Wednesday, May 28, 2008

HHuuummm ætli flestir séu hættir að lesa bloggið okkar,,, engar kvartanir um bloggleysi ...

Ætli það sé ekki kominn tími á smá blogg ...sem verðu reyndar ekki langt, því í raun og veru ætti ég ekki að vera eyða tíma að skrífa blogg..... ég ætti að vera að skrifa bachelor verkefnið okkar sem á að skila á miðviku daginn .....úúúúfffff...

Allaveganna eins og felstir eru búinir að fatta þá er skólinn það eina sem við vitum hvað er þessa daganna,, eða réttara sagt er búið að vera seinustu mánuði,,,, ég trúi því bara ekki að þessi önn er búin ...hvert fór allur tíminn. það er svo sem ekkert nýtt, eins og Birna skrifaði hérna í seinustu færslu þá er ég flutt út. Úr 144 fermetra íbúð með bestu gellum í heimi, í 33 fermetra íbúð, en sem betur fer erum við mikkel að fara að flytja í stærra núna í júni... JEI hlakka rosalega til að geta lagt frá mér hluti, án þess að íbúðin líti út eins og ég veit ekki hvað... 
annars var ég og Mikkel að splæsa á okkur eitt stykki myndavél... 
Þetta er nýja beibíið mitt. hehe 
Ætla svo að notfæra mér að fara út og taka myndir þegar við erum búin að skila þessu verkefni.
Læt fylgja hérna tvær myndir sem ég tók út um gluggan hérna heima. því að við höfum ekki tíma til að njóta góða veðursinns. 



Allaveganna þanngað til næst,,, hver veit kanski verðum við komnar með bachelor gráðu næst þegar þið heyrið í okkar... :D

Tuesday, April 08, 2008

ooog

... það er alltaf sama sagan af okkur, Kolla flutti út í mars og við Milla fengum nýjan húsfélaga... það er hann Magnús sem var sá heppni að hreppa titilinn kóngur Limehouse... Við erum þá 2 strákar vs tvær stelpur... og fljótlega hlítur að fara verða PS Burnout keppni þar ísland - finnland- danmörk keppa shjiiii gæti maður orðið eitthvað meira nörd.... og er stolt af :)

... við náðum öll saman forrituninni 

... náðum öll stærðfræðinni

... og öll náðum við líka theory of science

... SVO eina sem við þurfum að gera núna er að ná næsta prófi sem er á mánudaginn sem við mætum að sjálfsögðu fersk í og verjum litlu ritgerðina okkar sem við skrifuðum í leturstærð 8 eða eitthvað til að halda henni innan blaðsíðufjöldans, ooooh við erum svo sniðug

... og þá mun bara BACHELORprófið vera eina sem eftir er að massa og þá er komin gráða á línuna

... og svo á föstudaginn þá strílum við okkur í partýgallan, morðhælana og mellumálninguna og förum á árshátíð og í þetta skiptið erum við EKKI að sjá um PR málin og planið er að verða argangi fersk með allar tær votar

ræræræ.....

... svo er það þjóðarstolts teiti í nýja slottinu hjá óskipósk á laugardaginn

... og ekki nóg með að næsta helgi verður eitthvað spes með lærerí þá var seinasta tekin með skemmtilegheitum líka

... okkur var semsagt boðið að koma með 4ðu annar verkefnin okkar á NEXT5 innovation confrence i århus, ég með SoundGrabber og Kolla með WobbleBoard Active.... Kolla og Milla fóru en ég ákvað að nýta tímann meðan hópurinn minn væri á ráðstefnunni og skella mér í staðinn til íslands.... en fyrst með ráðstefnuna þá slógu verkefnin okkar í gegn og það liggur boð fyrir að ef við gerum eitthvað svona svakalega svalt aftur þá erum við velkomin aftur... ég er smá svekkt að hafa misst af þessu því þetta er náttulega gott publicity en það var SAMT algjörlega þess virði að fara heim til íslands og hitta 3gja mánaða Leu Lys barn Höllu systir... eitt fAllegasta barn sem ég hef séð og hef ég nú séð þau falleg.... svo kom í ljós að ég er líka svaka klár með ungabörn.... þangað til þau gubba samt, þá panikka ég pínu. ohh það var svo gottog yndislegt að komast heim smá.

