Saturday, April 29, 2006

The BEZT TIMES!!

nú erum við komnar heim frá Californíunni fallegu... tíminn er búinn að þjóta allt allt of hratt... Apríl var eins skuttlaðist bara áfram.. það er rétt sem þeir segja.. "time Flies when your having fun" notuðum seinustu dagana okkar í Road trip með Camillu, Magga, Láru, Elvu og Juha. það má segja það lygalaust að þetta var eitt af því skemmtilegasta í heimi..

byrjuðum ferðina á þriðjudaeginum 18. April í GLAMPANDI veðri með artic monkeys í græunum.. ferðinni var heitið til englaborgarinnar Los Angelis.. við keyrðum strandlengjuna og útsýnið var svakelgt, Orange County og Laguna Beach í öllu sínu veldi. þegar komið var til L.A. reyndist Hostelið okkar á Venice Beach vera fullt þessa nóttina þar sem við áttum bara pantað fyrir daginn eftir. við tókum þá bara á það ráð að sofa í bílnum á nærliggjandi göngustíg.. soldi funky að vera busta tennurnar morguninn eftir með skokkararana trítlandi allt í kring um mann...
fórum á hostelið um tíu í þeirri von um að fá að tékka okkur inn en nei tékk inn var í fyrsta lagi klukkan eitt svo við fórum bara á ströndina (sömu strönd og baywatch er á) og lágum og sóluðum okkur.. sum okkar... jahh eða allir nema Camilla lenntum i smá bruna en Maggi Rauðhærði einstaklingurinn i hópnum lennti í SVAKALEGUM bruna.. úff hann sofnaði með sólgleraugu í þessa 3 tíma sem við lágum og rauðara andlit hefur varla sést á heimskringlunni.. og hvítir hringirnir eftir sólgleraugun voru ekkert að bæta það... maggi var semsagt Botox maðurinn þennan daginn.. ooog daginn eftir líka reyndar. Þetta rauða andlit gaf okkur mikinn hlátur... Takk MAggi.. við vitum að þetta var allt planað hjá þér.

daginn eftir tókum við túristapakkann í LA á þetta, Hollywood skiltið, walk of fame, kodak theater(óskarsverðlaunahúsið, Beverly Hills og eitthvað fleira var skoðað hátt og lágt.. sáum einhverja stjörnu en eitthvað er nafnið að skolast til í kollinum á manni enda höfðum við miklu meiri áhuga á að sjá hvað Camerumaðurinn sem var að mynda stjörnuna var að bralla..

eftir 3 nætur í L.A fórum við til San Diego, fórum á skemmtilegt Hostel á Ströndinni og slöppuðum af og skemmtum okkur um kvöldið með hostelfélugum okkar.. það er óhætt að segja að við höfum náð Y í TIPSY....en vá það er svo gaman að spjalla við allt þetta fólk sem er á ferð um heiminn og hefur milljón sögur að segja... Camilla og Lára enduðu i sjónum og ég veit ekki hvað og hvað... það er nánaðst óhætt að fullyrða að SAN DIEGO sé sá staður sem okkur langar hvað mest á aftur.. súperplace

daginn eftir fórum við til Mexikó.. ótrúlegt að sjá breytinguna á umhverfinu þegar komið er yfir landamærin... Tijuana er bara annar heimur.. mexikóheimur. Camilla og Lára keyptu fallega gjöf handa magga í mexikó, en það var blá wrestling gríma sem hylur allt höfuðið svo nú gat maggi verið öruggur í sólinni,(svo lengi sem hann var með grímuna á hausnum)...

keyrðum til Arizona fylkis um kvöldið og yfir nóttina en stoppuðum í eyðimörkinni um sólarupprás og lögðum okkur... sólarupprásin var gríðarlega falleg.
við vorum semsagt á leiðinni til Grand Canion... náttúran þar var tilkomumikil og rosaleg...

næsti áætlunarstaður var LAS VEGAS, Nevada BaBY!! spilavítaborgin mikla... úfff VEGAS er NAAASTY borg. allt alllt alllt sníst um peninga peninga peninga... og að sjálfsögðu giftingar að Elvis style...
fórum á djammið í Tresure Island (risa spilavíti.. þau eru reyndar öll keimlík) enduðum einhvern veginn inná high rollers lounge þar sem menn voru að spila með í minnsta falli einhverja 1000 dollara.. þarna sátum við og tipsuðum barþhjóninn einn dollara... hey við erum línlánafólk, peningar vaxa ekki í vösunum okkar...
ótrúlegt að það sé svona borg í miðri eyðimörkinni.. og lúxusinn í byggingunum... við spurðum okkur oftar en einusinni hverjum hefði dottið í hug að byggja þetta, magnað helvíti
við gerðum snar klikkaðan hlut í Las Vegas, við fórum uppí stratosphere tower og ég(B), Camilla, Maggi Elva, Lára og Juha fórum í "klónna" en það er nokkurnvegin svona kló með sætum sem snýst í hringi og hallar sætunum fram svo maður lafir einhvernvegin.... hljomar ekki illa nema það er 909 FEET NIÐUR,109 hæðir... og það er ekkert undir nema borgin... váá ég hef sjaldan verið svona nálægt því að fá panik kast, en ég hélt lífi en ég var sko viss um að ég myndi týna því af hræðslu áður en eg kæmist nálægt sætinu... En þessu hefði ég ekki vilja sleppa svona eftirá að hyggja.

Vegas var gott flipp... við fórum ofaní gosbrunna bara til að ná góðum myndum, "giftum" okkur hægri vinstri... held að kolla hafi gifst heilum 3 mismunandi aðilum og ég veit ekki hvað og hvað,.. við vorum ekki sátt þegar við vorum í strætó og hann stoppaði skyndilega og tilkynnti að hann færi ekki lengra þar sem Bush forseti væri í bænum, við ofursvölu evropubúarnir létum okkur fátt um finnast og náðum að forðast brjálæðið sem var í þann mund að skapast i kring um kallinn.. púff að fólk geti gert svona mikið veður útaf einhverjum.. þetta er nú bara maður eins og allir hinir.

NAB sýningin:
ástæða þess að við fórum í roadtrippið var NAB sýningin í vegas... allt þetta byrjaði útaf því að við þurftum að komast á þessa sýningu...á degi 8 ákváðum við loks að kíkja á þetta fyribæri en þarna er samankomin ÖLL nýjasta og flottasta tækni í media heiminum... þegar á staðinn var komið var okkur tilkynnt að við hefðum þurft að skrá okkur á netinu fyrir 19 april eða borga 200 dollara.. við náttulega sögðum bara GLÆTAN og fórum burt... sáum þá einhverja svaka verslunarstöð og ákváðum að eyða pening þar í staðinn... klikkað lið
um nóttina keyrðum við heim þreytt en í skýjunum eftir bestu ferð í heimi...

eftir var einn dagur í San Fran sem við eyddum í að runta um og ganga frá lausum endum... og viti menn, seinasta daginn í SF fengum við stöðumælasekt uppá 60 dollara... svekkjandi!!

frasar úr ferðinni (sem enginn skilur nema við ferðfélagarnir, innanminibushúmor)

NASTY
nasTEYY
NAAAAsty
Just like Baby Jesus
his name is palo...
uuuuhhhhh (þið vitið)
Bunda Jackson
Hero lies in you
óþarfi að roðna yfir þessu
stop stealing the thunder(held samt bara við kolla og camilla vitum þennan)
most Exilent
SUN SCREEN!! (gaur sem æpti þetta á magga brennda)
Back seat rebbel gang
front seat important people
middle mellows
"ohh nooo the road is not red"
the 60 minutes War
ýýggghhhh!
T-i-p-s-y..And 2night we are going to get Y
ahhh wear the mask
assmonkey
auðvitað má ekki gleyma pauló laginu :)

Monday, April 17, 2006

church is history, Kusbana

jább það gæti komið ykkur fólk gott á óvart að sjá og heyra að við erum fluttar enn og aftur, þetta er þá 3ja heimili okkar hér í San Francisco.... kirjan hefur verið nánast tæmd og það er búið að flytja okkur og allt draslið uppi Castro hverfi.. a.k.a paradís samkynhneigðra... þetta er miklu miklu betra hverfi.. miklu fallegra þó ekki sé talað um litríkara.. regnbogafánarnir eru á hverjum ljósastaur... sáum einmitt heilt gengi af bleikum karlmönnum í kjólum á leið okkar um hverfið... þó ekki sé talað um allar kanínurnar.. jabb við sáum þarna menn hálf bera með dúska á rassinum og með kanínueyru... ahh skemmtilegir karakterar hérna í SF... you´ve got to love it!!
í dag var náttúrulega páskadagur og við eyddum honum mest öllum í að flytja, það hefði verið smábarnadæmi ef hefði ekki verið fyrir himnastigann uppí íbúðina sem við fluttum í.. .þessi stigi er FáRÁNLEGA langur og brattur og það spíttist af mannskapnum svitinn eftir flutningana fórum við kolla i það mál að fela páskaegg hvor annarrar en hann Biggi (vinur magga) var svo indislegur að koma með páskaegg og gefa okkur.. hann er hetja dagsins :).... i þakkaskyni fyrir flutningsaðstoðina bauð David (bossinn/roomie) okkur út að borða á svaka góðan mexíkó veitingastað... svaka skemmtilegt allt saman... svo þegar heim var komið var bara meiri vinna ... hvað annað.

þetta er seinasta helgin okkar í San Francisco.. við eigum eftir að sakna þessarar borgar of mikið.. það er satt sem þeir segja gárungarnir...time flies when your having fun..
á Föstudaginn var spees.. það var alltaf plan að kíkja út á eitt gott djamm en vegna gríðarlegs vinnuálags var ljóst að við yrðum að vinna alla nóttina.. í mótmælaskyni ákváðum við að skemmta okkur þá bara ofsa í vinnunni... 5 hvítvínsflöskum var slátrað og úr varð hið skemmtilegasta flipp bara.. við vorum nota bene bara 4, við, camilla og Juha... maggi og biggi komu samt með innlit og svo var stefnan tekin út.. það var nefninlega verið að rendera(tölvan er að gera vinnuna fyrir mann og ekkert annað að gera nema bora í nefið) svo við fórum i pásu sem endaði uppí safeway supremarkað þar sem við keyptum okkur munchy... hittum það svakalega áhugaverðan fátækling...hann spurði hvaðan við værum og sögðum náttulega ísland/finnland og haldiði að kauði hafi ekki bara verið nokkuð lunkinn i finnskunni og gat sagt nokkur orð á íslensku... ekki margir hér sem geta státað að því...
þegar heim var komið þá var hafist handa við að taka upp BELLY Song lagið hennar camillu,... árangurinn....jahhh tölum um það seinna en damn það var gaman að þessu.
eftir tveggja tima svefn vöknuðum við ferskar eins og alltaf á laugardagsmorgunninn við að slökkviliðið var mætt á svæðið.. það var sem betur fer ekki eldur en samt voru 6 manns á svaka slökkvibíl mættir til að redda málunum.. það var nefninlega einhver brotinn gluggi i kirkjunni sem var að fara að detta úr og hefði getað drepið nærliggjandi íbúa san franciscoborgar.
laugardagskvöldið var frábært... gríðargóður endir á gríðrgóðu tímabili... við ætluðum á Club 10/15 sem er einhver svaka klúbbur með alveg 6 mismunandi svæðum og ég veit ekki hvað og hvað en við breittum því og fórum á eitthvern underground "klúbb" sem er fyrir ofan vöruhús einhverstaðar... við héldum að við værum stödd á skemmtistað en eftir spjall við fólk í klósettröðinni komumst við að því að þetta var heimili einhverns sem heldur svona RISA partý einusinni í mánuði og borgar leiguna með að selja drykki og láta borga inn... sniðugt system... kvöldið var ofsa gott, ... skemmtilegt atvik þegar chris féll í gegn um glerborð og mölbraut það.. hann sat bara á því í rólegheitum þegar glerið lét undan og hann pommpaði í gegn og lá steinhissa í grindinni á borðinu... soldið vandræðalegt fyrir hann en heimilisfólkið var super kúl á því og gaf honum drykk í tilefni brotsins... hversu svalt er svona folk... maður hefði haldi að honum hefði verið hent öfugum út en ekki í SF...

jæja Búnda og Kusbana kveðja í bili... næst er það bara LA,SanDiego,Mexikó,Vegas og GrandCanion... WWWWúúúuHú 8 dagar on the road :)

