saman kom Rauði varaliturinn frá París Bubblandi uppá yfirborðið aftur og enduðum við rauuuuðar frá toppi til tára, kolla var svo fyndin að ganga um á Den Glade Gris og setja varalit á hringinn á glösum hjá fólki og voru alveg nokkrir karlmennirnir þarna inni komnir með rauðann munn eins og trúðar og það þótti okkur nú fyndið... Simple minds, simple pleasure!!

eftir GRÍÐARLEGA þunnann Laugardag (Allavega hjá mér, Burny) er sunnudagurinn búinn að fara í Svaðalega mennigalega hluti, fór á DAC (Danmarks architektur center) og skoðaði þar Frank gehry sýningu, labbaði um alla chritianshavn, skoðaði óperuhúsið, fór á höggmyndasýnungu á einhverju safni sem við löbbuðum fram hjá og labbaði meira og fræddist um köben, loksins núna að drífa í að vita eitthvað um þessa borg sem ég bý í.... endaði svo menningardaginn á kaffihúsi með muffin og súkkulaðibitaköku... og vá hvað ég er búin á því, hef ekki fengið svona mikið ferskt loft í allan vetur.....

við munum samt ekki fá súrefnisskort aftur í bráð því hljólabretta seasonið er byrjað aftur og er ég(B) komin með eitt stykki dett, já og það er einnig mitt fyrsta alvöru, kenni ofangreindum távætingi um það detterí.

en vikan mun vera busy... ofaná skólavinnuna munum við fara á Kashmir tónleika á Miðvikudaginn, vinna allar saman á Verners, ég á fyrstu vaktina mína og Kolla, Camilla, Bodil og Hoover eru lærifeður mínir....
Svo er ARCADE FIRE tónleikar á Sunnudaginn !!!

ohhh það er að stefna í "al Dente" viku :)
lifið í lukku en ekki í krukku

Wednesday, March 07, 2007

uufffummmmmææææ

vá var að skoða yfir bloggið okkar og ég er nú ekki búin að vera sú duglegast að skrifa.... :S enda kanski ekkert spennandi að ske svo sem .... lá heima alla seinustu viku í þessari frægu "flensu" sem er að hellast yfir alla...en já við vourm víst búnar að lofa að setja in myndir frá partýinu sem við vorum með fyrir mánuði síðan eða svo..Ég og Birna SVAKA spenntar............Camilla eignaðist vin...Ég og Hoover ... svaka svipir,Ég og Birna .....er ekki alveg viss hvað birna er að gera......jújú fólk að byrja að láta sjá sig....Fólk í góðum gír..........Dave og Ósk ........Sófa partý .....aavvvvúúúhhhúúú jújú gaman gaman Allir að horfa í myndavélina ......JJEIIII....August , Freeman og Jens.
People i drykkjuleik og síðan Mikkel......Ísak , Ardís og hausinn á Lars BossLars er ekki alveg viss hvað hann er að reyna að tjá sig......fólk , Jens og Milla Eldern og Augus að sýna svaka dans........
Arndís með svaka bros......

jæja þetta eru allar myndirnar sem eru leyfilegar á netið .... það voru ekki teknar svo margar myndir í endirinn ... myndavélin í raun og veru gleymdist...... híhí

Wednesday, February 28, 2007

Tómatsósa

sjitt hvað ódýra tómatsósan úr Fakta er vond.... er hér að gæða mér á sérrétti fátækanámsmannsins með smá twisti og lesendum til yndisauka ætla ég að skella inn uppskriftinni:

Pasta
Tómatsósa
ostsneið
steiktur laukur

*öllu skellt í skál og magn fer ýmist eftir því hvað er til og/eða hvað borðandi kræsist í.
þetta er herramanns matur og ég er ekki frá því að stundum er ég sólgin í þetta.
Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á hver ritar þessi fallegu orð þá er það að sjálfsögðu ég sjálfur tómatsósufíkillinn BirnaRún, vinir mínir eru svo miklir mannþekkjarar að þau gáfu mér tómatsósu í kílóavís í afmælisgjöf og þetta er semsagt ein af þeim uppskriftum sem eru með tómatsósu sem megin uppistöðu. Og verði ykkur bara að góðu með það

Skólamálin eru búin að vera í lamasessi seinustu viku, snjórinn er búinn að stöðva allt og alla og skólanum var,Takk fyrir, Cancelað fimmtudag og föstudag.... já rígfullorðið fólk gæti hreinlega drukknað í snjó. En þrátt fyrir mikið fuss af okkur gallhörðu víkingunum verð ég að viðurkenna, og ég geri það BARA hér þar sem þetta er á íslensku, að það ofsa mikill snjór, ég er ekki að grínast þegar ég staðfesti að það voru sirka 1,60 metra hár skafl hérna í inngangnum að húsinu.