yfir og út, Hilsen BirnaRún 




Friday, February 29, 2008

próf ...hvað er málið

já eins og Birna nefndi í seinustu færslu.... þá er margt að gerast hjá okkur núna.....
ég er semsagt frá deiginum í dag flutt út.... ég verð nú að viðurkenna það að þótt að ég sé ekki búin að búa/vera heima í Herlev í nokkra mánuði, þá var svolítið skrítið að standa í tómu
 herbergi ..... og skrítnasta við þetta allt saman er að flytja frá stelpunum ..... sérstaklega Birnu þar sem við erum búnar að búa saman í hhhhuuummmmm,,,,, VVÁÁÁ ...4 ár ..(Birna hvað kom fyrir ...ekki neina danska stráka ..takk...) híhí magnað hvað hlutirnir breytast. 
En já Birna og Camilla halda íbúðinni fram í endaðan júni, vonandi á þeim tíma verða þær komnar með íbúð eða kollige (herbergi).....ekki væri slæmt ef ég fengi þær bara sem nágranna hérna þar sem ég bý núna.

Allaveganna... núna er bara próflestrar helgi...úúúffffff maður er ný búin með jóla/janúar törnina og strax komin önnur... þetta er nú meira ruglið....

jamms jamms og jæja ... það er ótrúlegt hvað maður hefur ekkert að segja.....

Ég (við) erum svona eiginlega búin að ákveða að koma til íslands í sumar, ég vonandi að vinna hjá Innnes og Mikkel sem smiður en við erum svona að bíða eftir því að binda seinustu endana saman og ég held að Birna sé líka að koma til íslands í sumar.... þannig að það er eins gott að fara að plana eitthvað ... við viljum fá útileigu partý... grill partý ... sumarbústaðar djamm og allan pakkan ..:D

ætla að hætta þessu rugli núna og fara að horfa á bíómynd .... :)

HEJ HEJ.......

 læta fylga smá með ...gggoooooddddd times...


ein svona rétt rúmlega venjuleg af okkur..


BBBOOONNN  AAANNNEEEE..París.


Birna og Camilla (stelpu bond)

málingar dagur uppi í skóla..



Tuesday, February 19, 2008

skóliSkóliSkóóóóli

...Ekki mikið meira um það að segja, erum í einhverju svaðalegasta forritunar/stærðfræði bootcampi sem sögur fara af um þessar mundir. Erfiðis vinna fyrir gráu flögurnar í toppstykkinu. Batchelor önnin small hratt og harkalega á okkur, allir fyrirlestrar eru krammdir inní stundaskránna núna í febrúar og mars þar sem við byrjum á því strembnasta / leiðilegasta að mínu(Birnu) mati. Prófin nýbúin og rétt ókomin aftur, sem sagt bootcampinu verður slúttað með prófum núna eftir minna en tvær vikur.... sössssss ekki mikill tími sem gráu sellurnar hafa til að byggja Artificial intelligence prógrömm sem er thema annarinnar... vúddídúúúú!!! Reyndar er þetta svakalega áhugavert allt saman og mjög skemmtilegt þegar maður loksins nær tökum á þessu, það mætti bara gerast svo miklu miklu hraðar þar sem heilu dagarnir geta farið í trial/error og hárreytingar, aumingja foreldrar mínir eru hættir að þora að hafa samband þar sem ég verð alltaf svo rosalega úrill eftir alla þessa heila áreynslu.

Annars er rosa mikið í fréttum og mikið að ske hérna í limehúsinu okkar ITS AN END OF AN ERA. Þar sem ég vill ekkert fara að slúðra neinu þá verður fólk að pressa á annað fólk (semsagt ekki mig) til að fá það safaríkasta hihihi :)
End of an era er samt að við erum að flytja. Keyptum þrjár íbúðir í raðhúsalengju í Lyngby.

Reyndar ekki svo gott en við erum samt að flytja. Erum að liggja á bæn fyrir Kollegi íbúðum í sama kolleginu svo við getum verið nágrannar.
Svo ef einhverjum vantar sófa og/eða hægindastóla í góðu standi þá endilega komið og pikkið það upp hingað til Herlev.

jæja svo ég vitni í Millu þá verð ég að fara að gera e-ð að viti
LEARN MATH OR DIE TRYING!!
adios