Thursday, April 13, 2006

Röbbing mí belley

wóvv fólk, kommenta kerfið hefur ekki undan... eeen við höfum samt sem áður ákveðið að fara ekki eftir ráðum Sigga í þetta eina skipti...
við erum búnar að standa í STRÖ-HÖ-ÖNGU þessa vikuna erum búnar að vinna frá sirka 9 á morgnana til klukka tvö á nóttunnni svo að segja stanslaust... þetta er samt svo svakalega skemmtilegt.. og svo erum við að læra svona líka svakalega mikið á þessu.. ég(B) er komin með smotterískunnáttu í after effects og er að mastera forritun*hóst* og kolla er að verða svaka fær i final cut.. ekki slæmt teimi hérna á ferðinni...
látum okkur sjááá... hummm ekki mikið að frétta þegar maður situr á sama rassafarinu alla daga... við höfum verið að skiptast á að elda í þessu klyppi-marathoni og í gær eldaði Camilla svona líka svaka gott wok.. það var samt einn hængur á.. það var svo svakalega sterkt að munnurinn var i ljósum logum og eftir því sem það leið lengri tími frá inntöku þá varð sviðinn sterkari og sterkari... eina ráðið sem við áttum var að aldrei hætta að borða..þetta orsakaði risu bumbur á okkur..ég(búnda sjálf) sá um eftirrétt og þar sem brottflutt fólk er búið að skilja eftir mikið magn af haframjöli og 7 tonn af sýrópi lá ljóst við að baka haframjölssmákökur.... fólk hafði á orði að ég liti ekki út fyrir að vera elda með ást þar sem ég sletti deiginu á plötuna og skellti henni i ofninn... útkoman var ein RISA smákaka sem þakkti plötuna...bragðgæðin voru umdeild en fólk annaðhvort elskaði kökuna eða fannst hun svona í meðallagi.. allavega ætileg...
við fórum að hitta dr. Ted í dag og sýndum honum heimasíðuna sem við erum búnar að klára handa honum.. hann var upprifin af kæti og leysti okkur út með svaka flottum vínum... ekki slæmt að hafa svona kúnna undir höndum.. yeyjjjj

það sem einkennt hefur seinustu sólahringa er:
-Camilla á sófanum... hún hefur brugðið á það ráð að vera bara hér í þessa 4 tíma sem hun á frí...
-vöntum á tölvum
-vöntun á plássi á hörðum diskum
-klára, klára, klára, reyna drita sem messtu frá sér
-misgóður dollubjór
-Súúúkkulaði og hnetur
-svefngalsi á köflum
-og síðast en ekki sýst... RUBBING MY BELLLLLLEY.... en camilla bjó til fallegt lag sem kemur væntanlega út á smáskifu á næstunni.


ÆÆÆÆÆÆÆmmmmm RÖÖÖBBBING mííí BELLLLLEYYYYYYYYYYYYYY!!!!! Úúúúúú BEEEELLLLLEYjjjjjjj

Sunday, April 09, 2006

Myndir !!!

Jæja nokkrar myndir komnar inn frá því að Aggi, Heimir, Trine og Lars voru hérna í Noma ferðalagi...hérna
Er annars ekki í stuði til að blogga núna ...enda lítið að frétta. Rebekka og Gústi fóru í morgun.. Partýið í gær var skrautlegt....(held að ég fara ekki nánar í það) :)

Saturday, April 08, 2006

vikan

...er bara búin að vera slatti fín, hún einkennist af glæpum, (engin útskýring gefin með því.. jú nema þetta var meðvirkniglæpur) keyrslu, heimsóknum og fullt af fleira skemmtilegu.
við ákváðum að elda saman á sunnudaginn og eitthvað varð smá eldamennska að 15 manna átveislu..elva Sara átti heiðurinn af svaðalega góðum pestókjúklingi, og svo voru bananar, súkkulaði og ís í eftirrétt.. gríðar gott..
á þriðjudaginn kom guðni hingað til San Francisco og hann mun halda okkur félagskap til 10unda.. og svo er Biggi vinur magga að koma í þessum rituðu orðum..það er eigilega eins gott þar sem allir eru farnir eða eru að fara, haukur og starri fóru í vikunni (starri þú gleymdir einhverju dóti hérna) og svo eru gústi og rebekka að fara á morgun...

á miðvikudaginn fórum við i svona líka svakalega skemmtilegt studytrip, við leigðum blægjubíla.. reyndar voru þetta mini coopers blægjubílar... engir mustangar í þetta skiptið en við vorum bara slatti sáttar með litla sæta blægjumíníinn.... við lögðum af stað í helli rigningu en fljótlega rættist úr veðrinu og við þeyttumst um Californíu með toppinn niðri í glampandi sól... ekta ameríski draumurinn þarna á ferðinni
við keyrðum um ALLT, yfir Golden gate að sjálfsögðu og þaðan í einhvern svaka frægan skóg.. við erum bara svo litlir skátar í okkur að við munum ekki nafnið á staðnum.. svaka fallegur samt... svo var förinni heitið í Napa walley.. þar sem vínin sem þið eruð að drekka gott fólk fæddust.. þar var svaka flottur vineyard sem við kíktum aðeins á... gríðar fallegt og auðvitað var toppurinn ennþá niðri.. við fengum okkur að borða og keyrðum svo til santa cruz.. reynda villtust allir á leiðinni en við vorum á fjórum bílum og hver einn og einasti fór á einhverjum tímapunkti vitlausa leið.. þetta var góóður og laaangur dagur og komum við ekki heim fyrr en um 10 leytið en þá höfðum við tæklað stórt stórt svæði... yeyjjjj :)

í gær.. fimmtudag var svo seinasti tökudagur better care forum.. internshipið er á enda hjá all mörgum en við kolla ætlum að reyna vinna sem lengst.. við eigum samt planað með öllum brjálað ferðalag þann 17. eða 18 og verður það svakalegt road trip.. össssssss

núna í kvöld (föstudagur í dag) er planað svaka partý til að kveðja Rebekku og Gústa og skemmta Guðna... það verða tveir dj-ar á staðnum og ég veit ekki hvað og hvað... gamanaðissu

Sunday, April 02, 2006

jailhouse Rock

nú er heill hópur af NoMA nemendum kominn til San Fran í skólaferð.. hópurinn samanstendur af heilum tveim nemendum... allavega þá er studytrip vikan hafin.. við getum væntanlega ekki tekið mikið þátt í prógramminu því við erum á BÓLAKAFI í vinnu... erum samt búin að taka þátt í einum dagskrárlið og það var kvöldferð í ALKATRAZ fangelsið .. eða THE ROCK eins og gárungarnir kalla það... (fyrir þá sem eru ekki alltof vel að sér þá er þetta fangelseyjan sem myndin The Rock var tekin uppá.. Al Capone sat líka þarna inni, ok nú vita ALLIR hvað ég er að tala um)... Ég held ég myndi nokkurn veginn missa vitið ef ég þyrfti að sitja inni... ekki alveg minn tebolli að hafa salernisaðtöðu við höfuðlagið á rúminu mínu...OJTZ

á Föstudaginn fórum við á Ruby Skye, einn stærsta skemmtistað hérna í San Francisco, það voru einhverjir heimsfrægir DJar að spila og maður myndi eflaust muna nöfnin á þeim ef maður væri eitthvað inní þessari DJ-senu.. fínt að losna við að hafa eitthvað þema í þetta skiðtið, og staðurinn var suddalega Flottur... bara reykherbergið eitt var stærra en gamli góði pitt stop... svakalega vel heppnað kvöld þrátt fyrir að Starri hafi lent í að vera kýldur uppúr þurru og að flestir á staðnum voru á veiðiskónum...

eftir alkatraz fórum við fínt út að borða, svo að segja fyrsta skipti hérna í SF síðan við komum.. við fórum á eitthvað sjávarrétta veitingahús með studytriparfólkinu, sem betur fer var seldur kjúklíngur því ég(B) er með svo svakalegt andlegt sjávarréttaofnæmi...
eftir átið ákváðum við að fara og smella útlitsbætandi í grímurnar á okkur áður en við færum uppí Haights á einhvern bar.. við tókum Magga með í það mission og ákváðum við að taka nýskupúkann á þetta og taka stætó í stað leigara.. strætóbiðin tók óvænta stefnu og enduðum við á að bíða alveg í 20 mín.. og strætó var hvergi sjáanlegur.. þá var tekin ákvörðun um að hlaupa inn í kirkju og sækja eina hvítvín til að stytta biðina.. þegar við komum út aftur sáum við i rassinn á strætó silaðist í burtu.. við tókum þessu með ró og biðum eftir næsta með flöskunni okkar... og flaskan kláraðist eins og sú fyrsta og við sáum fram á að strætó væri hreint ekki væntanlegur fyrr en eftir dágóða bið... við skelltum okkur þá til kínverjans a horniu og keyptum þá 3ju... einnig til að stytta biðina... eftir þá flösku sáum við að 78mínutna löng bið okkar var ekki að borga sig og við enduðum á að taka taxa... en bið eftir strætó hefur ALDREI verið jafn skemmtileg þar sem við vorum orðin hás með magaverk eftir allan hláturinn...
eftir pubbinn fórum við á AREA 51 gagngert til að gera hrekk í heimi og agga... þannig var mál með vexti að við vorum buin að plana þarna Aprils Foolsday hrekk með Camillu, tölvan hennar datt semsagt í gólfið hérna í stúdíóinu um daginn og hún fékk nýja frá tryggingunum... nóg með það en þá var planið að ég og kolla værum að "skoða" eitthvað i gömlu ónýtu tölvunni og æsingurinn yrði svo griðarlegur að við myndum missa tölvuna og camilla kæmi þá og tropaðist á okkur... planið gekk eftir og eftir að kolla var byrjuð að tárast af erfiði við að halda hlátrinum niðri heyrðum við í agga og heimi.. "jæja verðum við ekki að fara heim núna".. þið verðið að skilja að fólk í okkar námi álitur tölvurnar sínar börnin sín og ef hún skemmist er ekki mikil gleði... Camilla var rétt að byrja að "tryllast á mig að tölvan væri ónýt og bla bla bla og þá kom kolla, Reif tölvuna upp og þrykkti henni í gólfið.. strákarnir töpuðu bókstaflega andlitinu.. það liðu svona tvær sekúntur og þá MISSTUM við okkur úr hlátri.... ohhh GOOD TIMES

Tuesday, March 28, 2006

back !!!!

Ætli við verðum ekki að halda áfram að blogga :)
það er nóg að gera hérna hjá okkur í californiu.
Seinasta helgi var tekin með trompi, það var partý hjá area 51 (þar sem Camilla, Maggi, Lára, Elva, Rasmus og Paw búa) hálf partinn kveðju partý fyrir Rasmus og Paw.... jamm þið eruð að lesa rétt, sumt fólk er búið í internshipinu sínu.....
Sem betur fer eigum við mánuð eftir hérna, erum ekki tilbúnar að fara alveg strax (spurning hvort að við verðum einhvern tíman tilbúnar) en allt þarf víst a taka sinn enda. Allaveganna partýið var helvíti fínt.
Á sunnudeginum skelltum við okkur í göngutúr, fórum út um hádegið og vorum komnar heim um kvöldmataleytið, við ákvöðum að taka smá túrista pakka á þetta, myndavélinni var skellt í töskuna og förinni var haldið niður á ströndina og loksinns tókum við labb yfir Goldengate brúnna...
það var geggjað, það var æðislegt veður. Surferar á fullu í sjónum, fuglasöngur yfir allt og allir valhoppandi á ströndinni... happy happy.
ok nei þetta var kanski ekki alveg svona en Surferarnir voru til staðar.
það eru komnar myndir inn hérna.
það er líka linkur hérna við hliðin á.

Sunday, March 26, 2006

mótmæli

við erum hættar að blogga þar til einhver kommentar.

Tuesday, March 21, 2006

Þetta er....

... búin að vera ágætis vika bara í flesta staði.. eyddum mestum okkar tíma í að taka upp BetterCare forum sem er spjallþættir....
cameruvinnan er miklu líkamlega erfiðari en okkur grunaði, það tekur á að standa og taka upp nokkra þætti á dag... en þetta er samt svakalega skemmtilegt.
... á föstudagskvöldið fylltumst við Kolla svona líka svakalegum djamm spree, við fundum okkur tilneiddar að lyfta okkur upp í tilefni helgarkomunnar, við drógum saklausa saminterna í einn góðan drykkjuleik (jónas að sjálfsögðu) og svo röltum við á nærliggjandi klúbb... reyndar gerðum við spennandi tilraun í millitíðinni en það var hvað margir kæmust inn í frysti í einu... niðurstaðan eru 3 meðal manneskjur...

laugardagurinn var tekinn með ró,..... thjaaa eiginlega gerðum við EKKERT, jú nema horfa á þennan 50tommu kassa... uppbyggjandi
sunnudagurinn var svaðalega sólríkur og góður, við fórum og röltum okkur og lágum í sólinni í góðan tíma, fundum THE sólarspace... og skoðuðum dollarabúðir... enn og aftur uppbyggjandi dagur í San Fran... það ætti náttulega að handtaka okkur fyrir að vera ekki að skoða borgina meira en þessa helgi vorum við löglega afsakaðar frá túristun þar sem kolla fékk enn og aftur eitt af sínum óútskýranlegu meiðslum og núna var löppin á henni að angra hana með að bólgna nánast upp úr þurru.... furðulegt helvíti.
núna í þessum töluðu orðum erum við að horfa... eða sum okkar allavega, á 24... Prison break var líka áðan og það var slengt upp skjávarpa og hátalararnir tengdir og núna er alvöru bíó hjemme í sófa... hversu þægilegt er það...