ég og Kolla gerðumst kallmannlegar og djarfar á mánudaginn þegar við fórum og keyptum hurð handa camillu, það er búið að vera á stefnuskránni síðan við fluttum inn að hún fengi hurð við fyrsta tækifæri of á mánudaginn létum við loksins verð að því.. eftir miklar og strangar rökræður við hvor aðra komumst við loks heim með þessa líka fínu harmónikkuhurð og spítu sem gegnir hlutverki veggs. við semsagt skelltum upp hurð og vegg bara einn tveir og bingó og sérsniðum bæðu vegginn og hurðina svo þetta passaði allt saman. Við Kolla gætum mögulega verið betri smiðir en forritarar, thjaaa alltaf kemur lífið manni á óvart.

en eins og þú ágæti lesandi ert sennilega búinn að átta þig á núna (nema að þú sért smá hæghugsa) að við höfum lítið að segja og erum eiginlega búnar að eiga afskaplega rólegt líf uppá síðkastið, enda verður maður nú að slaka öðru hvoru.

Friday, February 16, 2007

tiny little sparks

Nú eru allir heimilismeðlimir á Gl.Klausdalsbrovej búnir að fylla 23 árin.. ég, Börny kom á hraðsyglingu á eftir Kollu og skellti mér á það að eiga afmæli 10.feb.. góður dagur. kom upp á Laugardegi, semsagt sérhannaður afmælisdagur til að fara á Feitt djamm.... sem ég gerði ekki. Ósk og Maggi voru reyndar með hitting á föstudeginum fyrir þar sem ég hefði getað sleppt mér lausri og farið á villt og tryllt djamm, ég meira að segja fór þangað en komst aldrei þangað... strætóinn semsagt strollaði bara framhjá stoppinu og stoppaði ekki fyrr en niðrá Nörrebro svo ég fó bara allaleið niðrí bæ og fékk mér sveitta petsu í staðinn... já ég hef heldur betur róast svona með aldrinum.

Gestir segiði... já Pabbi hennar kollu kom um seinustu helgi og hafði hún góðann tíma með honum,
svo núna á miðvikudaginn komu Þórey og Svavar... það er búið að vera rosa gaman að fá þau enda alltaf gaman að fá nýtt blóð í Danmörkina...

skólamál: já við erum að taka SUPERSEMESTER á þetta og erum búnar að vera að læra eins og enginn sé morgundagurinn.... ég er ekki frá því að það sé skemmtilegra í skólanum eftir að maður gerir heimavinnuna sína.

Persónulegir sigrar: í gær bauðst ósk til að sitja hjá mér og halda í hendina á mér meðan ég forritaði vikuverkefnið... og What Do You Know, ég gat gert verkefnið, vá ég er ennþá í svona alsælu og er að rifna úr sjálfsstolti, eins og þeir segja gárungarnir þá var þetta lítið sem ekkert fyrir umheiminn en OFURAFREK fyrir Birnuna, hef ekki hætt að dansa síðan.

Kolla er Núna að vinna á Barnum, það er intropartý í kvöld, ég ætla mér ekki að mæta þar sem ég er orðin svo þroskuð með aldrinum.... (ok ég er að plata núna, það eru bara fátt medialogyFólk að fara)..

allavega later later later

Friday, February 02, 2007

and she went bananas

ég skal alveg horfa framan í það að ég á mín móment ef einhver hárgreiðarinn fuckkar upp hárinu á mér en sjeeeett ég verð að deila gleðinni með ykkur...