Monday, January 28, 2008

FRÍÍFRÍFRÍ

Það er hún ég Birna sem Pikkar inn í þetta skiptið:
Ég braut spegil í dag.... hef þar með kallað yfir mig sjö ára ógæfu. Sit núna heima og er að velta fyrir mér hvað ég get gert af mér sem kostar sem minnsta áhættu. Ætlaði að fylla uppí gatið á klósetthurðinni með spasli þegar túpan rifanði í öfugann endann og spaslið frussaðist á mig alla og útum gólf.... sumsé ógæfan byrjuð. Gæti að sjálfsögðu skrifað þetta á almennan klunnaskap en mér fynnst meira töff að kenna speglaóheppninni um. Almenni klunnaskapurinn hefur blómstrað í mér síðan ég man eftir mér en svo kynntist ég Kollu og þá í einu vetvangi var ég orðin manneskjann sem FYLGDI uppá slysó. Síðan ég og Kolbrún fórum að búa saman fyrir 3oghálfu ári þá hefur Kolla þurft að þola ótrúlega seinheppin skakkaföll. En núna verð ég að byrja að verða vör um mig...reyndar búin að fara einusinni uppá slysó á þessu ári, brenndist á kaffi og ég ætla að skrifa það á fyrirfram greidda speglaóheppni. Á morgun ætla ég að fara beinustu leið uppí tryg og tryggja mig í bak og fyrir.
góðar stundir gott fólk

Saturday, January 19, 2008

BLOGGA hvað er það

OK ok ok ......... ég (kolla) lofa að blogga þegar próf törnin er búin :D

Wednesday, November 28, 2007

Heelooov fréttir

... ekkert að frétta sósum, ég Birna er núna húsmóðir og faðir í limehúsinu okkar þar sem stelpurnar eru í Esbjerg á ráðstefnu, hversu follorðinslegt er að segja að húsfélagarnir séu með erindi á ráðstefnu að kynna wobbleboard active með hópnum sínum. Gamanaððissu.
Af minna alvarlegu hlið lífs okkar að frétta er Halloween party partey sem við héldum í vel skreittri í búðinn, plöstumðum pleisið hátt og lágt, plast á veggjum og gólfum, kóngulóarvefir, legsteinar, fuglahræða og graskérkall og bolla sörveruð í heimagerðri kónguló.... partyið að partí og fólk var duglegt að mæta sem allra kynja verur, eins gott fyrir það líka því við vorum tilbúnar með refsibúninga ef fólk var of töff til að mæta í búning. Ég,Thomas, Milla og Hoover vorum Baywach/Jaws þema og Kolla var dauð prom queen. Verð að segja að hún hefur átt betri daga útlitslega séð, hún var sumsé frekar óhugguleg.
Ég kíkti á Muse tónleika um daginn var alveg að skemmta mér konunglega en Thomasi fannst Muse ekkert spes..... klikkaðir þessir danir alltaf. En allavega vorum við, Maggi og Ósk í fullu fjöri.
Ég og Milla ætluðum að láta á það reyna að komast á Arcade Fire tónleika á gömlu aflýstu miðunum okkar en svo nenntum við ekki.... letibikkjur.
Ég fór svo að sjá Ísland tapa í parken... hélt ég myndi ekki fá frið frá danavinunum sem ég fór með en allt kom fyrir ekki og þeir gortuðu ekki neitt af sigrinum... Ég hefði sko nuddað því í þá í 3 mánuði hefði ísland slefað í þá... kannski var eins gott að við töðuðum.

Jólin eru að koma, ég smitaðist af skipulaginu á MaggÓsk og dritaði inn jólagjöfunum um seinustu helgi... já stolt var ég þegar ég hjólaði heim með fullt af pokum hangandi á hjólinu.

Næstu helgi verður svo skólinn skemmtistaður helgarinnar þar sem vikan mín er orðin að mán, þri, mið, fim, fös, fös, 1/2 sun, mán etc.

Ef það er satt að vinnan göfgi manninn þá hjlóta Medialogy nemar að vera gööööhöööfugt fólk svo ekki sé meira sagt...

Maya(3d forrit, fyrir þá sem eru ekki jafn miklir nördar og ég) er að kalla á mig...

gleðileg jól og farsælt ár ef ég er jafn dugleg að blogga og vanalega!!

Thursday, November 08, 2007

híhí

jamms jamms ...við erum hæðilega lélegar blogga. eins og kommentið frá elvu Rut í seinustu færslu... maður skammar annað fólk fyrir það að hafa ekki bloggað og síðan bloggar maður ekki sjálfur....en já ...bara smá færsla til að láta vita að við erum ennþá lifandi ....ég (kolla) er komin aftur heim frá ástralíu ....dem þetta var geggjuð ferð....stelpur enn og aftur takk fyrir mig...annars er eiginlega ekkert að frétta við erum að drukna í skólanum ... erum í tímum frá 9 til 17:00 næstum því á hverjum deigi og síðan er farið heim eða verið ennþá í skólanum til að vinna við lokaverkefnið sem við eigum að skila eftir mánuð .... úúfff ég held að við séum öll sammála um það að þetta er búið að vera erfiðasta önnin,,,já alltaf gaman að segja frá skólanum.... hehe...en já eins og ég sagði bara smá færsla þetta skipti ...verð að fara að gera forritunar verkefni núna ....úff...