Wednesday, March 15, 2006

Roadtrip og Afmæli !!!

Við erum báðar ástfangnar...jújú makkinn hennar birnu er kominn í húsið, þetta er hrein ást :)
úúfff við stelpurnar (ég, Birna, Rebekka og Camilla) skelltum okkur í smá roadtrip til Dublin sem er bær rétt hjá San Francisco. Lugum að David að við þurftum að fara að ná í myndavél sem að camilla var að kaupa sér en sannleikurinn var að við þurftum að komast til að ná í afmælisgjöfina hans Davids sem var 20 tommu Diskókúla.
Fengum lánaðan bíllinn hans og keyrðum af stað....þetta ferðalag tók okkur aðeins 4 1/2 tíma....sjæze....reyndar með því að villast aðeins í San Francisco :)
Á laugardeiginum var síðan svaka afmælis partý fyrir David og Tom hérna í stúdíóinu/kirkjuni. Þetta var tekið með stæl, Dj, Diskókúla og fullt af áfengi... (já já ég veit hljómar ekki illa) :) Þurftum ekki að fara á skemmtistað því að það var hreinlega helvíti góður skemmtistaður hérna í stofuni okkar ...og já maður gat fengið sér áfengi lengur en til klukkan 2.

Sunnudagurinn var eiginlega eyddur í þynku, en við náðum að draga okkur út til að hressa okkur aðeins við. við kellingarnar ákvöðum að labba upp á twinpeaks sem er hæðsti punktur San Francisco en samt náðum við næstum því að drukna í rigninguni og auðvitað hætti að rigna þegar við vorum að labba heim.

jæja það eru komnar tvær möppur hérna til hliðar með fullt af myndum þannig að þið hafið nóg að gera :)

Friday, March 10, 2006

Rolegheit og minni Rolegheit

vikan er nu ekki buin ad vera erfid fyrir okkur Californiu kellingar... fri halfan tridjudaginn og allan midvikudaginn og svo var val hvort folk myndi maeta hingad nidri studio i dag(fimmtudag)reyndar attum vid bokadan fund vid Dr.Ted svo dagurinn var vel nyttur.. vid kolla akvadum ad nyta midvikufridaginn vel, eftir ad hafa sofid temmilega ut, eg buin med skokkruntinn og kolla buin ad fara hondum um nyju astina i lifi hennar...jabb maccinn hennar er kominn i hus, akvadum vid ad skella okkur i turistalabb i Golden Gate gardinn... hann er stor en samt vorum vid furdufljotar ad klara nanast allan gardinn, lobbudum fram a fullt af ikornum og skjaldbokurnar voru svamlandi i vatninu, einhver kall fann sig knuinn til ad spyrja okkur i ospurdum frettum hvort vid vaerum systur, vid vaerum svo slaandi likar, hann hefur bokad verid med einhvern solsting grey madurinn...
Seinasta vika var ekki alveg jafn afsloppud, vid nadum ad taka upp heil 3 aefingamyndbond.. tad gekk lika bara svona svakalega vel og tad var ekkert sma gaman ad fa ad vera a camerunni og gera bara tad sem manni syndist, ef madur sa flott skot ta bara skaut madur tad.... einn daginn verdur allavega eitt myndbandid a netinu tilbuid til downloads... jeyyy
manudagskvoldid var soldid speeees svo ekki se meira sagt, eg og kolla vorum ad koma inn eftir ad hafa verslad okkur kvoldmat tegar Gary, fimmtugi gaurinn sem a kirkjuna og byr i litlu herbergi uppi henni spyr okkur hvort vid viljum ekki koma i bio med honum... vid stodum eins og kjanar og sogdum "juuuuju alveins" og tar med var tad akvedid og vid forum a Brokeback mountain med Gary og tveim vinum hans og ekki nog med tad ta heimtudu teir ad bjoda okkur uppa margaritur, vid gerdum einhverja svaka ykjusogur um hvad vid vaerum svakalega saddar ad vid bara gaetum ekki drukkid nema eina saman.. vid leggjum tad nefninlega ekki i vana okkar ad fa okkur margaritur a manudogum adur en vid forum i bio.... fyndid hvad SF buar eru indaelir... her med eigum vid kolla buddy sem gaeti audveldlega verid pabbi okkar, hann a meira ad segja son a okkar aldri... i tessari bioferd syndi Gary okkur reyndar eitt flottasta hotel lobby sem eg hef bara sed.. tad var a hyatt hotelinu og var alveg oendanlega hatt til lofts og riiiisa stort med sjukum gosbrunni... Gridarlega magnad.
nu er eg bara eins og litill krakki ad bida eftir jolasveininum, fedex a ad koma med tolvuna mina nuna hvad ur hverju...
herna erum vid kolla ad hugsa heim a strondinni... rebekka a thessar myndir..
vid skelltum svo inn myndunum hennar kollu ur labbitur okkar med rebekku nidra strond og vid raetur Golden Gate og svo eru einhverjar myndir ad ovedursafleidingunum, tegar tred her fyrir utan brotnadi og datt a bil...spennandi ekki satt.

Sunday, February 26, 2006

nýjar myndir

þá eru komnar nýjar myndir inn hérna til hliðar endilega skoðiði :)

Saturday, February 25, 2006

úúúúffff

Þad er alltaf helgi hérna .
Madur vaknar a manudags morgun og allt í einu er kominn föstudagur, sjæze hvad allt líður hratt hérna.

Vid stelpurnar á Gurerro fórum um daginn a starbuks (sem er kaffihus) í Castro hverfinu, sem er mesti homma bærinn hérna í San Francisco, frekar skrautlegt ad sitja þarna vid gluggan og sjá lífid í þessu hverfi. lífid hérna er svo allt öðruvísi heldur en í evrópu, fólk hérna er svo opid, stundum of opid eins og homma parid sem vid sáum á kaffihúsinu, þad voru óþæginlegar snertingar og kossa flóð þar a milli. Annars er ekkert nema gott ad frétta hédan. Planið er ad taka smá túrista pakka um helgin, og síðan er verið ad reyna ad “draga” okkur a upphitunar party fyrir burningman, sem yrdi mjög skrautlegt ad sjá. ( þeir sem ekki vita hvað burningman er, þá er þetta svonahálfpartinn hátið fyrir ansi frjálslegt fólk). Ætla að fara að halda áfram að vinna, það er nú bara klukkutími eftir….
eftir það getum við farið út að sleikja sólina :) aaahhhhh

Myndir eru væntalegar bráðlega :)

Sunday, February 19, 2006

hvað er að gerast

úúúffff það er kominn laugardagur eina ferðina enn... Vinnu vikan var mögnuð,,,við erum á fullu að vinna fyrir Dr. Ted og gengur það bara helvíti vel. Við stelpurnar mætum alltaf á fund á fimmtudögum með honum, en fundurinn fórum öðruvísi þetta skiptið... við byrjuðum á því að sýna honum það sem við vorum búin að gera.. eins og vanalega en enduðum í mænu/hryggja blabla losun ....einhvað svoleiðis ...það var allaveganna briljant...það var látið braka i öllum liðum... sjæze ég hélt á tímabili að hausinn á mér væri að detta af ....
Föstudagurinn var snilld... gerðum tv show hérna í kirkjuni/stúdíóinu, enduðum með að fá okkur öll hérna drykk áður en förinni var haldið á einhverja lista sýningu sem David ákvað að fara með okkur á... HRÆÐILEGT!!!! hef bara ekki annað orði yfir þessa sýningu. Ég labbaði út þegar það var verið að sýna vidíó verk sem var með massa BBBBBÍÍÍÍÍÍÍBBBBBBBBB hljóði ......sjæze.,.,., eyrun voru næstum því sprungin...

Allaveganna fórum við áfram á skemmtistað sem heitir CAMA sem er hérna í næstu götu við hliðin á kirkjuni okkar, fínn staður ef maður vill chilla bara, ekki alveg rétti staðurinn fyrir fólk sem vill dansa.. þannig að við ákvöðum að taka áhættuna og labba í gegnum hóru og dópista hverfið til að finna einhvern stað sem okkur var bent á. Skemmtum okkur geggjað vel þar,,, vorum á dansgólfinu næstum því allan tímann. Ágætis endir á góðri viku.. spurning hvað planið verður í kvöld ....hvort að það verður farið út eða bara kósý kvöld hérna heima

Var að setja inn myndir...linkurinn er hérna við hliðin á nokkrar frá seinustu helgi ...
enjoy see ja l8er

Monday, February 13, 2006

Thanx

aetla ad byrja a ad takka fyrir mig a fostudaginn...indaelisdagur i flesta stadi
fekk tarna fraenda i afmaelisgjof og svo skellti allt lidid ser a mexikostadinn til innbyrda mat og drykk.... tokum Gary kaudann sem er ad smida kirkjuna og a hana, med okkur og hann var svo indaell ad bjoda kellingunni uppa allt sem eg fekk...finn kall hann Gary.. ja og svo klaradi hann loksins Crib-id...svo nu er holan tilbuin... vuddidu
adal hobbyid hja lidinu var ad kvelja mig med ad lata hushljomsveit stadarins spila fyrir mig ...Held eg hafi fengid ca 18 afmaelisongva..
dagurinn eftir var svona upp og ofan... ferskleikinn kannski ekki alveg i fyrirrumi... plxxxxr situation (tad er herna kirkjubualeyndo)...
tratt fyrir gridarlegan hressleika akvadum vid kolla ad skella okkur med larelvu magga camillu chris rasmusi og paw i eitthvad party til einhvers felaga teirra sem vinur i simabudinni tar sem tau fengu numerin sin og eftir tad hefur hann verid i stodugu sambandi...soldid speeees en finir gaurar og skemmtilegt ad profa svona skemmtun ad haetti locals...
eins og einstaklega gloggir lesendur sja er mikil rit fotlun yfir faerslum tessa dagana og er tad bara utaf tvi ad vid kolla erum tolvulausar.... en maccarnir eru a leidinni..eftirvaentingin er i hamarki

Friday, February 10, 2006

tomorrow..

ja tomorrow er tad ord sem eg er ad verda hvad pirrudust a tessa dagana..... Gary felaginn af efrihaedinni sem a sjalfa kirkjuna er ad gera mig klikkada... a hverjum degi rukka eg hann um stiga til ad komast i rottuholuna uppi lofti og a hverjum degi lofar hann ad gera tad a morgun og eg turfti meira ad segja ad mala hellinn sjalf...eg og rebekka akvadum ad taka malin i okkar eigin hendur og bara redda tessu.. klindum malingu a crib-id og nu er tad nanast ibudahaft..fyrir dverga to tvi lofthaed er ad skornum skammti..takka gudi ad eg er ekki svefngengill..... en ja talandi um a morgun... haldidi ekki bara ad kellingin se ad fylla 22 arin a morgun. 10.feb er morgun og eg mun eiga EXTRA langan afmaelisdag tar sem eg er islensk og a afmaeli klukkan 12 a midnaetti heima og svo er eg bara heilum 8 timum aftar tar sem eg er stadsett i SF.... ja tetta var allt utpaelt tegar eg akvad ad koma hingad....puff madur fer bara ad verda styrdur a tessum rosalega aldri en ta skellir madur ser bara til ciropractors... og talandi um ciropractor ta erum vid ad vinna fyrir einn slikann og forum a fund vid hann i dag tar sem vid syndum honum vinnu okkar seinustu daga... vid erum sem sagt ad vinna ad einhverjum skiltum og businesskortum fyrir hann og svo erum vid ad setja upp bok...en ja kauda leist lika svona glimprandi vel a allt sem vid hofum aorkad seinustu dagana ... god byrjun a godu internshipi... veii
allavega allir ad muna ad oska mer til hamingju med daginn a morgun ..... tad er sko Birna sem ritar tessi ord..kolla atti afmaeli januar svo tid sem mistud af tvi....UNLUCKY

Tuesday, February 07, 2006

Ætlaði bara að deila þessu með ykkur...