með þessu videoi

þetta er semsagt gella að taka nett bestífukast á brúðkaupsdaginn... og jújú yfir hárinu á sér,
ég vil hér með biðja ykkur kæru vinir og vandamenn að gera allt sem í ykkar valdi stendur að koma i veg fyrir að ég(BirnaRún) myndi EIPSJITTA eins og þessi gella....

en burt séð frá tjúlluðum brúðum þá höfum við það bara nokkuð gott. prófin búin og ný önn tók við í gær, fyrsta Febrúar. nýjir hópar að myndast og spennandi önn framundan...
Við héldum ágætis fyrsta teiti á Gammel Klausdalsbrovej... allavega skemmtum við okkur Konunglega eða Drottningalega eins og kolla vill kalla það... mikið af fólki og við endurlífguðum nokkur spor frá dansklúbbsárunum í kolding... thjaa eða við kolla og camilla.. hörkustuð, uppskárum eitt stykki brotinn sófa og svo fór klósettlásinn í hundana... thats just the price you pay for fun, ey!!
Maggi, Ósk, Arndís og Biggi gáfu mér og kollu BrjálaðFlotta smásteikarpönnusett í afmælisgjafir.. Takk ÖLL FYRIR ÞAÐ

ég er núna að fara til hans jóa í matarboð svo ég hef engann tíma í að segja meira frá lífi okkar...
later pípz

Saturday, January 27, 2007

and so it is

MillaCamilla er búin að smella inn den hele Paris 2006-7 collection á myndasíðuna sína... Enjoy, við gerðum það :)

Tékkið á myndunum HÉRNA

Tuesday, January 23, 2007

Afmæli


Jæja alltaf gaman að eiga afmæli á svona dögum... sit uppi í skóla og er að svitna við það að lesa fyrir prófið á morgun ...já já ....lokaprófið okkar er sem sagt á morgun... ... er að deyja úr stressi... frábær afmælis dagur :D... en allaveganna ...ég vil óska tvíbbanum tilhamingju með afmælið ...ég vona að þú náir að njóta dagsinns betur en ég ...

Sunday, January 07, 2007

Danke for Daz 2006!!

París segiði.... hvar á ég(Birna) að Byrja...jú það var RUGL GAMAN!! Ótrúlegt en satt þá gekk öll ferðin frábærlega vel... þrátt fyrir að við getum verið óttalegir ratar stundum og alveg ótalandi í frönsku þá villtumst við ekki einu sinni í þessari reisu... en DAMN það var gaman
byrjuðum á að vera heima hjá honum Xavier sem býr í útjarðri Parísar, vorum þar í tvær nætur og eyddum tímanum þar í að læra prógramming sem reyndist vera líka svona svaðalega leiðilegt.. Allt í heimi var meira áhugavert á þeim tímapunkti og enduðum við einhvernveginn á að líta svona út:


á Gamlársdag skelltum við okkur svo á Hótel inní miðborg Parísar og það verður að segja að þvílíkan lúxus sem við duttum inná þarna, herbergið samanstóð af 3 rúmum, borði einum stól og salernisaðstöðu með sturtu... kellurnar bara að tríta sig hugsiði eflaust núna.. og jú jú þetta var mjög kósí, EF ÞETTA VÆRI FANGAKLEFI... salerninu fylgdi glaðningur, hægðir seinasta ábúanda tók á móti okkur og ekki nóg með það þá var sírennsli svo það var ekki hægt að sturta.... pípulagningamaðurinn kom þá bubblandi upp í mér Birnu og við náðum að redda sírennslinu með að rífa klósettkassajúnitið í eindir.. enda nennir maður ekkert að vera að kvarta með svona smámuni, við vorum líka á hraðferð til að nota daginn í að skoða borgina... Við settum á okkur rauðan varalit og alpahúfur að hætti frakka og drifum okkur út.... í leiðinni kipptum við með okkur fransbrauði og rauðri rós.. meira lókal gátum við ekki litið út fyrir að vera... áfangastaðirnir þennan daginn var meðal annars Notre Dame dómkirkajan, almenningsgarðar og franskt kaffihús...