Wednesday, October 17, 2007

aarrggg það er svo stutt eftir

Ég lofaði nú að láta heyra í mér aftur ...þannig að ég held að það sé kominn tími á smá blogg...
Ég trúi því ekki að það er þriðjudags kvöld og ég á bara miðvikudag og fimmtudag eftir hérna...iiiiiggghhhhh.......
Helgin var æði við skelltum okkur út á lífið bæði á föstudeiginum og laugardeiginum . (Pikkup línan okkar þessi kvöld .... BOW CHICKA WOW WOW) ...við reyndum að vera geggjað fancy á föstudeiginum og pöntuðum okkur drikk í staðinn fyrir að vera að drekka alltaf þennan bjór, en það gékk nú ekki lengi, strax eftir fyrsta drik þá var farið beint í bjórinn .....ooohhh við erum svo miklar gellur.




stelpurnar með nýju eyrnalokkana......

á sunnudeiginum löbbuðum við að shelly beach sem er smá spölur frá ströndunum hérna í nágreninu ....shitturinn geggjað flott... löbbuðum upp á klettana þarna og horfðum yfir.....mér leið eins og ég væri í drauma heimi....
oohhh ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa ....það er ekki hægt að lýsa þessu öllu, eina sem ég get sagt að þetta er draumur.....




Mánudagurinn þá var ákveðið að fara inn til Sydney ...vöknuðum snemma og vorum komnar til sydney um 11 ....það tekur okkur hálf tíma að fara með ferju á milli manley og sydney... fórum auðvitað og skoðuðum óperuhúsið og vorum eins og verstu túristar með myndavélarnar .....(vá hvað óperuhúsið er minna en ég hélt ...híhí.... ) auðvitað var farið í hæðstu byggingu í sydney, sydney tower,,,(shittur skil ekki afhverju ég læt mig alltaf hafa þetta fór bæði í las vegas turninn og effel turninn í parís og er alltaf að deyja úr lofthræðslu.) skoðuðum Darling Harbor, settumst niður í hitanum og svolguðum í okkur ísköldum bjór...aaahhhh......... :D













ég að koma við óperuhúsið






I dag var varla líft að vera úti, það var svo heit og heitur vindur 34 stiga hiti ..... ....stelpurnar fóru í skólann í morgun og ég skellti mér út að skoða í búðir ....(eins og ég er ekki búin að gera nóg af því síðan ég kom) eftir að hafa verslað smá labbaði ég út á bryggju og settis og horfði á fólkið, stuttu síðar gat ég ekki meira....
Planið fyrir næstu daga er að njóta þess að vera á ströndinni á meðan stelpurnar eru í skólanum ....(maður verður nú að reyna að fá einhvern lít áður en maður kemur heim) karíókei kvöld á miðvikudaginn og snorkling hjá shelly beach á fimmtudaginn, við fórum í dag í einhverja búð og maður getur leigt blaut búning og snorkling gear fyrir 40 dollara sem er um 2000 kall ísl fyrir heilan dag og síðan er það bara að pakka og því miður flugvöllur á föstudaginn.

jæja þetta er orðið nógu langt í bili .....set inn fullt af myndum seinna ....það að bara smá sýnishorn hérna með blogginu...

Friday, October 12, 2007

smá kveðja frá ástralíu

Jæjæ ætli maður ætti ekki að setja inn smá færslu...
vá ég er næstum því búin að vera hérna í viku..þetta er algjör draumur .. ferðin byrjaði nú ekki skemmtilega ...ég fór upp á flugvöll á laugardags kvöldi...var nú frekar ánægð með stöðina þegar ég kom upp á völl, það var ekki það mikið að fólki þannig mín var frekar ánægð en nei rétt áður en flugið fór af stað þá fylltist völlurinn og auðvitað allt fólkið að fara til Bangkok ..(hvað er málið með fólk að fara til bangkok á laugardags kvöldið) allaveganna var ég svo heppin að ég fékk sæti í vélinni en auðvitað var einhver huge gaur fyrir aftan mig sem sofnaði strax.. en held að gauksi hafi verið með martraðir því að hann gat ekki verið kjur og það var eins og sætið mitt var i jarðskjálfta... greyið konan við hliðin á mér sá að ég gat ekki sofnað og bauðst til að skipta sæti við mig í einhvern tíma ....fanst það frekar fáranlegt að vera já takk .. þannig að mín var vakandi allan tíman í 11 tíma flugi....