Annars var fyrsti almennilegi vinnudagurinn okkar i dag ... notuðum helgina til að túristast aðeins.... byrjuðum á því að labba niður Market Street sem er "aðal" gatan hérna í San Fran vorum eins og algjörir vitleysingar með kortið fyrir framan okkur allan tíman til að leyta af china town...það er geggjað að sjá hvernig san fran skiptis...fórum í svona opinn sporvagn (sést á myndunum) eins og er í bíómyndum. löbbuðum síðan á fisherman blabla (man ekki alveg hvað það heitir) þar var maður kominn í túrista staðinn. Enduðum góðan dag með því að fara í siglingu kringum Alcatraz fangelsið og síðan undir Golden Gate brúnna. planið er síðan að fara seinna í siglingu í Alcatraz og skoða það almennilega, það er frekar spúkí að sigla þarna frámhjá en það er víst verið að bjóða upp á það að fólk getur komið og fengið að fara í siglingu í eyjuna um kvöldið og fengið að skoða hana í myrkri... erum búnar að plana að gera það :S eins og er sagt í bæklininum "the closest glimpse you´ll ever get of what it was like to spent night after night on Alcatraz. Whit fewer guests after sundown, you´ll get the real felling of isolation on Alcatraz" SJÆZE þetta verður spennandi....
Kíktum aðeins út á lífið um helgina líka... ekki mikið hægt að segja frá því, nema að við fórum bara snemma heim vegna veikinda (þá er ég ekki að tala um drykkju veikindi:) )
Það var Superbowl partý hérna í kirkjuni hjá okkur á sunnudaginn, frekar fyndið að sjá þessa bandarísku stemmningu.
en jæja loftvindsængin kallar á mig...
Endilega tékkiði á myndunum Hérna ... setum fleirri inn seinna..
L8er

Saturday, February 04, 2006

HA!! kanínuhola??

já nú erum við fluttar á endanlegt heimili okkar hér í SF... á 439 Guerrero Street í kirkjuna okkar... við vissum EKKERT við hverju við áttum að búast því kirkjan er vægast sagt að hruni komin að utan en svo komum við inn og VÁÁÁ þetta er TRUFLAÐ FLOTT!!

þetta er allt glæhænýtt og það á meira að segja eftir að leggja lokahöndina á sumt.. til dæmis panilinn utaná eyjunni... en það kemur á næstu dögum.
í þessari glæsislegu kirkju er: Risa eldhús, djakúsí fylgir hverju herbergi,þvottavél og þurrkari, ísskápur sem heil ætt gæti rúmast inní.. hann er sko án gríns svona tveir metrar í þvermál... svakalega eldunaraðstaða.. enda er planað að búa til einhverja matreiðsluþætti hjá okkur, walk in Closets... já allt er stórt í Ameríku.. nema jáá... hellirinn minn(Birnu)... David sýndi okkur herbergin okkar og var búinn að tilkynna okkur stoltur að okkar herbergi væri á tveim hæðum.. en svo kom tjahhh sjokkið væri rétt orð.... herbergið er jú mjög flott og allt en já rýmið sem ætlað er sem svefnrými fyrir Birnuna er HELLIR... já gott fólk ég er ekki að plata þetta er semsagt háaloft sem er svona 1.5 metri á hæð og er gluggalaust og ég bara veit ekki hvað og hvað.. ég tapaði andlitinu þegar ég heyrði að maðurinn hafði í hyggju að troða mér þarna upp en jú hvað gerir maður ekki fyrir að fá privat space til að sofa í.. þótt það sé kanínuhola uppí lofti... ég er nokkuð sátt því öll íbúðin er OFSA FLOTT.. já eins og höll.. já við Búum vel í SAN FRAN.
eitthvað á kaninn erfitt með að bera fram nafn okkar klakamanna.. kolla er reyndar vel sett þar sem nafnið hennar er enginn svakalegur tungubrjótur en enn og aftur verð ég Birnan í ruglinu.. ég hef heyrt margar útgáfur og er sú nýjasta og besta BÚNDA... soldið þýskt og hörkulegt.. Haukur hefur brugðið á það ráð að kalla sig Steve Luis... kannski maður ætti bara að fara að ráði hans og taka upp tjahhh Jennifer já eða Amy.
íbúar San francisco eru að missa það yfir okkur íslendingunum.. einn maður tilkynnti okkur það í dag að við værum fyrstu íslendingarnir sem hann hittir í lífi sínu.. við áttum langar og góðar samræður við hann og konu hans inní dollarbúðinni sem við vorum að kaupa lífsnauðsynjar okkar...
við fórum að sniglast hér um efri hæð kirkjunnar sem við búum í og hvað sjáum við... það er bara heilt altar og skírnarfontur og bara allt kirkjudótið þarna ennþá.. allt í niðurníslu auðvitað... magnað hvað er stutt síðan þetta var bara venjuleg kirkja.

veðrið... allir vilja auðvitað vita um veðrið.. það er ROSA GOTT.. köfnuðum næstum í dag þegar óvænt hitabylgja skall á okkur í dollarabúðaleiðangrinum. þetta er þá Sunny California eftir allt... jeyy


í hverfinu okkar sem er svona svolítið mexicana hood eru mikið af mexikóskum klikum og soldið um svona klíkuslagi en okkar svar við því er THE SKANDINAVIAN GANG... hér er klikan... Scaryhyhy!!!

þið fáið pottþétt fleiri myndir seinna... nenni bara ekki að stússast í því akkúrat núna.. ég er rugl sybbin meðað við að eina sem ég er búin að aforka í dag er að fara í eitt stykki hlauparúnt og svo löbbuðum við okkur niðrí bæ í morgun.. við erum búin að breytat í morgunhana og vöknum ekki seinna en 8 á morgnana.. klikkað lið!!

Wednesday, February 01, 2006

og hér kemur hún, ferdasagan gott fólk

byrjum i keflavik.... mættum á kef flugvöll á leidinni til New York... tæpir 6 tima flug med fræga folkinu... ja engin önnur en barnastjarnan ungfru Jóhanna Gudrún og umbinn hennar Maria Bjork voru maettar um bord.... tegar vid vorum bunar ad róa láru nidur eftir ad hun kom auga á hana kemur Emilian Torrini og plantar sér fyrir framan okkur... sem sagt flug þotuliðsins.
NY tók vid og eftir ad hafa tapad okkur á hversu NY er endalaust svöl borg var okkur hent inn í leigubíl af gaur sem var á vegum rútufyrirtækisins sem vid fórum med frá JFK.... og eina sem vid vissum var ad vid vorum ad fara á the gershwin hoel fávitinn hennti sem sagt magga låru og elvu í einn leigubil, gusta og rebekku í annan og svo okkur kollu i tridja, maggi og thau voru einu sem komust klakklaust alla leid, gusti og rebekka fóru eitthvad útí buskann og ákvádu ad fara bara beint uppa JFK aftur og ég og kolla endudum med ad hringsola um manhattan med enga,ENGA hugmynd hvert vid vaerum ad fara... eftir eitt mesta stress lífs okkar nådum vid loks simasambandi vid elvu og fengum loks ad vita ad téð gerswith hotel var á 7 og 27 street en vid vorum LANGT í burtu... mannfjandinn hjá rútukompaníinu sagdi bara einhverja bull götu vid taxagaurinn vid vorum ordnar midur okkar af stressi af öllu tessu rugli.. sem betur fer lentum vid a super duper indaelum taxamanni og hann bjargadi semsagt lifi okkar i tessum raunum öllum saman
eftir ad hafa fundid krakkana sem eftir voru á manhattan forum vid nidrá times scuare og fengum okkur ad borda á hard Rock og ætludum svo að rölta heim en þá varð empire state á vegi okkar og þar sem það var opið skelltum við okkur upp á 86 hæð og nutum útsýnis NY... þetta var ótrúlega fallegt... ljós eins langt og augað eygði... klikkað alveg

eftir skemmtilegt kvöld í NY fórum við kolla uppá flugvöll og biðum þar biðina lööööngu með Gústa og Rebekku.. við náðum að sofna alveg í korter eða eitthvað þar sem ég (Birna) svaf ofaná töskunni minni, kolla hreiðraði um sig ofaná farangurskerrunni og gústi svaf á gólfinu... látum það liggja milli hluta hversu þægileg þessi nótt var..
6 og hálfs tíma flug og þá náðum loksins til SAN FRANCISCO... reyndar byrjaði þessi flugferð á að þegar við vorum að finna sætin okkar varð allt svart.. já flugvélin varð skyndilega rafmagnslaus... mjööög traustvekjandi... en jú við komum tiltörulega heil úr þessari flugferð en tímaritið sky mall gerði góða hluti en það er svona blað um hvað er hægt að kaupa online.. hver þarf ekki stiga uppí sófa fyrir hundinn sinn, svo ekki sé talað um fótstigið sem maður festir í sturtuna til að auvelda fótrakstur.. þarfaþing á hverju heimili.
en váá San Fran er ofur töff.. við vorum ekki alveg að búast við svona heimilislegri borg.. fólkið er líka rosa hlálpsamt og allir vilja gera allt fyrir alla....rosa hippastemmari hérna... við erum búin að skoða svona smá löbbuðum meðal annars uppá einhverja hæð þar sem við sáum yfir alla borgin.. kom skemmtilega á óvart að detta inná svona útsýnissvæði... hérna er mynd af okkur þarna.. jább vitum það.. FeRSKhAhAR
við erum ekki ennþá flutt í íbúðina/studióið/hang-out zone.. A.K.A "the playground".... við erum bara búin að sjá húsið að utan en já það er... áhugavert.. þetta er semsagt gömul kirkja sem er verið að breyta í íbúðina okkar og það er verið að leggja lokahönd á verkið bara thjahhh... núna...... eða vonum það allavega að við getum farið að flytja á morgun..
allavega við höfum það gott hérna í California.. og vá þetta er ljúf framlenging á sumrinu.. eða á maður á segja forskot.

meiri myndir til hliðar handa ykkur að skoða ef þessi lestur var ekki næg tímaeyðsla

Tuesday, January 31, 2006

aha

bara ad lata sma vita af okkur...... ferda sagan kemur seinna. vid erum herna i apple budinni I SAN FRANCISCO BABY !!!!!!!!
erum ad fara ad flytja inn i nyju ibudana okkar a eftir ...aka kirkjuna... sagan kemur seinna muhahahha .....
erum ekki ennta komnar med numer en tad kemur allt med kalda vatninu.
ferdasagan er i vinnslu, tad er von a henni tegar vid erum komnar med tolvu ur APPLE .....
see ya l8ter vid aetlum ad fara ad skoda san fran....

Monday, January 23, 2006

Helvíti góður afmælisdagur

vá það er mikið búið að vera í gangi hjá okkur .....við erum sem sagt fluttar frá ågade :( frekar skrítið ... en já nenni ekki að skrifa um það sem við erum búnar að vera að gera .......geri það seinna.... en afmælis dagurinn er næsturm því búinn...1 1/2 tími eftir :) vaknaði í morgun við símann sem stoppaði ekki.. fór síðan með birnu og guðna á snjóbretti í bláfjöllum ....helvíti gaman .. ég náði að koma óslösuð út úr þeirri ferð.. núna bíður bara heit sturta og einhver bíómynd eftir mér..

Sunday, January 15, 2006

PAKKAÐU kona.... pakkaðu !!!!

við erum búnar að vera með einn heimaling hérna síðustu vikuna, Camilla fékk að gista í stofuni okkar meðan við erum í prófum, ég eignlega vorkenni henni smá að þurfa að vera hérna á gólfinu það er allt í rústi héran því já eins og flestir vita þá er komið að því,,, við erum að flytjum frá okkar yndislegu ågade.. ågade er að verða tóm :( við erum búnar að vera frekar duglegar að setja allt í kassa, þetta er eignlega ekki íbúð lengur heldur völundarhús :)

Flyttnings kallarnir koma á fimmtudaginn,, síðan erum við að vonast til að við getum skilað af okkur íbúðinni á föstudaginn, það kemur reyndar allt í ljós á morgun.

Allaveganna ætla að hafa þetta stutt núna. við komum til íslands á laugardaginn, ætli maður skelli sér ekki í bæinn að skoða djamm lífið á íslandi.híhí.. síðan njóta þess að vera með fjölskylduni á afmælis daginn minn...aahhh það verður sweet !!!!
annars er það bara vika í "fríi" á íslandi áður en NEW YORK fær okkur í heimsókn í einn dag :) og síðan bara San Francisco BABY !!!!! aaavvvvúúúúhhhhúúúú

aaahhh ekki má gleyma að setja myndir af farandstólnum okkar sem Guðni erfði frá einhverjum Bigga eða einhvað, lét okkur síðan fá hann og núna er komið að Elvu Rut að hýsa Gripinn í eitt ár.....



see ja in iceland........

Tuesday, January 10, 2006

lokaspretturinn!