okkur til mikillar uppisprettu hláturs tókum við eftir því þegar við sátum á kaffihúsi í dulargerfinu okkar að það voru túristar að taka myndir af okkur sem svona "Steríótýpunum af frökkum"... fólk er kjánaprik :)

eftir þetta bæjarrölt okkar fórum við aftur uppá hótel að borða hinn dýrindis örbylgjuáramótamat látum myndina tala sínu máli um gæðin:

við settum þetta bara kátar í lífssreynslubankann...

svo var stefnunni heitið á Tour de Effel, jabbz við ákváðum að eyða kvöldinu hjá Effelturninum... þar var mikið af fólki og mikil gleði gleði... við vorum í góðu gamni og blönduðum geði við fullt fullt fullt af fólki...


svo eru skemmtilegu "had to be there momentin" :




á nýjársdag fórum við svo í menningaferð... já tókum parís og rúlluðum upp túristaattractiononum....



Við vorum alveg heillaðar af Arkitekrúrnum sem var allstaðar í öllu þarna.

svo útsýnið úr Effel Turninum:


og svona langt vorum við Kolla að heiman:


Happy campers....


Kolla lennti í svakelegri lífsreynslu í underground kerfinu í París... hún var nefninlega rænd... já RÆND. reynda var þjófurinn blekölvuð kelling og ránsfengurinn var maltiserspoki sem kolla var að næla sér í úr sjálfssala, rónakellinginn kom þá askvaðandi og ýtti kollu í burtu, hirti pokann leit svo á kollu og sagði MERCHY og labbaðu svo kát í burtu. ég og camilla vorum næstum búnar að pissa í brækurnar af hlátri útaf svipnum á kollu þegar hún leit á okkur forviða af þessari uppákomu...

seinustu nóttina fórum við svo aftur heim til Xaviers glaðar með frábærlega skemmtilega daga...

svo er ein enn hópmyndin sem var tekin á leiðinni upp effelturninn... skemmtileg mynd þar sem enginn er almennilega inná og ég er að geyspa svona sjarmerandi.

Friday, December 29, 2006

PARÍS !!!!!

Jæja þá er komið að því .....8 tímar í flug til danmerkur og síðan 17 tímar þanngað til að við verðum á leiðinni til parísar .....hversu SWEET !!!!! er það ....en við getum nú alveg báðar játað því að við hefðum viljað fengið smá meiri tíma með fjölskyldu og vinum hérna heima...þessi tími er búinn að fljúga í burtu sérstaklega þegar helmingurinn af honum er búinn að fara í lærdóm :S.. já eins og flestir vita þá bíður okkur hrikalegt próf þegar við komum aftur til dk.... en við skulum ekki hugsa út í það núna því að... PARÍS HERE WE COME........
Hér með viljum við bara segja GLEÐILEGT NÝTT ÁR allir saman ....sjáum ykkur á næsta ári :)

Sunday, December 24, 2006

Alþjóðleg Jólagleði handa öllum :)

Gleðileg Jól
Merry Christmas
God jul
Hyvä joula
Joyeux Noël
Feliz Navidad
frohe Weihnachten
メリークリスマス
веселое рождество
Buon Natale
vrolijke Kerstmis
聖誕快樂
Καλά Χριστούγεννα

.....og svo kunnum við ekki meira af tungumálum en vonum að boðskapurinn hafi komist til skila, til hamingju með afmælið Baby jesus!!
Hafið Gleðileg jól...

kv.BirnaRún og Kolla

Tuesday, December 19, 2006

Iceland is a Niceland

við erum semsagt lentar á fósturjörðinni... lárétt rigning, vörumerki íslands, fagnaði komu okkar....
koma okkar merkir aðeins eitt: Verkefnin okkar eru komin á borð prófdómara og svo svörum við fyrir okkur 24(kolla) & 25(jég,Burny) janúar... VúdhúdíDú!!!
en áður en það gerist stappfyllum við mallakútana af jólagotteríi og franskri menningu um daz áramótoz.

stutt stopp á fallega landinu og eins gott að fara að troða smákökum í trantinn á sér... ekki vill maður gleyma að fitna

farin að spise julesmåkage... hilsen SantaBirna

Tuesday, December 12, 2006

AAAVVVHHHUUUUHHHUUU

Bara að leyfa ykkur að vera með ......

VIÐ ERUM KOMNAR MEÐ MIÐA TIL ........PARÍSAR UM ÁRAMÓTIN