Jæja ég komst þó til bangkok og var lent þar um hádeigi á þeirra tíma.. en þá byrjuðu vandræðin ...ég kom að innritunar borðinu og þá fékk ég að vita að það leyt ekki út fyrir að ég kæmist með... FRÁBÆRT !!!!!
kellingin sagði mér að koma aftur til sín seinna um daginn um 5 leytið og þá gæti hún sagt mér meira ....(flugið átti að fara klukkan 18:10) þannig að mín labbaði um og prufaði öll reyk herbergin á flugvellinum...sá síðan þetta magnaða skilti...

múslímar eru með sitt eigið herbergi á flugvellinum til að biðja ....þegar ég kom aftur til kellingunar ... sagði hún við mig að það væri ekkert nýtt að frétta.... svona um 20 mín í 6 þá var mín orðin stressuð og var svona byrjuð að pæla hvar ég ætti að gista en þá sá ég að kellingin var einhvað að reyna að ná sambandi við mig.... jújú ég komst með fluginu....

Þegar ég kom upp í vél þá var mér vísað inn í eitthvað herbergi í flugvélini þar sem ég átti að bíða þanngað til að allir væru komnir inn því að ég fékk ekki venjulegt sæti heldur fékk ég flugfreyju sæti .... á því tíma bili var ég svo þreytt og ánægð að ég hafi komist með fluginu að mér gat ekki verið meira sama ....Það komu þarna tvö í viðbót einhver hommi og síðan stelpa... þau létu mig vita svo mörgum sinnum hvað ég væri heppin því að þau væru bæði búin að vera föst í bangkok í 3 daga... :D (þar að auki vinna þau bæði fyrir flugfélagið þannig að þau ætti að hafa meiri séns en ég að komast með)

Allaveganna beið mín 9 tíma flug.... ég var sett í flugfreyju sæti í BUSINESS CLASS
...frábært,,, fékk nú kampavín og svona en dem.... ég gat heldur ekki sofið í þessu flugi ...hvert skipti sem ég var alveg að sofna út af þreytu, hrökk ég við, því að það var ekki hægt að halla sætinu niður eða leggjast upp að einhverju..þetta var HELL...

Mín var síðan mætt á svæðið glær af þreytu en ég var komin til stelpnanna um 8 um morguninn á þeirra tíma .... þá var ég ekki búin að sofa í næstum því 36 tíma...

Seinustu dagar eru búnir að vera æði... fyrsta kvölið fórum við í smá göngu túr út á strönd,,byrjuðum við á því að hitta leðurblöku á stærð við máva ....huge stór,,, eftir þá löbbuðum við á ströndina þar sem við rákumst á þessa littlu vini ....



enduðum við síðan í smá fiski leiðangri..




Mín er búin að kíkja smá í búðir og svona eyða smá pening það er nú alltaf leyfilegt þegar maður fer til útlanda ...síðan skelltum við stelpurnar okkur á karíokei kvöld hérna á bar rétt hjá á miðviku daginn ....læt bara myndirnar tala fyrir sig









ég blogga síðan seinna,,,er ekki að nenna meiru ,...það er svo mikið að segja, en þá verður þetta bara heil ritgerð... set nokkrar myndir... :D






kveðja frá Ástralíu :D
P.S birna stelpurnar sýndu mér stað sem selur næstum því alveg eins og JAMBA JUICE ...fékk nú smá samviskubit að vera drekka þetta án þín...

Thursday, October 04, 2007

Ástralía........

Mér líður eins og littlum krakka sem er að bíða eftir jólunum.... er að deyja úr spenningi... aðeins 2 daga þanngað til að ég legg af stað frá danmörku til ástralíu.

Þetta er staðurinn sem ég verð á......

áður en ég lendi í ástralíu það verður stoppað í Bangkok... Sem mér finnst geggjað spennandi, því miður er ég ekki viss hversu lengi, en er að vonast til að geta fengið smá tíma til að skoða Bangkok :D
Well verð víst að halda áfram að fylgjast með í tíma.... en ég set inn myndir og kanski hendi inn einu bloggi meðan ég er hinu meigin á hnettinum......