Ég (Birna) er komin til baka við keyptum flugmiðann til San Fransisco í dag.. reyndar förum við til New York, kíkjum aðeins á borgina og förum svo þaðan til San Fran.. Trompið er reyndar að við komum við á íslandi og verðum í einhverja nokkar daga... og við sem vorum búnar að kveðja alla með það í huga að við yrðum svooo lengi í burtu... en klakinn er segulstál og lokkar mann alltaf til sín. Þegar það er orðið svona skuggalega stutt í að við flytjum og þegar maður er komin með miðann í hendurnar verður manni allt í einu ljóst að við erum að FLYTJA FRÁ borg óttans... skrítið en ágætis tilbreyting.
prófið er á fimmtudaginn.. ég er ofursátt þar sem ég hélt það væri á föstudaginn 13... BLACK FRIDAY.. en hjúkket að ég hafi oft rangt fyrir mér.
svo er þetta 48 klst próf... bölvuð kjánalæti í þessum kennurum alltaf hreint, slengjandi á mann prófum akkurat þegar maður er snúa lífinu á hvolf, eða allavega yfir hnöttinn...
ísland var súper dúper gott eins og alltaf... það er alltaf jafn ofsa gaman að hitta fólkið sitt og vinina og alla bara.... hefði viljað náð fleirum á hittingslistann en það verður að hafa það...
á íslandi:
gerðist ég ofæta og er að reyna afeitra mig næstu daga... fór í súrustu bústaðaferð/tilraunataður sem ég hef lent í... fór á rosa góða Náttúruleysistónleika þar sem mér fannst allt gott, Damien Rice, Björk, Mugison, Hjálmar, Múm, SigurRós, Rass og bara allt allt allt..... fór nokkrum sinnum á skemmtistaði og partey og fattaði hvað það er mikið gull að djamma edrú með Molann(Rauða coltinn) bíðandi eftir manni því Breiðholt er tæplega í göngufæri og leigubílaröðin er djöfullinn... fór í sprautu og er hér með ónæm fyrir hettusótt... fór í fyrsta sinn í bío í meira en eitt ár... og fullt fullt fleira.

hey og já þessi þrír sem eru með danska númerið mitt verða að eyða því úr símaskránni sinni því ég er buin að láta loka því... nú er það bara íslenski síminn.

Tuesday, January 03, 2006

sjæze

var að skoða netið og rakst á þetta.... tékkiði á þessu

Monday, January 02, 2006

Back

jæja komin aftur til kolding.... Áramótin voru æði ....ég og begga gistu fyrstu tvær næturnar hjá Christiani og kirsten.... eyddum mest megnis af dögunum í búðum.. :) 30 dec fórum við á hótel sem var í midju köben bara 10 mín frá strikinu.... ekki slæmt... hittum Tiinu á lestarstöðinni og fórum síðan og tékkuðum okkur inn í fallega græna herbergið okkar ...

við fórum og tékkuðum den lille havfrue og vorum algjörir túristar.. Ég nenni ekki að segja frá öllu sem við gerðum,,,þið getið bara skoðað myndirnar Hérna...Gamlárskvöld var geggjað við fengum okkur göngutúr fyrr um daginn, enduðum auðvitað á einhverjum pöbbi og fengum okkur bjór,,,síðan var ferðinni haldið á hótelið þar sem við ákvöðum allar að reyna að leggja okkur í smá stund áður en allt fjörið byrjaði, en við enduðum bara uppi í rúmmi með bjór... skelltum okkar út að borða um kvöldið og ráðhústorgið varð síðan fyrir valinu um 12 leytið þar sem fullt af fólki safnaðist saman til að telja niður í nýja árið...

ég setti inn nokkrar myndir frá því að mamma og pabbi voru hérna og síðan frá köben.

Annars bara GLEÐILEGT NÝTT ÁR :)

úúúú meðan ég man ... þá erum við ågade búar komnar með íbúð í San Fran :)

Wednesday, December 28, 2005

køben

Va hvad flugvøllur hefur mismunandi ahrif a mann.... eg keyrdi mømmu og pabba ut a flugvøll a tridjudaginn og djøfull var tad erfitt ....tad er alltaf jafn skritid ad kvedja foreldra sina... :( en sidan i dag (sem sagt midvikudagur) ta var ferdinn haldid aftur a flugvøllinn ad na i beggu... ekkert nema gledi :) ....
Vid heldum beint a strikid, erum bunar ad vera tar i allan dag....ætludum ad nota tækifærid, tvi tad er vist lofad snjo stormi a morgun... a islendskum mæli kvarda er tad ørugglega bara sma snjokoma ..hihi ...set myndir og svoleidis inn a seinna... eg ætla ad fara og fa mer bjor... muhahahah ...

Monday, December 26, 2005

AVÚHHHÚÚÚ

KÖBEN BABY !!!!!!!

Saturday, December 24, 2005

Jóóóllllll !!!!


Nokkrir klukkutímar í jólin :) jólatónlistin komin í græjurnar (tölvuna), allir að klára að pakka inn jólagjöfunum og jólamaturinn bráðlega að fara inn í ofninn.

ætla ekki að hafa þetta lengra núna.
GLEÐILEG JÓL :)

Tuesday, December 20, 2005

jæja þá er ég ein hérna á ågade eina ferðina enn..... Birna fór til íslands í morgun..Ég og Rebekka fórum upp í skóla og kláruðum verkefnið okkar og skiluðum því... það var nú ekki mikið eftir þurftum að prenta út á umslög og síðan bara að skila þessu. En já ég er bara búin að vera að dúlla mér í dag.. frekar skrítið að vera svona ein þegar maður er búin að venjast því að vera með annari manneskju í 1 og hálft ár. Aðvitað eru þessi jól engin undanteknin, fékk mjög leiðinlegar fréttir af henni tvíbura systir minni í gær,, vildi óska þess að ég gæti verði hjá henni akkurat núna og tekið utan um hana og sagt henni að allt verður í lagi...ég verð víst að láta það nægja að hugsa vel til hennar....
Síðan er það bara að fara til köben á morgun, tek lestina með Rebekku og Gústa, þau eru að fara til íslands, en ég er að fara að taka á móti mömmu og litla snúllanum mínum (Ara bróðir).. ég ætla svoleiðs að kæfa þau með faðmlagi,,,, get ekki beðið...
Læt heyra betur í mér þegar við (fjölskyldan) erum komin aftur til Kolding...

Saturday, December 17, 2005

Snjór í kolding !!!!

Seinustu dagar eru búnir að vera langir. við erum búnar að vakna snemma til þess að fara í skólan og höfum verið alveg til lokunar (um 11 leytið) að reyna að klára lokaverkefnið okkar. Kláruðum að prenta út skýrsluna og setja hana saman í gær og núna þurfum við bara aðeins að laga vidíóið okkar og þá er þetta BÚIÐ.
Í dag eru bara 2 daga þangað til að Birna lætur sjá sig á klakanum, og 3 daga þangað til að ég fari til köben að ná í mömmu og litla bróðir. Hlakka svo til að labba strikið með þeim, kaupa jólagjafir, setjast á kaffihús í kuldanum og hlýja sér yfir heitum bolla af kaffi, hlustandi á jólatónlistina sem er verið að spila og horfandi á fólk úti í jólastressinu .....ooohhhh sweet.... síðan kemur pabbi 2 dögum seinna og þá verður keyrt heim til Kolding :)
Annars þegar við vöknuðum í morgun þá var allt út í snjó, það er allt að verða svo jólalegt.
og auðvitað má ekki gleyma að setja inn mynd að litla jólatréinu okkar.

jæja maður verður víst að fara að gera einhvað hérna...látum heyra í okkur seinna

Monday, December 12, 2005

Franzinn!!!

ég (Birnan) skellti undir mig betri fætinum og fór til köben á FRANZ FEDINAND um helgina.. reyndar var ég næstum búin að lenda í ruglinu þegar ég var stödd á lestarstöðinni tæpu korteri fyrir brottför og mundi þá eftir að ég hafði aulast til að gleyma því eina sem ég þurfti að muna.. miðunum á FranZinn... ér fékk náttúrulega vægt taugaáfall og vil ég eingöngu þakka ströngum æfinum að ég stein Dó ekki við áfallið.. ég sprettaði heim, sótti miðana og náði lestinni sveitt og sæl.....
tónleikarnir voru KLIKKAÐIR...elvaSara var eitthvað búin að nefnast á að við ættum að hoppa eins og "æsipinnar" fremst við sviðið og jú við stóðum vel undir því og svitinn spíttist af fólki... ohh það var svvvvooooo gaman... reyndar lenti ég í einni furðulegustu tónleikareynslu sem ég hef lent í þarna.... ég var að klappa með henduruppíloft klapp þegar ég lendi í einhverjum ýtingum eins og gengur og gerist í miklum þrengslum.. og beigla hendurnar einhvernvegin afturfyoir mig og lendi þá með hendina uppí einhverjum....ég frís á staðnum og hugsa "fokk eru þetta tennur sem ég er að finna" og taugaveikluð lít ég afturfyrir mig og sá þá skelfingasvipinn á jóa með fullan munn af hendi.... hann hafði þá í sömu andrá hugsað " fokk er eitthver með hendina uppí mér"... það fáránlega við þetta allt saman var við höfðum ekkert verið neitt nálagt hvort öðru alla tónleikana... já svona er heimurinn fullur af fáránleika...
svo afþví að allir í heimi nema kolla eru að fara heim um jólin og margir láta sig hverfa fyrir næstu helgi eða um helgina ákváðum við kolla að skella okkur á eitt stykki "seinastaKoldingDjammFyrirJól" djamm á laugardaginn eftir að ég var komin heim úr köbenhávn... þetta var bara hið ágætasta djamm þar sem við byrjuðum á að fara í powerplantparty hjá Bodil,Camillu og Tiinu, finnsku vinkonum okkar og svo lenntum við inná einhverju leyniskemmtistað, hef aldrei orðið vör við hann áður, og svo enduðum við kvöldið á að kíkja á munkegade 7 til höbbu og valdísar.... við hættum okkur ekki inná skemmtistað eftir það í ljósi atburða seinustu helgar...Múahahahah
annars á lokaverkefnið hug okkar allan.. það er vel komið á lokasprettinn og við sjáum glitta í endann á því... vúdddýdúú
Koldinng er vel jólalegur og á sunnudaginn ákváðum við kolla að verzla okkur "pínulítið" sætt jólatré.. það var ágætlega lítið svona úti á plani á jóltrésölunni og við bárum það heim eins og einhverjir jólasveinar og svo kom það inní stofu og það hafði eitthvað orðið víðáttumeira en okkur fannst upphaflega... en það er rosa flott... kolla er líka búin að vera ofsa dugleg að kaupa allskonar jóla allt... já jólin eru sko komin á Ågade.... en jólasveinninn lét ekkert sjá sig í nótt... hvað er það.. við með skóna útí glugga og gaurinn dissar okkur bara...ég er ekki sátt!!

Sunday, December 04, 2005

ðóse are ðe deis....

suddagóð vika að klárast... við erum eins og allir vita í verkefnavinnu og það gengur bara fínt..allt að smella saman og svona...
til að bræða ekki heilann úr okkur algjörlega þá tökum við að sjálfsögðu góðar pásur.. já og svo er náttulega NAUÐSYNLEGT að auka hópaandann.. í einni svona hópandapásu ákváðum við að hlusta á jólalög og líma saman piparkökuhús og skreita og urðum við rebekka að að andlita það að við erum fjölfatlaðar á skreitingasviðinu... kolla átti eina hlið sem var eins og eftir kondidori og svo kom hin eftir Burny og Rebekku og hún var já......
Fórum á kaffihúsakvöld með starra og hauki til að fagna 1.des.. fullveldisdagurinn sko...
föstudagurinn fór í ofurrólegheit... love Actually og toblerone.. góð blanda
og svo kom laugadagur..... kolla fór til århus með Camillu að leita af rauðu jólaseríunni sem fæst ekki í danmörku... meira að segja sá túr var fíluferð..ég fór í kringluna/mollið/stórcenter hvað sem fólk vill kalla það og sjeeetttturinn fólk var að missa sig..manni var þeytt til og frá af kaupóðum konum, maður var bara búinn andlega eftir þessa þrotraun.... á leiðinni uppeftir var næstum búið að keyra mig niður.. ekki af bíl heldur jólalestinni... hvað er verið að spá með að láta lest keyra um göngugöturnar á trilljón... crazy danes
um kvöldið var svo íslendingahittingur.. ég held að það hafi verið mest liðið sem maður sér um flestar helgar.. en þau eru svosum æði svo það skemmdi ekki... tánni var kannski dýpt aðeins of fast í það af minni hálfu.. og lítill fugl sagði mér að rebekka hafi lent í því sama... jólastressið fer svona illa í mann, þessi távætingur gerði það að verkum að við fundum okkur mis gáfulega hluti til dægrastyttingar en það gerir bara lífið skemmtilegra. ég fyllist alltaf af einhverri bullþörf og ég hef sennilega.. eða ég eigilega veit að fólk fattar eiginlega aldrei að ég sé að grínast og nú gengur fullt af fólki um með svakalegar ranghugmyndir um mig.. sjæzze.. en svonaeriddabara.
á leiðinni heim, eftir að við viltumst inn á einhvern suddaslæman skemmtistað, sagði kolla við mig og magga "hey á ég að segja ykkur leyndó" og við náttulega svaka forvitinn alveg " já segðu, segðu" dregur kolla ekki eitursvöl míkrafón fram og byrjar að syngja "Æ dónt ker abát ðe present underníþ ðe krismastrí"... það var súbeer dúber fyndið... en kannski svona you had to be there móment.. þetta er allavega fáránlega fyndið í mínum heila...
svo er franzinn bara eftir 5 daga í köben... sjæse hvað mér hlakkar til.. og svo var ég náttúrulega búin að tryggja mér miða á ofur tónleikana á klakanum 7. jan... púff það er of mikið til að hlakka til... og talandi um að hlakka til það er alltaf að síjast betur og betur inn að við erum að fara til SAN FRAN að vinna... komum brúnar eins og malibú barbí eftir dvölina í California og ef það er aðeins einn hlutur sem mér langar að gera þarna úti, þá er sá hlutur að prófa surfbretti... ohh það væri tryllt... kolla er komin með niðurtalningu í maccann sem hun er verðandi stoltur eigandi af... það fyrsta sem hun gerir þegar hún kemur út er að heimsækja applebúðina og tryggja sér eintak (fokk ég held að þessi skóli sé að nörda okkur allar upp)
og já síðast en ekki síst þá viljum við óska Þóreyju til hamingju með litla manninn... hann er svakalega fallegur

Wednesday, November 30, 2005

könnun......

Jæja núna erum við á fullu að gera lokaverkefnið okkar... okkar vantar smá hjálp frá þér... :D endilega svaraðu og sendu á fleirri sem þú þekkir... Könnunin Takk fyrir

Sunday, November 27, 2005

fangar í porti munka 7

mugison kom á fimmtudaginn og tryllti Koldingbúa og nágranna.. kolla skemmti sér konunglega(eða drottningalega), ég(B) var reyndar á svæðinu en fór því ég var að fá óvænta heimsókn frá Höllu Sys í Bandaríkjunum og Xavier kærastanum hennar en þau komu frá frakklandi bara til að kíkja á hvernig lil' sys hefði það...þau komu akkurat þegar mugi var að byrja sem er ok því var svooo mikið æði að hitta þau eftir að hafa ekki séð þau í ár.. já helgin var extra góð...
á laugardagskvöldið kíktum við í innflutningspartý á Munka 7.. það var ofsa gaman... en nokkur slatti af fólkinu var eitthvað ekki að höndla drykkjuna sína og húsið var nokkurnvegin eins og eftir villimenn... ekki gaman að vakna þar daginn eftir...Habba og Valdís (ábúendurnir) fá alla okkar samúð.
við kolla ákváðum silent beil og læddumst út.. það sem við föttuðum hins vegar ekki var að það var eitthvað massa járnhlið sem lokar portinu sem inngangurinn er í og maður verður að hafa lykla til að opna það... ok þegar við hentumst út lokaðist hurðin náttulega og við ætlum að strunsa út um hliðið þá var það harðlæst og ekki sjens að opna það... við vorum ekkeert of sáttar við að vera fastar á ganginum milli útidyrahurðarinnar og hliðsins og vorum að spá hvernig í heiminum við ættum að komast út þegar einhver gaur kemur og reynir að sannfæra okkur um að klifra yfir hliðið.. við vorum ekki alveg að kaupa að við myndum geta það svo hann ákvað að sanna það fyrir okkur að það væri hægt og byrjaði að príla á hliðinu og reyndi að troða sér yfir það með mjög misjöfnum árangri ... kauði festis ofaná hliðinu en með smá baksi náði hann nú að losna... en við vorum ennþá fastar í ganginum... eftir ofur mikla útreikninga og pælingar þá ákváðum við að reyna að troða okkur í gegn um munstrið á hliðinu og við vorum ofur dömulegar þegar við bröltum gegn um hliðið.... En við losnuðum eftir þessar hremmingar sem enginn í algeimi nema við ågade-rar lendir í

Wednesday, November 23, 2005

aha!!!!!!!!!!!!

jjaaahhhh.....það eru víst komnar hótanir á mann,að ég sé ekkert að blogga, birna er í raun og veru búin að sjá um seinustu (hhuummm) 4-5 færslur... það er lítið að gerast hérna hjá okkur núna... lokaverkefnið er byrjað, við erum 3 saman í hópi ég, Birna og Rebekka, erum að gera auglýsingu fyrir íslenskan ljósmyndara og allt sem tilheyrir því, nenni ekki að fara nánar út í það :)

Annar er Mugison að koma til kolding og er að fara að spila á morgun á pitstop, held að allir íslendingarnir hérna ætla að mæta á svæðið og gera allt CraZy :D

HHHuummm já síðan ætti ég kanski að segja frá því að við erum búinar að segja upp íbúðinni..... já við trúum því varla sjálfar að þessi tími sé búinn.... eftir tvo mánuði verða ågadebúarnir ekki til lengur.
En við erum greinilega að fara að halda áfram að búa saman... já við erum sem sagt að fara til SAN FRANSISCO í tveggja mánaða starfsnám ....SWEET!!!!......förum í endaðan janúar og verðum fram í mars en getum verið lengur ef við viljum. Huuumm síðan er bara spurning hvað við gerum eftir það...held að það verði köben í áframhaldandi nám,, þannig að þeir sem hafa verið að kvarta að það sé svo langt að koma í heimsókn,,,geta ekki sagt mikið núna ...múahahhaha

Annars er fjölskyldan mín (mamma, pabbi og litli bróðir ekki tvíbbinn) að koma út eftir mánuð...híhí ...hlakka ekkert smá til að fá þau til mín.. við verðum sem sagt hérna í kolding um jólin, síðan kemur Begga vínkona um áramótin og við verðum inni í köben að mála bæinn rauðann :D Þótt að ég sé mjög spennt á fá þau öll, þá er svolítið skrítið að vera ekki að koma heim til íslands.

Ég er víst búin að standa við mitt :D
Back to report writing :)

Monday, November 21, 2005

good times

Helgin var of ljúf... já kíktum til köbenhavn í góóóða helgarferð... við fengum gistingu og félagsskap frá Smára og Grétari og bara takk fyrir það..
þetta var ofsa skemmtileg reisa, verslunarplönin miklu urðu samt að eiginlega engu en það er ókeyy.. ég(Burny) náði samt að krækja mér í armband eftir stella macCartny... kjóllinn var asnalegur svo ég droppaði honum og kolla Fann bara ekkert af því sem hún leitaði að, ekki úlpujakkann, buxurnar, skóna né jólapilsið.. við erum eigilega að fatta að búðirnar hérna í kolding eru ekkert svo mikip crap.. allavega fann ég gellubútsin sem ég er búin að vera leita eftir hérna á leiðinni úr skólanum.
við Kolla vorum í þvílíku jólaskapi... ströget er all svakalega jólalegt og maður fékk eiginlega smá jólatremma að vera ekki búin að spegúlegar mikið í gjöfum. Það var gull að sitja á kaffihúsum á strikinu og horfá á fólkið og betlarana..
Að sjálfsögðu fórum við ekki til köben án þess að kíkja á lífið og það var ofsa gaman hjá okkur, fengum samt eiginlega, en óvart kæru á bakið fyrir tilraun til manndráps þegar við gáfum strákunum skot sem samanstóð af tekíla og tabaskósósu og kolla var kannski fullgróf á sósunni.. það var samt næstum óvart.. fengum okkur smá kast þegar jólalögin glumdu og ég gleymdi að ég væri hætt að dansa og við töpuðum okkur smá og dönsuðum eins og.... eitthvað kjánalegt... smári og Grétar voru væntanlega að spá í flóttaleiðum í burt svo fólk myndi ekki fatta að þeir hefðu komið með okkur...
á Laugardaginn fórum við svo bara á einhvern hverfispubb í lyngby og sátum á spjallinu sem var rosa fínt.. enda var svo fookkk kalt að það var eiginlega glæpur að vera labbandi útá götu...
við komum svo heim seinnipartinn í gær... ætluðum að fara svaka snemma en bara neeeentum ekki í lestina þar sem kona með ógeðslega háværan krakka þurfti endilega að vera staðsett nálægt okkur.... já lestin er alltaf jafn skemmtileg

Thursday, November 17, 2005

Capital of Denmark

alla seinustu viku erum við dömurnar( já við erum dömur) á ågade búnar að vera að læra á InDesign sem er idiot proof forrit til að gera prentmiðla,.. svo eðli málsins samkvæmt erum við orðnar ofsa klárar á það.

báðar erum við búnar að vera eins og geltandi hundar þar sem við erum að kafna úr kvefi, hálsbógu og berklahósta.. fallega alveg hreint, ákváðum að verða bara veikar saman til að vera ekkert að smita hvor aðra enda alveg óþarfi.

í kvöld.. eða bara eftir klst erum við að fara til ElvuRutar að fagna seinasta skóladeginum sem var í dag... já mikið rétt við erum óformlega búnar með alla venjulega skóladaga þar sem maður verður að sitja í hörðu tréstólunum með oggulitlu áföstu borðin... VúDDÍ DÚÚÚ
ekki að maður eigi ekki eftir að sakna NoMA.. en samt...VúDDÍ DÚÚÚ!!

svo á morgun er förinni haldið til Köbenhávn í helgarferð til að hitta Smára og Grétar, já og kíkja ýkt mikið í búðir, við erum með nokkrur kaupmarmið í huga, þau eru: Birna:design made kjóll frá Stella McCartney og háhæluð stígvél og eitthvað annað ef finnst. Kolla: hlýr úlpujakki, skór, buxur og jólapils.... við skulum sjá til hvernig okkur gengur.. við spáum engum gífurlegum árangri en sjáum til, sjáum til

annars ætlum við bara að reyna djamma úr okkur lítóruna og hafa svaka svaka gaman áður en alvara lífsins sem er lokaverkefnið tekur við.. fáum að vita á morgun um hvað við eigum að gera og hvernig hóparnir eiga að vera saman settir...

Monday, November 14, 2005

það er...

....ekki mikið að frétta héðan af Ågade, bara þetta vanalega. Helgin búin og hún var bara nokkuð ljúf.. Á föstudagskvöldið fórum við til ísaks þar sem hann var eitthvað djammþyrstur eftir langa dvöl á íslandi... já koldingpakkið togar í.
í þessu partýi komst ég að því að finnska og íslenska eru hreint ekki ólík tungumál, við eigum fullt af sameiginlegum orðum, t.d: rabbabari, múrarameistari,rúnkari og eittvað sem ég man ekki núna... svo íslendingar gætu reddað sér mat og vinnu í finnlandi, gott að vita!
á laugardaginn var okkur Kollu boðið í Al-íslenskt lambalæri með íslensku meðlæti, rabbabarasulta, ora-baunum, sveppasósu, bökuðum kartöflum og kartöflugratíni... mummm það var svoo gott nammm... ísak á heiðurinn af innflutningnum og eldamennskunni, tilefnið var að elvaRut átti afmæli í gær 13.Nóv... partýið var gott, kolla lenti í skemmtilegu rifrildi við einhern ofurölvi dana sem sem var spinnegal.. þannig var mál með vexti að þessi téði dani kom slagrandi að bílnum sínum og tók sér gott korter í að opna bílhurðina... hlunkar sér inn og steindrepst. Eftir smá stund sjáum við félagann kominn á hreyfingu þar sem hann var að æla allsvakalega útúr bílnum.. IBA strákarir hlaupa þá út og byrja hrista bílinn það mikið að hann var byrjaður að mjakast niður götuna... daninn var smá stund að átta sig á lífinu og á meðan komu strákarnir inn. daninn kom þá og byrjaði að hóta öllu illu.. kolla byrjaði að hakka gaurinn í sig og endaði þetta með að hann fór og náði í félaga sinn og lögðu þeir sig saman í bílnum, bara til að tékka hvort bíllinn yrði ekki hristur aftur... svo gáfust þeir upp og gaurinn sem var ælandi og spúandi, slagrandi um og í engu ástandi til að opna bílhurð keyrði í burtu eins og fínn maður... eins gott að vera ekki mikið fyrir bílunum ef meðal ökumaðurinn er svona hress.
seinna um kvöldið/nóttina löbbuðum við kolla samferða ElvuRut heim og á leiðinni gengum við framhjá kjallaraíbúð..innum gluggann á henni blasti við minna falleg sjón, þarna blasti við kall sem sat á póstulíninu ... með OPNA hurð svo hann blasti bara við allri götunni..oj oj oj svo aðeins seinna þegar ég og kolla áttuðum okkur á að við nenntum eigilega ekki heim strax sat þessi sami maður inni að horfa á klámmynd í bigscreen tv-inu sínu.... þessi kall þarf nauðsynlega að splæsa á sig gardínum.
i gær sunnudag fórum við kolla svo yfir til Elvurutar með smá afmlishrssingu, gerðum svona passlega ráð fyrir að búðaferð væri ekki hátt á lista hjá henni svo við komum með þynnkuhressingarpakka til hennar... ohh það er alltaf gaman að þekkja Birnu og kollu :)

Friday, November 11, 2005

photoshop dagar

núna þessa seinustu viku er búið að vera photoshop workshop í skólanum...mjög gaman. Bróðir starra koma og kenndi okkur en hann er grafískur hönnuður svo hann kann öll trixin.
og talandi um starra, þá átti hann afmæli í vikunni og þrátt fyrir ágætis viðleitni í að halda því leyndu þá tókst honum það ekki.. ég(birna) kolla, Rebekka og gústi löbbuðum til hans með bestu skúffuköku í heimi a la kolla, mjólk og leyserklukku og gáfum starra í afmælisgjöf... hann var sáttur höldum við bara
svo var ég Birna að kaupa mér miða á Franz Ferdinand í köben 9.des.... óóóó já hvað mér hlakkar til.. tónleikar eru eiginlega eitt af því skemmtilegasta...

Monday, November 07, 2005

TAKK

við vorum í Gautaborg, svíþjóð frá fimmtudegi til laugardags, við fórum 9 saman á minibus... ástæðan var að sjálfsögðu SigurRós sem var að halda tónleika. Tónleikarnir voru haldnir í alvöru tónleikahúsi svo hljómburðurinn alvöru... og VÁÁÁ þeir voru svoo flottir.... maður sat bara lamaður í sætinu með allsvakalega gæsahúð og einstaka sæluhroll.. sviðið var líka svo flott, lýsingin, graphicin í bakgrunni og skuggaspilið sem þeir höfðu til að skreita tónlistina var alveg flottast... á föstudaginn litum við svo á lífið í Gautaborg og komumst að því að þetta er ekkert harðasta djammborg evrópu.. eigilega var Kolding alls ekki svo slæmur samanborið við næturlíf gautaborgara, aldurstakmarkið var ca 28 og maður þurfti helst að vera samkynhneigður... það var samt gaman....
tískan í svíþjóð er svoo ekki móðins.. allavega tískan hjá sumum, flestir gaurarnir sem mættu á tónleikana klæddust LEGGINGS... já ég er ekki að grínast.. gulrótabuxurnar er ELDHEITAR.. og þá erum við að tala um á strákum.. og já mullettinn kemur líka sterkur inn og afró er líka soldið heitt... sama þótt þú sért hvítur með slétt hár, þá færðu þér bara pemma.. sjáum til hvort gautaborg sé tískuborg evrópu... staðurinn sem setur viðmiðin.

Frasar ferðarinnar voru: "Viltu vera kisa"... "Well that place was a ripoff"... "this is not where I parked my car".... "óTey"...."eða eitthvað"
og svo getiði skoðað mydir frá ferðinni frá Finnanum Ilari hérna til hliðar...

Portfólíur.............

Jæja þá er komið að því ...við agadebúar erum búnar að gera porfólíurnar okkar ..linkarnir verða hérna við hliðin á ....endilega skoðiði ....

Friday, November 04, 2005

......

Viltu vera Kisa!!!!............. Viltu tad

SWEEDen baby

jä jä jä de er jätte bra...... vid erum nuna i THE appel store í gautaborg....SigurRós var BEZT. meira seinna.... vid höfum of mikid ad skoda og ekki er madur ad eyda tímanum í ad tölvast tegar madur er í útlöndum............

Tuesday, November 01, 2005

Halloween!!

Gleðilegan Nóvember fólk.... seinusta helgi var Halloween helgi. Munkegade skvísurna tóku það að sér að halda eitt gott partý að tilefni þess... þetta er að verða árlegur viðburður hjá þeim... verst að við erum hérna bara þessi tvö ár eeen árlegt samt.
búningaskilda var á staðnum og komu eigilega allir í búning, jói trompaði fram besta búning kvöldsins þar sem hann var risastór "Dónapúði".. eitthvað sem hann einn veit hvað er!! en þessi búningur var án gríns svona 3 fermetrar... hann var RISA.. ég og Kolla vorum ekki lengi að töfra fram átfit en ég skellti laki yfir hausinn og klyppti göt fyir augun og tók mér útskorið grasker í hönd og þá var ég reddí sem Draugur.... vinalegur samt... kolla var líka í laki en hún setti jólakrans á hausinn á ser og vafði um sig lakinu og þar með var hún orðin svona grikki þið vitið.. við tókum okkur líka svona stórglæsilega út..
það kom fullt af fólki til koling til að við gætum deilt gleðinni.. ósk og arndís from the Icecube og svo fjölmennti Horsens fólkið.. alltaf gaman af þeim.
á munkanum mátti meðal annars sjá: sjóræningja,nornir,"the danish guy", matrix gaurana, hjúkkur, pimp, geisju, "den klogeste barn í danmark",kisur, energising bunnies, packman, einhverskonar hórur, kleopötru, britney´s syster who never made it, múmiúr, klappstíru og djöfla svo eitthvað sé nefnt... mjög skemmtilegt allt saman.
núna erum við á skrilljón að gera heimasíðu fyrir te búð/gallery sem er staðsett í Ribe.. og svo erum við líka að rembast við að klára portfolio heimasíðuna okkar.. semsagt allt á fullu hér á Ågade... svo erum við að fara í roadtrip til svíþjóðar eftir tvo daga.. við erum á leiðinni þangað 9 saman til að fara á Sigurrós sem er að spila í gautaborg og svo líka bara til að tékka á lífinu í Sveden...

Wednesday, October 26, 2005

magnað alveg!!

sísí sendi mér(Birnu) þetta test og sjeeettt þetta er næstum krípí bara, það passaði aðeins of margt hjá mér.. svo tók kolla prófið og það er sama sagan með hana....
Ég tók mér það bessaleyfi að stela þessu af einhverju bloggi sem ég þekki ekki neitt og láta það prófið hérna.
ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ SVINDLA og skoða allt prófið... bara skoða einn lið í einu...
ok allir að sækja sér penna sirka NÚNA.. og já blað líka..


Srollaðu alltaf niður eina línu í einu.. EKKI MEIRA.. annars skemmiru þetta !!




1. Fyrst skaltu skrifa niður tölur frá 1 til 11 í lóðréttan dálk á blaðið þitt.



*



*

2. Svo við hliðina á tölum 1 og 2, skrifaru niður eitthver 2 númer.(símanúmer t.d.) skiptir ekki máli hvaða númer það eru.


*


*


3. Við tölur 3 og 7, skrifaru niður nöfn á gagnstæðakyninu ( stelpu nöfn ef þú ert strákur og strákanöfn ef þú ert stelpa)


*


EKKI SVINDLA.. þá eyðilegguru fyrir sjálfri/um þér !!


*


4. Í nr. 4, 5 og 6 skrifaru niður einhver nöfn (vinir eða fjölskyldumeðlimir)


*


*


*


*


*


*


*

5. í 8,9,10 og 11 skrifaru niður nöfn á eitthverjum 4 lögum.


FARIÐ EFTIR ÞVÍ SEM YKKUR DETTUR FYRST Í HUG !
OK.. svo eru það niðurstöðurnar !!!



Tölurar í bilum 1 og 2 segja þér í rauninni ekki neitt..


*


Manneskjan í nr.3 er sú sem þú elskar


*


Manneskjan í nr.7 er sú sem þú ert skotin/nn í en getur bara ekki unnið úr því !!


*


Þér þykir einna hvað vænnast um manneksjuna í nr.4


*


Manneskjan sem þú settir í nr.5 þekkir þig mjög vel


*
Manneskjan í nr.6 er heillastjarnan þín !



Lagið í nr.8 er það sem passar við manneskjuna í nr.3

Lagið í nr.9 er lagið fyrir manneskjuna í nr.7

Lagið í nr.10 er það lag sem segir þér einna mest um þína eigin hugsum (Your mind)

*

Og lagið í nr.11 segir þér hvað þér finnst um líf þitt


Allavega var þetta helv... nálægt að hitta naglann á höfuðið hjá okkur!!

Saturday, October 15, 2005

crazy days

dagarnir hafa verið langir og góðir þessar seinustu vikur... seinasta helgi var helgi álpappírsfylgihlutanna... isak ákvað að svala partýþorsta fólks og hélt "Holy Isak´s day" hátíðlegann.. partýið tók óvænta stefnu þegar Guðni (sem er með comeback hingað í kolding) ákvað að gera álpappírs hatt á mig(Birnu).. hatturinn vakti gríðarlega lukku og fólk flyktist að guðna til að fá álpappírs hatta, bindi, armbönd og sluffur(kolla vill kalla það slaufur) hópurinn bókstaflega glansaði á leið sinni niðrí bæ og ég er ekki frá því að álleyfarnar liggi ennþá vítt og breytt um bæinn.
á laugardaginn héldum við kolla matarhitting af því að ma og pa komu með tvö rauðvínslegin lambalæri með sér hingað út og við vildum dreyfa gleðinni með fólkinu. allir lögðu eitthvað að mörkum og úr varð 3ja rétta ofurmáltíð... vá það var svoooo gott.. um kvöldið fæddist NoMA farandstóll.. ég og kolla erum með stól sem við erfðum frá guðna og guðni erfði frá einhverjum bigga sem var árið á undan honum... við merktum stólinn og ártölin og mun þessi stóll ferðast milli NoMA fólks héðan í frá... og að sjálfsögðu verða allir að merkja hann.
á mánudaginn var svo "Gold digger day"... videoið var skotið og fór allur dagurinn frá 8:30 til hálf tólf um kvöldið í það mál... reyndar með smá matarpásu á marmaris.. já þeir éta sem geta!! einhvern veginn lenti ég í að vera að dansa fyrir framan kameruna... já ég ER TAKTLAUS og það er ekki falleg sjón að sjá mig brussast um... það sem maður lætur hafa sig útí er takmarkalaust.. kolla var líka "performer" en það kom öllu betur út. strákarnir voru íklæddir kvenfötum og voru þeir skuggalega kvenlegir...
Núna á Fimmtudaginn var svo "rappartý" þar sem 30 sek videóin sem allir gerðu voru frumsýnd á Republikken.. já og svo var Gold digger videoið líka sýnt.. eða allavega ruffcuts af því.. púff ég sást sem BETUR FER eigilega ekkert en er samt HÆTT að dansa... við komumst að því að Camilla er orðin ískyggulega góð í íslensku og það er núna hægt að halda uppi samræðum við hana... þessir finnar eru ótrúlegir!!
svo í gær föstudag, koma það aftur í hlut ísaks að halda partý.. maðurinn bara varð að redda almennu partýleysi.. úr varð hin ágætasta skemmtun, ég meira að segja fór með álsluffuna!!
svo er bara komið haustfrí núna í heila 10 daga.. ekki slæmt, ekki slæmt, ég heiðra klakann með komu minni.. þótt það sé víst fokk vont veður... að maður yfirgefi 18 stigin og sólina er bara glæpur!! kolla fer til Parísar með fólkinu sínu í Århusum svo það er fullt að gera hjá okkur.
en meira seinna fólk

Friday, October 07, 2005

Myndir

var að bæta við linkum með myndum hérna við hliðinn á..... endilega skoðiði :D

Wednesday, October 05, 2005

San Franast

jáhá...nú er kominn gestakennari að kenna okkur næstu tvær vikurnar, já það er hann David frá San Fransico... hann er já...frjálslyndur...og alveg frábær gaur.
þessi ágæti san fran búi er bara buinn að vera hér í 3 daga en samt buinn að setja mark sitt allverulega á NoMA.
þannig er mál með vexti að hann fór í viðtal hjá þekktri sjónvarpstöð hér í Danmörkunni en neitaði að fara ef viðtalið væri ekki gert eftir hans höfði... viðtalið var eitthvað um að færa menntun í danmörku á hærra level og félaginn hann David náði að krydda ansi vel uppá téð viðtal..
Hann bað okkur nemendur skólans að vera í búningum sem áttu að sýna nóg af skinni (semsagt minna af búningum) og dansa úti á volleyball velli... sumir voru fáklæddari en aðrir svo ekki sé meira sagt... kennarinn sjálfur var í aðskornum nærum/sundskýlu/eitthverju með einhverskonar tjulli utaná sér... við Kolla vorum ekki lengi að grípa stöðu stílista og makeup artist í þessari skemmtilegu uppákomu.... svona á fólk að vera...
núna erum við að vinna við að gera einhverskonar kynningarmyndbönd af okkur sjálfum og svo er næsta verkefni að gera myndband við lagið "Gold Digger" þar sem hún Kolbrún er búin að taka að sér hlutverk söngvara..ég(birna) er enn að meta stöðun hvor ég eigi að halda low profile og fá að vera ljósamaður eða eitthvað álíka eða fara í fremstu víglínu með kollu og gerast FRÆG!! lagið er mimað svo það sé á tandurhreinu að við erum ekki að fara syngja staf.... myndbandið ætti að verða...áhugavert.
eeeen seinna fólk!!

Monday, October 03, 2005

lúxus líf

úúfffff.....við erum lélegar að blogga...
Mamma og pabbi hennar Birnu komu seinasta miðvikudag... og erum við aldeilis búnar að hafa það gott síðan... heima tilbúinn mömmu matur er búinn að vera næstum því á hverjum einasta degi.. og bökuð skínkuhorn.... NAMM

Við fórum til þýskaland á föstudeginum... þar var nátturlega verslaður bjór og meira áfengi..annars splæsti birna á sig eitt stykki örbylgjuofni.... ekki slæmt....
skelltum okkur í dýragarð í Giveskud á sunnudeginum...sem er hérna rétt hjá.... það var geggajað gaman... sáum alskonar dýr...held að skemmtilegursu dýrin voru brjáluðu seprahestarnir sem voru hlaupandi eins og brjálæðingar út um allt voru næstum því búnir að klessa á bílinn sem við vorum í...og auðvita gíraffarnir sem voru að sleikja gluggana á bílunum :D

Annars ekkert að frétta af okkur...David frá san fran kom í dag til að kenna okkur og verður með okkur næstu tvær vikurnar...

Erum að átta okkur á því að þessi partur af lífi okkar hérna í kolding er að verða búinn :( ...við erum ekki alveg tilbúnar til að fara héðan frá kolding...þetta er búið að vera allt of fljótt að líða...frekar sorglegt...

Saturday, September 24, 2005

klukk!!!!!!

ooohhh við erum klukkaðar .....takk ósk...:( sem þýðir að við eigum að skrifa einhverjar 5 staðreyndir um okkur!!

Kolla:
1) Ég á tvíburasystir
2) Var kölluð E.T þegar ég var lítil (engin útskýring fylgir)
3) Ég ELSKA humar.
4) Ég held að ég eigi met í að fara á slysó á stuttum tíma.

Birna:
1) rónar, krakkar & hundar..... sjúk í mig
2) Ég á 9 kg þungan kött
3) Tungan á mér er 12 cm.
4) Ég kann að bakka með kerru á rafmagnsbíl
5) ég ég ég........

erum komnar með 9 staðreyndir saman ..þá er bara að klukka næstu ....
uuummmm hver verður fyrir valinu ???

Rebekka.... Lára ósk.... Elva Sara... Hrönn...og Elvu Rut ...
múhahhah

Monday, September 19, 2005

galtadauði

ojj það er eitthvað í gangi hérna í kolding.... á fimmtudaginn var ég (Birna) svo sátt við að ég sá broddgölt í fyrsta sinn... það eina sem skemmdi gleðina var að hann var soldið minna á lífi.. sem sagt dauður.. en alltílagi með það þá var ég að rölta mér heim úr skólanum í dag og hitti á tvo aðra broddgelti á förnum vegi.. þeir voru líka steindauðir... maður spyr sig hvort það sé eitthvert broddgaltafár að ganga.. en nóg um það.

um daginn fórum við á Godset (tónleikahúsið hér) á eitthvað "velkomin til kolding festival," sem allir skólarnir í Trekantomradet standa að... þetta var geisi gaman.. góð bönd að spila og svona.. besta bandið var junior/senior sem á lagið move your feet sem allir kannast við.

helgin gekk greiðlega fyrir sig við gengum hægt um gleðinnar dyr.. engin þynnkuveiki og ekki neitt.. ég hef pottþétt tekið alla mína þynnku út um seinustu helgi en þá leitaði sú hugsun á mig að ég ætlaði sko ALDREI að koma nærri áfengum drykkjum aftur... en tjahhh maður jafnar sig á svoleiðis bulli.
Starri dröslaði mér út í pizzu og svo röltum við á sprengjusvæðið.. í fyrsta sinn fyrir mig, þar er allt í hraðri uppbyggingu en maður sér samt ummerki um sprengingarnar sem urðu fyrir nánast ári, ég dauðsá eignlega eftir að hafa ekki farið fyrr og tékkað á stöðunni.

við kolla fórum til stórborgarinnar köben um daginn.. kolla fór að hitta ömmu sína og afa og var þar í vellystingum í 4 daga en ég bara 2... í köben reyndum við að versla okkur fullt fullt af dóti og komum vel klyfjaðar heim eftir vel heppnaða köbenferð.
það er fullt sem ég gæti sagt meira úr agadelífinu en ég nenniggi að gera það... later aligater

Friday, September 16, 2005

Ný Prinsessa!!!!!!!!!!

í dag er prinsessudagur. Steinunn & Vignir eignuðust litla stelpu í dag. Til hamingu með það elsku Steinunn & Vignir.. hlökkum til að hitta hana Kolbrúnu Birnu:)
Af tilefni dagsins héldum við tebollu veislu.

Thursday, September 08, 2005

úfff

það er búið að vera nóg að gera í skólanum hjá okkur núna.... við erum byrjaðar á brautinni/línunni sem við völdum, þannig að við erum bara búnar að vera í visual communication......

Ég (kolla)náði prófinu :D jei jei.... stressið búið... ég get byrjað að taka þátt í félagslífinu hérna aftur...hehe

Annars er voða lítið að frétta...er búin að takast á við hræðslu mína í hverri viku síðan það leið yfir mig....tannlæknar og sprautur .....(fæ meira að segja hroll þegar ég hugsa um það)..Er alveg komin með nóg af þessu..... en það eru nú bara nokkrir tannlæknatímar eftir :D
Stefnan hjá mér er síðan að fara til köben í dag....hitta ömmu og afa og eyða peningum :D aaahhh sweet

Thursday, September 01, 2005

weyyy

þið sem eruð að spá í hvernig kolla hefur það þá er hún orðin vel gróinn og nánast stálslegin eftir atvikum, sem er náttulega ekkert nema gott... jibbí fyrir því.
23. ágúst átti láran afmæli og var okkur boðið til matar í tilefni af því.. pestó kjúklingur ala elva.. nammi namm.. takk fyrir það og til hamingju lára:)
helgin hjá okkur agademanneskjum var eðall... ég (Birna) fór til horsens með láru,elvu og maggi í heimsókn til jóa.. það var miðaldafestival í bænum og búið að skreyta bæinn svaka mikið svo það var eins og stíga inn í hróa hattarkvikmynd að koma í bæinn... og það var svaðalega gaman... hvítvíns markmiðið er komið VEL á veg með að nást og maður spyr sig hvort það sé komið OF vel á veg með að takast að vera hvítvínsmanneskja...
kolla lagði líka land undir fót og fór til arhus til svenna og telmu og hun skemmti sér líka konunglega þar... svo vel lukkuð helgi away from kolding..
við kusum okkur línu/braut í skólanum í gær og stefnir allt í það að ég og kolla sérhæfum okkur í visual communication, þar sem áheyrslan er lögð á design.. ekkert nema gott um það að segja....
.....og að lokum til hamingju með daginn í gær Áddni og til hamingju með daginn í dag Svanhvít!!

Wednesday, August 24, 2005

Markmiðin !!!!!!!!

við settum okkur nokkur markmið fyrir þessa önn. Birna ætlaði sér að læra dönsku og byrja á því að drekka hvítvín.. það er búið að láta reyna á það seinna og gékk það nú bara ágætlega...
Ég (kolla) setti mér það markmið að fara ekki upp á slysó þessa önn....og þið sem þekkið mig vitið það að ég er búin að fara einu sinni á hverju önn....allavegana náði það markmið ekki að lifa lengi... því það var ekki liðin vika hérna í kolding..þegar mín heppni byrjaði...

það leið yfir mig þegar ég var að labba heim... og endaði það með gati á hökuni, fullt á skrámum í andlitinu, bólgna tungu (náið að bíta í hana þegar ég skall í jörðina) og síðan klofnuðu tveir jaxlar við höggið...hef varla getað
talað né borðað nema fljótandi fæði í nokkra daga...... :S

Allavegana nóg um það... það er lítið að gerast hjá okkur í skólanum þessa daganna... það er verið að kynna fyrir okkur þrjú aðal fög sem verða kennd á þessari önn... það er nefnilega búið að breyta kerfinu síðan á síðustu önn,núna er það þannig að við þurfum að velja okkur eina af þessum greinum og sérhæfa okkur í henni....

Nýju krakkarnir eru komnir (eða smá hluti af þeim) síðan kemur restin í næstu viku... það er ótrúlegt að fylgjast með þessu liði og hugsa til þess að þetta vorum við fyrir ári síðan....... shitturinn hvað tíminn flýgur áfram

Annars er lítið annað segja ....það er bara sól og hiti hérna í kolding.....fólk er að keppast við það að hella í sig einhverju köldu....enda er strandaferðir og koldinghús hittingur ekki sjaldgæfur hlutur þessa daganna :D

nenni ekki að skrifa meira í bili

Thursday, August 18, 2005

planið!!

-í kvöld: 60 shots in 60 minutes.
-á morgun: vinna á brúnkunni, gá hvort kennarinn mæti.
-annaðkvöld: fyrsti í menninganótt, nomadjamm á republikken
-annað kemur í ljós.

Tuesday, August 16, 2005

við........

erum komnar til baka til koldingbæjarins.... og agadeblogg vertíðin hefst aftur

Tuesday, June 14, 2005

Vá hvað þetta.....

er búið að fljúa í burtu....... Prófin eru búin...LOKSINS... en fáranlega var að við erum búnar að pæla svo mikið í þessu prófi að við vorum ekki að fatta það að við erum að fara á morgun..... já ég sagði á morgun :S við ákvöðum sem sagt að skella okkur til köben og njóta þess að vera til áður en að vinna vinna vinna tekur við á íslandi..
Það er samt svo skrítið að hugsa út í það að við séum búnar að vera hérna í eitt ár þegar við komum aftur.....veit ekki hvert tíminn fór....

En allveganna þá komu strákarnir frá öðru árinu til dk til að taka prófin eins og við....og maður getur nú ekki sagt það að það hafi verið leiðinlegt að hitta þá aftur HEHEHE.....rifjuðum upp nokkrar góðar minningar frá seinasta sumari :D

Allaveganna...... þá held ég að það verði ekki mikið bloggað hérna í sumar,,,,enda erum við á íslandi... þannig að ef þið viljið vita hvað við erum að gera þá er það bara að hafa samband við okkur :D

Monday, June 06, 2005

WEEZER!!!!

SNELLL..... ÉG (BIRNA) skellti mér, ásamt lárelvu, camillu og agga til hamburg um helgina... tilefnið voru WEEZER tónleikar á sunnudeginum..
oooog SJETT það var gaman... við lögðum af stað á svörtu þrumunni(bílaleigubílnum sem við leigðum) á föstudaginn og tókum eitt stykki gott djamm í hamburg..eftir það tók við svefn í víti..en við ákváðum að sofa í bílnum svona til peningasparnaðar.. ég var í miðjusætinu og var þessvegna ekki með neinnn stað til að halla höfði mínu og var gæði nætursvefnsins upp og ofan..
á laugardeginum var stefnan tekin á gæða hostel svo maður gæti nu sjænað sig aðeins til, enda orðin ansi krumpaður eftir nóttina og daginn... það fórum við á EKTA kojufillerí sem best er að hafa sem fæst orð um.. annars TROMPAST allir ferðafélagarnir..Múhahahahah
en svo rann upp WEEZERDAGURINN mikli..við eiddum deginum í að vera menningaleg og skoða listasýningar en svo tók bara WEEZER við.....ÓÓÓ MEN það var SJÚKLEGIR tónleikar... ég hefði viljað sofa í 3 mánuði í bílnum fyrir þessa tónleika.... WEEZER voru SNILLD.....
upphiturnabandi var líka frábært.. húsið var að springa af stemmningunni.
eftir concertinn röltum við í bænum... Mættum við þá ekki bara bassaleikara WEEZER, aggi tapaði sér næstum og heimtaði að það yrði tekin mynd af kappanum.... Skemmtileg tilviljun...
planið var að gista svo í bílnum aftur á sunnudagsnóttunni en þar sem lárelva og undirrituð vorum bláedrú þá var bara ákveðið að kikka til kolding um nóttina og vakna svo ferskur í eigin rúmi í dag.....
snilldar helgi og allavega smá huggun vegna Hróaskeldubeilsins....

Wednesday, June 01, 2005

Maður þarf.....

....að fara að drullast til að læra dönsku...þar að segja ég, Birna. Já þetta er orðið ástand..ég fór í gymmið eins og vanalega og var svo að fara að fá mér sturtubað.. lalla mér með handklæaðið og sjampóbrúsann í eina af sturtunum... en þá kemur einhver kona og segir eitthvað við mig og bendir á hinar sturturnar. (en fyrir þá sem ekki vita þá eru sturturnar í ræktinni í skipt upp í tvö helminga) allavega þá tek ég því sem svo að hun hafi verið að þrífa og ætti eftir að klára þessar sturtur... ég fer þá bara í rólegheitunum yfir í hinar sturturnar og er í þann mund að fara sturtast....tek ég þá bara eftir að það ER GAUR mættur í sturtuklefanum... og ég í sakleisi mínu í sturtu... það var semsag bara eitt stykki iðnaðarmaður mættur til að gera við.... sjett mér krossbrá og hraðaði mér í skjól og aðvaraði kollu að vera ekkert að flýta sér í sturtu ... það væri GAUR þar...konan var þá eftir allt að segja mér að það væri kall inn í sturtuklfunum og þeir væru lokaðir... alltaf gott að vita hvað er sagt....EFTIRÁ